Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2025 10:08 Kveikt hefur verið í Teslum í Bandaríkjunum að undanförnu og ítrekað er búið að teikna hakakross á bíla. AP/Lindsey Wasson Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Pam Bondi, dómsmálaráðherra, segja að skemmdarverk á Teslum séu hryðjuverk. Þeim sem fremji slík brot verði refsað harðlega. Þetta sögðu þau í kjölfar fjölda skemmdarverka á Teslum í Bandaríkjunum og íkveikja á bílasölum. Elon Musk, auðugasti maður heims og bandamaður Trumps er stærsti hluthafinn í Teslu. Skemmdarverk hafa verið unnin á Teslum víðsvegar um Bandaríkin en í gær var kveikt í fimm bílum við Tesla-sölu í Las Vegas. Engan hefur sakað svo vitað sé en í einu tilfelli hefur maður verið ákærður í Oregon eftir að hann kastaði bensínsprengjum í Tesla-sölu og mætti svo aftur degi síðar og skaut á bygginguna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Skotið hefur verið á fleiri sölustaði Tesla í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í viðtali á Fox News í gær að skemmdarverkin væru fjármögnuð af áhrifamiklum Demókrötum, án þess þó að færa rök fyrir þeim ásökunum. Hann hefur einnig heitið því að beita afli bandaríska ríkisins til að láta þá sem fremja skemmdarverk gegn Tesla „ganga gegnum helvíti“. Stutt er síðan Trump og Musk héldu sölukynningu á Teslum á lóð Hvíta hússins. Musk sjálfur hefur slegið á svipaða strengi og vill meina að verið sé að reyna að myrða hann vegna starfa hans fyrir Trumps og pólitískra aðgerða. Hann var einnig í viðtali á Fox í gær, þar sem hann velti vöngum yfir því hver væri að fjármagna þessar aðgerðir gegn sér. 'THIS IS CRAZY': @elonmusk slams "hatred and violence" from the Left during his exclusive interview with @seanhannity, saying, "I always thought that Democrats were supposed to be the party of empathy and caring, and yet they are burning down cars, firebombing dealerships." pic.twitter.com/ivQtJWNPuj— Fox News (@FoxNews) March 19, 2025 Bondi mætti þar að auki einnig í viðtal á Fox í gær og sagðist ætla að komast til botns í því hver stæði bakvið skemmdarverkin. Hún ítrekaði það svo í yfirlýsingu. „Þessar fjölmörgu ofbeldisfullu árásir á eigur Tesla eru ekkert annað en hryðjuverk,“ skrifaði Bondi í yfirlýsingu sem birt var á vef dómsmálaráðuneytisins. Hún sagði nokkra meinta brotamenn hafa verið ákærða vegna skemmdarverkanna og í einhverjum tilfellum stæðu viðkomandi frammi fyrir að minnsta kosti fimm ára fangelsisvist. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.EPA/WILL OLIVER „Við munum halda rannsóknum áfram og refsa harðlega þeim sem koma að þessum árásum, þar á meðal þeim sem vinna í skuggunum við að skipuleggja og fjármagna þessa glæpi.“ Bondi var á árum áður dómsmálaráðherra Flórída en undanfarin ár var hún hluti af persónulegu lögfræðingateymi Trumps. New York Times segir hana hafa verið undir miklum þrýstingi varðandi það að lýsa því yfir að skemmdarverkin væru hryðjuverk. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tesla Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Elon Musk, auðugasti maður heims og bandamaður Trumps er stærsti hluthafinn í Teslu. Skemmdarverk hafa verið unnin á Teslum víðsvegar um Bandaríkin en í gær var kveikt í fimm bílum við Tesla-sölu í Las Vegas. Engan hefur sakað svo vitað sé en í einu tilfelli hefur maður verið ákærður í Oregon eftir að hann kastaði bensínsprengjum í Tesla-sölu og mætti svo aftur degi síðar og skaut á bygginguna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Skotið hefur verið á fleiri sölustaði Tesla í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í viðtali á Fox News í gær að skemmdarverkin væru fjármögnuð af áhrifamiklum Demókrötum, án þess þó að færa rök fyrir þeim ásökunum. Hann hefur einnig heitið því að beita afli bandaríska ríkisins til að láta þá sem fremja skemmdarverk gegn Tesla „ganga gegnum helvíti“. Stutt er síðan Trump og Musk héldu sölukynningu á Teslum á lóð Hvíta hússins. Musk sjálfur hefur slegið á svipaða strengi og vill meina að verið sé að reyna að myrða hann vegna starfa hans fyrir Trumps og pólitískra aðgerða. Hann var einnig í viðtali á Fox í gær, þar sem hann velti vöngum yfir því hver væri að fjármagna þessar aðgerðir gegn sér. 'THIS IS CRAZY': @elonmusk slams "hatred and violence" from the Left during his exclusive interview with @seanhannity, saying, "I always thought that Democrats were supposed to be the party of empathy and caring, and yet they are burning down cars, firebombing dealerships." pic.twitter.com/ivQtJWNPuj— Fox News (@FoxNews) March 19, 2025 Bondi mætti þar að auki einnig í viðtal á Fox í gær og sagðist ætla að komast til botns í því hver stæði bakvið skemmdarverkin. Hún ítrekaði það svo í yfirlýsingu. „Þessar fjölmörgu ofbeldisfullu árásir á eigur Tesla eru ekkert annað en hryðjuverk,“ skrifaði Bondi í yfirlýsingu sem birt var á vef dómsmálaráðuneytisins. Hún sagði nokkra meinta brotamenn hafa verið ákærða vegna skemmdarverkanna og í einhverjum tilfellum stæðu viðkomandi frammi fyrir að minnsta kosti fimm ára fangelsisvist. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.EPA/WILL OLIVER „Við munum halda rannsóknum áfram og refsa harðlega þeim sem koma að þessum árásum, þar á meðal þeim sem vinna í skuggunum við að skipuleggja og fjármagna þessa glæpi.“ Bondi var á árum áður dómsmálaráðherra Flórída en undanfarin ár var hún hluti af persónulegu lögfræðingateymi Trumps. New York Times segir hana hafa verið undir miklum þrýstingi varðandi það að lýsa því yfir að skemmdarverkin væru hryðjuverk.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tesla Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira