Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 23. mars 2025 19:57 Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu eftir að Ekrem Imamoglu var settur í gæsluvarðhald. Getty/Burak Kara Helsti andstæðingur Tyrklandsforseta hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og ákærður fyrir spillingu. Fjölmenn mótmæli hafa verið í höfuðborginni undanfarnar nætur. Ekrem Imamoglu, borgarstjóri Ístanbúl, var handtekinn á miðvikudag eftir að lögregla gerði leit á heimili hans. Imamoglu er sakaður um spillingu og tengsl við hryðjuverkasamtök. Hundrað stjórnarandstæðigar til viðbótar hafa verið handteknir á síðustu dögum. Stjórnvöld lokuðu nokkrum stórum vegum í höfuðborginni og bönnuðu mótmæli í nokkra daga. Almenningur hefur þó lítið hlustað á það bann og hafa mótmælt síðustu fjórar nætur. Lögegla hefur haft mikið viðbragð, beitt bæði táragasi, reyksprengjum og piparúða á meðan mótmælendur hafa kastað steinum, blysum og öðrum hlutum að lögreglu. Alvarlegt ábyrgðaleysi að leita út á göturnar Tyrklandsforseti hefur verið harðorður í garð mótmælenda. Á fimmta hundað hafa verið handteknir í mótmælunum, sem farið hafa fram í Istanbúl, Ankara, Izmir, Adana, Antalya og fleiri borgum. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti var harðorður í garð mótmælenda.AP/Pavel Golovkin „Rétt eins og við höfum ekki gefist upp fyrir götuhryðjuverkum hingað til, munm við ekki beygja okkur fyrir skemmdarverkum í framtíðinni,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, í ræðu sinni á tyrkneska þinginu í dag. „Að leita út á göturnar í stað dómstóla til að verja þjófnað, gripdeildir, lögleysu og fjársvik er alvarlegt ábyrgðarleysi,“ sagði hann einnig. Handtekinn í miðju prófkjöri Imamoglu var leiddur fyrir dómara í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald auk þess sem hann hefur verið ákærður fyrir meinta glæpi. Prófkjör hefur farið fram í flokki hans, CHP, þar sem velja á frambjóðanda flokksins fyrir forsetakosningarnar 2028. Fjölmargir greiddu honum atkvæði sitt, þrátt fyrir handtökuna. „Ég er í miklu uppnámi. Þetta er ekki lengur bara vandamál flokksins heldur vandamál lýðræðis í Tyrklandi. Við sættum okkur ekki við að réttindi okkar séu hrifsuð af okkur. Við munum berjast allt til enda. Við treystum Imamoglu og stöndum með honum,“ sagði Fusun Erben, kjósandi CHP. Tyrkland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Ekrem Imamoglu, borgarstjóri Ístanbúl, var handtekinn á miðvikudag eftir að lögregla gerði leit á heimili hans. Imamoglu er sakaður um spillingu og tengsl við hryðjuverkasamtök. Hundrað stjórnarandstæðigar til viðbótar hafa verið handteknir á síðustu dögum. Stjórnvöld lokuðu nokkrum stórum vegum í höfuðborginni og bönnuðu mótmæli í nokkra daga. Almenningur hefur þó lítið hlustað á það bann og hafa mótmælt síðustu fjórar nætur. Lögegla hefur haft mikið viðbragð, beitt bæði táragasi, reyksprengjum og piparúða á meðan mótmælendur hafa kastað steinum, blysum og öðrum hlutum að lögreglu. Alvarlegt ábyrgðaleysi að leita út á göturnar Tyrklandsforseti hefur verið harðorður í garð mótmælenda. Á fimmta hundað hafa verið handteknir í mótmælunum, sem farið hafa fram í Istanbúl, Ankara, Izmir, Adana, Antalya og fleiri borgum. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti var harðorður í garð mótmælenda.AP/Pavel Golovkin „Rétt eins og við höfum ekki gefist upp fyrir götuhryðjuverkum hingað til, munm við ekki beygja okkur fyrir skemmdarverkum í framtíðinni,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, í ræðu sinni á tyrkneska þinginu í dag. „Að leita út á göturnar í stað dómstóla til að verja þjófnað, gripdeildir, lögleysu og fjársvik er alvarlegt ábyrgðarleysi,“ sagði hann einnig. Handtekinn í miðju prófkjöri Imamoglu var leiddur fyrir dómara í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald auk þess sem hann hefur verið ákærður fyrir meinta glæpi. Prófkjör hefur farið fram í flokki hans, CHP, þar sem velja á frambjóðanda flokksins fyrir forsetakosningarnar 2028. Fjölmargir greiddu honum atkvæði sitt, þrátt fyrir handtökuna. „Ég er í miklu uppnámi. Þetta er ekki lengur bara vandamál flokksins heldur vandamál lýðræðis í Tyrklandi. Við sættum okkur ekki við að réttindi okkar séu hrifsuð af okkur. Við munum berjast allt til enda. Við treystum Imamoglu og stöndum með honum,“ sagði Fusun Erben, kjósandi CHP.
Tyrkland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira