Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2025 13:01 Aðstæður í al Hol búðunum hafa lengi verið mjög slæmar. Þar eru um 22 þúsund börn sem alist hafa upp við mjög öfgafullar aðstæður og er óttast að þau gætu orðið vígamenn framtíðarinnar. EPA/AHMED MARDNLI Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan. Börnum er smyglað út úr búðunum og látin ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Kúrdar reka einnig aðrar búðir í Sýrlandi sem hýsa eiginkonur erlendra vígamanna ISIS og börn þeirra. Í heildina halda þeir um 55 þúsund konum og börnum í þessum búðum. Al hol eru þó lang stærstu búðirnar. Sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil kvartað yfir því að hafa setið uppi með fjölskyldur erlendra vígamanna Íslamska ríkisins og börn þeirra. Ríkisstjórnir heimaríkja þeirra hafa ekki viljað taka við þeim og því hafa þessar konur og börnin þeirra setið föst í búðunum um árabil. Sjá einnig: Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins Búðirnar eru gífurlega umfangsmiklar en rúmlega sextíu prósent þeirra sem haldið er þar eru börn. Þau eru um 22 þúsund talsins og þekkja mörg þeirra ekkert annað en búðirnar. Þar hafa börnin lifað við slæmar aðstæður og að hætti Kalífadæmis Íslamska ríkisins. Gildi ISIS eru sögð hafa lifað þar góðu lífi og þeir sem neita að fylgja þeim hafa orðið fyrir miklu ofbeldi annarra fanga þar. Kúrdar hafa lengi lýst yfir áhyggjum af því að börnin öfgavæðist mjög og að verið sé að hýsa þúsundir af vígamönnum framtíðarinnar í þessum búðum. Fréttakona og tökumaður Sky News heimsóttu búðirnar á dögunum og fóru þar um í fylgd vopnaðra varða. Börnin umkringdu þau og grýttu, auk þess sem ungir drengir kölluðu: „Við munum afhöfða ykkur“ og „Einn daginn munum við ráða. ISIS mun snúa aftur.“ ‘We will behead you.’Children at this camp where families of ISIS members are detained, taunt and throw stones at @AlexCrawfordSky and her team.They’ve joined Kurdish troops inside Al Hol camp in north east Syria— Sky News (@SkyNews) March 19, 2025 Kúrdar halda einnig fjölmörgum erlendum vígamönnum ISIS í fangelsi og eru margir þeirra frá Evrópu. Bandaríkin hafa lengi fjármagnað rekstur þessara búða að mestu en Donald Trump hefur bundið enda á þær fjárveitingar. Það hefur aukið á áhyggjur ráðamanna í Sýrlandi og í Evrópu um framtíð búðanna og þessa fólks. Sjá einnig: ISIS-systur aftur komnar til Noregs Utanríkisþjónusta Evrópusambandsins mun á morgun halda neyðarfund vegna búðanna. Politcio segir að meðal annars standi til að ræða hvað eigi að gera verði búðunum lokað og hefur miðillinn eftir einum heimildarmanni innan utanríkisþjónustunnar að Evrópubúarnir í búðunum séu ekki fólk sem ráðamenn vilji taka opnum örmum. Því verður til umræðu að taka upp bagga Bandaríkjamanna og fjármagna rekstur búðanna áfram. Sýrlenskir Kúrdar segjast finna fjölda vopna og sprengja þegar þeir leita í tjöldum í búðunum. Vopnum sé oft smyglað inn í búðirnar og fólki út.EPA/AHMED MARDNLI Annar heimildarmaður Politico sagði nauðsynlegt að tryggja að hryðjuverkmenn í búðunum kæmu ekki til Evrópu. France24 fjallaði einnig um skortinn á fjármagni vegna búðanna á dögunum. Yfirmenn al Hol búðanna segja árásum innan og utan búðanna hafa fjölgað verulega frá því ríkisstjórn Bashars al-Assads féll og hann flúði til Rússlands. Vígamenn Íslamska ríkisins séu að nýta sér óreiðuna. Vopnum sé smyglað inn í búðirnar og fólki sé smyglað út og því hjálpað að flýja. Yfirmaður búðanna sagði í samtali við Sky að börnin sem fara frá búðunum endi hjá ISIS og verði næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins. Það var titillinn sem leiðtogar Kalífadæmisins gáfu barnavígamönnum þeirra á árum áður. Hryðjuverkasamtökin rændu hundruðum ef ekki þúsundum barna í Írak og Sýrlandi, þjálfuðu þau til ódæðisverka og létu þau jafnvel taka fanga af lífi í áróðursmyndböndum. Í einu slíku tilfelli var fjögurra ára drengur látinn skjóta mann í höfuðið og tveir eldri látnir skera fanga á háls. Fregnir bárust einnig af því að þroskaskert börn væru notuð til sjálfsmorðsárása. Sýrland Hryðjuverkastarfsemi Írak Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Börnum er smyglað út úr búðunum og látin ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Kúrdar reka einnig aðrar búðir í Sýrlandi sem hýsa eiginkonur erlendra vígamanna ISIS og börn þeirra. Í heildina halda þeir um 55 þúsund konum og börnum í þessum búðum. Al hol eru þó lang stærstu búðirnar. Sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil kvartað yfir því að hafa setið uppi með fjölskyldur erlendra vígamanna Íslamska ríkisins og börn þeirra. Ríkisstjórnir heimaríkja þeirra hafa ekki viljað taka við þeim og því hafa þessar konur og börnin þeirra setið föst í búðunum um árabil. Sjá einnig: Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins Búðirnar eru gífurlega umfangsmiklar en rúmlega sextíu prósent þeirra sem haldið er þar eru börn. Þau eru um 22 þúsund talsins og þekkja mörg þeirra ekkert annað en búðirnar. Þar hafa börnin lifað við slæmar aðstæður og að hætti Kalífadæmis Íslamska ríkisins. Gildi ISIS eru sögð hafa lifað þar góðu lífi og þeir sem neita að fylgja þeim hafa orðið fyrir miklu ofbeldi annarra fanga þar. Kúrdar hafa lengi lýst yfir áhyggjum af því að börnin öfgavæðist mjög og að verið sé að hýsa þúsundir af vígamönnum framtíðarinnar í þessum búðum. Fréttakona og tökumaður Sky News heimsóttu búðirnar á dögunum og fóru þar um í fylgd vopnaðra varða. Börnin umkringdu þau og grýttu, auk þess sem ungir drengir kölluðu: „Við munum afhöfða ykkur“ og „Einn daginn munum við ráða. ISIS mun snúa aftur.“ ‘We will behead you.’Children at this camp where families of ISIS members are detained, taunt and throw stones at @AlexCrawfordSky and her team.They’ve joined Kurdish troops inside Al Hol camp in north east Syria— Sky News (@SkyNews) March 19, 2025 Kúrdar halda einnig fjölmörgum erlendum vígamönnum ISIS í fangelsi og eru margir þeirra frá Evrópu. Bandaríkin hafa lengi fjármagnað rekstur þessara búða að mestu en Donald Trump hefur bundið enda á þær fjárveitingar. Það hefur aukið á áhyggjur ráðamanna í Sýrlandi og í Evrópu um framtíð búðanna og þessa fólks. Sjá einnig: ISIS-systur aftur komnar til Noregs Utanríkisþjónusta Evrópusambandsins mun á morgun halda neyðarfund vegna búðanna. Politcio segir að meðal annars standi til að ræða hvað eigi að gera verði búðunum lokað og hefur miðillinn eftir einum heimildarmanni innan utanríkisþjónustunnar að Evrópubúarnir í búðunum séu ekki fólk sem ráðamenn vilji taka opnum örmum. Því verður til umræðu að taka upp bagga Bandaríkjamanna og fjármagna rekstur búðanna áfram. Sýrlenskir Kúrdar segjast finna fjölda vopna og sprengja þegar þeir leita í tjöldum í búðunum. Vopnum sé oft smyglað inn í búðirnar og fólki út.EPA/AHMED MARDNLI Annar heimildarmaður Politico sagði nauðsynlegt að tryggja að hryðjuverkmenn í búðunum kæmu ekki til Evrópu. France24 fjallaði einnig um skortinn á fjármagni vegna búðanna á dögunum. Yfirmenn al Hol búðanna segja árásum innan og utan búðanna hafa fjölgað verulega frá því ríkisstjórn Bashars al-Assads féll og hann flúði til Rússlands. Vígamenn Íslamska ríkisins séu að nýta sér óreiðuna. Vopnum sé smyglað inn í búðirnar og fólki sé smyglað út og því hjálpað að flýja. Yfirmaður búðanna sagði í samtali við Sky að börnin sem fara frá búðunum endi hjá ISIS og verði næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins. Það var titillinn sem leiðtogar Kalífadæmisins gáfu barnavígamönnum þeirra á árum áður. Hryðjuverkasamtökin rændu hundruðum ef ekki þúsundum barna í Írak og Sýrlandi, þjálfuðu þau til ódæðisverka og létu þau jafnvel taka fanga af lífi í áróðursmyndböndum. Í einu slíku tilfelli var fjögurra ára drengur látinn skjóta mann í höfuðið og tveir eldri látnir skera fanga á háls. Fregnir bárust einnig af því að þroskaskert börn væru notuð til sjálfsmorðsárása.
Sýrland Hryðjuverkastarfsemi Írak Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent