Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 18. mars 2025 16:01 Ofbeldi er faraldur sem læðist hljóðlega um samfélagið okkar, líkt og veirufaraldur sem smitast á milli kynslóða, heimila, skóla og vinnustaða. Það er ekki aðeins líkamlegur skaði sem verður til heldur hafa áhrifin djúpstæðar afleiðingar á andlega heilsu, sjálfsmynd og félagsleg tengsl þeirra sem verða fyrir því og jafnvel þeirra sem verða vitni að því. Eru börnin okkar ekki merkilegri en þetta? Við þurfum samfélag sem stendur saman, ber ábyrgð og neitar að líta í hina áttina þegar ofbeldi á sér stað. Á Íslandi er staðan orðið grafalvarleg. Við heyrum fréttir að ofbeldi er að stigmagnast meðal ungmenna, með skelfilegum afleiðingum og átök á götum úti, í skólum og í nánum samböndum. Þrátt fyrir að samfélagið okkar sé lítið, hefur það ekki tekist að halda þessum faraldri í skefjum. Það er óásættanlegt að stjórnvöld setji aðeins plástra á blæðandi sár þegar hægt væri að fyrirbyggja mörg þeirra. Viðbrögð eftir harmleik duga ekki ein og sér, við verðum að grípa inn í áður en skaðinn er skeður. Lausnirnar liggja ekki eingöngu í refsingum og harðari lögum, heldur í því að styrkja samfélagið okkar innan frá, setja meira fjármagn og finna lausnir: Markviss kennsla í samskiptahæfni og tilfinningastjórnun frá unga aldri. Virkt forvarnastarf í skólum og frístundastarfi, með þátttöku allrar fjölskyldunnar. Aukið aðgengi að sálfræðiaðstoð og stuðningskerfum fyrir börn, ungmenni og foreldra. Samfélagsátak þar sem við tökum öll höndum saman gegn ofbeldi, líkt og við gerðum þegar COVID-19 skall á. Hversu snemma getum við byrjað forvarnir? Forvarnir eiga að hefjast um leið og barn fæðist. Við verðum að horfa til framtíðar og tryggja að foreldrar fái nauðsynlega fræðslu og stuðning strax frá upphafi. Það þarf að vera skipulagt ferli sem tryggir: Námskeið fyrir verðandi og nýja foreldra um uppeldi, mörk og samskipti. Kerfisbundið utanumhald og eftirfylgni fyrir fjölskyldur sem þurfa aukinn stuðning. Aukin fræðsla, menntun fagstétta á háskólastigi fyrir alla sem starfa með fólki Stuðningur við kennara og skólastjórnendur til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við áskoranir. Sumir foreldrar þurfa meiri aðstoð við uppeldið og sumir skólar þurfa einnig að fá aukna aðstoð til að tryggja betra umhverfi fyrir börnin. Það má ekki vera tilviljunarkennt hvaða börn fá stuðning, við verðum að tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri til að alast upp við öryggi og kærleika. Börn kalla eftir betri samskiptum til dæmis þau sem þekkja Lausnahringinn. Fyrir mörgum árum starfaði ég með börnum í leikskóla, þau ákváðu að búa til sínar eigin reglur í samskiptum (Lausnahringinn). Hann hefur síðan þá verið í mótun meðal barna og fullorðinna í mörgum leik- og grunnskólum. Börn og kennarar finna hvað það hjálpar að hafa sömu reglurnar til að setja og virða mörk í samskiptum. Börnin kalla eftir betri samskiptum alls staðar, með vinum sínu, heima fyrir, í skólanum, í íþróttum og í samfélaginu. Þau segja frá því sem þau upplifa, hver það er sem gleymir að „stjórna sér“ og eða „öskrar“ það er alveg saman hver það er. Lausnahringurinn er rammi sem kennir og þjálfar okkur að læra samskipti, þar sem fullorðnir móta fræðsluna út frá þeim aldri sem börnin eru hverju sinni, hann gengur út á að setja og virða mörk annarra og finna leiðir til að leysa ágreining án ofbeldis. Hættulegt að taka lögin í sínar hendur. Heyrst hefur að fólk og ungmenni séu að taka lögin í sínar hendur, hvort sem það gerist í reiði, vanmætti eða af því að þau telja sig hafa rétt fyrir sér, er það hættulegt fyrir samfélagið í heild. Þetta á við í öllum aðstæðum, hvort sem um er að ræða samskipti á heimili, í skólum eða úti í samfélaginu. Við verðum að byggja upp menningu þar sem samskipti eru leiðin til lausna, ekki valdbeiting eða að taka lögin í eigin hendur. Þurfum nýtt „þríeyki“ líkt og í COVID-19 baráttunni okkar, kerfi sem fylgist með, grípur inn í og veitir viðeigandi stuðning áður en skaðinn skeður.Þetta „þríeyki“ gæti verið, fagaðilar í skólum, heilbrigðiskerfi og félagsþjónustu sem greina stöðuna, fyrir börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning. Samfélagslegt átak (Herferð) þar sem foreldrar, kennarar og almenningur, fá faglegar leiðbeiningar og taka þátt að vera fyrirmyndir í jákvæðum lausnamiðuðum samskiptum. Öflugu stuðningsneti sem veitir aðbúnað, húsnæði og úrræði fyrir börn og fjölskyldur í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt, þetta er samfélagsleg skylda. Við getum ekki leyft þessum faraldri að dreifa sér áfram. Þetta snýst ekki bara um einstaka mál sem birtast í fréttum, því miður þá er vandinn líklega miklu stærri en það og þetta snýst um framtíð okkar allra.Ef við viljum byggja upp samfélag þar sem virðing, öryggi og vellíðan ríkja, þá þurfum við að stöðva þennan faraldur áður en hann drepur fleiri, bæði bókstaflega og andlega. Ég kalla á Hjálp, fyrir hönd barna þessa lands, setjum á oddinn miðstöð forvarna! Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur áður en fleiri líf tapast! Höfundur er leikskólakennari með áherslu á forvarnir í samskiptum og eigandi Samtalið fræðsla ekki hræðsla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi er faraldur sem læðist hljóðlega um samfélagið okkar, líkt og veirufaraldur sem smitast á milli kynslóða, heimila, skóla og vinnustaða. Það er ekki aðeins líkamlegur skaði sem verður til heldur hafa áhrifin djúpstæðar afleiðingar á andlega heilsu, sjálfsmynd og félagsleg tengsl þeirra sem verða fyrir því og jafnvel þeirra sem verða vitni að því. Eru börnin okkar ekki merkilegri en þetta? Við þurfum samfélag sem stendur saman, ber ábyrgð og neitar að líta í hina áttina þegar ofbeldi á sér stað. Á Íslandi er staðan orðið grafalvarleg. Við heyrum fréttir að ofbeldi er að stigmagnast meðal ungmenna, með skelfilegum afleiðingum og átök á götum úti, í skólum og í nánum samböndum. Þrátt fyrir að samfélagið okkar sé lítið, hefur það ekki tekist að halda þessum faraldri í skefjum. Það er óásættanlegt að stjórnvöld setji aðeins plástra á blæðandi sár þegar hægt væri að fyrirbyggja mörg þeirra. Viðbrögð eftir harmleik duga ekki ein og sér, við verðum að grípa inn í áður en skaðinn er skeður. Lausnirnar liggja ekki eingöngu í refsingum og harðari lögum, heldur í því að styrkja samfélagið okkar innan frá, setja meira fjármagn og finna lausnir: Markviss kennsla í samskiptahæfni og tilfinningastjórnun frá unga aldri. Virkt forvarnastarf í skólum og frístundastarfi, með þátttöku allrar fjölskyldunnar. Aukið aðgengi að sálfræðiaðstoð og stuðningskerfum fyrir börn, ungmenni og foreldra. Samfélagsátak þar sem við tökum öll höndum saman gegn ofbeldi, líkt og við gerðum þegar COVID-19 skall á. Hversu snemma getum við byrjað forvarnir? Forvarnir eiga að hefjast um leið og barn fæðist. Við verðum að horfa til framtíðar og tryggja að foreldrar fái nauðsynlega fræðslu og stuðning strax frá upphafi. Það þarf að vera skipulagt ferli sem tryggir: Námskeið fyrir verðandi og nýja foreldra um uppeldi, mörk og samskipti. Kerfisbundið utanumhald og eftirfylgni fyrir fjölskyldur sem þurfa aukinn stuðning. Aukin fræðsla, menntun fagstétta á háskólastigi fyrir alla sem starfa með fólki Stuðningur við kennara og skólastjórnendur til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við áskoranir. Sumir foreldrar þurfa meiri aðstoð við uppeldið og sumir skólar þurfa einnig að fá aukna aðstoð til að tryggja betra umhverfi fyrir börnin. Það má ekki vera tilviljunarkennt hvaða börn fá stuðning, við verðum að tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri til að alast upp við öryggi og kærleika. Börn kalla eftir betri samskiptum til dæmis þau sem þekkja Lausnahringinn. Fyrir mörgum árum starfaði ég með börnum í leikskóla, þau ákváðu að búa til sínar eigin reglur í samskiptum (Lausnahringinn). Hann hefur síðan þá verið í mótun meðal barna og fullorðinna í mörgum leik- og grunnskólum. Börn og kennarar finna hvað það hjálpar að hafa sömu reglurnar til að setja og virða mörk í samskiptum. Börnin kalla eftir betri samskiptum alls staðar, með vinum sínu, heima fyrir, í skólanum, í íþróttum og í samfélaginu. Þau segja frá því sem þau upplifa, hver það er sem gleymir að „stjórna sér“ og eða „öskrar“ það er alveg saman hver það er. Lausnahringurinn er rammi sem kennir og þjálfar okkur að læra samskipti, þar sem fullorðnir móta fræðsluna út frá þeim aldri sem börnin eru hverju sinni, hann gengur út á að setja og virða mörk annarra og finna leiðir til að leysa ágreining án ofbeldis. Hættulegt að taka lögin í sínar hendur. Heyrst hefur að fólk og ungmenni séu að taka lögin í sínar hendur, hvort sem það gerist í reiði, vanmætti eða af því að þau telja sig hafa rétt fyrir sér, er það hættulegt fyrir samfélagið í heild. Þetta á við í öllum aðstæðum, hvort sem um er að ræða samskipti á heimili, í skólum eða úti í samfélaginu. Við verðum að byggja upp menningu þar sem samskipti eru leiðin til lausna, ekki valdbeiting eða að taka lögin í eigin hendur. Þurfum nýtt „þríeyki“ líkt og í COVID-19 baráttunni okkar, kerfi sem fylgist með, grípur inn í og veitir viðeigandi stuðning áður en skaðinn skeður.Þetta „þríeyki“ gæti verið, fagaðilar í skólum, heilbrigðiskerfi og félagsþjónustu sem greina stöðuna, fyrir börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning. Samfélagslegt átak (Herferð) þar sem foreldrar, kennarar og almenningur, fá faglegar leiðbeiningar og taka þátt að vera fyrirmyndir í jákvæðum lausnamiðuðum samskiptum. Öflugu stuðningsneti sem veitir aðbúnað, húsnæði og úrræði fyrir börn og fjölskyldur í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt, þetta er samfélagsleg skylda. Við getum ekki leyft þessum faraldri að dreifa sér áfram. Þetta snýst ekki bara um einstaka mál sem birtast í fréttum, því miður þá er vandinn líklega miklu stærri en það og þetta snýst um framtíð okkar allra.Ef við viljum byggja upp samfélag þar sem virðing, öryggi og vellíðan ríkja, þá þurfum við að stöðva þennan faraldur áður en hann drepur fleiri, bæði bókstaflega og andlega. Ég kalla á Hjálp, fyrir hönd barna þessa lands, setjum á oddinn miðstöð forvarna! Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur áður en fleiri líf tapast! Höfundur er leikskólakennari með áherslu á forvarnir í samskiptum og eigandi Samtalið fræðsla ekki hræðsla.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun