„Er annað hvort sögð vera vélmenni eða móðursjúk“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2025 10:32 Iga Swiatek hefur unnið fimm risamót á ferlinum, þar af Opna franska meistaramótið fimm sinnum. getty/CLIVE BRUNSKILL Pólska tenniskonan Iga Swiatek furðar sig á umfjölluninni um sig eftir atvik á Indian Wells mótinu. Hún segist annað hvort vera sögð vélræn eða móðursjúk. Swiatek, sem er í 2. sæti heimslistans, var harðlega gagnrýnd fyrir að slá bolta í átt að boltastrák í viðureigninni gegn Mirru Andreevu í undanúrslitum Indian Wells. Boltinn skoppaði nálægt stráknum og endaði uppi í stúku. Í færslu á samfélagsmiðlum segist Swiatek sjá eftir þessu og segir að hún hafi beðið strákinn afsökunar. En hún er ekki sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið eftir uppákomuna. „Ég hef séð marga leikmenn slá bolta í pirringi og sannast sagna bjóst ég ekki við svona hörðum viðbrögðum. Að vinna í sjálfum er ekki eitthvað sem tekst einu sinni og þarf ekki hugsa um aftur. Stundum tökum við tvö skref fram á við og eitt til baka,“ skrifaði Swiatek. „Þegar ég er mjög einbeitt og sýni ekki miklar tilfinningar á vellinum er ég kölluð vélmenni og viðhorf mitt sagt ómanneskjulegt. Núna þegar ég sýni meiri tilfinningar er ég skyndilega sögð óþroskuð og móðursjúk. Það er ekki heilbrigt, sérstaklega þegar horft er til þess að fyrir aðeins hálfu ári fannst mér ferilinn minn hanga á bláþræði. Ég grét daglega í þrjár vikur og vildi ekki fara út á völl. Í dag, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum, er ég enn að vinna úr þessu og sætta mig við þessa reynslu.“ Swiatek féll á lyfjaprófi í ágúst síðastliðnum, þegar hún var efst á heimslistanum. Hjartalyfið TMZ fannst í sýni hennar. Swiatek missti af þremur mótum á meðan hún var í banni en seinna var fallist á skýringu hennar að hún hefði ekki innbyrt lyfið viljandi. Tennis Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Sjá meira
Swiatek, sem er í 2. sæti heimslistans, var harðlega gagnrýnd fyrir að slá bolta í átt að boltastrák í viðureigninni gegn Mirru Andreevu í undanúrslitum Indian Wells. Boltinn skoppaði nálægt stráknum og endaði uppi í stúku. Í færslu á samfélagsmiðlum segist Swiatek sjá eftir þessu og segir að hún hafi beðið strákinn afsökunar. En hún er ekki sátt við viðbrögðin sem hún hefur fengið eftir uppákomuna. „Ég hef séð marga leikmenn slá bolta í pirringi og sannast sagna bjóst ég ekki við svona hörðum viðbrögðum. Að vinna í sjálfum er ekki eitthvað sem tekst einu sinni og þarf ekki hugsa um aftur. Stundum tökum við tvö skref fram á við og eitt til baka,“ skrifaði Swiatek. „Þegar ég er mjög einbeitt og sýni ekki miklar tilfinningar á vellinum er ég kölluð vélmenni og viðhorf mitt sagt ómanneskjulegt. Núna þegar ég sýni meiri tilfinningar er ég skyndilega sögð óþroskuð og móðursjúk. Það er ekki heilbrigt, sérstaklega þegar horft er til þess að fyrir aðeins hálfu ári fannst mér ferilinn minn hanga á bláþræði. Ég grét daglega í þrjár vikur og vildi ekki fara út á völl. Í dag, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum, er ég enn að vinna úr þessu og sætta mig við þessa reynslu.“ Swiatek féll á lyfjaprófi í ágúst síðastliðnum, þegar hún var efst á heimslistanum. Hjartalyfið TMZ fannst í sýni hennar. Swiatek missti af þremur mótum á meðan hún var í banni en seinna var fallist á skýringu hennar að hún hefði ekki innbyrt lyfið viljandi.
Tennis Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Sjá meira