Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. mars 2025 14:05 Um 200 skemmtiferðaskip komu á Ísafjörð sumarið 2024 en þau verða aðeins um 100 í sumar vegna nýja innviðagjaldsins á farþega. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn á Ísafirði hafa miklar áhyggjur af fækkun skemmtiferðaskipa í bæjarfélagið í sumar vegna nýs innviðagjalds, sem hefur verið sett á farþega skipanna. Síðasta sumar komu um tvö hundruð skemmtiferðaskip á Ísafjörð en þau verða ekki nema um eitt hundrað í sumar. Innviðafélag Vestfjarða, sem er félag öflugra fyrirtækja á Vestfjörðum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum af mikilli fækkun skemmtiferðaskipa á Ísafirði og næsta nágrenni í sumar er lýst en félagið segir að nýtt innviðagjald, sett á með skömmum fyrirvara og án fullnægjandi samráðs hafi skapað óvissu og leitt til verulegrar fækkunar skipakoma. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði er talsmaður félagsins. „Hér voru um 200 skipakomur í fyrra en nú eru að koma um 100 áætlað í sumar. Á Patreksfirði voru 30 í fyrra en þau verða 8 núna í ár. Þetta mun hafa veruleg efnahagsleg áhrif á bæina hérna núna í sumar,” segir Guðmundur. Hann segir mikil umsvif tengd skipakomunum á svæðunum, sem felist í allskonar þjónustu, sem heimamenn sinna. „Það eru rútuferðir, gönguferðir, það eru skoðunarferðir hér með bátum. Það eru 20 rútur, sem koma og eru að þjónusta skipin og svo náttúrulega eru skipin að borga hafnargjöld líka og eru að kaupa gríðarlega mikið af þjónustu. Það eru líklega um 200 manns, sem tengjast skipakomunum hér þegar skipin eru til dæmis hér á Ísafirði,” segir Guðmundur. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði, sem er talsmaður Innviðafélags Vestfjarða.Aðsend „Við sjáum til dæmis ef þetta er 10 daga sigling með kannski þúsund manns. Þá er það þúsund sinnum 10 dagar sinnum 2.500 krónur. Þetta verður bara til þess að kostnaður við siglinguna eykst því ekki taka skipafélögin þetta á sig,” segir Guðmundur enn fremur. „Ég bara skora á stjórnvöld að vera yfirveguð og greina hlutina áður en svona stórvægilegar ákvarðanir eru teknar,” segir Guðmundur að lokum. Fjölmörg störf skapst í kringum skemmtaferðaskipin á Vestfjörðum og því þykir heimamönnum súrt hvað skipunum er að fækka mikið.Aðsend Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Innviðafélag Vestfjarða, sem er félag öflugra fyrirtækja á Vestfjörðum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhyggjum af mikilli fækkun skemmtiferðaskipa á Ísafirði og næsta nágrenni í sumar er lýst en félagið segir að nýtt innviðagjald, sett á með skömmum fyrirvara og án fullnægjandi samráðs hafi skapað óvissu og leitt til verulegrar fækkunar skipakoma. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði er talsmaður félagsins. „Hér voru um 200 skipakomur í fyrra en nú eru að koma um 100 áætlað í sumar. Á Patreksfirði voru 30 í fyrra en þau verða 8 núna í ár. Þetta mun hafa veruleg efnahagsleg áhrif á bæina hérna núna í sumar,” segir Guðmundur. Hann segir mikil umsvif tengd skipakomunum á svæðunum, sem felist í allskonar þjónustu, sem heimamenn sinna. „Það eru rútuferðir, gönguferðir, það eru skoðunarferðir hér með bátum. Það eru 20 rútur, sem koma og eru að þjónusta skipin og svo náttúrulega eru skipin að borga hafnargjöld líka og eru að kaupa gríðarlega mikið af þjónustu. Það eru líklega um 200 manns, sem tengjast skipakomunum hér þegar skipin eru til dæmis hér á Ísafirði,” segir Guðmundur. Guðmundur Fertram Sigurjónsson á Ísafirði, sem er talsmaður Innviðafélags Vestfjarða.Aðsend „Við sjáum til dæmis ef þetta er 10 daga sigling með kannski þúsund manns. Þá er það þúsund sinnum 10 dagar sinnum 2.500 krónur. Þetta verður bara til þess að kostnaður við siglinguna eykst því ekki taka skipafélögin þetta á sig,” segir Guðmundur enn fremur. „Ég bara skora á stjórnvöld að vera yfirveguð og greina hlutina áður en svona stórvægilegar ákvarðanir eru teknar,” segir Guðmundur að lokum. Fjölmörg störf skapst í kringum skemmtaferðaskipin á Vestfjörðum og því þykir heimamönnum súrt hvað skipunum er að fækka mikið.Aðsend
Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira