Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar 18. mars 2025 11:31 Samvinnufélög hafa um árabil verið drifkraftur í efnahags- og samfélagsþróun á heimsvísu. Grunnstoðir þeirra byggja á sameiginlegri ábyrgð, lýðræðislegri stjórnun og jöfnum rétti félagsmanna. Með áherslu á samvinnu og gagnkvæma hagsæld stuðla slík félög að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og hafa verið áhrifamikil í þróun atvinnulífs og samfélagslegra úrræða. Hlutverk og markmið samvinnufélaga Markmið samvinnufélaga er að mæta þörfum félagsmanna og samfélagsins fremur en að hámarka fjárhagslegan hagnað. Þau byggja á alþjóðlega viðurkenndum grunnreglum, þar á meðal frjálsri aðild, lýðræðislegri stjórnun, efnahagslegri þátttöku félagsmanna, sjálfstæði og samfélagslegri ábyrgð. Þessar reglur tryggja að félögin starfi til hagsbóta fyrir félagsmenn og nærsamfélag sitt. Á Íslandi hafa samvinnufélög leikið lykilhlutverk í atvinnusköpun, þjónustu og efnahagsþróun, sérstaklega í dreifðum byggðum. Þau hafa verið leiðandi í landbúnaði, sjávarútvegi og verslun og hafa einnig mikla möguleika í ferðaþjónustu, nýsköpun og menningarstarfsemi. Brothættar byggðir – samfélagsleg endurreisn í dreifðum byggðum Verkefnið Brothættar byggðir var sett á laggirnar árið 2012 af Byggðastofnun í samstarfi við sveitarfélög og íbúa til að takast á við þær áskoranir sem smærri byggðarlög standa frammi fyrir. Markmið þess er að efla brothætt samfélög, snúa við neikvæðri þróun og skapa forsendur fyrir sjálfbæra byggð með aukinni atvinnuþróun, samfélagslegri þátttöku og bættri þjónustu. Verkefnið byggir á samráði við íbúa, fyrirtæki og stofnanir í hverju samfélagi og er sérsniðin aðgerðaáætlun unnin í upphafi með tilliti til staðbundinna áskorana og tækifæra. Áætlanirnar eru síðan rýndar og endurskoðaðar árlega. Verkefnið er tímabundið og stendur yfir í fjögur til sex ár í hverju byggðarlagi, allt eftir þörfum þess. Lögð er áhersla á að styrkja atvinnulíf, bæta innviði og efla samstöðu íbúa. Þrátt fyrir jákvæð áhrif verkefnisins hefur gagnrýni komið fram á ýmsa veikleika þess: Takmarkaður stuðningur eftir lok verkefnistímans getur dregið úr langtímaáhrifum þess. Í sumum byggðarlögum hefur þátttaka íbúa verið takmörkuð, oft vegna skorts á atvinnu og annarra efnahagslegra áskorana. Sveitarfélög hafa mismunandi getu og vilja til að fylgja aðgerðaáætlunum eftir, sem getur haft áhrif á árangur verkefnisins. Þetta á einkum við í fjölkjarna sveitarfélögum. Fjármunir úr verkefnasjóði hafa í sumum tilfellum runnið í verkefni sem hafa ekki skilað varanlegum ávinningi fyrir samfélagið. Verkefnið hefur ekki endilega leitt til kerfisbreytinga í opinberri byggðastefnu, heldur fremur tímabundinna úrbóta á einstökum stöðum. Samvinnufélög og brothættar byggðir – tækifæri til framtíðar Til að tryggja varanlegan árangur Brothættra byggða mætti huga að því að samvinnufélög íbúa yrðu stofnuð samhliða verkefninu. Samvinnufélagsformið hefur sömu grunngildi og Brothættar byggðir og getur tryggt áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins eftir að formlegu verkefni lýkur. Með því að byggja á sameiginlegri ábyrgð og þátttöku íbúa geta samvinnufélög skapað sjálfbær atvinnutækifæri, tryggt áframhaldandi þjónustu og styrkt félagsauð samfélagsins. Þannig geta þau gegnt lykilhlutverki í því að tryggja að markmið Brothættra byggða nái fram að ganga til lengri tíma. Ávinningur þess að tengja samvinnufélög við brothættar byggðir felst í eftirfarandi: Langtímaþróun og sjálfbærni: Íbúar geta tekið verkefnið í eigin hendur og haldið áfram starfsemi þess eftir að opinber stuðningur rennur út. Lýðræðisleg þátttaka: Samvinnufélög skapa vettvang fyrir samráðsferli og tryggja að samfélagið sjálft stjórni þróun sinni. Fjárhagslegur stöðugleiki: Félögin geta tryggt áframhaldandi fjármögnun, til dæmis í gegnum atvinnu- og nýsköpunarsjóði. Efling byggðarlags: Aukið samráð, félagslegur stöðugleiki og sterkari innviðir stuðla að bættri búsetu og nýjum tækifærum. Aukin áhersla á samvinnufélög gæti því verið lykilþáttur í að styrkja brothættar byggðir á Íslandi. Með nýlegum lagabreytingum á samvinnufélögum skapast ný tækifæri til að nýta þetta rekstrarform sem áhrifaríkt tæki í samfélags- og byggðaþróun. Með markvissri stefnumótun og aukinni fræðslu um kosti samvinnufélaga geta þau orðið lykill að sjálfbærri framtíð brothættra byggða á Íslandi. Höfundur er yfirverkefnstjóri hjá Austurbrú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Samvinnufélög hafa um árabil verið drifkraftur í efnahags- og samfélagsþróun á heimsvísu. Grunnstoðir þeirra byggja á sameiginlegri ábyrgð, lýðræðislegri stjórnun og jöfnum rétti félagsmanna. Með áherslu á samvinnu og gagnkvæma hagsæld stuðla slík félög að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og hafa verið áhrifamikil í þróun atvinnulífs og samfélagslegra úrræða. Hlutverk og markmið samvinnufélaga Markmið samvinnufélaga er að mæta þörfum félagsmanna og samfélagsins fremur en að hámarka fjárhagslegan hagnað. Þau byggja á alþjóðlega viðurkenndum grunnreglum, þar á meðal frjálsri aðild, lýðræðislegri stjórnun, efnahagslegri þátttöku félagsmanna, sjálfstæði og samfélagslegri ábyrgð. Þessar reglur tryggja að félögin starfi til hagsbóta fyrir félagsmenn og nærsamfélag sitt. Á Íslandi hafa samvinnufélög leikið lykilhlutverk í atvinnusköpun, þjónustu og efnahagsþróun, sérstaklega í dreifðum byggðum. Þau hafa verið leiðandi í landbúnaði, sjávarútvegi og verslun og hafa einnig mikla möguleika í ferðaþjónustu, nýsköpun og menningarstarfsemi. Brothættar byggðir – samfélagsleg endurreisn í dreifðum byggðum Verkefnið Brothættar byggðir var sett á laggirnar árið 2012 af Byggðastofnun í samstarfi við sveitarfélög og íbúa til að takast á við þær áskoranir sem smærri byggðarlög standa frammi fyrir. Markmið þess er að efla brothætt samfélög, snúa við neikvæðri þróun og skapa forsendur fyrir sjálfbæra byggð með aukinni atvinnuþróun, samfélagslegri þátttöku og bættri þjónustu. Verkefnið byggir á samráði við íbúa, fyrirtæki og stofnanir í hverju samfélagi og er sérsniðin aðgerðaáætlun unnin í upphafi með tilliti til staðbundinna áskorana og tækifæra. Áætlanirnar eru síðan rýndar og endurskoðaðar árlega. Verkefnið er tímabundið og stendur yfir í fjögur til sex ár í hverju byggðarlagi, allt eftir þörfum þess. Lögð er áhersla á að styrkja atvinnulíf, bæta innviði og efla samstöðu íbúa. Þrátt fyrir jákvæð áhrif verkefnisins hefur gagnrýni komið fram á ýmsa veikleika þess: Takmarkaður stuðningur eftir lok verkefnistímans getur dregið úr langtímaáhrifum þess. Í sumum byggðarlögum hefur þátttaka íbúa verið takmörkuð, oft vegna skorts á atvinnu og annarra efnahagslegra áskorana. Sveitarfélög hafa mismunandi getu og vilja til að fylgja aðgerðaáætlunum eftir, sem getur haft áhrif á árangur verkefnisins. Þetta á einkum við í fjölkjarna sveitarfélögum. Fjármunir úr verkefnasjóði hafa í sumum tilfellum runnið í verkefni sem hafa ekki skilað varanlegum ávinningi fyrir samfélagið. Verkefnið hefur ekki endilega leitt til kerfisbreytinga í opinberri byggðastefnu, heldur fremur tímabundinna úrbóta á einstökum stöðum. Samvinnufélög og brothættar byggðir – tækifæri til framtíðar Til að tryggja varanlegan árangur Brothættra byggða mætti huga að því að samvinnufélög íbúa yrðu stofnuð samhliða verkefninu. Samvinnufélagsformið hefur sömu grunngildi og Brothættar byggðir og getur tryggt áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins eftir að formlegu verkefni lýkur. Með því að byggja á sameiginlegri ábyrgð og þátttöku íbúa geta samvinnufélög skapað sjálfbær atvinnutækifæri, tryggt áframhaldandi þjónustu og styrkt félagsauð samfélagsins. Þannig geta þau gegnt lykilhlutverki í því að tryggja að markmið Brothættra byggða nái fram að ganga til lengri tíma. Ávinningur þess að tengja samvinnufélög við brothættar byggðir felst í eftirfarandi: Langtímaþróun og sjálfbærni: Íbúar geta tekið verkefnið í eigin hendur og haldið áfram starfsemi þess eftir að opinber stuðningur rennur út. Lýðræðisleg þátttaka: Samvinnufélög skapa vettvang fyrir samráðsferli og tryggja að samfélagið sjálft stjórni þróun sinni. Fjárhagslegur stöðugleiki: Félögin geta tryggt áframhaldandi fjármögnun, til dæmis í gegnum atvinnu- og nýsköpunarsjóði. Efling byggðarlags: Aukið samráð, félagslegur stöðugleiki og sterkari innviðir stuðla að bættri búsetu og nýjum tækifærum. Aukin áhersla á samvinnufélög gæti því verið lykilþáttur í að styrkja brothættar byggðir á Íslandi. Með nýlegum lagabreytingum á samvinnufélögum skapast ný tækifæri til að nýta þetta rekstrarform sem áhrifaríkt tæki í samfélags- og byggðaþróun. Með markvissri stefnumótun og aukinni fræðslu um kosti samvinnufélaga geta þau orðið lykill að sjálfbærri framtíð brothættra byggða á Íslandi. Höfundur er yfirverkefnstjóri hjá Austurbrú.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun