Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2025 13:01 Aðstæður í al Hol búðunum hafa lengi verið mjög slæmar. Þar eru um 22 þúsund börn sem alist hafa upp við mjög öfgafullar aðstæður og er óttast að þau gætu orðið vígamenn framtíðarinnar. EPA/AHMED MARDNLI Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan. Börnum er smyglað út úr búðunum og látin ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Kúrdar reka einnig aðrar búðir í Sýrlandi sem hýsa eiginkonur erlendra vígamanna ISIS og börn þeirra. Í heildina halda þeir um 55 þúsund konum og börnum í þessum búðum. Al hol eru þó lang stærstu búðirnar. Sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil kvartað yfir því að hafa setið uppi með fjölskyldur erlendra vígamanna Íslamska ríkisins og börn þeirra. Ríkisstjórnir heimaríkja þeirra hafa ekki viljað taka við þeim og því hafa þessar konur og börnin þeirra setið föst í búðunum um árabil. Sjá einnig: Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins Búðirnar eru gífurlega umfangsmiklar en rúmlega sextíu prósent þeirra sem haldið er þar eru börn. Þau eru um 22 þúsund talsins og þekkja mörg þeirra ekkert annað en búðirnar. Þar hafa börnin lifað við slæmar aðstæður og að hætti Kalífadæmis Íslamska ríkisins. Gildi ISIS eru sögð hafa lifað þar góðu lífi og þeir sem neita að fylgja þeim hafa orðið fyrir miklu ofbeldi annarra fanga þar. Kúrdar hafa lengi lýst yfir áhyggjum af því að börnin öfgavæðist mjög og að verið sé að hýsa þúsundir af vígamönnum framtíðarinnar í þessum búðum. Fréttakona og tökumaður Sky News heimsóttu búðirnar á dögunum og fóru þar um í fylgd vopnaðra varða. Börnin umkringdu þau og grýttu, auk þess sem ungir drengir kölluðu: „Við munum afhöfða ykkur“ og „Einn daginn munum við ráða. ISIS mun snúa aftur.“ ‘We will behead you.’Children at this camp where families of ISIS members are detained, taunt and throw stones at @AlexCrawfordSky and her team.They’ve joined Kurdish troops inside Al Hol camp in north east Syria— Sky News (@SkyNews) March 19, 2025 Kúrdar halda einnig fjölmörgum erlendum vígamönnum ISIS í fangelsi og eru margir þeirra frá Evrópu. Bandaríkin hafa lengi fjármagnað rekstur þessara búða að mestu en Donald Trump hefur bundið enda á þær fjárveitingar. Það hefur aukið á áhyggjur ráðamanna í Sýrlandi og í Evrópu um framtíð búðanna og þessa fólks. Sjá einnig: ISIS-systur aftur komnar til Noregs Utanríkisþjónusta Evrópusambandsins mun á morgun halda neyðarfund vegna búðanna. Politcio segir að meðal annars standi til að ræða hvað eigi að gera verði búðunum lokað og hefur miðillinn eftir einum heimildarmanni innan utanríkisþjónustunnar að Evrópubúarnir í búðunum séu ekki fólk sem ráðamenn vilji taka opnum örmum. Því verður til umræðu að taka upp bagga Bandaríkjamanna og fjármagna rekstur búðanna áfram. Sýrlenskir Kúrdar segjast finna fjölda vopna og sprengja þegar þeir leita í tjöldum í búðunum. Vopnum sé oft smyglað inn í búðirnar og fólki út.EPA/AHMED MARDNLI Annar heimildarmaður Politico sagði nauðsynlegt að tryggja að hryðjuverkmenn í búðunum kæmu ekki til Evrópu. France24 fjallaði einnig um skortinn á fjármagni vegna búðanna á dögunum. Yfirmenn al Hol búðanna segja árásum innan og utan búðanna hafa fjölgað verulega frá því ríkisstjórn Bashars al-Assads féll og hann flúði til Rússlands. Vígamenn Íslamska ríkisins séu að nýta sér óreiðuna. Vopnum sé smyglað inn í búðirnar og fólki sé smyglað út og því hjálpað að flýja. Yfirmaður búðanna sagði í samtali við Sky að börnin sem fara frá búðunum endi hjá ISIS og verði næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins. Það var titillinn sem leiðtogar Kalífadæmisins gáfu barnavígamönnum þeirra á árum áður. Hryðjuverkasamtökin rændu hundruðum ef ekki þúsundum barna í Írak og Sýrlandi, þjálfuðu þau til ódæðisverka og létu þau jafnvel taka fanga af lífi í áróðursmyndböndum. Í einu slíku tilfelli var fjögurra ára drengur látinn skjóta mann í höfuðið og tveir eldri látnir skera fanga á háls. Fregnir bárust einnig af því að þroskaskert börn væru notuð til sjálfsmorðsárása. Sýrland Hryðjuverkastarfsemi Írak Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Börnum er smyglað út úr búðunum og látin ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Kúrdar reka einnig aðrar búðir í Sýrlandi sem hýsa eiginkonur erlendra vígamanna ISIS og börn þeirra. Í heildina halda þeir um 55 þúsund konum og börnum í þessum búðum. Al hol eru þó lang stærstu búðirnar. Sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil kvartað yfir því að hafa setið uppi með fjölskyldur erlendra vígamanna Íslamska ríkisins og börn þeirra. Ríkisstjórnir heimaríkja þeirra hafa ekki viljað taka við þeim og því hafa þessar konur og börnin þeirra setið föst í búðunum um árabil. Sjá einnig: Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins Búðirnar eru gífurlega umfangsmiklar en rúmlega sextíu prósent þeirra sem haldið er þar eru börn. Þau eru um 22 þúsund talsins og þekkja mörg þeirra ekkert annað en búðirnar. Þar hafa börnin lifað við slæmar aðstæður og að hætti Kalífadæmis Íslamska ríkisins. Gildi ISIS eru sögð hafa lifað þar góðu lífi og þeir sem neita að fylgja þeim hafa orðið fyrir miklu ofbeldi annarra fanga þar. Kúrdar hafa lengi lýst yfir áhyggjum af því að börnin öfgavæðist mjög og að verið sé að hýsa þúsundir af vígamönnum framtíðarinnar í þessum búðum. Fréttakona og tökumaður Sky News heimsóttu búðirnar á dögunum og fóru þar um í fylgd vopnaðra varða. Börnin umkringdu þau og grýttu, auk þess sem ungir drengir kölluðu: „Við munum afhöfða ykkur“ og „Einn daginn munum við ráða. ISIS mun snúa aftur.“ ‘We will behead you.’Children at this camp where families of ISIS members are detained, taunt and throw stones at @AlexCrawfordSky and her team.They’ve joined Kurdish troops inside Al Hol camp in north east Syria— Sky News (@SkyNews) March 19, 2025 Kúrdar halda einnig fjölmörgum erlendum vígamönnum ISIS í fangelsi og eru margir þeirra frá Evrópu. Bandaríkin hafa lengi fjármagnað rekstur þessara búða að mestu en Donald Trump hefur bundið enda á þær fjárveitingar. Það hefur aukið á áhyggjur ráðamanna í Sýrlandi og í Evrópu um framtíð búðanna og þessa fólks. Sjá einnig: ISIS-systur aftur komnar til Noregs Utanríkisþjónusta Evrópusambandsins mun á morgun halda neyðarfund vegna búðanna. Politcio segir að meðal annars standi til að ræða hvað eigi að gera verði búðunum lokað og hefur miðillinn eftir einum heimildarmanni innan utanríkisþjónustunnar að Evrópubúarnir í búðunum séu ekki fólk sem ráðamenn vilji taka opnum örmum. Því verður til umræðu að taka upp bagga Bandaríkjamanna og fjármagna rekstur búðanna áfram. Sýrlenskir Kúrdar segjast finna fjölda vopna og sprengja þegar þeir leita í tjöldum í búðunum. Vopnum sé oft smyglað inn í búðirnar og fólki út.EPA/AHMED MARDNLI Annar heimildarmaður Politico sagði nauðsynlegt að tryggja að hryðjuverkmenn í búðunum kæmu ekki til Evrópu. France24 fjallaði einnig um skortinn á fjármagni vegna búðanna á dögunum. Yfirmenn al Hol búðanna segja árásum innan og utan búðanna hafa fjölgað verulega frá því ríkisstjórn Bashars al-Assads féll og hann flúði til Rússlands. Vígamenn Íslamska ríkisins séu að nýta sér óreiðuna. Vopnum sé smyglað inn í búðirnar og fólki sé smyglað út og því hjálpað að flýja. Yfirmaður búðanna sagði í samtali við Sky að börnin sem fara frá búðunum endi hjá ISIS og verði næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins. Það var titillinn sem leiðtogar Kalífadæmisins gáfu barnavígamönnum þeirra á árum áður. Hryðjuverkasamtökin rændu hundruðum ef ekki þúsundum barna í Írak og Sýrlandi, þjálfuðu þau til ódæðisverka og létu þau jafnvel taka fanga af lífi í áróðursmyndböndum. Í einu slíku tilfelli var fjögurra ára drengur látinn skjóta mann í höfuðið og tveir eldri látnir skera fanga á háls. Fregnir bárust einnig af því að þroskaskert börn væru notuð til sjálfsmorðsárása.
Sýrland Hryðjuverkastarfsemi Írak Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira