Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2025 14:03 Margrét, Jón og Hildur mátu vinnu formanns stjórnar SÍS jafnast á við 50 prósent starf, sem Heiða þarf þá að sinna meðfram borgarstjórastarfinu. Það var starfshópur skipaður þremur borgar- og bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem lagði til hækkun launa formanns og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfshópurinn var skipaður með erindisbréfi dagsettu 10. nóvember 2023 en í honum sátu Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Margrét Ólöf A. Sanders, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, og Jón Björn Hákonarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð. Öll eiga sæti í stjórn SÍS og voru því einnig að ákvarða eigin laun. Hópurinn lagði fram tillögu um samþykkt um kjör stjórnar og nefndarmanna rúmum mánuði eftir að hann var skipaður, þann 15. desember 2023. Þar var lagt til að formaður SÍS fengi greidd 50 prósent af þingfararkaupi, sem var þá 1.379.222 krónur, óháð fjölda funda og 750 kílómetra á mánuði í akstursgreiðslur. Þá fengju fulltrúar í stjórn SÍS greidd 18 prósent af þingfararkaupi, óháð fjölda funda. Varafulltrúar fengju greitt fyrir þá fundi sem þeir sætu, sem samsvaraði 5 prósentum af þingfararkaupi. Aðrir sinnt formennsku samhliða því að stýra sveitarfélagi Launakjör Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem hefur sinnt formennsku í stjórn SÍS og er nú orðin borgarstjóri Reykjavíkur, hafa verið nokkuð til umræðu en þegar allt er talið nema heilarlaun hennar nú um 3,8 milljónum króna. Þar er um að ræða laun borgarstjóra, laun formanns SÍS og greiðslu fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, auk kostnaðar. Heiða Björg tók við sem borgarstjóri þann 21. febrúar og hefur enn ekki gefið upp hvort hún hyggst segja af sér formennsku í stjórn SÍS. Hún hefur bent á að hún sé að þiggja sömu borgarstjóralaun og forveri hennar Einar Þorsteinsson fékk greidd, athugasemdalaust. Þá hefur einnig verið bent á að aðrir hafi sinnt formennsku í stjórn SÍS samhliða því að stýra sveitarfélagi en þar má meðal annars nefna Aldísi Hafsteinsdóttur, þáverandi bæjarstjóra í Hveragerði, og Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri á Ísafirði. Á undan þeim hafði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, flokksbróðir Aldísar og Halldórs í Sjálfstæðisflokknum, sinnt formennsku í stjórn SÍS í sextán ár, síðustu mánuðina sem borgarstjóri í Reykjavík. Tengd skjöl Kjaratillögur_1JPEG41KBSækja skjal Kjaratillögur_2JPEG23KBSækja skjal Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. 9. mars 2025 11:30 Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. 8. mars 2025 19:31 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Starfshópurinn var skipaður með erindisbréfi dagsettu 10. nóvember 2023 en í honum sátu Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Margrét Ólöf A. Sanders, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, og Jón Björn Hákonarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð. Öll eiga sæti í stjórn SÍS og voru því einnig að ákvarða eigin laun. Hópurinn lagði fram tillögu um samþykkt um kjör stjórnar og nefndarmanna rúmum mánuði eftir að hann var skipaður, þann 15. desember 2023. Þar var lagt til að formaður SÍS fengi greidd 50 prósent af þingfararkaupi, sem var þá 1.379.222 krónur, óháð fjölda funda og 750 kílómetra á mánuði í akstursgreiðslur. Þá fengju fulltrúar í stjórn SÍS greidd 18 prósent af þingfararkaupi, óháð fjölda funda. Varafulltrúar fengju greitt fyrir þá fundi sem þeir sætu, sem samsvaraði 5 prósentum af þingfararkaupi. Aðrir sinnt formennsku samhliða því að stýra sveitarfélagi Launakjör Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem hefur sinnt formennsku í stjórn SÍS og er nú orðin borgarstjóri Reykjavíkur, hafa verið nokkuð til umræðu en þegar allt er talið nema heilarlaun hennar nú um 3,8 milljónum króna. Þar er um að ræða laun borgarstjóra, laun formanns SÍS og greiðslu fyrir stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, auk kostnaðar. Heiða Björg tók við sem borgarstjóri þann 21. febrúar og hefur enn ekki gefið upp hvort hún hyggst segja af sér formennsku í stjórn SÍS. Hún hefur bent á að hún sé að þiggja sömu borgarstjóralaun og forveri hennar Einar Þorsteinsson fékk greidd, athugasemdalaust. Þá hefur einnig verið bent á að aðrir hafi sinnt formennsku í stjórn SÍS samhliða því að stýra sveitarfélagi en þar má meðal annars nefna Aldísi Hafsteinsdóttur, þáverandi bæjarstjóra í Hveragerði, og Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri á Ísafirði. Á undan þeim hafði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, flokksbróðir Aldísar og Halldórs í Sjálfstæðisflokknum, sinnt formennsku í stjórn SÍS í sextán ár, síðustu mánuðina sem borgarstjóri í Reykjavík. Tengd skjöl Kjaratillögur_1JPEG41KBSækja skjal Kjaratillögur_2JPEG23KBSækja skjal
Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. 9. mars 2025 11:30 Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. 8. mars 2025 19:31 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. 9. mars 2025 11:30
Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti. 8. mars 2025 19:31