Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2025 06:53 Waltz og Hegseth hafa brugðist við klúðrinu með því að gera lítið úr því og tala niður til Goldberg og jafnvel kenna honum um. AP/Alex Brandon Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist bera fulla ábyrgð á spjalli hæst settu embættismanna landsins á sviði öryggismála á samskiptaforritinu Signal. Eins og kunnugt er ræddu embættismennirnir yfirvofandi árásir á Húta í Jemen í spjallinu, á meðan Jeffrey Goldberg, ritstjóri Atlantic fylgdist með. Waltz, sem bauð Goldberg í spjallið, sagðist hins vegar í samtali við Fox News í gær ekki getað útskýrt hvernig það gerðist. Kallað hefur verið eftir því að Waltz og varnarmálaráðherrann Pete Hegseth segi af sér í kjölfar hneykslisins en þrátt fyrir að Waltz sagðist í gær bera ábyrgð á klúðrinu gaf hann ekki til kynna að hann ætlaði að axla hana, ef svo má að orði komast. „Þetta er vandræðalegt, já. Við ætlum að komast til botns í þessu,“ sagði þjóðaröryggisráðgjafinn í samtali við sjónvarpskonuna Lauru Ingraham. Hann hefði meðal annars rætt við Elon Musk um aðstoð. Þess ber að geta að Waltz stofnaði spjallið og bauð Goldberg þátttöku og því óljóst hvað er óljóst; hvað það er sem þarf að komast til botns í. Þegar Ingraham gekk á hann um það hvernig Goldberg hefði komist inn í hópinn svaraði Waltz: „Að sjálfsögðu sá ég ekki þennan lúser í hópnum. Hann leit út fyrir að vera einhver annar. Hvort hann gerði það viljandi eða hvort það gerðist af tæknilegum orsökum er eitthvað sem við erum að reyna að finna út úr.“ Waltz kallaði Goldberg einnig „blaðamannaúrhrak“ í viðtalinu. Spjallið er talið hafa brotið gegn ýmsum lögum og reglum sem gilda um trúnaðarsamskipti en bæði Trump og Repúblikanar hafa gert lítið úr málinu, sagt um mistök að ræða og að menn hafi lært sína lexíu. Sömu mildi hefur hins vegar ekki verið fyrir að fara gagnvart öðrum en eins og kunnugt er réðust Repúblikanar harðlega gegn Hillary Clinton þegar í ljós kom að hún hafði farið óvarlega í tölvupóstsamskiptum. Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Eins og kunnugt er ræddu embættismennirnir yfirvofandi árásir á Húta í Jemen í spjallinu, á meðan Jeffrey Goldberg, ritstjóri Atlantic fylgdist með. Waltz, sem bauð Goldberg í spjallið, sagðist hins vegar í samtali við Fox News í gær ekki getað útskýrt hvernig það gerðist. Kallað hefur verið eftir því að Waltz og varnarmálaráðherrann Pete Hegseth segi af sér í kjölfar hneykslisins en þrátt fyrir að Waltz sagðist í gær bera ábyrgð á klúðrinu gaf hann ekki til kynna að hann ætlaði að axla hana, ef svo má að orði komast. „Þetta er vandræðalegt, já. Við ætlum að komast til botns í þessu,“ sagði þjóðaröryggisráðgjafinn í samtali við sjónvarpskonuna Lauru Ingraham. Hann hefði meðal annars rætt við Elon Musk um aðstoð. Þess ber að geta að Waltz stofnaði spjallið og bauð Goldberg þátttöku og því óljóst hvað er óljóst; hvað það er sem þarf að komast til botns í. Þegar Ingraham gekk á hann um það hvernig Goldberg hefði komist inn í hópinn svaraði Waltz: „Að sjálfsögðu sá ég ekki þennan lúser í hópnum. Hann leit út fyrir að vera einhver annar. Hvort hann gerði það viljandi eða hvort það gerðist af tæknilegum orsökum er eitthvað sem við erum að reyna að finna út úr.“ Waltz kallaði Goldberg einnig „blaðamannaúrhrak“ í viðtalinu. Spjallið er talið hafa brotið gegn ýmsum lögum og reglum sem gilda um trúnaðarsamskipti en bæði Trump og Repúblikanar hafa gert lítið úr málinu, sagt um mistök að ræða og að menn hafi lært sína lexíu. Sömu mildi hefur hins vegar ekki verið fyrir að fara gagnvart öðrum en eins og kunnugt er réðust Repúblikanar harðlega gegn Hillary Clinton þegar í ljós kom að hún hafði farið óvarlega í tölvupóstsamskiptum.
Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira