Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2025 09:00 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Vísir/Viktor Freyr Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, gagnrýnir þá leið íþróttayfirvalda að dæma leikmenn í leikbann vegna veðmálabrota og kallar eftir því að þeir fái aðstoð og menntun í staðinn. Gagnrýnin kemur fram í ljósi banns fyrirliða Vestra. Davíð sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann gerði ráð fyrir að veðmál væru töluvert algengari á meðal leikmanna í íslenskum fótbolta en komið hefur í ljós. Veðmál séu orðin svo samofin flestallri fótboltatengdri umræðu að það komi vart annað til greina. „Ég held það viti allir að það eru einhverjir í þessu að veðja á leiki. Auðvitað er þetta bannað en því miður er þetta eitthvað sem fylgir íþróttinni. Það er eitthvað sem við ráðum ekki við,“ sagði Davíð við Vísi fyrr í vikunni. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, var dæmdur í tveggja mánaða bann vegna brota á veðmálareglum og mun hann missa af sjö deildarleikjum vestanliðsins í upphafi móts. Áður hafa Sigurður Gísli Bond Snorrason og Steinþór Freyr Þorsteinsson sætt lengri bönnum vegna brota á veðmálareglum. Sandro Tonali, leikmaður Newcastle, lauk nýlega tíu mánaða banni vegna veðmálabrota og Ivan Toney, fyrrum framherji Brentford, fór í átta mánaða bann vegna samskonar konar. Daniel Sturridge, Joey Barton og Kieran Trippier eru dæmi um aðra leikmenn sem hafa sætt bönnum. Fengi aðstoð í almennu réttarkerfi Davíð Smári segir skjóta skökku við að KSÍ og önnur íþróttasambönd beiti leikbönnum sem viðurlögum við brotum á reglunum. „Ég velti því fyrir mér hvort það væri meiri lausn, fremur en að setja menn í bönn fyrir svona hluti, hvort það væri ekki hægt að skikka þá til að sitja einhverskonar meðferð við þessu. Að það sé verið að reyna að hjálpa leikmönnum fremur en að refsa þeim,“ segir Davíð í samtali við íþróttadeild. „Við lítil og væg brot í almennu réttarkerfi þá fá menn einhversskonar sekt, samfélagsþjónustu eða slíkt til að reyna að hjálpa mönnum. Mér fyndist það miklu eðlilegra,“ „Svo má ekki gleyma því að það er ekki aðeins verið að refsa honum, heldur einnig verið að refsa félaginu. Það finnst mér ótrúlega skakkt. Það er auðvitað gríðarlegur missir fyrir okkur að missa fyrirliðann okkar. Fremur en að hann sitji einhverja fundi, fái upplýsingar og einhver verkfæri til nýta sér gegn þeirri fíkn sem þetta virðist nú vera í okkar íþróttaumhverfi,“ segir Davíð Smári jafnframt. Líkt fram kemur í fyrri frétt Vísis hafa íþróttayfirvöld víða um Evrópu lagt sig fram við að takmarka veðmálaauglýsingar. Ákall hefur heyrst um að slaka á reglum um slíkar auglýsingar hér en sem stendur mega Íslenskar getraunir (Lengjan, Lottó, 1X2) einar auglýsa slíka starfsemi hérlendis. Lesa má nánar um það hér. Vestri Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti ÍSÍ Tengdar fréttir Steinþór veðjaði á eigin leik og verður í banni út árið Steinþór Freyr Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr KA, hefur verið úrskurðaður í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið 2023, vegna veðmála á leiki. 9. júní 2023 13:34 Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45 Tonali dæmdur í tíu mánaða bann Ítalski knattspyrnumaðurinn Sandro Tonali hefur verið dæmdur í tíu mánaða bann vegna þess að hann veðjaði á eigin leiki. 26. október 2023 11:04 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Davíð sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann gerði ráð fyrir að veðmál væru töluvert algengari á meðal leikmanna í íslenskum fótbolta en komið hefur í ljós. Veðmál séu orðin svo samofin flestallri fótboltatengdri umræðu að það komi vart annað til greina. „Ég held það viti allir að það eru einhverjir í þessu að veðja á leiki. Auðvitað er þetta bannað en því miður er þetta eitthvað sem fylgir íþróttinni. Það er eitthvað sem við ráðum ekki við,“ sagði Davíð við Vísi fyrr í vikunni. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, var dæmdur í tveggja mánaða bann vegna brota á veðmálareglum og mun hann missa af sjö deildarleikjum vestanliðsins í upphafi móts. Áður hafa Sigurður Gísli Bond Snorrason og Steinþór Freyr Þorsteinsson sætt lengri bönnum vegna brota á veðmálareglum. Sandro Tonali, leikmaður Newcastle, lauk nýlega tíu mánaða banni vegna veðmálabrota og Ivan Toney, fyrrum framherji Brentford, fór í átta mánaða bann vegna samskonar konar. Daniel Sturridge, Joey Barton og Kieran Trippier eru dæmi um aðra leikmenn sem hafa sætt bönnum. Fengi aðstoð í almennu réttarkerfi Davíð Smári segir skjóta skökku við að KSÍ og önnur íþróttasambönd beiti leikbönnum sem viðurlögum við brotum á reglunum. „Ég velti því fyrir mér hvort það væri meiri lausn, fremur en að setja menn í bönn fyrir svona hluti, hvort það væri ekki hægt að skikka þá til að sitja einhverskonar meðferð við þessu. Að það sé verið að reyna að hjálpa leikmönnum fremur en að refsa þeim,“ segir Davíð í samtali við íþróttadeild. „Við lítil og væg brot í almennu réttarkerfi þá fá menn einhversskonar sekt, samfélagsþjónustu eða slíkt til að reyna að hjálpa mönnum. Mér fyndist það miklu eðlilegra,“ „Svo má ekki gleyma því að það er ekki aðeins verið að refsa honum, heldur einnig verið að refsa félaginu. Það finnst mér ótrúlega skakkt. Það er auðvitað gríðarlegur missir fyrir okkur að missa fyrirliðann okkar. Fremur en að hann sitji einhverja fundi, fái upplýsingar og einhver verkfæri til nýta sér gegn þeirri fíkn sem þetta virðist nú vera í okkar íþróttaumhverfi,“ segir Davíð Smári jafnframt. Líkt fram kemur í fyrri frétt Vísis hafa íþróttayfirvöld víða um Evrópu lagt sig fram við að takmarka veðmálaauglýsingar. Ákall hefur heyrst um að slaka á reglum um slíkar auglýsingar hér en sem stendur mega Íslenskar getraunir (Lengjan, Lottó, 1X2) einar auglýsa slíka starfsemi hérlendis. Lesa má nánar um það hér.
Vestri Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti ÍSÍ Tengdar fréttir Steinþór veðjaði á eigin leik og verður í banni út árið Steinþór Freyr Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr KA, hefur verið úrskurðaður í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið 2023, vegna veðmála á leiki. 9. júní 2023 13:34 Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45 Tonali dæmdur í tíu mánaða bann Ítalski knattspyrnumaðurinn Sandro Tonali hefur verið dæmdur í tíu mánaða bann vegna þess að hann veðjaði á eigin leiki. 26. október 2023 11:04 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Steinþór veðjaði á eigin leik og verður í banni út árið Steinþór Freyr Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr KA, hefur verið úrskurðaður í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið 2023, vegna veðmála á leiki. 9. júní 2023 13:34
Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45
Tonali dæmdur í tíu mánaða bann Ítalski knattspyrnumaðurinn Sandro Tonali hefur verið dæmdur í tíu mánaða bann vegna þess að hann veðjaði á eigin leiki. 26. október 2023 11:04