Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. mars 2025 23:19 Tollastríð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sett kanadíska pólitík í uppnám. Frjálslyndi flokkurinn hefur hagnast mjög á yfirlýsingum Bandaríkjaforseta á kostnað Íhaldsmanna. Getty Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, boðaði til kosninganna á blaðamannafundi síðdegis. Carney tók við sem leiðtogi Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau 9. mars og við embætti forsætisráðherra þann 14. mars. Sjá einnig: Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Í ræðu Carney á blaðamannafundinum fór mikið fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, hótunum hans og tollahækkunum á hendur Kanada. „Við stöndum frammi fyrir stærstu krísu á líftíma okkar vegna tilhæfulausra tollahækkana Trump Bandaríkjaforseta og hótana hans gegn fullveldi okkar,“ sagði Carney. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði hann einnig. Tollastríð Trump sett allt úr skorðum Allt stefndi í að Frjálslyndi flokkurinn, sem hefur verið stærsti flokkur Kanada og farið með stjórn landsins frá 2015, myndi gjalda afhroð í kosningum seinna í ár þar til Trump lýsti yfir tollastríði. Trump hefur ítrekað lýst því yfir að Kanada ættu að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Yfirlýsingarnar hafa ekki mælst vel hjá Kanadabúum og hafa þær leitt til bæði aukinnar þjóðerniskenndar meðal landsmanna og aukins stuðnings við Frjálslynda flokkinn. Framundan er 37 daga kosningabarátta þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsmenn munu fyrst og fremst berjast um sigurinn. Annar hvor þeirra flokka mun mynda nýja ríkisstjórn hvort sem hann mun gera það einn eða með stuðningi minni flokks. Íhaldsmenn höfðu framan af kjörtímabilinu einblínt á óvinsældir Trudeau, sem hrapaði í vinsældum eftir að matarkostnaður og húsnæðiskostur rauk upp. Eftir afsögn Trudeau og innkomu Carney er búið að slá það spil úr höndum þeirra. Búist er við því að yfirvofandi tollahækkanir Bandaríkjanna á kanadískt stál, ál og aðrar vörur og hvernig kanadískir stjórnmálamenn ætli að bregðast við því muni ráða atkvæðum kjósenda. Carney hefur lýst því yfir að Kanadabúar hafi val á milli „kanadísks Trump eða ríkisstjórnar sem sameinar þjóðina.“ Ætlar að standa í hárinu á Trump Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, er helsti keppinautur Carney en hann er reyndur pólitíkus og hefur setið á kanadíska þinginu frá 2004. Öfugt við Frjálslynda stefndi í stórsigur þeirra í næstu kosningum þar til hótanir Trump settu allt úr skoðrum. Polievre hefur lýst því yfir að hann ætli að standa gegn Trump fyrir fullveldi landsins. Pierre Polievre hefur verið lýst sem popúlista en hann ætlar að setja Kanada í fyrsta sæti.Getty „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Danielle Smith, forsætisráðherra Alberta-fylki og flokkssystir Poilievre, lýsti því hins vegar yfir í nýlegu viðtali að Poilievre væri „mjög í takt“ við nýja pólitíska strauma í Bandaríkjunum. „Innihald viðtalsins er mjög slæmt fyrir Íhaldsmenn því það styrkir frásögn Frjálslyndra um Pierre Poilievre og meinta hugmyndafræðilega nánd hans við Donald Trump,” sagði Daniel Béland, stjórnmálafræðiprófessor við McGill-háskóla í Montreal um yfirlýsingar Smith. Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, boðaði til kosninganna á blaðamannafundi síðdegis. Carney tók við sem leiðtogi Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau 9. mars og við embætti forsætisráðherra þann 14. mars. Sjá einnig: Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Í ræðu Carney á blaðamannafundinum fór mikið fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, hótunum hans og tollahækkunum á hendur Kanada. „Við stöndum frammi fyrir stærstu krísu á líftíma okkar vegna tilhæfulausra tollahækkana Trump Bandaríkjaforseta og hótana hans gegn fullveldi okkar,“ sagði Carney. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði hann einnig. Tollastríð Trump sett allt úr skorðum Allt stefndi í að Frjálslyndi flokkurinn, sem hefur verið stærsti flokkur Kanada og farið með stjórn landsins frá 2015, myndi gjalda afhroð í kosningum seinna í ár þar til Trump lýsti yfir tollastríði. Trump hefur ítrekað lýst því yfir að Kanada ættu að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Yfirlýsingarnar hafa ekki mælst vel hjá Kanadabúum og hafa þær leitt til bæði aukinnar þjóðerniskenndar meðal landsmanna og aukins stuðnings við Frjálslynda flokkinn. Framundan er 37 daga kosningabarátta þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsmenn munu fyrst og fremst berjast um sigurinn. Annar hvor þeirra flokka mun mynda nýja ríkisstjórn hvort sem hann mun gera það einn eða með stuðningi minni flokks. Íhaldsmenn höfðu framan af kjörtímabilinu einblínt á óvinsældir Trudeau, sem hrapaði í vinsældum eftir að matarkostnaður og húsnæðiskostur rauk upp. Eftir afsögn Trudeau og innkomu Carney er búið að slá það spil úr höndum þeirra. Búist er við því að yfirvofandi tollahækkanir Bandaríkjanna á kanadískt stál, ál og aðrar vörur og hvernig kanadískir stjórnmálamenn ætli að bregðast við því muni ráða atkvæðum kjósenda. Carney hefur lýst því yfir að Kanadabúar hafi val á milli „kanadísks Trump eða ríkisstjórnar sem sameinar þjóðina.“ Ætlar að standa í hárinu á Trump Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, er helsti keppinautur Carney en hann er reyndur pólitíkus og hefur setið á kanadíska þinginu frá 2004. Öfugt við Frjálslynda stefndi í stórsigur þeirra í næstu kosningum þar til hótanir Trump settu allt úr skoðrum. Polievre hefur lýst því yfir að hann ætli að standa gegn Trump fyrir fullveldi landsins. Pierre Polievre hefur verið lýst sem popúlista en hann ætlar að setja Kanada í fyrsta sæti.Getty „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Danielle Smith, forsætisráðherra Alberta-fylki og flokkssystir Poilievre, lýsti því hins vegar yfir í nýlegu viðtali að Poilievre væri „mjög í takt“ við nýja pólitíska strauma í Bandaríkjunum. „Innihald viðtalsins er mjög slæmt fyrir Íhaldsmenn því það styrkir frásögn Frjálslyndra um Pierre Poilievre og meinta hugmyndafræðilega nánd hans við Donald Trump,” sagði Daniel Béland, stjórnmálafræðiprófessor við McGill-háskóla í Montreal um yfirlýsingar Smith.
Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira