Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. mars 2025 08:00 Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, hefur lært það á eigin skinni að hræðilegir hlutir geta gerst. Áföllin hafa verið mörg, haft mótandi áhrif á hana en skilgreina hana ekki. BBC og Harvard hafa útnefnt Lindu sem eina af áhrifamestu og merkilegustu konum í heimi. Vísir/Einar Árnason Það er svolítið merkilegt að heyra Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, tala um hvað hún upplifir sig heppna í lífinu. Og svo brosandi er hún í samverunni að það allra síðasta sem manni dettur í hug er hversu mörg og erfið áföll þessi tæplega fimmtuga og flotta kona hefur upplifað. Faðir hennar myrtur þegar hún var 12 ára. Lenti í alvarlegum læknamistökum 17 ára. Missti barn 25 ára. Og er þá ekki einu sinni allt upptalið. En já, Linda er glöð. Og hefur á magnaðan hátt unnið úr sorginni þannig að hún stendur ekki aðeins keik, heldur er hún talin með áhrifamestu og merkilegustu konum veraldar; Að mati Harvard og BBC! „Oft segir fólk við mig setningar eins og; Þú ert svo ótrúlega sterk. Eða; Það er svo ótrúlegt hvernig þú hefur komist í gegnum þetta. En ég vil alls ekki að sagan mín verði sögð þannig að ég hafi komist í gegnum þetta klakklaust. Því þannig hefur það ekki verið hjá mér frekar en öðrum. Lífið er líka svo alls konar. Og sjaldnast bein braut.“ Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Það sjóast enginn í áföllum og enginn kemst klakklaust í gegnum þau segir Linda. Sem lærði það líka af sínum áföllum að ekkert okkar veit hvað náunginn er mögulega að fara í gegnum. Linda elskar náttúruna; hér heima sem erlendis. Og þrátt fyrir öll áföllin er hún glöð, rík af samkennd fyrir öðru fólki og hefur lært að ekkert er sjálfgefið. Lyklabarnið Linda Linda er lyklabarn. Enda fædd árið 1975. Eldri systirin af tveimur alsystrum. Yngri hálfbræður fæddust síðar og ein eldri hálfsystir og samfeðra ólst ekki upp með Lindu. Á heimilinu var Linda því elst systkina. „Ég flutti oft sem barn,“ segir Linda; fædd í Reykjavík en bjó fyrstu æviárin sín í sveit á Vopnafirði, á Selfossi, síðan í Bökkunum í Reykjavík og síðan í Kópavogi. Þar sem hún byrjaði tíu ára í Digranesskóla. „Það er sá skóli sem ég tengdist mestum böndum. Því þar var ég lengst,“ segir Linda, sem lauk þó grunnskólagöngunni í Fellaskóla þar sem hún var í tvö ár. Foreldrar Lindu eru Eygló Bjarnþórsdóttir sjúkraliði, uppalin á Selfossi. Faðir hennar var Gunnar Ingólfsson, uppalinn í Hafnarfirði og svo síðar Þórustöðum í Ölfusi. Myrtur á Vopnafirði. Ég var ofboðslega mikil pabbastelpa. Sóttist mikið í pabba og var hjá honum á sumrin í sveitinni.“ Fyrsta áfallið í lífi Lindu má segja að hafi verið hjónaskilnaður foreldra hennar. „Ég áttaði mig ekki á hversu mikið áfall skilnaðurinn var fyrr en ég var orðin fullorðin. Því sem barn vildi ég alltaf láta hafa sem minnst fyrir mér, vera ljúf og gera gott úr öllu.“ Ekki tíðkaðist að ræða mikið við börn á þessum tíma. Né að útskýra málin. En snemma kom í ljós hversu mikla ábyrgðarkennd Linda hefur. „Ég var að segja setningar eins og: Þetta var bara það besta í stöðunni. Eða: Þetta var það eina góða í stöðunni því nú líður öllum betur.“ Setningar sem sjö ára barn ætti eiginlega ekki að vera að segja. Í kjölfar skilnaðarins flutti pabbi hennar í sveit á Vopnafirði en systurnar Linda og Erla Björg Gunnarsdóttir, fædd 1978, bjuggu hjá móður sinni. „Mamma vann vaktavinnu þannig að ég var snemma komin með lykilinn. Sem þótti svo sjálfsagt á þessum tíma. Mitt hlutverk var auðvitað að passa upp á hana Erlu mína, enda var hún með mér alls staðar,“ segir Linda og hefur líka á orði hversu dugleg mamma hennar var; um tíma meira að segja ein með fjögur börn. Linda var mikil pabbastelpa en á efri mynd th. er mynd af foreldrum Lindu með hana og hálfsystur hennar Lóu. Á neðri mynd th. eru systurnar þrjár: Lóa, Linda og Erla. Gunnar var mikill sjarmör og hestamaður mikill, alinn upp í Hafnarfirði og á Þórustöðum í Ölfusi en myrtur á Hámundarstöðum á Vopnafirði þar sem hann var bóndi. Töffarinn Linda Áður en lengra er haldið í sögunni, þurfum við að skilja betur fjölskyldumynd Lindu. Því ömmur og afar Lindu höfðu mikið að segja í æsku. „Föðurafi minn og amma voru ungt og efnilegt par í Hafnarfirði sem höfðu nýlega byggt sér hús upp á holti og eignast fjögur börn. En einhverra hluta vegna virðist vera ofboðslega sterk sveitaþrá í föðurfjölskyldunni. Helst að búa í sveit úr alfaraleið. Þessi tilfinning er líka mjög sterk í mér og skýrir kannski út hvers vegna ég sóttist svona mikið í að vera hjá pabba í sveitinni á sumrin. Amma og afi keyptu stórbúið Þórustaði í Ölfusi og voru þar með hjú í vinnu eins og á dönsku stórbýli. Þegar þau skilja þá kaupir afi Hámundarstaði á Vopnafirði.“ Draumurinn um sveitarómantíkina varð til þess að foreldrar Lindu fluttu á Hámundarstaði þegar hún var nýfædd. „Þar kom Erla systir undir því draumur pabba var að verða bóndi. Það tók okkur um tólf klukkustundir að keyra þangað úr bænum sem ég man enn mjög vel, því ég var svo sjúklega bílveik og er enn!“ segir Linda og eflaust hryllir mörgum jafnöldrum hennar af minningunum um malarvegina forðum daga. Linda á eina alsystur en þrjú hálfsystkini. Á mynd til vinstri má sjá systurnar þrjár Lóu, Erlu og Lindu sem allar eru Gunnarsdætur. Á neðri mynd th. má sjá sammæðra systkinin; Erlu, Lindu, Fannar Pétur og Arnar Pétur og á efri mynd th. má sjá afa Villa og ömmu Björgu sem Linda var einstaklega náin. „Mamma vildi ekki senda mig í heimavistarskóla og því fluttum við á Selfoss þegar ég byrjaði í skóla. Mamma og pabbi skilja síðan þegar ég er sjö ára.“ Linda lýsir pabba sínum sem mjög sjarmerandi manni. „Hann var ofboðslega skemmtilegur og fyndinn og vel liðinn af öllum. Pabba þótti sopinn ekkert slæmur, var mikið í hestum, mjög góður tamningamaður og mikill kvennamaður. Allt hélst þetta svo sem í hendur en á þessum tíma þótti þetta allt svo eðlilegt einhvern veginn,“ segir Linda. Ég var mikið kvíðabarn en orðið kvíði þekktist ekki heldur var talað um magapínu. Á unglingsárunum man ég líka eftir að hafa stundum átt erfitt með að ná andanum. Ég var því með mörg líkamleg einkenni kvíða, en virkaði á alla sem ljúf og glöð. Var send í magaspeglun en auðvitað fannst ekki neitt; þetta var bara kvíði.“ Að komast í sveitina til pabba síns fól því í sér ákveðið frelsi. „Ég upplifi enn mikið frelsi að komast út í náttúruna. Verð hreinlega önnur manneskja. En þótt ég hafi upplifað visst frelsi að fara til pabba var ég alltaf að reyna að sanna mig fyrir honum. Gerði allt sem hann bað um þótt það gerði mig skíthrædda; stóð kannski fyrir framan brjálað hestastóð, keyrði traktor og Landrover tíu ára eða fór í leit að rollu í afréttum og kom ekki heim fyrr en hún var fundin, sama hversu löngu síðar það var.“ Því já; kvíðabarnið sýndi það líka snemma að hún væri algjör töffari. Linda var í senn kvíðabarn og töffari. Ábyrgðarkenndin var mikil og man Linda meira eftir öskrunum í Erlu systur sinni frekar en fréttunum sjálfum um að pabbi þeirra hefði verið myrtur. Linda tók á öllum áföllum þannig að vera ljúf og góð og láta ekki á neinu bera. Vísir/Einar Árnason Morð: Man mest öskrin í Erlu Í apríl árið 1988 segir í lítilli frétt í Þjóðviljanum: „Gunnar Ingólfsson 33 ára gamall einbúi á Hámundarstöðum fannst skotinn til bana á heimili sínu í fyrradag. Ekkert skotvopn fannst á bænum sem liggur um 16 kílómetra fjarlægð frá Vopnafirði. Skömmu áður hafði Tryggvi Viðar Gunnþórsson 45 ára gamall maður fundist látinn á vinnustað sínum á Vopnafirði og við hlið hans haglabyssa.“ Mun stærri fréttir á opnunni voru um fyrirhuguð verkföll, fjöldauppsagnir á Granda og taprekstur fiskvinnslufyrirtækja. Fyrir litlar stúlkur var málið hins vegar stórmál. Mamma vakti mig um nóttina til að segja mér að pabbi væri dáinn og hvað hefði gerst. Ég man ekki mikið eftir því. Það sem ég man miklu betur eru öskrin og gráturinn í Erlu sem hún vakti á eftir mér til að segja henni fréttirnar.“ Á þessum tíma var ekkert sem hét áfallahjálp eða aðstoð frá fagaðilum í kjölfar áfalla. „Það var ekki mikið fjallað um þetta og enginn sem talaði beint um þetta við okkur. Mamma var náttúrulega í sjokki sjálf og amma varð aldrei söm. Það sama átti við um annað fullorðið fólk; Það voru allir í sjokki enda kom þetta auðvitað öllum algjörlega í opna skjöldu Í mesta lagi að fólk segði við okkur setningar eins og: Elsku stúlkurnar, hvernig hafið þið það nú…? Það var enginn sem spurði okkur hvernig okkur liði.“ Í DV síðar þennan apríl mánuð segir: „Ekkert skotvopn hafði fundist á heimili Gunnars að Hámundarstöðum þar sem hann fannst látinn. Rétt í þann mund er DV kom að Hámundarstöðum á miðvikudag fann lögreglumaður hins vegar tómt skothylki á veginum skammt frá bænum og samkvæmt heimildum DV er það sams konar skothylki og fannst þar sem Tryggvi Viðar fannst látinn.“ Frétt DV 22.04.1988. Linda segir það hafa verið enn erfiðara að vita ekki hvers vegna pabbi þeirra var myrtur. Sem aldrei hefur fengist nein skýring á því gerandinn svipti sig lífi. Alls kyns kenningar hafa verið á lofti en sjálf segist Linda engu nær. „Þar sem maðurinn sem myrti pabba framdi sjálfsvíg hefur aldrei verið vitað hvers vegna hann gerði það sem hann gerði. Alls kyns kenningar hefur maður heyrt. En ég veit í raun ekkert hvað gerðist og mögulega hafa hans aðstandendur heyrt allt aðrar sögur, en ég“ segir Linda og bætir við: „Að vita svona lítið er líklega hluti af því hvers vegna mér finnst ég muna svona lítið. Ef pabbi hefði verið myrtur af manni sem síðan hefði farið í fangelsi horfði málið eflaust öðruvísi við. Því þá væri ég eflaust búin að afla mér allra upplýsinga um þann mann sem ég kæmist yfir.“ Þetta sumar heimtaði Linda að vera í sveitinni. „Húsið var tvíbýli og ég fékk að vera hjá konunni sem bjó þar og passa dóttur hennar. Ég var mikið ein með barnið, grét rosalega mikið og dvölin var átakanleg í alla staði. Enda bara tólf ára og hálf galið að hugsa til þess í dag að mér hafi verið leyft að vera þarna. En líklega hef ég verið mjög ákveðin og erfitt að stoppa slíka bón. “ Linda leitaði mikið til afa og ömmu til að upplifa dekur og ró, bæði til afa og ömmu á Selfossi og í Hafnarfirði. Tv: Með afa Villa. Efri th: Móðir Lindu, Eygló, með öll systkini Lindu en Linda segir móður sína hafa verið ótrúlega duglega. Neðri th: Með ömmu Björgu og fleirum í Borgarfirði þar sem Linda fór síðar í sveit á sumrin á Bjarnastöðum. Árin í MR: Stóru læknamistökin Unglingsár Lindu einkenndust af tvennu: Að passa yngri systkini sín því hálfbræðurnir Arnar Pétur og Fannar Pétur Stefánssynir fæddust ári á undan morðinu og árinu á eftir. Og síðan var það auðvitað Erla. Tókstu þá aldrei sorgina eða áfallið út í einhvers konar reiði? „Nei, Lóa systir sem er elst upplifði reiði og í henni var smá uppreisn um tíma. En mín nálgun á áfallið var svipuð og eftir skilnaðinn: Að vera ljúf og góð og passa upp á að allt gengi vel fyrir sig, þá aðallega að passa upp á systkini mín.“ Hitt atriðið var að vera töffari. „Nokkrir sem voru með mér í MR hafa viðurkennt að hafa verið hálf hrædd við mig þegar ég byrjaði þar, svo mikill töffari var ég!“ segir Linda og skellihlær. Að vera í MR var þó nokkuð flókin áskorun fyrir Lindu. „Ég var alltaf með mjög góðar einkunnir; níur og tíur. Enginn af mínum vinum fór í MR því þar voru flestir nemendur úr Hagaskóla eða af Seltjarnarnesi. Bakgrunnurinn minn var því allt annar og ég gleymi því aldrei að á fyrsta stafsetningarprófinu fékk ég -28 í einkunn!“ Að standa sig vel var Lindu þó mikið kappsmál. „Ég valdi MR vegna þess að afi minn fór í MR en fyrir utan hann, höfðu fáir gengið menntaveginn í minni fjölskyldu.“ Sem Linda þó gerði sjálf síðar því hún er með BA í spænsku, kennsluréttindi, meistaragráðu í Evrópufræðum og hefur lokið rekstrar- og fjármálanámi frá Opna háskólanum í Háskóla Reykjavíkur. En áður en við komum að þeim kafla, skulum við halda áfram þar sem frá var horfið: Í MR. Því þar upplifði Linda áfall sem eflaust margir myndu segja eitt það skelfilegasta fyrir 17 ára stúlku. Sem einfaldlega varð afskræmd um tíma í framan vegna læknamistaka. „Ég fór í kjálkaaðgerð sem var talað um að væri ekkert mál en reyndist vera stór aðgerð og mikið mál. Þetta var kjálkaaðgerð vegna yfirbits sem var mikið verið að senda ungmenni í, svona eins og það væri í tísku. Sá sem fór fyrir aðgerðinni var umdeildur. Ég man ekki til þess að hafa verið sammála að þurfa að fara í þessa aðgerð. En á þessum tíma hlýddi maður bara.“ Í kjölfar aðgerðarinnar lamaðist varanlega hluti andlits Lindu. Því í aðgerðinni var skorið á slagæð og henni ekki lokað fyrr en tíu dögum síðar. Lömunin verður vegna þrýstings frá blóðinu sem safnaðist saman á þeim dögum. Nánast fyrir tilviljun komust Linda og fjölskylda að því að um læknamistök var að ræða í aðgerðinni sjálfri og það sem verra var: Vitað var af mistökunum allan tímann. „Það var hægt að kvarta til Landlæknis, sem hafnaði því auðvitað að eitthvað hefði misfarist hjá læknunum. Tilvísunarkerfið var enn við lýði og þrátt fyrir umleitanir, vildi enginn læknir vitna um það að mistök hefðu verið gerð.“ Fyrr en mörgum árum seinna. „Þá kemur læknir að tali við mig; Sverrir Bergmann. Hann var að hætta störfum sem yfirlæknir á taugadeild og spurði einfaldlega hvort hann mætti gefa vitni í málinu“ segir Linda og bætir við: „Þessi vitnisburður gerði útslagið og málið endaði þannig að dómurinn sem féll var á þeim tíma einn sá stærsti sem hafði fallið til vegna læknamistaka. En það gerðist þó ekki fyrr en fimmtán árum eftir að atvikið átti sér stað.“ Hversu mikið er hægt að leggja á eina manneskju hugsum við hin þegar við heyrum að Linda hafi misst pabba sinn, lent í læknamistökum, misst barn og síðar tvö fóstur. Á Lindu er samt auðheyrt að ríkidæmið hennar er dóttirin Auður Erla. Embla Rut Þegar Linda var 24 ára varð hún ófrísk, þá komin í sambúð með Hrannari Má Sigrúnarsyni. Saman eignuðust þau dæturnar Emblu Rut, fædda 9. febrúar árið 2000 og Auði Erlu, fædda 1. júní árið 2004. Þann 25. janúar árið 2002 lést Embla Rut. Og nú er ljóst að tilfinningarnar eru farnar að segja til sín. Þessi móðurást. Sterkasti kærleikur í heimi. „Meðgangan gekk vel en ég svo sem fann aldrei fyrir þessum miklu spörkum eða hreyfingu. En fylgjan var að framanverðu og það þótti því ekkert óeðlilegt. Embla Rut var líka frumburðurinn minn sem þýðir að sjálf hafði ég svo sem engan samanburð,“ segir Linda. Eftir tvo sólarhringa í fæðingu var Lindu loks tilkynnt að hún færi í keisaraskurð. „Ég var svæfð í keisaranum þannig að ég varð ekki vör við panikkið sem varð þegar hún fæddist. Né heldur Hrannar því hann mátti ekki vera inni vegna þess að ég var svæfð.“ Svo virtist nefnilega vera að Embla Rut væri föst í fósturstellingunni. „Það þurfti að ná henni út úr fósturstellingunni og fyrstu tvo dagana fékk ég bara að sjá myndir af henni því hún var inni á vökudeild og ég rúmföst vegna leka á mænuvökva.“ Linda hafði gengið tvær vikur fram yfir og Embla Rut fæddist því stór og nánast með sítt hár að sögn móðurinnar! „Hún var öll lin einhvern veginn. Sem skýrðist af því að hún var með vöðvasjúkdóm, sem þó var ekki hrörnunarsjúkdómur. Þessi sjúkdómur gerði það að verkum að Embla fór aldrei að labba, hún spyrnti aldrei fótum eins og ungabörn gera eða kreppti hnefa. Vöðvarnir voru einfaldlega of máttlitlir.“ Embla Rut var líka gjörn á að fá ofan í lungun ef hún fékk kvef. „Hún fékk alltaf ofan í sig því hún hafði ekki kraftinn til að hósta almennilega. Hjartað og líffæri virtust þó almennt starfa mjög vel.“ Við tók erfiður tími hjá 24 ára foreldrum. „Það er ótrúlegt hvað ungir foreldrar geta aðlagast fljótt. Því fyrr en varði hélt lífið okkar sinn vanagang nema að nú gekk allt út á þarfir Emblu,“ segir Linda og lýsir þeirri vinnu sem fór af stað; spelkur, gifs, sjúkraþjálfun og fleira. „Greiningin var þó ekki þess eðlis að hún hefði áhrif á daglegt líf. Embla þurfti ekki að liggja á spítala eða fá einhverja sérstaka meðferð. Ekki var um lífshættulegan sjúkdóm að ræða. Embla fór á leikskólann Múlaborg og hafði einstaklega gaman af að leika við aðra krakka. Hún virtist alltaf finna eigin leiðir ef að fötlunin flæktist eitthvað fyrir.“ segir Linda og bætir við: „Það voru tveir mánuðir á milli Emblu Rutar og Köru dóttur Erlu systur og þær voru alltaf saman. Kara nautsterk en Embla sú sem hreyfði sig lítið. Saman voru þær eins og einn hugur.“ Linda viðurkennir að hafa farið í gegnum dimma dalinn eftir að Embla Rut dó. Linda ásakaði sjálfa sig og fannst hún hafa klikkað. Að missa barn er óbærilegur sársauki segir Linda og ekki í neinni líkingu við neina aðra sorg.Vísir/Einar Árnason Að elska og missa barn Linda segir ábyrgðarkenndina hafa verið fljóta að gera vart við sig eftir fæðingu Emblu Rutar. „Kerfin töluðu ekki saman og mér fannst ég því þurfa að vera aðilinn sem væri sérfræðingurinn í málefnum Emblu Rutar. Þannig að upplýsingar færu á milli aðila eins og ólíkra sérfræðinga, spítala, sjúkraþjálfara og svo framvegis. Þetta er of mikið hlutverk fyrir unga foreldra í svona stöðu.“ Lífið tók á sig fasta mynd en Linda gekk þann erfiða veg sem flest allir foreldrar langveikra barna ganga. „Ég kláraði BA ritgerðina mína og byrjaði að setja mig í samband við aðra foreldra fatlaðra barna, því þetta var alveg nýr heimur fyrir mér. Ég hafði samband við Einstök börn og gekk í foreldrafélag Greiningamiðstöðvarinnar. Það var alveg ómetanlegt að geta talað við aðra foreldra.“ segir Linda Þegar Embla Rut var að verða tveggja ára, þurfti hún að fara í aðgerð. Aðgerðin kallaði á stóra svæfingu. Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi. Þannig sofnaði hún fyrir þessa aðgerð. Horfandi í augun á mömmu sinni sem hún treysti fullkomlega.“ Fimm dögum síðar var Embla Rut látin. Það myndast svo stórt skarð í stórfjölskyldum þegar barn deyr. Hér má sjá frænkurnar Köru og Emblu Rut en þær fæddust með tveggja mánaða millibili og fannst ógurlega gaman að leika saman. Kara nautsterk á meðan Embla Rut gat sig lítið hreyft en notaði vitsmunina þess meir. Sorgin sem ekkert hjarta ræður við Linda var á spítalanum allan tímann sem Embla Rut var á gjörgæsludeildinni. „Til að koma mér út af spítalanum sendi mamma mig eitt sinn út í sjoppu. Ég gleymi því aldrei þegar ég stóð í röðinni í sjoppunni og hugsaði: Enginn hérna inni veit hvað ég er að ganga í gegnum; að barnið mitt sé að berjast fyrir lífi sínu,“ segir Linda og bætir við: „Frá því þá hef ég alltaf haft á bak við eyrað að við vitum aldrei hvað annað fólk er að fara í gegnum. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda sig í orðum og gjörðum.“ Að fara barnlaus heim af spítalanum var nánast óbærileg upplifun. Ég var í taugaáfalli. Því þú átt barn. En verður síðan aftur barnlaus. Þú ferð með barnið þitt á spítalann en ferð síðan af spítalanum með ekkert barn því þú skilur það eftir þar.“ Fyrir flesta foreldra er sú tilhugsun að missa barnið sitt of skelfileg til að hleypa huganum þangað. „Ég hafði misst föður sem var myrtur. Og tók mjög nærri mér þegar amma dó því að við vorum mjög nánar. Að missa barn er hins vegar tegund af sorg sem er of stór og mikil til að geta lýst henni almennilega,“ segir Linda einlæg og leggur ómeðvitað hendi á hjarta og bringu. „Sem betur fer vorum við dugleg að syrgja saman ég og Hrannar. Ef annað hvort okkar átti erfitt, studdi hitt og öfugt. Ég fór samt í mikla sjálfsásökun.“ Hvers vegna ásakaðir þú sjálfan þig? „Mér fannst ég hafa klikkað. Að ég hefði átt að getað sagt sérfræðingunum að þessi svæfing væri of mikil fyrir hana. Að ég hefði ekki átt að segja henni að það yrði allt í lagi þegar það varð það ekki.“ Linda heimsótti líka dimma dalinn. „Þrátt fyrir kvíða frá barnæsku hef ég aldrei upplifað þunglyndi. Því þótt áföllin hafi verið erfið og mér liðið mjög illa, hef ég alltaf fundið fyrir botninum þarna einhvers staðar: Botninum sem ég gæti spyrnt í til að spyrna mér upp aftur,“ segir Linda en bætir við: „Um tíma eftir að Embla Rut dó fann ég hins vegar ekki fyrir þessum botni.“ Í minningargrein um Emblu Rut, birt þann 1. febrúar árið 2000, skrifar Erla Björg móðursystir Emblu: „Framtíðarplön ykkar, litlu stelpnanna okkar, voru ávallt samræmd af okkur foreldrunum þar sem við litum oft á okkur sem eina litla fjölskyldu í stað tveggja. Við sáum fyrir okkur að þú myndir nota skipulagshæfileikana og Kara kraftana til að takast á við þennan skrýtna heim. En elsku snúllan mín, við vissum ekki að í stað þess að Kara ýti þér áfram og lemji hrekkisvínin munir þú leiða Köru í gegnum lífið og vera sú sem ver hana fyrir öllum hættunum. Öll þín umhyggja, gleði og blíða mun fylgja okkur, það veit ég vel. Ég veit líka að þú munt passa mömmu og pabba og gefa þeim „stórt knús“ hvenær sem þau þurfa.“ Það er ekki hægt að segja sögu Lindu án þess að nefna sérstaklega hversu náin hún og Erla systir hennar eru. Sambandið þeirra er einstaklega fallegt enda eiga þær mörg áhugamálin saman, vinkonurnar saman og svo mætti lengi telja. Þrjú ár eru á milli þeirra systra. Fjölskyldan og fósturmissir Það er eiginlega ekki hægt að halda áfram með sögu Lindu, án þess að staldra aðeins við systrasamband Lindu og Erlu. Því Linda nefnir Erlu ítrekað á nafn í sögu sinni; Frá upphafi til enda. Erla... Erlu mína... Erla er... Ég og Erla... Erla og ég... Við Erla... og svo framvegis. Systurnar eru því nánar svo vægast sé sagt. Báðar nokkuð þekktar því til viðbótar við að sjá Lindu sjálfa reglulega í fjölmiðlum sem framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, sjáum við Erlu Björgu oft á skjánum enda ritstjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. „Nei í alvörunni, þetta er bara þannig,“ segir Linda eitt sinn til útskýringar. „Börnin okkar eru eins og einn systkinahópur. Enda bjuggum við öll saman í Árósum þegar við fluttum þangað. Þegar Erla var ólétt af Köru var hún ein og þá sagðist Hrannar alltaf vera með tvær óléttar!“ Auður fæddist árið 2004 og segir Linda það meðal annars skýrast af því góða ráði sem sjúkrahússpresturinn gaf henni og Hrannari: Ekki taka neinar ákvarðanir fyrsta árið. „Ekki flytja, ekki breyta herberginu hennar, ekki eignast annað barn og svo framvegis. Sem var svo gott ráð að fá því satt best að segja man ég ekkert eftir fyrsta árinu eftir að Embla dó; ég var í leiðslu.“ Áður en Auður fæddist, missti Linda þó tvisvar sinnum fóstur. „Sem var verulega erfitt. Því við Hrannar upplifðum einhvern veginn missinn okkar allan aftur.“ Auður fæddist þó hraust og heilbrigð. Tveimur vikum á eftir áætlun eins og systir sín. Það er ekki hægt annað en að fá gæsahúð þegar Linda lýsir því hvernig hún ákvað að heiðra minningu dóttur sinnar með því að vinna eitthvað gott úr sorginni. Sem hún svo sannarlega hefur gert. Linda man enn þá stund, þar sem hún einfaldlega tók þá ákvörðun að nýta sorgina til góðra verka.Vísir/Einar Árnason Velgengnin: „Ég tók ákvörðun“ Til Danmerkur flutti hópurinn árið 2005: Systurnar tvær, börnin og makar. Ekki leið þó á löngu þar til Linda og Hrannar skildu; þá búin að vera saman í tólf ár. Fyrir þennan tíma var Linda samt búin að ákveða hvað hún ætlaði að gera við sorgina yfir Emblu. „Þetta hljómar kannski klisjukennt en ég man í alvörunni nákvæmlega eftir því þegar ég tók ákvörðun,“ segir Linda og bætir við: Því ég fór allt í einu að hugsa: Hvað ætla ég að gera við alla þessa sorg? Ætla ég virkilega að gera Emblu minni það að mamma hennar verði einfaldlega skugginn af sjálfri sér eftir að hún deyr? Ætla ég að heiðra minninguna hennar þannig? NEI var svarið. Og með því hófst í rauninni upprisan og krafturinn sem á endanum skýrir að hluta til hvers vegna aðilar eins og BBC og Harvard hafa útnefnt Lindu sem eina af áhrifamestu og merkilegustu konum í heimi. Er eitthvað hægt að toppa það? Linda hefur lengi starfað með fjölmenningarsamfélaginu, ekki síst í alþjóðamálum og málefnum flóttamanna en hún gegndi stöðu verkefnastjóra vegna flóttafólks hjá Ísafjarðarbæ. Hún og fyrrum sambýlismaður hennar ákváðu að rífa börnin upp með rótum, Auði og tvö stjúpbörn, og flytja í náttúrufegurðina og kyrrðina á Vestfjörðum. Síðan þá eiga fjöllin fyrir vestan sinn sérstaka stað í hjarta Lindu. Þau bjuggu í Bolungarvík í þrjú ár og segir Linda að breytingin hafi verið bæði holl og góð fyrir þau öll. „Fyrst ætluðum við að vera eitt ár og ég man að Auður grenjaði alla leiðina vestur því henni fannst svo sárt að skilja við vini sína í Reykjavík. Síðan grenjaði hún alla leiðina í bæinn því hún vildi ekki kveðja krakkana fyrir vestan,“ segir Linda og hlær. Um tíma tók Linda við framkvæmdastjórastarfi stéttarfélagsins Eflingar. Sem hún segir að hafi verið frábær tími þótt hann hafi verið í kjölfar mikilla erfiðleika. „Því þarna starfaði einfaldlega frábær hópur fólks sem var svo tilbúinn í uppbygginguna sem við fórum í á þeim tíma. Enda vissi enginn þá að erfiðleikarnir myndu síðan banka upp á aftur.“ Að starfa fyrir Kvennaathvarfið á hins vegar hug hennar allan núna. Enda starfsemi sem á sér mögulega enga hliðstæðu því að ólíkt flestum kvennaathvörfum á Norðurlöndunum, er rekstur Kvennaathvarfsins hér aðeins tryggður til helminga með ríkisstyrkjum, en til helminga með sjálfsaflafé. „Við rekum athvarfið okkar eins og heimili. Þar er húsmóðir sem eldar og bakar og allir geta hjálpað til. Ef einhver á erfitt fer viðkomandi inn í viðtalsherbergi, þannig að heimilið verði ekki í heild sinni fyrir truflun,“ segir Linda og skýrir út hvers vegna þetta skipti máli: „Konur sem koma í Kvennaathvarfið hafa margar búið við mikla einangrun í langan tíma. Verið einangraðar frá öðru fólki og jafnvel einangraðar heima hjá sér þar sem gerandinn hefur stjórnað.“ Rétt eins og þegar Linda starfaði með flóttafólkinu, finnur hún daglega hvernig hennar eigin reynsla nýtist henni í starfi. Því reynslan mín hefur gefið mér þann eiginleika að geta betur sýnt samkennd og sett mig í spor fólks. Ég þarf ekki að hafa gengið í gegnum það sama og konur sem til okkar leita. Því mín áföll hafa kennt mér að við erum öll á vegferð þar sem við í grunninn höfum sömu vonir og þrár. Þannig hef ég getað unnið með fólki með ólíkan bakgrunn, ólíkar þarfir og áskoranir.“ Stór verkefni eru í gangi. Enda Kvennaathvarfið að byggja nýtt hús, byggt í anda þess reksturs sem nú er; Að athvarfið sé rekið sem heimili. Átakið Á allra vörum er fjáröflunarátak athvarfsins til að safna fyrir nýja húsinu. Fólk og fyrirtæki geta styrkt málefnið með því að smella HÉR. Að njóta þess sem er Aðspurð um góðu ráðin segir Linda. „Ég myndi helst hvetja fólk til að vera í núinu,“ svarar Linda og tiltekur dæmi. „Það er ein minning sem er mér mjög kær en þá var Hrannar með Emblu Rut í baði. Hún lá á bringunni á honum og bæði voru þau með lokuð augun. Algjörlega að njóta; hann jafn mikið og hún. Svona stundir hefði ég viljað átt fleiri með Emblu en var alltaf svo upptekin í því að hugsa um praktísku málin: Hvers vegna er hún að hreyfa höndina svona? Hvað þarf að gera næst? Og svo framvegis. Í staðinn fyrir bara að njóta.“ Meðvitað segist Linda líka vanda valið þegar kemur að samferðafólki eða atvinnu. „Það getur vel verið að ég geri ekkert endilega alltaf þá hluti sem líta best út á ferilskránni minni. En ég hef meðvitað umkringt mig fólki sem ég vil vera með og meðvitað hef ég líka notað orkuna mína í störf sem mér finnst hafa tilgang.“ Efri fv: Systurnar með börnunum nema á myndina vantar Kára, þann yngsta í hópnum. Efri th: Linda með Auði. Neðri fv.: Með samstarfskonunum í Kvennaathvarfinu, með Auði og stjúpbörnunum fyrir vestan. Linda hvetur fólk til að vera í núinu og einbeita sér að því að njóta þess sem við höfum hverju sinni. Því ekkert í lífinu er sjálfgefið. Auðheyrt er í samtalinu að Linda hefur mikið unnið í sjálfri sér. Meðal annars með EMDR meðferðinni og fleira. „Ég hef líka þurft að vanda mig mikið við uppeldið á henni Auði minni. Að verða ekki þessi mamma sem er alltaf með of miklar áhyggjur eða nánast kaffærir henni í athygli og dekri.“ Linda segir líka mikla hjálp í að nota húmorinn. „Þótt öðrum finnist það skrýtið. Ég man til dæmis eftir að hafa grínast eitt sinn þegar Embla var á gjörgæslunni og sá að lækninum fannst það skrýtið. En húmorinn hjálpar.“ Að verða eldri er að vissu leyti skrýtin tilfinning fyrir Lindu. „Því ég man enn þegar ég varð 33 ára og hugsaði með mér: Núna er ég á sama aldri og þegar pabbi dó.“ Hún segir öll áföll hafa með einhverjum hætti mótandi áhrif á þann karakter sem fólk er. Líka foreldraskilnaður barna. „Áföllin hafa mótað mig en skilgreina mig ekki. Það sem ég hef þó lært er að hræðilegir hlutir geta gerst og enginn sjóast í áföllum,“ segir Linda en bætir við: „Og ég skal alveg viðurkenna það að ég á enn mína erfiðu daga. Finn fyrir tómleikatilfinningu og finnst dánardagur Emblu Rutar enn erfiður. En þótt ég myndi aldrei velja mér þá sorg og þann sársauka sem því fylgir að missa barn, myndi ég heldur aldrei hafa viljað sleppt því að eignast Emblu Rut. Né missa nokkuð af þeim tíma sem ég fékk með þessum sólargeisla sem hún var. Það sem það hefur kennt mér að elska og missa er að ekkert í lífinu er sjálfgefið. Og ég hef tamið mér að vera meðvituð um það.“ Geðheilbrigði Sorg Helgarviðtal Kvennaathvarfið Tengdar fréttir Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn“ „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík. 31. mars 2024 08:00 Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“ „Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008. 28. apríl 2024 08:00 Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Lífið Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Lífið Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Lífið Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Lífið Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Gagnrýni Fleiri fréttir Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Að hætta kvöld- og næturvafrinu Sjá meira
Faðir hennar myrtur þegar hún var 12 ára. Lenti í alvarlegum læknamistökum 17 ára. Missti barn 25 ára. Og er þá ekki einu sinni allt upptalið. En já, Linda er glöð. Og hefur á magnaðan hátt unnið úr sorginni þannig að hún stendur ekki aðeins keik, heldur er hún talin með áhrifamestu og merkilegustu konum veraldar; Að mati Harvard og BBC! „Oft segir fólk við mig setningar eins og; Þú ert svo ótrúlega sterk. Eða; Það er svo ótrúlegt hvernig þú hefur komist í gegnum þetta. En ég vil alls ekki að sagan mín verði sögð þannig að ég hafi komist í gegnum þetta klakklaust. Því þannig hefur það ekki verið hjá mér frekar en öðrum. Lífið er líka svo alls konar. Og sjaldnast bein braut.“ Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Það sjóast enginn í áföllum og enginn kemst klakklaust í gegnum þau segir Linda. Sem lærði það líka af sínum áföllum að ekkert okkar veit hvað náunginn er mögulega að fara í gegnum. Linda elskar náttúruna; hér heima sem erlendis. Og þrátt fyrir öll áföllin er hún glöð, rík af samkennd fyrir öðru fólki og hefur lært að ekkert er sjálfgefið. Lyklabarnið Linda Linda er lyklabarn. Enda fædd árið 1975. Eldri systirin af tveimur alsystrum. Yngri hálfbræður fæddust síðar og ein eldri hálfsystir og samfeðra ólst ekki upp með Lindu. Á heimilinu var Linda því elst systkina. „Ég flutti oft sem barn,“ segir Linda; fædd í Reykjavík en bjó fyrstu æviárin sín í sveit á Vopnafirði, á Selfossi, síðan í Bökkunum í Reykjavík og síðan í Kópavogi. Þar sem hún byrjaði tíu ára í Digranesskóla. „Það er sá skóli sem ég tengdist mestum böndum. Því þar var ég lengst,“ segir Linda, sem lauk þó grunnskólagöngunni í Fellaskóla þar sem hún var í tvö ár. Foreldrar Lindu eru Eygló Bjarnþórsdóttir sjúkraliði, uppalin á Selfossi. Faðir hennar var Gunnar Ingólfsson, uppalinn í Hafnarfirði og svo síðar Þórustöðum í Ölfusi. Myrtur á Vopnafirði. Ég var ofboðslega mikil pabbastelpa. Sóttist mikið í pabba og var hjá honum á sumrin í sveitinni.“ Fyrsta áfallið í lífi Lindu má segja að hafi verið hjónaskilnaður foreldra hennar. „Ég áttaði mig ekki á hversu mikið áfall skilnaðurinn var fyrr en ég var orðin fullorðin. Því sem barn vildi ég alltaf láta hafa sem minnst fyrir mér, vera ljúf og gera gott úr öllu.“ Ekki tíðkaðist að ræða mikið við börn á þessum tíma. Né að útskýra málin. En snemma kom í ljós hversu mikla ábyrgðarkennd Linda hefur. „Ég var að segja setningar eins og: Þetta var bara það besta í stöðunni. Eða: Þetta var það eina góða í stöðunni því nú líður öllum betur.“ Setningar sem sjö ára barn ætti eiginlega ekki að vera að segja. Í kjölfar skilnaðarins flutti pabbi hennar í sveit á Vopnafirði en systurnar Linda og Erla Björg Gunnarsdóttir, fædd 1978, bjuggu hjá móður sinni. „Mamma vann vaktavinnu þannig að ég var snemma komin með lykilinn. Sem þótti svo sjálfsagt á þessum tíma. Mitt hlutverk var auðvitað að passa upp á hana Erlu mína, enda var hún með mér alls staðar,“ segir Linda og hefur líka á orði hversu dugleg mamma hennar var; um tíma meira að segja ein með fjögur börn. Linda var mikil pabbastelpa en á efri mynd th. er mynd af foreldrum Lindu með hana og hálfsystur hennar Lóu. Á neðri mynd th. eru systurnar þrjár: Lóa, Linda og Erla. Gunnar var mikill sjarmör og hestamaður mikill, alinn upp í Hafnarfirði og á Þórustöðum í Ölfusi en myrtur á Hámundarstöðum á Vopnafirði þar sem hann var bóndi. Töffarinn Linda Áður en lengra er haldið í sögunni, þurfum við að skilja betur fjölskyldumynd Lindu. Því ömmur og afar Lindu höfðu mikið að segja í æsku. „Föðurafi minn og amma voru ungt og efnilegt par í Hafnarfirði sem höfðu nýlega byggt sér hús upp á holti og eignast fjögur börn. En einhverra hluta vegna virðist vera ofboðslega sterk sveitaþrá í föðurfjölskyldunni. Helst að búa í sveit úr alfaraleið. Þessi tilfinning er líka mjög sterk í mér og skýrir kannski út hvers vegna ég sóttist svona mikið í að vera hjá pabba í sveitinni á sumrin. Amma og afi keyptu stórbúið Þórustaði í Ölfusi og voru þar með hjú í vinnu eins og á dönsku stórbýli. Þegar þau skilja þá kaupir afi Hámundarstaði á Vopnafirði.“ Draumurinn um sveitarómantíkina varð til þess að foreldrar Lindu fluttu á Hámundarstaði þegar hún var nýfædd. „Þar kom Erla systir undir því draumur pabba var að verða bóndi. Það tók okkur um tólf klukkustundir að keyra þangað úr bænum sem ég man enn mjög vel, því ég var svo sjúklega bílveik og er enn!“ segir Linda og eflaust hryllir mörgum jafnöldrum hennar af minningunum um malarvegina forðum daga. Linda á eina alsystur en þrjú hálfsystkini. Á mynd til vinstri má sjá systurnar þrjár Lóu, Erlu og Lindu sem allar eru Gunnarsdætur. Á neðri mynd th. má sjá sammæðra systkinin; Erlu, Lindu, Fannar Pétur og Arnar Pétur og á efri mynd th. má sjá afa Villa og ömmu Björgu sem Linda var einstaklega náin. „Mamma vildi ekki senda mig í heimavistarskóla og því fluttum við á Selfoss þegar ég byrjaði í skóla. Mamma og pabbi skilja síðan þegar ég er sjö ára.“ Linda lýsir pabba sínum sem mjög sjarmerandi manni. „Hann var ofboðslega skemmtilegur og fyndinn og vel liðinn af öllum. Pabba þótti sopinn ekkert slæmur, var mikið í hestum, mjög góður tamningamaður og mikill kvennamaður. Allt hélst þetta svo sem í hendur en á þessum tíma þótti þetta allt svo eðlilegt einhvern veginn,“ segir Linda. Ég var mikið kvíðabarn en orðið kvíði þekktist ekki heldur var talað um magapínu. Á unglingsárunum man ég líka eftir að hafa stundum átt erfitt með að ná andanum. Ég var því með mörg líkamleg einkenni kvíða, en virkaði á alla sem ljúf og glöð. Var send í magaspeglun en auðvitað fannst ekki neitt; þetta var bara kvíði.“ Að komast í sveitina til pabba síns fól því í sér ákveðið frelsi. „Ég upplifi enn mikið frelsi að komast út í náttúruna. Verð hreinlega önnur manneskja. En þótt ég hafi upplifað visst frelsi að fara til pabba var ég alltaf að reyna að sanna mig fyrir honum. Gerði allt sem hann bað um þótt það gerði mig skíthrædda; stóð kannski fyrir framan brjálað hestastóð, keyrði traktor og Landrover tíu ára eða fór í leit að rollu í afréttum og kom ekki heim fyrr en hún var fundin, sama hversu löngu síðar það var.“ Því já; kvíðabarnið sýndi það líka snemma að hún væri algjör töffari. Linda var í senn kvíðabarn og töffari. Ábyrgðarkenndin var mikil og man Linda meira eftir öskrunum í Erlu systur sinni frekar en fréttunum sjálfum um að pabbi þeirra hefði verið myrtur. Linda tók á öllum áföllum þannig að vera ljúf og góð og láta ekki á neinu bera. Vísir/Einar Árnason Morð: Man mest öskrin í Erlu Í apríl árið 1988 segir í lítilli frétt í Þjóðviljanum: „Gunnar Ingólfsson 33 ára gamall einbúi á Hámundarstöðum fannst skotinn til bana á heimili sínu í fyrradag. Ekkert skotvopn fannst á bænum sem liggur um 16 kílómetra fjarlægð frá Vopnafirði. Skömmu áður hafði Tryggvi Viðar Gunnþórsson 45 ára gamall maður fundist látinn á vinnustað sínum á Vopnafirði og við hlið hans haglabyssa.“ Mun stærri fréttir á opnunni voru um fyrirhuguð verkföll, fjöldauppsagnir á Granda og taprekstur fiskvinnslufyrirtækja. Fyrir litlar stúlkur var málið hins vegar stórmál. Mamma vakti mig um nóttina til að segja mér að pabbi væri dáinn og hvað hefði gerst. Ég man ekki mikið eftir því. Það sem ég man miklu betur eru öskrin og gráturinn í Erlu sem hún vakti á eftir mér til að segja henni fréttirnar.“ Á þessum tíma var ekkert sem hét áfallahjálp eða aðstoð frá fagaðilum í kjölfar áfalla. „Það var ekki mikið fjallað um þetta og enginn sem talaði beint um þetta við okkur. Mamma var náttúrulega í sjokki sjálf og amma varð aldrei söm. Það sama átti við um annað fullorðið fólk; Það voru allir í sjokki enda kom þetta auðvitað öllum algjörlega í opna skjöldu Í mesta lagi að fólk segði við okkur setningar eins og: Elsku stúlkurnar, hvernig hafið þið það nú…? Það var enginn sem spurði okkur hvernig okkur liði.“ Í DV síðar þennan apríl mánuð segir: „Ekkert skotvopn hafði fundist á heimili Gunnars að Hámundarstöðum þar sem hann fannst látinn. Rétt í þann mund er DV kom að Hámundarstöðum á miðvikudag fann lögreglumaður hins vegar tómt skothylki á veginum skammt frá bænum og samkvæmt heimildum DV er það sams konar skothylki og fannst þar sem Tryggvi Viðar fannst látinn.“ Frétt DV 22.04.1988. Linda segir það hafa verið enn erfiðara að vita ekki hvers vegna pabbi þeirra var myrtur. Sem aldrei hefur fengist nein skýring á því gerandinn svipti sig lífi. Alls kyns kenningar hafa verið á lofti en sjálf segist Linda engu nær. „Þar sem maðurinn sem myrti pabba framdi sjálfsvíg hefur aldrei verið vitað hvers vegna hann gerði það sem hann gerði. Alls kyns kenningar hefur maður heyrt. En ég veit í raun ekkert hvað gerðist og mögulega hafa hans aðstandendur heyrt allt aðrar sögur, en ég“ segir Linda og bætir við: „Að vita svona lítið er líklega hluti af því hvers vegna mér finnst ég muna svona lítið. Ef pabbi hefði verið myrtur af manni sem síðan hefði farið í fangelsi horfði málið eflaust öðruvísi við. Því þá væri ég eflaust búin að afla mér allra upplýsinga um þann mann sem ég kæmist yfir.“ Þetta sumar heimtaði Linda að vera í sveitinni. „Húsið var tvíbýli og ég fékk að vera hjá konunni sem bjó þar og passa dóttur hennar. Ég var mikið ein með barnið, grét rosalega mikið og dvölin var átakanleg í alla staði. Enda bara tólf ára og hálf galið að hugsa til þess í dag að mér hafi verið leyft að vera þarna. En líklega hef ég verið mjög ákveðin og erfitt að stoppa slíka bón. “ Linda leitaði mikið til afa og ömmu til að upplifa dekur og ró, bæði til afa og ömmu á Selfossi og í Hafnarfirði. Tv: Með afa Villa. Efri th: Móðir Lindu, Eygló, með öll systkini Lindu en Linda segir móður sína hafa verið ótrúlega duglega. Neðri th: Með ömmu Björgu og fleirum í Borgarfirði þar sem Linda fór síðar í sveit á sumrin á Bjarnastöðum. Árin í MR: Stóru læknamistökin Unglingsár Lindu einkenndust af tvennu: Að passa yngri systkini sín því hálfbræðurnir Arnar Pétur og Fannar Pétur Stefánssynir fæddust ári á undan morðinu og árinu á eftir. Og síðan var það auðvitað Erla. Tókstu þá aldrei sorgina eða áfallið út í einhvers konar reiði? „Nei, Lóa systir sem er elst upplifði reiði og í henni var smá uppreisn um tíma. En mín nálgun á áfallið var svipuð og eftir skilnaðinn: Að vera ljúf og góð og passa upp á að allt gengi vel fyrir sig, þá aðallega að passa upp á systkini mín.“ Hitt atriðið var að vera töffari. „Nokkrir sem voru með mér í MR hafa viðurkennt að hafa verið hálf hrædd við mig þegar ég byrjaði þar, svo mikill töffari var ég!“ segir Linda og skellihlær. Að vera í MR var þó nokkuð flókin áskorun fyrir Lindu. „Ég var alltaf með mjög góðar einkunnir; níur og tíur. Enginn af mínum vinum fór í MR því þar voru flestir nemendur úr Hagaskóla eða af Seltjarnarnesi. Bakgrunnurinn minn var því allt annar og ég gleymi því aldrei að á fyrsta stafsetningarprófinu fékk ég -28 í einkunn!“ Að standa sig vel var Lindu þó mikið kappsmál. „Ég valdi MR vegna þess að afi minn fór í MR en fyrir utan hann, höfðu fáir gengið menntaveginn í minni fjölskyldu.“ Sem Linda þó gerði sjálf síðar því hún er með BA í spænsku, kennsluréttindi, meistaragráðu í Evrópufræðum og hefur lokið rekstrar- og fjármálanámi frá Opna háskólanum í Háskóla Reykjavíkur. En áður en við komum að þeim kafla, skulum við halda áfram þar sem frá var horfið: Í MR. Því þar upplifði Linda áfall sem eflaust margir myndu segja eitt það skelfilegasta fyrir 17 ára stúlku. Sem einfaldlega varð afskræmd um tíma í framan vegna læknamistaka. „Ég fór í kjálkaaðgerð sem var talað um að væri ekkert mál en reyndist vera stór aðgerð og mikið mál. Þetta var kjálkaaðgerð vegna yfirbits sem var mikið verið að senda ungmenni í, svona eins og það væri í tísku. Sá sem fór fyrir aðgerðinni var umdeildur. Ég man ekki til þess að hafa verið sammála að þurfa að fara í þessa aðgerð. En á þessum tíma hlýddi maður bara.“ Í kjölfar aðgerðarinnar lamaðist varanlega hluti andlits Lindu. Því í aðgerðinni var skorið á slagæð og henni ekki lokað fyrr en tíu dögum síðar. Lömunin verður vegna þrýstings frá blóðinu sem safnaðist saman á þeim dögum. Nánast fyrir tilviljun komust Linda og fjölskylda að því að um læknamistök var að ræða í aðgerðinni sjálfri og það sem verra var: Vitað var af mistökunum allan tímann. „Það var hægt að kvarta til Landlæknis, sem hafnaði því auðvitað að eitthvað hefði misfarist hjá læknunum. Tilvísunarkerfið var enn við lýði og þrátt fyrir umleitanir, vildi enginn læknir vitna um það að mistök hefðu verið gerð.“ Fyrr en mörgum árum seinna. „Þá kemur læknir að tali við mig; Sverrir Bergmann. Hann var að hætta störfum sem yfirlæknir á taugadeild og spurði einfaldlega hvort hann mætti gefa vitni í málinu“ segir Linda og bætir við: „Þessi vitnisburður gerði útslagið og málið endaði þannig að dómurinn sem féll var á þeim tíma einn sá stærsti sem hafði fallið til vegna læknamistaka. En það gerðist þó ekki fyrr en fimmtán árum eftir að atvikið átti sér stað.“ Hversu mikið er hægt að leggja á eina manneskju hugsum við hin þegar við heyrum að Linda hafi misst pabba sinn, lent í læknamistökum, misst barn og síðar tvö fóstur. Á Lindu er samt auðheyrt að ríkidæmið hennar er dóttirin Auður Erla. Embla Rut Þegar Linda var 24 ára varð hún ófrísk, þá komin í sambúð með Hrannari Má Sigrúnarsyni. Saman eignuðust þau dæturnar Emblu Rut, fædda 9. febrúar árið 2000 og Auði Erlu, fædda 1. júní árið 2004. Þann 25. janúar árið 2002 lést Embla Rut. Og nú er ljóst að tilfinningarnar eru farnar að segja til sín. Þessi móðurást. Sterkasti kærleikur í heimi. „Meðgangan gekk vel en ég svo sem fann aldrei fyrir þessum miklu spörkum eða hreyfingu. En fylgjan var að framanverðu og það þótti því ekkert óeðlilegt. Embla Rut var líka frumburðurinn minn sem þýðir að sjálf hafði ég svo sem engan samanburð,“ segir Linda. Eftir tvo sólarhringa í fæðingu var Lindu loks tilkynnt að hún færi í keisaraskurð. „Ég var svæfð í keisaranum þannig að ég varð ekki vör við panikkið sem varð þegar hún fæddist. Né heldur Hrannar því hann mátti ekki vera inni vegna þess að ég var svæfð.“ Svo virtist nefnilega vera að Embla Rut væri föst í fósturstellingunni. „Það þurfti að ná henni út úr fósturstellingunni og fyrstu tvo dagana fékk ég bara að sjá myndir af henni því hún var inni á vökudeild og ég rúmföst vegna leka á mænuvökva.“ Linda hafði gengið tvær vikur fram yfir og Embla Rut fæddist því stór og nánast með sítt hár að sögn móðurinnar! „Hún var öll lin einhvern veginn. Sem skýrðist af því að hún var með vöðvasjúkdóm, sem þó var ekki hrörnunarsjúkdómur. Þessi sjúkdómur gerði það að verkum að Embla fór aldrei að labba, hún spyrnti aldrei fótum eins og ungabörn gera eða kreppti hnefa. Vöðvarnir voru einfaldlega of máttlitlir.“ Embla Rut var líka gjörn á að fá ofan í lungun ef hún fékk kvef. „Hún fékk alltaf ofan í sig því hún hafði ekki kraftinn til að hósta almennilega. Hjartað og líffæri virtust þó almennt starfa mjög vel.“ Við tók erfiður tími hjá 24 ára foreldrum. „Það er ótrúlegt hvað ungir foreldrar geta aðlagast fljótt. Því fyrr en varði hélt lífið okkar sinn vanagang nema að nú gekk allt út á þarfir Emblu,“ segir Linda og lýsir þeirri vinnu sem fór af stað; spelkur, gifs, sjúkraþjálfun og fleira. „Greiningin var þó ekki þess eðlis að hún hefði áhrif á daglegt líf. Embla þurfti ekki að liggja á spítala eða fá einhverja sérstaka meðferð. Ekki var um lífshættulegan sjúkdóm að ræða. Embla fór á leikskólann Múlaborg og hafði einstaklega gaman af að leika við aðra krakka. Hún virtist alltaf finna eigin leiðir ef að fötlunin flæktist eitthvað fyrir.“ segir Linda og bætir við: „Það voru tveir mánuðir á milli Emblu Rutar og Köru dóttur Erlu systur og þær voru alltaf saman. Kara nautsterk en Embla sú sem hreyfði sig lítið. Saman voru þær eins og einn hugur.“ Linda viðurkennir að hafa farið í gegnum dimma dalinn eftir að Embla Rut dó. Linda ásakaði sjálfa sig og fannst hún hafa klikkað. Að missa barn er óbærilegur sársauki segir Linda og ekki í neinni líkingu við neina aðra sorg.Vísir/Einar Árnason Að elska og missa barn Linda segir ábyrgðarkenndina hafa verið fljóta að gera vart við sig eftir fæðingu Emblu Rutar. „Kerfin töluðu ekki saman og mér fannst ég því þurfa að vera aðilinn sem væri sérfræðingurinn í málefnum Emblu Rutar. Þannig að upplýsingar færu á milli aðila eins og ólíkra sérfræðinga, spítala, sjúkraþjálfara og svo framvegis. Þetta er of mikið hlutverk fyrir unga foreldra í svona stöðu.“ Lífið tók á sig fasta mynd en Linda gekk þann erfiða veg sem flest allir foreldrar langveikra barna ganga. „Ég kláraði BA ritgerðina mína og byrjaði að setja mig í samband við aðra foreldra fatlaðra barna, því þetta var alveg nýr heimur fyrir mér. Ég hafði samband við Einstök börn og gekk í foreldrafélag Greiningamiðstöðvarinnar. Það var alveg ómetanlegt að geta talað við aðra foreldra.“ segir Linda Þegar Embla Rut var að verða tveggja ára, þurfti hún að fara í aðgerð. Aðgerðin kallaði á stóra svæfingu. Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi. Þannig sofnaði hún fyrir þessa aðgerð. Horfandi í augun á mömmu sinni sem hún treysti fullkomlega.“ Fimm dögum síðar var Embla Rut látin. Það myndast svo stórt skarð í stórfjölskyldum þegar barn deyr. Hér má sjá frænkurnar Köru og Emblu Rut en þær fæddust með tveggja mánaða millibili og fannst ógurlega gaman að leika saman. Kara nautsterk á meðan Embla Rut gat sig lítið hreyft en notaði vitsmunina þess meir. Sorgin sem ekkert hjarta ræður við Linda var á spítalanum allan tímann sem Embla Rut var á gjörgæsludeildinni. „Til að koma mér út af spítalanum sendi mamma mig eitt sinn út í sjoppu. Ég gleymi því aldrei þegar ég stóð í röðinni í sjoppunni og hugsaði: Enginn hérna inni veit hvað ég er að ganga í gegnum; að barnið mitt sé að berjast fyrir lífi sínu,“ segir Linda og bætir við: „Frá því þá hef ég alltaf haft á bak við eyrað að við vitum aldrei hvað annað fólk er að fara í gegnum. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda sig í orðum og gjörðum.“ Að fara barnlaus heim af spítalanum var nánast óbærileg upplifun. Ég var í taugaáfalli. Því þú átt barn. En verður síðan aftur barnlaus. Þú ferð með barnið þitt á spítalann en ferð síðan af spítalanum með ekkert barn því þú skilur það eftir þar.“ Fyrir flesta foreldra er sú tilhugsun að missa barnið sitt of skelfileg til að hleypa huganum þangað. „Ég hafði misst föður sem var myrtur. Og tók mjög nærri mér þegar amma dó því að við vorum mjög nánar. Að missa barn er hins vegar tegund af sorg sem er of stór og mikil til að geta lýst henni almennilega,“ segir Linda einlæg og leggur ómeðvitað hendi á hjarta og bringu. „Sem betur fer vorum við dugleg að syrgja saman ég og Hrannar. Ef annað hvort okkar átti erfitt, studdi hitt og öfugt. Ég fór samt í mikla sjálfsásökun.“ Hvers vegna ásakaðir þú sjálfan þig? „Mér fannst ég hafa klikkað. Að ég hefði átt að getað sagt sérfræðingunum að þessi svæfing væri of mikil fyrir hana. Að ég hefði ekki átt að segja henni að það yrði allt í lagi þegar það varð það ekki.“ Linda heimsótti líka dimma dalinn. „Þrátt fyrir kvíða frá barnæsku hef ég aldrei upplifað þunglyndi. Því þótt áföllin hafi verið erfið og mér liðið mjög illa, hef ég alltaf fundið fyrir botninum þarna einhvers staðar: Botninum sem ég gæti spyrnt í til að spyrna mér upp aftur,“ segir Linda en bætir við: „Um tíma eftir að Embla Rut dó fann ég hins vegar ekki fyrir þessum botni.“ Í minningargrein um Emblu Rut, birt þann 1. febrúar árið 2000, skrifar Erla Björg móðursystir Emblu: „Framtíðarplön ykkar, litlu stelpnanna okkar, voru ávallt samræmd af okkur foreldrunum þar sem við litum oft á okkur sem eina litla fjölskyldu í stað tveggja. Við sáum fyrir okkur að þú myndir nota skipulagshæfileikana og Kara kraftana til að takast á við þennan skrýtna heim. En elsku snúllan mín, við vissum ekki að í stað þess að Kara ýti þér áfram og lemji hrekkisvínin munir þú leiða Köru í gegnum lífið og vera sú sem ver hana fyrir öllum hættunum. Öll þín umhyggja, gleði og blíða mun fylgja okkur, það veit ég vel. Ég veit líka að þú munt passa mömmu og pabba og gefa þeim „stórt knús“ hvenær sem þau þurfa.“ Það er ekki hægt að segja sögu Lindu án þess að nefna sérstaklega hversu náin hún og Erla systir hennar eru. Sambandið þeirra er einstaklega fallegt enda eiga þær mörg áhugamálin saman, vinkonurnar saman og svo mætti lengi telja. Þrjú ár eru á milli þeirra systra. Fjölskyldan og fósturmissir Það er eiginlega ekki hægt að halda áfram með sögu Lindu, án þess að staldra aðeins við systrasamband Lindu og Erlu. Því Linda nefnir Erlu ítrekað á nafn í sögu sinni; Frá upphafi til enda. Erla... Erlu mína... Erla er... Ég og Erla... Erla og ég... Við Erla... og svo framvegis. Systurnar eru því nánar svo vægast sé sagt. Báðar nokkuð þekktar því til viðbótar við að sjá Lindu sjálfa reglulega í fjölmiðlum sem framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, sjáum við Erlu Björgu oft á skjánum enda ritstjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. „Nei í alvörunni, þetta er bara þannig,“ segir Linda eitt sinn til útskýringar. „Börnin okkar eru eins og einn systkinahópur. Enda bjuggum við öll saman í Árósum þegar við fluttum þangað. Þegar Erla var ólétt af Köru var hún ein og þá sagðist Hrannar alltaf vera með tvær óléttar!“ Auður fæddist árið 2004 og segir Linda það meðal annars skýrast af því góða ráði sem sjúkrahússpresturinn gaf henni og Hrannari: Ekki taka neinar ákvarðanir fyrsta árið. „Ekki flytja, ekki breyta herberginu hennar, ekki eignast annað barn og svo framvegis. Sem var svo gott ráð að fá því satt best að segja man ég ekkert eftir fyrsta árinu eftir að Embla dó; ég var í leiðslu.“ Áður en Auður fæddist, missti Linda þó tvisvar sinnum fóstur. „Sem var verulega erfitt. Því við Hrannar upplifðum einhvern veginn missinn okkar allan aftur.“ Auður fæddist þó hraust og heilbrigð. Tveimur vikum á eftir áætlun eins og systir sín. Það er ekki hægt annað en að fá gæsahúð þegar Linda lýsir því hvernig hún ákvað að heiðra minningu dóttur sinnar með því að vinna eitthvað gott úr sorginni. Sem hún svo sannarlega hefur gert. Linda man enn þá stund, þar sem hún einfaldlega tók þá ákvörðun að nýta sorgina til góðra verka.Vísir/Einar Árnason Velgengnin: „Ég tók ákvörðun“ Til Danmerkur flutti hópurinn árið 2005: Systurnar tvær, börnin og makar. Ekki leið þó á löngu þar til Linda og Hrannar skildu; þá búin að vera saman í tólf ár. Fyrir þennan tíma var Linda samt búin að ákveða hvað hún ætlaði að gera við sorgina yfir Emblu. „Þetta hljómar kannski klisjukennt en ég man í alvörunni nákvæmlega eftir því þegar ég tók ákvörðun,“ segir Linda og bætir við: Því ég fór allt í einu að hugsa: Hvað ætla ég að gera við alla þessa sorg? Ætla ég virkilega að gera Emblu minni það að mamma hennar verði einfaldlega skugginn af sjálfri sér eftir að hún deyr? Ætla ég að heiðra minninguna hennar þannig? NEI var svarið. Og með því hófst í rauninni upprisan og krafturinn sem á endanum skýrir að hluta til hvers vegna aðilar eins og BBC og Harvard hafa útnefnt Lindu sem eina af áhrifamestu og merkilegustu konum í heimi. Er eitthvað hægt að toppa það? Linda hefur lengi starfað með fjölmenningarsamfélaginu, ekki síst í alþjóðamálum og málefnum flóttamanna en hún gegndi stöðu verkefnastjóra vegna flóttafólks hjá Ísafjarðarbæ. Hún og fyrrum sambýlismaður hennar ákváðu að rífa börnin upp með rótum, Auði og tvö stjúpbörn, og flytja í náttúrufegurðina og kyrrðina á Vestfjörðum. Síðan þá eiga fjöllin fyrir vestan sinn sérstaka stað í hjarta Lindu. Þau bjuggu í Bolungarvík í þrjú ár og segir Linda að breytingin hafi verið bæði holl og góð fyrir þau öll. „Fyrst ætluðum við að vera eitt ár og ég man að Auður grenjaði alla leiðina vestur því henni fannst svo sárt að skilja við vini sína í Reykjavík. Síðan grenjaði hún alla leiðina í bæinn því hún vildi ekki kveðja krakkana fyrir vestan,“ segir Linda og hlær. Um tíma tók Linda við framkvæmdastjórastarfi stéttarfélagsins Eflingar. Sem hún segir að hafi verið frábær tími þótt hann hafi verið í kjölfar mikilla erfiðleika. „Því þarna starfaði einfaldlega frábær hópur fólks sem var svo tilbúinn í uppbygginguna sem við fórum í á þeim tíma. Enda vissi enginn þá að erfiðleikarnir myndu síðan banka upp á aftur.“ Að starfa fyrir Kvennaathvarfið á hins vegar hug hennar allan núna. Enda starfsemi sem á sér mögulega enga hliðstæðu því að ólíkt flestum kvennaathvörfum á Norðurlöndunum, er rekstur Kvennaathvarfsins hér aðeins tryggður til helminga með ríkisstyrkjum, en til helminga með sjálfsaflafé. „Við rekum athvarfið okkar eins og heimili. Þar er húsmóðir sem eldar og bakar og allir geta hjálpað til. Ef einhver á erfitt fer viðkomandi inn í viðtalsherbergi, þannig að heimilið verði ekki í heild sinni fyrir truflun,“ segir Linda og skýrir út hvers vegna þetta skipti máli: „Konur sem koma í Kvennaathvarfið hafa margar búið við mikla einangrun í langan tíma. Verið einangraðar frá öðru fólki og jafnvel einangraðar heima hjá sér þar sem gerandinn hefur stjórnað.“ Rétt eins og þegar Linda starfaði með flóttafólkinu, finnur hún daglega hvernig hennar eigin reynsla nýtist henni í starfi. Því reynslan mín hefur gefið mér þann eiginleika að geta betur sýnt samkennd og sett mig í spor fólks. Ég þarf ekki að hafa gengið í gegnum það sama og konur sem til okkar leita. Því mín áföll hafa kennt mér að við erum öll á vegferð þar sem við í grunninn höfum sömu vonir og þrár. Þannig hef ég getað unnið með fólki með ólíkan bakgrunn, ólíkar þarfir og áskoranir.“ Stór verkefni eru í gangi. Enda Kvennaathvarfið að byggja nýtt hús, byggt í anda þess reksturs sem nú er; Að athvarfið sé rekið sem heimili. Átakið Á allra vörum er fjáröflunarátak athvarfsins til að safna fyrir nýja húsinu. Fólk og fyrirtæki geta styrkt málefnið með því að smella HÉR. Að njóta þess sem er Aðspurð um góðu ráðin segir Linda. „Ég myndi helst hvetja fólk til að vera í núinu,“ svarar Linda og tiltekur dæmi. „Það er ein minning sem er mér mjög kær en þá var Hrannar með Emblu Rut í baði. Hún lá á bringunni á honum og bæði voru þau með lokuð augun. Algjörlega að njóta; hann jafn mikið og hún. Svona stundir hefði ég viljað átt fleiri með Emblu en var alltaf svo upptekin í því að hugsa um praktísku málin: Hvers vegna er hún að hreyfa höndina svona? Hvað þarf að gera næst? Og svo framvegis. Í staðinn fyrir bara að njóta.“ Meðvitað segist Linda líka vanda valið þegar kemur að samferðafólki eða atvinnu. „Það getur vel verið að ég geri ekkert endilega alltaf þá hluti sem líta best út á ferilskránni minni. En ég hef meðvitað umkringt mig fólki sem ég vil vera með og meðvitað hef ég líka notað orkuna mína í störf sem mér finnst hafa tilgang.“ Efri fv: Systurnar með börnunum nema á myndina vantar Kára, þann yngsta í hópnum. Efri th: Linda með Auði. Neðri fv.: Með samstarfskonunum í Kvennaathvarfinu, með Auði og stjúpbörnunum fyrir vestan. Linda hvetur fólk til að vera í núinu og einbeita sér að því að njóta þess sem við höfum hverju sinni. Því ekkert í lífinu er sjálfgefið. Auðheyrt er í samtalinu að Linda hefur mikið unnið í sjálfri sér. Meðal annars með EMDR meðferðinni og fleira. „Ég hef líka þurft að vanda mig mikið við uppeldið á henni Auði minni. Að verða ekki þessi mamma sem er alltaf með of miklar áhyggjur eða nánast kaffærir henni í athygli og dekri.“ Linda segir líka mikla hjálp í að nota húmorinn. „Þótt öðrum finnist það skrýtið. Ég man til dæmis eftir að hafa grínast eitt sinn þegar Embla var á gjörgæslunni og sá að lækninum fannst það skrýtið. En húmorinn hjálpar.“ Að verða eldri er að vissu leyti skrýtin tilfinning fyrir Lindu. „Því ég man enn þegar ég varð 33 ára og hugsaði með mér: Núna er ég á sama aldri og þegar pabbi dó.“ Hún segir öll áföll hafa með einhverjum hætti mótandi áhrif á þann karakter sem fólk er. Líka foreldraskilnaður barna. „Áföllin hafa mótað mig en skilgreina mig ekki. Það sem ég hef þó lært er að hræðilegir hlutir geta gerst og enginn sjóast í áföllum,“ segir Linda en bætir við: „Og ég skal alveg viðurkenna það að ég á enn mína erfiðu daga. Finn fyrir tómleikatilfinningu og finnst dánardagur Emblu Rutar enn erfiður. En þótt ég myndi aldrei velja mér þá sorg og þann sársauka sem því fylgir að missa barn, myndi ég heldur aldrei hafa viljað sleppt því að eignast Emblu Rut. Né missa nokkuð af þeim tíma sem ég fékk með þessum sólargeisla sem hún var. Það sem það hefur kennt mér að elska og missa er að ekkert í lífinu er sjálfgefið. Og ég hef tamið mér að vera meðvituð um það.“
Geðheilbrigði Sorg Helgarviðtal Kvennaathvarfið Tengdar fréttir Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn“ „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík. 31. mars 2024 08:00 Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“ „Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008. 28. apríl 2024 08:00 Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Lífið Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Lífið Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Lífið Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Lífið Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Gagnrýni Fleiri fréttir Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Að hætta kvöld- og næturvafrinu Sjá meira
Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn“ „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík. 31. mars 2024 08:00
Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01
Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00
Gallstasi á meðgöngu: „Ég grátbað um að ég yrði sett af stað“ „Þá fer mig að klæja svo rosalega að ég var viðþolslaus af kláða. Mig klæjaði það mikið að ég var komin með gaffal til að klóra mér. Svona óstjórnlegur kláði gerir mann galinn,“ segir Anna Marta Ásgeirsdóttir þegar hún lýsir kláðakastinu sem hún fékk undir lok meðgöngu dóttur sinnar Sólar, sem fæddist andvana þann 28. mars árið 2008. 28. apríl 2024 08:00