Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2025 08:39 Bandaríkjastjórn hefur skellt himinháum tollum á bandalagsríki sín og Kína sem hafa svarað í sömu mynt. Óvissa í alþjóðamálum gæti haft áhrif á fjármálastöðugleika á Íslandi. Vísir/Vilhelm Hætta er á að áhrif tollastríðs Bandaríkjanna og annarra ríkja nái til Íslands með beinum eða óbeinum hætti. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Í yfirlýsingu nefndarinnar sem var birt í morgun segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Hins vegar sé mikil óvissa uppi í alþjóðamálum. Nefndin vísar þar greinilega til væringa í samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada, Kína og fleiri ríki og tollastríðs á milli þeirra. Verndarstefna í alþjóðaviðskiptum segir nefndin að leiði til truflana á framboðskeðjum og aukins viðskipta- og framleiðslukostnaðar sem geti skekkt verðmyndun á mörkuðum og haft neikvæð áhrif á fjárfestingu og efnahagsumsvif. Slíkt gæti jafnframt leitt til snarps viðsnúnings til hins verra á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. „Hætt er við að áhrifin af slíkri framvindu næðu hingað til lands með beinum eða óbeinum hætti. Í þessu ljósi er mikilvægt að viðhalda viðnámsþrótti fjármálakerfisins sem meðal annars felst í sterkri eiginfjárstöðu innlendra lánastofnana,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Leggur enn áherslu á mikilvægi innlendrar greiðslulausnar Verðbólga og háir vextir eru sagðir hafa skapað áskoranir fyrir heimili og fyrirtæki en efnahagsreikningar þeirra séu þó almennt sterkir. Skuldahlutföll séu jafnframt lág í sögulegum og alþjóðlegum samanburði og vanskil lítil. Þá sé sparnaðarstig heimila hátt, stutt af aðhaldi þjóðhagsvarúðar- og peningastefnu. Rekstraráhætta fjármálainnviða sé viðvarandi áskorun. Fjármálastöðugleikanefndin brýnir fyrir rekstraraðilum mikilvægi viðbragðsáætlana um samfelldan rekstur þeirra. Nefndin undirstrikar einnig mikilvægi þess að áfram sé unnið að því að auka rekstraröryggi í greiðslumiðlun og þar með að komið verði á fót innlendri óháðri greiðslulausn. Samhliða verði unnið að fleiri greiðsluleiðum til að auka viðnámsþrótt. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5% í samræmi við stefnu nefndarinnar um beitingu aukans. „Nefndin mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Fjármálastöðugleikanefndin kynnir yfirlýsingu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með honum í beinu streymi á Vísi. Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Í yfirlýsingu nefndarinnar sem var birt í morgun segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Hins vegar sé mikil óvissa uppi í alþjóðamálum. Nefndin vísar þar greinilega til væringa í samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada, Kína og fleiri ríki og tollastríðs á milli þeirra. Verndarstefna í alþjóðaviðskiptum segir nefndin að leiði til truflana á framboðskeðjum og aukins viðskipta- og framleiðslukostnaðar sem geti skekkt verðmyndun á mörkuðum og haft neikvæð áhrif á fjárfestingu og efnahagsumsvif. Slíkt gæti jafnframt leitt til snarps viðsnúnings til hins verra á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. „Hætt er við að áhrifin af slíkri framvindu næðu hingað til lands með beinum eða óbeinum hætti. Í þessu ljósi er mikilvægt að viðhalda viðnámsþrótti fjármálakerfisins sem meðal annars felst í sterkri eiginfjárstöðu innlendra lánastofnana,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Leggur enn áherslu á mikilvægi innlendrar greiðslulausnar Verðbólga og háir vextir eru sagðir hafa skapað áskoranir fyrir heimili og fyrirtæki en efnahagsreikningar þeirra séu þó almennt sterkir. Skuldahlutföll séu jafnframt lág í sögulegum og alþjóðlegum samanburði og vanskil lítil. Þá sé sparnaðarstig heimila hátt, stutt af aðhaldi þjóðhagsvarúðar- og peningastefnu. Rekstraráhætta fjármálainnviða sé viðvarandi áskorun. Fjármálastöðugleikanefndin brýnir fyrir rekstraraðilum mikilvægi viðbragðsáætlana um samfelldan rekstur þeirra. Nefndin undirstrikar einnig mikilvægi þess að áfram sé unnið að því að auka rekstraröryggi í greiðslumiðlun og þar með að komið verði á fót innlendri óháðri greiðslulausn. Samhliða verði unnið að fleiri greiðsluleiðum til að auka viðnámsþrótt. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5% í samræmi við stefnu nefndarinnar um beitingu aukans. „Nefndin mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Fjármálastöðugleikanefndin kynnir yfirlýsingu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með honum í beinu streymi á Vísi.
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent