Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2025 07:13 Forsetinn undirritaði tilskipunina umkringdur skólabörnum. AP/Jose Luis Magana Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær sem miðar að því að leggja niður menntamálaráðuneyti landsins. Forsetinn sagði tímabært að færa ríkjunum aftur nemendurna. Fréttaskýrendur vestanhafs segja um að ræða pólitískt sjónarspil, enda hefur forsetinn ekki vald til að leggja ráðuneytið niður heldur er það á forræði þingsins. Þá voru skilaboð Trump nokkuð misvísandi en á sama tíma og hann talaði um að leggja ráðuneyti niður sagði hann að það myndi áfram sinna ákveðnum verkefnum. Trump hefur þegar grafið undan ráðuneytinu með því að segja upp meira en helmingi starfsfólksins og gera út um styrki að andvirði 600 milljón dala. Uppsagnirnar komu harðast niður á þeirri deild sem hefur haft umsjón með því að tryggja öllum nemendum aðgengi að menntun, óháð aðstæðum. Forsetinn sagði í gær að ráðuneytið myndi áfram sinna ákveðnum verkefnum, til að mynda að úthluta fjárhagsaðstoð til nemenda, lánum og styrkjum, og fjármagna úrræði fyrir nemendur með sérþarfir og styðja við skólaumdæmi þar sem margir nemenda byggju við fátækt. Einhverjum verkefnanna verður úthlutað til annarra ráðuneyta eða stofnana. Margir íhaldsmenn hafa talað fyrir því að leggja ráðuneytið niður og færa valdið yfir skólamálum aftur til ríkjanna og í hendur foreldra. Skoðanakannanir sýna hins vegar að tveir þriðjuhlutar þjóðarinnar eru á móti. Nokkur samtök hafa þegar lýst því yfir að þau hyggist höfða mál vegna ákvörðunarinnar, meðal annars American Federation of Teachers. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fréttaskýrendur vestanhafs segja um að ræða pólitískt sjónarspil, enda hefur forsetinn ekki vald til að leggja ráðuneytið niður heldur er það á forræði þingsins. Þá voru skilaboð Trump nokkuð misvísandi en á sama tíma og hann talaði um að leggja ráðuneyti niður sagði hann að það myndi áfram sinna ákveðnum verkefnum. Trump hefur þegar grafið undan ráðuneytinu með því að segja upp meira en helmingi starfsfólksins og gera út um styrki að andvirði 600 milljón dala. Uppsagnirnar komu harðast niður á þeirri deild sem hefur haft umsjón með því að tryggja öllum nemendum aðgengi að menntun, óháð aðstæðum. Forsetinn sagði í gær að ráðuneytið myndi áfram sinna ákveðnum verkefnum, til að mynda að úthluta fjárhagsaðstoð til nemenda, lánum og styrkjum, og fjármagna úrræði fyrir nemendur með sérþarfir og styðja við skólaumdæmi þar sem margir nemenda byggju við fátækt. Einhverjum verkefnanna verður úthlutað til annarra ráðuneyta eða stofnana. Margir íhaldsmenn hafa talað fyrir því að leggja ráðuneytið niður og færa valdið yfir skólamálum aftur til ríkjanna og í hendur foreldra. Skoðanakannanir sýna hins vegar að tveir þriðjuhlutar þjóðarinnar eru á móti. Nokkur samtök hafa þegar lýst því yfir að þau hyggist höfða mál vegna ákvörðunarinnar, meðal annars American Federation of Teachers. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira