„Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. mars 2025 19:00 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, talar við sína menn í leik dagsins. Vísir/diego Valur vann átján stiga sigur gegn KR í úrslitum VÍS-bikar karla. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með að hafa unnið sitt gamla félag KR í bikarúrslitum. „Eins og venjulega var vörnin stöðug og síðan datt sóknin inn á milli. Vörnin var stöðug eiginlega allan tímann og þeir eru með frábærar skyttur og síðast þegar við spiluðum við KR þá fengu skytturnar mikið pláss og við svöruðum kallinu í dag,“ sagði Finnur Freyr eftir leik og hélt áfram. „Við náðum að búa til góð skot allan leikinn sem voru ekki alltaf að fara niður síðan kom augnablik þar sem þau fór niður og þannig er þetta hjá okkur. Ef vörnin heldur og ef við tökum fráköst sem við hefðum átt að gera betur í fyrri hálfleik þá erum við góðir.“ Klippa: Bikarmeistarinn Finnur Freyr KR var tuttugu stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhluta með þremur stigum og Finnur var ánægður með hvernig hans menn hleyptu KR-ingum ekki inn í leikinn. „Það er kúnst að vera með gott forskot í hálfleik og við erum ekkert svakalega vanir því og við vorum aðeins værukærir og misstum einbeitinguna og fengum nokkrar auðveldar körfur á okkur. Frank Booker kom síðan með orkuna sem við þurftum og tókum þetta.“ Finnur Freyr var að vinna sinn fjórða bikarmeistaratitil sem aðalþjálfari en var lítið að pæla í samanburðinum. „Ég er orðinn svo gamall að ég man svo stutt aftur og þessi er frábær.“ Núna er aðeins ein umferð eftir af deildarkeppninni og síðan er úrslitakeppnin á næsta leyti. Aðspurður út í tímasetninguna á bikarkeppninni var Finnur ekkert sérstaklega hrifinn af henni en var þó þakklátur þar sem Valur er á töluvert betri stað í dag en í janúar. „Eftir að það var fjölgað í kvennadeildinni og liðin fóru í átta liða úrslit þar þá var úrslitakeppnin í fyrra miklu lengri heldur en hún hefur verið áður. Mér líður eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar og ég er ekkert rosalega hrifinn af þessu en á sama tíma get ég sagt að ef hún hefði verið í janúar hefðu ansi margir verið frá í meiðslum og ég ætla að fá að vera þakklátur fyrir þessa tímasetningu,“ sagði Finnur Freyr að lokum VÍS-bikarinn Valur Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira
„Eins og venjulega var vörnin stöðug og síðan datt sóknin inn á milli. Vörnin var stöðug eiginlega allan tímann og þeir eru með frábærar skyttur og síðast þegar við spiluðum við KR þá fengu skytturnar mikið pláss og við svöruðum kallinu í dag,“ sagði Finnur Freyr eftir leik og hélt áfram. „Við náðum að búa til góð skot allan leikinn sem voru ekki alltaf að fara niður síðan kom augnablik þar sem þau fór niður og þannig er þetta hjá okkur. Ef vörnin heldur og ef við tökum fráköst sem við hefðum átt að gera betur í fyrri hálfleik þá erum við góðir.“ Klippa: Bikarmeistarinn Finnur Freyr KR var tuttugu stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhluta með þremur stigum og Finnur var ánægður með hvernig hans menn hleyptu KR-ingum ekki inn í leikinn. „Það er kúnst að vera með gott forskot í hálfleik og við erum ekkert svakalega vanir því og við vorum aðeins værukærir og misstum einbeitinguna og fengum nokkrar auðveldar körfur á okkur. Frank Booker kom síðan með orkuna sem við þurftum og tókum þetta.“ Finnur Freyr var að vinna sinn fjórða bikarmeistaratitil sem aðalþjálfari en var lítið að pæla í samanburðinum. „Ég er orðinn svo gamall að ég man svo stutt aftur og þessi er frábær.“ Núna er aðeins ein umferð eftir af deildarkeppninni og síðan er úrslitakeppnin á næsta leyti. Aðspurður út í tímasetninguna á bikarkeppninni var Finnur ekkert sérstaklega hrifinn af henni en var þó þakklátur þar sem Valur er á töluvert betri stað í dag en í janúar. „Eftir að það var fjölgað í kvennadeildinni og liðin fóru í átta liða úrslit þar þá var úrslitakeppnin í fyrra miklu lengri heldur en hún hefur verið áður. Mér líður eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar og ég er ekkert rosalega hrifinn af þessu en á sama tíma get ég sagt að ef hún hefði verið í janúar hefðu ansi margir verið frá í meiðslum og ég ætla að fá að vera þakklátur fyrir þessa tímasetningu,“ sagði Finnur Freyr að lokum
VÍS-bikarinn Valur Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Sjá meira