Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar 21. mars 2025 06:02 Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu fyrsta barns míns var ég spennt að mæta, búin að standa í brjóstagjöf og bleyjuskiptum í marga mánuði og gat ekki beðið eftir því að hitta fólk. Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu þriðja barnsins míns var ég full kvíða og engan veginn tilbúin að takast á við vinnuna sem beið. Ég kveið því mest að þurfa að taka við hamingjuóskum eða upplifa það að fólk forðaðist mig. Hvers vegna? Þriðja barnið mitt fæddist andvana eftir 34 vikna meðgöngu. Eftir sex mánuði hafði ég enn ekki vanist því að segja frá að barnið mitt hefði dáið. En ég fékk þó sex mánaða leyfi. Ég vann hjá alþjóðastofnun í New York á þessum tíma, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir andvana fæðingu barns við missi eftir 22 vikna meðgöngu og eftir því fór minn vinnustaður. Hefði ég verið á Íslandi hefði leyfið verið helmingi minna eða bara þrír mánuðir. En nú verður vonandi breyting á. Um þessar mundir liggur fyrir frumvarp stjórnar um breytingar á sorgarleyfi sem miðar að því að veita foreldrum, sem missa barn eftir 22 vikna meðgöngu, sex mánaða sorgarleyfi. Við hjá Gleym mér ei styrktarfélagi krossum fingur og vonum að þingheimur samþykki þessa réttarbót. Ef miðað er við meðaltal á árunum 2019-2023 eru slíkar fæðingar um ein á mánuði á Íslandi og mun því ekki hafa mikil útgjöld í för með sér, en breytingin mun skipta öllu fyrir þau sem á þurfa að halda. Á sama tíma viljum við hjá Gleym mér ei hvetja til þess að skoða betur réttindi þeirra sem missa fyrir 22 vikna meðgöngu. Breytingarnar sem nú liggja fyrir munu veita þeim sem missa á 18-22 vikna meðgöngu þriggja mánaða leyfi, í stað tveggja, og er það vel. Gleym mér ei vill hins vegar leggja til að þriggja mánaða sorgarleyfi miðist við missi eftir 12 vikna meðgöngu, í stað 18 vikna. Við höfum átt fjölda samtala við heilbrigðisstarfsfólk, félagsráðgjafa, og ekki síst okkar skjólstæðinga, um nauðsyn þess að taka betur utan um þennan hóp. Þess má geta að fjöldi kvenna sem missa barn á 12-22 viku meðgöngu er um 4-6 að meðaltali á mánuði á Íslandi. Eins og margir þekkja, er skimað fyrir fósturfrávikum við 12 og 20 vikna meðgöngu. Ef fósturlát verður eða alvarlegur fósturgalli kemur í ljós í 12 vikna sónar ganga foreldrar í gegnum fæðingu með tilheyrandi álagi, bæði líkamlega og andlega. Þessir foreldrar jarðsetja oft börnin og býðst að sækja stuðningshóp og aðra þjónustu á vegum Gleym mér ei og Sorgarmiðstöðvar. Með núverandi lögum um sorgarleyfi eru þessir foreldrar, sem missa á 12 til 18 viku, réttindalausir. Þessi hópur hefur einungis almennan veikindarétt, sem er háður velvilja vinnuveitenda, skóla og fagfólksins sem sinnir þeim. Það er erfitt að horfa í augun á foreldrum sem hafa þurft að ganga í gegnum fæðingu á barni sínu eftir tæpa 18 vikna meðgöngu - þau neyðast til að taka veikindarétt, ef hann er til staðar, og fá hvorki stuðning frá kerfinu né skilning samfélagsins á missinum. Þannig er upplifunin. Í mörgum tilvikum getur slíkur missir verið kvalafullur fyrir konuna, honum geta fylgt kviðverkir og blæðingar, en mestur er þó andlegi sársaukinn og söknuðurinn eftir barninu sem átti að verða. Mögulega var búið að bíða eftir barninu í mörg ár, ekki bara í þessar vikur sem gengið var með. En eins og staðan er núna, eru skilaboð samfélagsins þau að ekkert hafi í skorist, þetta sé bara svipað og að fá flensuna. Þetta skapar álag og kvíða í sorgarferlinu og dæmi eru um að fólk hafi hröklast frá starfi eftir slíka reynslu. Við höfum séð allt of marga af okkar skjólstæðingum standa í þeim sporum að þurfa að byrja að vinna of snemma. Það kemur þó fyrir að sumir eru tilbúnir að hella sér í vinnu og fer það eftir sorgarúrvinnslunni, stuðning á vinnustað og fleira. En það skiptir öllu máli að hafa valið og ekki síst viðurkenninguna á missinum. Við biðlum því til velferðarnefndar, þingmanna og ríkisstjórnar að skoða þessa breytingartillögu vel og minnast þess að vikufjöldi meðgöngu skilgreinir ekki sorg foreldra og þörf þeirra fyrir stuðning og rými til úrvinnslu. Höfundur er stjórnarformaður Gleym mér ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu fyrsta barns míns var ég spennt að mæta, búin að standa í brjóstagjöf og bleyjuskiptum í marga mánuði og gat ekki beðið eftir því að hitta fólk. Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu þriðja barnsins míns var ég full kvíða og engan veginn tilbúin að takast á við vinnuna sem beið. Ég kveið því mest að þurfa að taka við hamingjuóskum eða upplifa það að fólk forðaðist mig. Hvers vegna? Þriðja barnið mitt fæddist andvana eftir 34 vikna meðgöngu. Eftir sex mánuði hafði ég enn ekki vanist því að segja frá að barnið mitt hefði dáið. En ég fékk þó sex mánaða leyfi. Ég vann hjá alþjóðastofnun í New York á þessum tíma, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir andvana fæðingu barns við missi eftir 22 vikna meðgöngu og eftir því fór minn vinnustaður. Hefði ég verið á Íslandi hefði leyfið verið helmingi minna eða bara þrír mánuðir. En nú verður vonandi breyting á. Um þessar mundir liggur fyrir frumvarp stjórnar um breytingar á sorgarleyfi sem miðar að því að veita foreldrum, sem missa barn eftir 22 vikna meðgöngu, sex mánaða sorgarleyfi. Við hjá Gleym mér ei styrktarfélagi krossum fingur og vonum að þingheimur samþykki þessa réttarbót. Ef miðað er við meðaltal á árunum 2019-2023 eru slíkar fæðingar um ein á mánuði á Íslandi og mun því ekki hafa mikil útgjöld í för með sér, en breytingin mun skipta öllu fyrir þau sem á þurfa að halda. Á sama tíma viljum við hjá Gleym mér ei hvetja til þess að skoða betur réttindi þeirra sem missa fyrir 22 vikna meðgöngu. Breytingarnar sem nú liggja fyrir munu veita þeim sem missa á 18-22 vikna meðgöngu þriggja mánaða leyfi, í stað tveggja, og er það vel. Gleym mér ei vill hins vegar leggja til að þriggja mánaða sorgarleyfi miðist við missi eftir 12 vikna meðgöngu, í stað 18 vikna. Við höfum átt fjölda samtala við heilbrigðisstarfsfólk, félagsráðgjafa, og ekki síst okkar skjólstæðinga, um nauðsyn þess að taka betur utan um þennan hóp. Þess má geta að fjöldi kvenna sem missa barn á 12-22 viku meðgöngu er um 4-6 að meðaltali á mánuði á Íslandi. Eins og margir þekkja, er skimað fyrir fósturfrávikum við 12 og 20 vikna meðgöngu. Ef fósturlát verður eða alvarlegur fósturgalli kemur í ljós í 12 vikna sónar ganga foreldrar í gegnum fæðingu með tilheyrandi álagi, bæði líkamlega og andlega. Þessir foreldrar jarðsetja oft börnin og býðst að sækja stuðningshóp og aðra þjónustu á vegum Gleym mér ei og Sorgarmiðstöðvar. Með núverandi lögum um sorgarleyfi eru þessir foreldrar, sem missa á 12 til 18 viku, réttindalausir. Þessi hópur hefur einungis almennan veikindarétt, sem er háður velvilja vinnuveitenda, skóla og fagfólksins sem sinnir þeim. Það er erfitt að horfa í augun á foreldrum sem hafa þurft að ganga í gegnum fæðingu á barni sínu eftir tæpa 18 vikna meðgöngu - þau neyðast til að taka veikindarétt, ef hann er til staðar, og fá hvorki stuðning frá kerfinu né skilning samfélagsins á missinum. Þannig er upplifunin. Í mörgum tilvikum getur slíkur missir verið kvalafullur fyrir konuna, honum geta fylgt kviðverkir og blæðingar, en mestur er þó andlegi sársaukinn og söknuðurinn eftir barninu sem átti að verða. Mögulega var búið að bíða eftir barninu í mörg ár, ekki bara í þessar vikur sem gengið var með. En eins og staðan er núna, eru skilaboð samfélagsins þau að ekkert hafi í skorist, þetta sé bara svipað og að fá flensuna. Þetta skapar álag og kvíða í sorgarferlinu og dæmi eru um að fólk hafi hröklast frá starfi eftir slíka reynslu. Við höfum séð allt of marga af okkar skjólstæðingum standa í þeim sporum að þurfa að byrja að vinna of snemma. Það kemur þó fyrir að sumir eru tilbúnir að hella sér í vinnu og fer það eftir sorgarúrvinnslunni, stuðning á vinnustað og fleira. En það skiptir öllu máli að hafa valið og ekki síst viðurkenninguna á missinum. Við biðlum því til velferðarnefndar, þingmanna og ríkisstjórnar að skoða þessa breytingartillögu vel og minnast þess að vikufjöldi meðgöngu skilgreinir ekki sorg foreldra og þörf þeirra fyrir stuðning og rými til úrvinnslu. Höfundur er stjórnarformaður Gleym mér ei.
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun