Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. mars 2025 07:00 Agla Bríet Bárudóttir, Bryndís Mjöll Schram Reed, Helena Hafsteinsdóttir, Karen Rut Robertsdóttir og Klara Ósk Elíasdóttir standa að hlaðvarpinu Á bak við tjöldin. Þorgeir Örn Tryggvason „Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku og sköpunargáfu þau krefjast sem og úthalds,“ segir Klara Elíasdóttir tónlistarkona og lagahöfundur sem hefur ásamt fjórum öðrum listakonum sett af stað hlaðvarpið Á bak við tjöldin. Saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni „Þetta byrjaði sem saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni og vatt svona upp á sig. Við höfum allar reynslu af því að starfa bæði fyrir framan og á bak við tjöldin. Okkur fannst því spennandi og nauðsynlegt að búa til vettvang til að segja þessar sögur og leyfa röddum þeirra sem hjálpa til við að búa til töfrana í lista- og menningarheiminum að heyrast,“ segir Klara um upphaf verkefnisins. Hugmyndin að hlaðvarpinu kviknaði í náminu hjá listakonunum.Þorgeir Örn Tryggvason Forsprakkar verkefnisins eru Agla Bríet Bárudóttir, Bryndís Mjöll Schram Reed, Helena Hafsteinsdóttir og Karen Rut Robertsdóttir ásamt Klöru. Listakonurnar kynntust í námi við Háskólann á Bifröst og ákváðu að sameina krafta sína við þetta verkefni. „Markmiðið er að varpa ljósi á þær raddir sem oft heyrist minna í, konur og kvár sem starfa á bak við tjöldin í skapandi greinum. Þessir einstaklingar gegna lykilhlutverkum í því að verk og sýningar verði að veruleika en fá sjaldnast þá viðurkenningu eða athygli sem þau eiga skilið. Þetta byrjaði sem skólaverkefni en þróaðist út í eitthvað miklu stærra og að einhverju sem er farið að skipta okkur hjartans máli.“ Varpa ljósinu á raddir bak við tjöldin Allar búa þær yfir víðtækri reynslu á fjölbreyttum hliðum skapandi greina. „Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku, sköpunargáfu og úthalds þau krefjast. Okkur fannst kominn tími til að varpa kastljósinu að þessum störfum og fólkinu sem sinnir þeim. Að vera kona í skapandi greinum, hvort sem það er hér heima eða erlendis, getur verið krefjandi og það vitum við líka af eigin reynslu. Þótt margt hafi þróast í rétta átt síðustu ár og vissulega hafi orðið framfarir, þá er baráttunni langt frá því lokið. Enn eru margar valdastöður innan menningar- og listalífsins bundnar við gamaldags hugmyndir um kyn og vald.“ Listakonur sameina krafta sína!Þorgeir Örn Tryggvason Þá segjast þær allar vera í svolitlum uppreisnargír. „Við skynjum líka ákveðna „femínistaþreytu“ í samfélaginu sem við erum allar í smá uppreisn gegn. Við höfum allar upplifað það í samtölum að það er eins og fólk telji jafnréttisbaráttunni lokið, sérstaklega hér á Íslandi þar sem við höfum svo sterka sjálfsmynd sem jafnréttisríki. Með þessu verkefni viljum við minna á raddir þeirra sem vinna bak við tjöldin skipta máli, líka þegar þær heyrast ekki beint úr hávaðanum á sviðinu.“ Hér má hlusta á fyrsta hlaðvarpsþáttinn þar sem þær ræða við Önnulísu Hermannsdóttur leikkonu, leikstjóra og tónlistarkonu. Tónlist Menning Hlaðvörp Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni „Þetta byrjaði sem saklaus hugmynd að skemmtilegu skólaverkefni og vatt svona upp á sig. Við höfum allar reynslu af því að starfa bæði fyrir framan og á bak við tjöldin. Okkur fannst því spennandi og nauðsynlegt að búa til vettvang til að segja þessar sögur og leyfa röddum þeirra sem hjálpa til við að búa til töfrana í lista- og menningarheiminum að heyrast,“ segir Klara um upphaf verkefnisins. Hugmyndin að hlaðvarpinu kviknaði í náminu hjá listakonunum.Þorgeir Örn Tryggvason Forsprakkar verkefnisins eru Agla Bríet Bárudóttir, Bryndís Mjöll Schram Reed, Helena Hafsteinsdóttir og Karen Rut Robertsdóttir ásamt Klöru. Listakonurnar kynntust í námi við Háskólann á Bifröst og ákváðu að sameina krafta sína við þetta verkefni. „Markmiðið er að varpa ljósi á þær raddir sem oft heyrist minna í, konur og kvár sem starfa á bak við tjöldin í skapandi greinum. Þessir einstaklingar gegna lykilhlutverkum í því að verk og sýningar verði að veruleika en fá sjaldnast þá viðurkenningu eða athygli sem þau eiga skilið. Þetta byrjaði sem skólaverkefni en þróaðist út í eitthvað miklu stærra og að einhverju sem er farið að skipta okkur hjartans máli.“ Varpa ljósinu á raddir bak við tjöldin Allar búa þær yfir víðtækri reynslu á fjölbreyttum hliðum skapandi greina. „Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku, sköpunargáfu og úthalds þau krefjast. Okkur fannst kominn tími til að varpa kastljósinu að þessum störfum og fólkinu sem sinnir þeim. Að vera kona í skapandi greinum, hvort sem það er hér heima eða erlendis, getur verið krefjandi og það vitum við líka af eigin reynslu. Þótt margt hafi þróast í rétta átt síðustu ár og vissulega hafi orðið framfarir, þá er baráttunni langt frá því lokið. Enn eru margar valdastöður innan menningar- og listalífsins bundnar við gamaldags hugmyndir um kyn og vald.“ Listakonur sameina krafta sína!Þorgeir Örn Tryggvason Þá segjast þær allar vera í svolitlum uppreisnargír. „Við skynjum líka ákveðna „femínistaþreytu“ í samfélaginu sem við erum allar í smá uppreisn gegn. Við höfum allar upplifað það í samtölum að það er eins og fólk telji jafnréttisbaráttunni lokið, sérstaklega hér á Íslandi þar sem við höfum svo sterka sjálfsmynd sem jafnréttisríki. Með þessu verkefni viljum við minna á raddir þeirra sem vinna bak við tjöldin skipta máli, líka þegar þær heyrast ekki beint úr hávaðanum á sviðinu.“ Hér má hlusta á fyrsta hlaðvarpsþáttinn þar sem þær ræða við Önnulísu Hermannsdóttur leikkonu, leikstjóra og tónlistarkonu.
Tónlist Menning Hlaðvörp Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira