Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2025 13:01 Aðstæður í al Hol búðunum hafa lengi verið mjög slæmar. Þar eru um 22 þúsund börn sem alist hafa upp við mjög öfgafullar aðstæður og er óttast að þau gætu orðið vígamenn framtíðarinnar. EPA/AHMED MARDNLI Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan. Börnum er smyglað út úr búðunum og látin ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Kúrdar reka einnig aðrar búðir í Sýrlandi sem hýsa eiginkonur erlendra vígamanna ISIS og börn þeirra. Í heildina halda þeir um 55 þúsund konum og börnum í þessum búðum. Al hol eru þó lang stærstu búðirnar. Sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil kvartað yfir því að hafa setið uppi með fjölskyldur erlendra vígamanna Íslamska ríkisins og börn þeirra. Ríkisstjórnir heimaríkja þeirra hafa ekki viljað taka við þeim og því hafa þessar konur og börnin þeirra setið föst í búðunum um árabil. Sjá einnig: Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins Búðirnar eru gífurlega umfangsmiklar en rúmlega sextíu prósent þeirra sem haldið er þar eru börn. Þau eru um 22 þúsund talsins og þekkja mörg þeirra ekkert annað en búðirnar. Þar hafa börnin lifað við slæmar aðstæður og að hætti Kalífadæmis Íslamska ríkisins. Gildi ISIS eru sögð hafa lifað þar góðu lífi og þeir sem neita að fylgja þeim hafa orðið fyrir miklu ofbeldi annarra fanga þar. Kúrdar hafa lengi lýst yfir áhyggjum af því að börnin öfgavæðist mjög og að verið sé að hýsa þúsundir af vígamönnum framtíðarinnar í þessum búðum. Fréttakona og tökumaður Sky News heimsóttu búðirnar á dögunum og fóru þar um í fylgd vopnaðra varða. Börnin umkringdu þau og grýttu, auk þess sem ungir drengir kölluðu: „Við munum afhöfða ykkur“ og „Einn daginn munum við ráða. ISIS mun snúa aftur.“ ‘We will behead you.’Children at this camp where families of ISIS members are detained, taunt and throw stones at @AlexCrawfordSky and her team.They’ve joined Kurdish troops inside Al Hol camp in north east Syria— Sky News (@SkyNews) March 19, 2025 Kúrdar halda einnig fjölmörgum erlendum vígamönnum ISIS í fangelsi og eru margir þeirra frá Evrópu. Bandaríkin hafa lengi fjármagnað rekstur þessara búða að mestu en Donald Trump hefur bundið enda á þær fjárveitingar. Það hefur aukið á áhyggjur ráðamanna í Sýrlandi og í Evrópu um framtíð búðanna og þessa fólks. Sjá einnig: ISIS-systur aftur komnar til Noregs Utanríkisþjónusta Evrópusambandsins mun á morgun halda neyðarfund vegna búðanna. Politcio segir að meðal annars standi til að ræða hvað eigi að gera verði búðunum lokað og hefur miðillinn eftir einum heimildarmanni innan utanríkisþjónustunnar að Evrópubúarnir í búðunum séu ekki fólk sem ráðamenn vilji taka opnum örmum. Því verður til umræðu að taka upp bagga Bandaríkjamanna og fjármagna rekstur búðanna áfram. Sýrlenskir Kúrdar segjast finna fjölda vopna og sprengja þegar þeir leita í tjöldum í búðunum. Vopnum sé oft smyglað inn í búðirnar og fólki út.EPA/AHMED MARDNLI Annar heimildarmaður Politico sagði nauðsynlegt að tryggja að hryðjuverkmenn í búðunum kæmu ekki til Evrópu. France24 fjallaði einnig um skortinn á fjármagni vegna búðanna á dögunum. Yfirmenn al Hol búðanna segja árásum innan og utan búðanna hafa fjölgað verulega frá því ríkisstjórn Bashars al-Assads féll og hann flúði til Rússlands. Vígamenn Íslamska ríkisins séu að nýta sér óreiðuna. Vopnum sé smyglað inn í búðirnar og fólki sé smyglað út og því hjálpað að flýja. Yfirmaður búðanna sagði í samtali við Sky að börnin sem fara frá búðunum endi hjá ISIS og verði næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins. Það var titillinn sem leiðtogar Kalífadæmisins gáfu barnavígamönnum þeirra á árum áður. Hryðjuverkasamtökin rændu hundruðum ef ekki þúsundum barna í Írak og Sýrlandi, þjálfuðu þau til ódæðisverka og létu þau jafnvel taka fanga af lífi í áróðursmyndböndum. Í einu slíku tilfelli var fjögurra ára drengur látinn skjóta mann í höfuðið og tveir eldri látnir skera fanga á háls. Fregnir bárust einnig af því að þroskaskert börn væru notuð til sjálfsmorðsárása. Sýrland Hryðjuverkastarfsemi Írak Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Börnum er smyglað út úr búðunum og látin ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Kúrdar reka einnig aðrar búðir í Sýrlandi sem hýsa eiginkonur erlendra vígamanna ISIS og börn þeirra. Í heildina halda þeir um 55 þúsund konum og börnum í þessum búðum. Al hol eru þó lang stærstu búðirnar. Sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil kvartað yfir því að hafa setið uppi með fjölskyldur erlendra vígamanna Íslamska ríkisins og börn þeirra. Ríkisstjórnir heimaríkja þeirra hafa ekki viljað taka við þeim og því hafa þessar konur og börnin þeirra setið föst í búðunum um árabil. Sjá einnig: Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins Búðirnar eru gífurlega umfangsmiklar en rúmlega sextíu prósent þeirra sem haldið er þar eru börn. Þau eru um 22 þúsund talsins og þekkja mörg þeirra ekkert annað en búðirnar. Þar hafa börnin lifað við slæmar aðstæður og að hætti Kalífadæmis Íslamska ríkisins. Gildi ISIS eru sögð hafa lifað þar góðu lífi og þeir sem neita að fylgja þeim hafa orðið fyrir miklu ofbeldi annarra fanga þar. Kúrdar hafa lengi lýst yfir áhyggjum af því að börnin öfgavæðist mjög og að verið sé að hýsa þúsundir af vígamönnum framtíðarinnar í þessum búðum. Fréttakona og tökumaður Sky News heimsóttu búðirnar á dögunum og fóru þar um í fylgd vopnaðra varða. Börnin umkringdu þau og grýttu, auk þess sem ungir drengir kölluðu: „Við munum afhöfða ykkur“ og „Einn daginn munum við ráða. ISIS mun snúa aftur.“ ‘We will behead you.’Children at this camp where families of ISIS members are detained, taunt and throw stones at @AlexCrawfordSky and her team.They’ve joined Kurdish troops inside Al Hol camp in north east Syria— Sky News (@SkyNews) March 19, 2025 Kúrdar halda einnig fjölmörgum erlendum vígamönnum ISIS í fangelsi og eru margir þeirra frá Evrópu. Bandaríkin hafa lengi fjármagnað rekstur þessara búða að mestu en Donald Trump hefur bundið enda á þær fjárveitingar. Það hefur aukið á áhyggjur ráðamanna í Sýrlandi og í Evrópu um framtíð búðanna og þessa fólks. Sjá einnig: ISIS-systur aftur komnar til Noregs Utanríkisþjónusta Evrópusambandsins mun á morgun halda neyðarfund vegna búðanna. Politcio segir að meðal annars standi til að ræða hvað eigi að gera verði búðunum lokað og hefur miðillinn eftir einum heimildarmanni innan utanríkisþjónustunnar að Evrópubúarnir í búðunum séu ekki fólk sem ráðamenn vilji taka opnum örmum. Því verður til umræðu að taka upp bagga Bandaríkjamanna og fjármagna rekstur búðanna áfram. Sýrlenskir Kúrdar segjast finna fjölda vopna og sprengja þegar þeir leita í tjöldum í búðunum. Vopnum sé oft smyglað inn í búðirnar og fólki út.EPA/AHMED MARDNLI Annar heimildarmaður Politico sagði nauðsynlegt að tryggja að hryðjuverkmenn í búðunum kæmu ekki til Evrópu. France24 fjallaði einnig um skortinn á fjármagni vegna búðanna á dögunum. Yfirmenn al Hol búðanna segja árásum innan og utan búðanna hafa fjölgað verulega frá því ríkisstjórn Bashars al-Assads féll og hann flúði til Rússlands. Vígamenn Íslamska ríkisins séu að nýta sér óreiðuna. Vopnum sé smyglað inn í búðirnar og fólki sé smyglað út og því hjálpað að flýja. Yfirmaður búðanna sagði í samtali við Sky að börnin sem fara frá búðunum endi hjá ISIS og verði næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins. Það var titillinn sem leiðtogar Kalífadæmisins gáfu barnavígamönnum þeirra á árum áður. Hryðjuverkasamtökin rændu hundruðum ef ekki þúsundum barna í Írak og Sýrlandi, þjálfuðu þau til ódæðisverka og létu þau jafnvel taka fanga af lífi í áróðursmyndböndum. Í einu slíku tilfelli var fjögurra ára drengur látinn skjóta mann í höfuðið og tveir eldri látnir skera fanga á háls. Fregnir bárust einnig af því að þroskaskert börn væru notuð til sjálfsmorðsárása.
Sýrland Hryðjuverkastarfsemi Írak Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira