Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 15. mars 2025 09:31 Breytt samfélagsgerð kallar á nýja hugsun í íbúðauppbyggingu og þjónustu fyrir þau sem bera gæfu til að eldast. Samkvæmt mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannaþjóðir okkar. Hlutfall eldra fólks mun aukast jafnt og þétt næstu áratugina. Þannig mun mín kynslóð, næsta kynslóðin á undan mér og þær sem á eftir koma, lifa lengur, vera fjölmennari og gera meiri kröfur til samfélagsins hvað varðar þjónustu, lífsgæði og heilbrigði. Brýn þörf er fyrir öruggt húsnæði á hagkvæmu verði í borgarsamfélögum samtímans og Reykjavík er engin undantekning frá öðrum borgum. Á sama tíma þarf að gæta að því að nýta landið vel. Gott byggingarland er takmörkuð gæði. Þétting byggðar er þekktasta leiðin sem borgir hafa farið til að nýta land sitt á sem bestan máta en ný búsetuform hafa verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Það er meðal annars í takt við meiri áherslu á grænar lausnir, sjálfbærni, endurnýtingu og viðbrögð við loftslagsvánni. Til að bjóða upp á hagkvæmt húsnæði, lágmarka byggingakostnað án þess að slaka á í sameiginlegum gæðum og stuðla að ánægjulegra lífi er sam-búð (e. co-living.) góður kostur, áhugaverð viðbót við þau búsetuform sem fyrir eru sem vert er að rýna og skapa umræðu um. Hvað er sam-búð? Sam-búð er búsetuform þar sem hópur fólks býr í sérrými en deilir samrými. Hugtakið kjarnasamfélag hefur líka verið notað um þetta búsetuform. Íbúar sambýlisíbúða hafa sín sérherbergi, stundum með baðherbergi, stundum ekki. Stundum er lítið svæði til að hita kaffi og vera með ísskáp, stundum ekki. Íbúarnir deila hins vegar setustofum, eldhúsi, svölum og fleiri gæðum. Sambúðarfólkið deilir oftar en ekki svipuðum lífsgildum, eru á sama stað í lífinu, hafa svipuð áform eða markmið. Ólíkir hópar fólks geta búið saman; pör, fólk sem hefur misst maka sína eftir áratuga hjónaband, konur, karlar, kvár, einhleypir, fólk af sama eða ólíkum uppruna, samkynhneigt fólk og gagnkynhneigt. Aðalatriðið er að fólk vilji búa saman og njóti þess. Hægt er að sjá sam-búð fyrir sér innan um aðrar tegundir íbúðaforma, á hjúkrunarheimilum eða í blandaðri byggð venjulegra íbúðarhverfa. Mikilvægt er að íbúðirnar séu nálægt skilvirkum almenningssamgöngum, heilsugæslu, verslun og þjónustu, samfélagslegum innviðum, íþróttamannvirkjum, grænum svæðum, görðum og stígum. Fyrir vikið verður til umgjörð þar sem fólk stundar saman reglulega hreyfingu og heilsurækt í góðra vina hópi, nýtur sameiginlegra tómstunda og annars sem gleður sálina og léttir lund. Þátttakan styrkir samskipti og félagstengsl og fjölgar ánægjustundum. Reynslan kennir okkur að það er afar dýrmætt að vera hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi, sérstaklega þegar lífsins ferðalangar týna tölunni. Þá er gott að finna samkennd hópsins sem eftir lifir og finna nýjan takt í lífinu. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi þar sem okkur líður vel. Félagsstofnun stúdenta ruddi brautina Félagsstofnun stúdenta hefur rutt brautina fyrir sam-búðarformið í sinni húsnæðisuppbyggingu. Um 25% íbúða sem félagið á eru hannaðar fyrir sam-búð. Félagið á og rekur um 1600 íbúðir. Markmið FS er að byggja hagkvæmt leiguhúsnæði fyrir stúdenta, bjóða góða þjónustu og auka þannig lífsgæði. Frumkvæðið að sam-búðarforminu kom ekki frá stúdentunum sjálfum, heldur Félagsstofnun sem sló þannig nokkrar flugur í einu höggi. Hægt varð að bjóða uppá hagstæðara búsetuform en venjulegar stúdentaíbúðir gera, og efla um leið tengslanet stúdenta og bæta andlega heilsu. Þetta síðastnefnda er kannski mikilvægast því einmanaleiki reynist gjarnan vera fylgifiskur venjulegra stúdentagarða. Lækkum byggingakostnað með sam-búð Hátt vaxtastig síðustu ára hefur dregið úr uppbygginu á sama tíma og mikil þörf er fyrir húsnæðisuppbyggingu. Með því að byggja sam-búð er hægt að lækka byggingakostnað umtalsvert því byggðir eru færri fermetrar fyrir fleira fólk. Þar sem byggingakostnaður er lágmarkaður gefst tækifæri til að fjárfesta í innanhússhönnun samrýma. Félagsstofnun stúdenta leggur mikla áherslu á fallega hönnun sameignlega rýma, vandar litaval og kaup á húsgögnum. Þannig er sköpuð umgjörð sem dregur sam-búðar fólkið saman og býr til lítið samfélag þar sem öll skipta máli í fallegu umhverfi. Hjá þeim geta sex til þrettán íbúar deilt saman eldhúsaðstöðu, herbergin eru á bilinu 16-27 fermetrar og eru sameiginlegu rýmin búin öllu því helsta sem íbúar þurfa á að halda eins og fullbúnu eldhúsi, rafmagnstækjum, áhöldum, borðbúnaði og því sem gerir heimili að heimili. Í spurningakönnun sem gerð var voru íbúarnir spurðir: ,,Hvernig líkar þér að deila rými með öðrum“? Til er svörun frá árinu 2019 en fjöldi þeirra sem eru mjög ánægð eða ánægð hefur aukist jafnt og þétt og 2023 fjölgaði þeim úr 57% í 78%. Á sama tíma lækkaði hlutfall þeirra sem líkaði illa við að deila rými með öðrum úr 8% í 2%. Í sömu viðhorfskönnun var spurt hvers vegna fólk væri óánægt með að deila rými með öðrum. Svörin voru fjölbreytt en fram kom sem dæmi misjafnir þrif staðlar, óþol gagnvart lífsháttum annara, samskiptavandi, menningarmunur og aldursmunur. Þau sem velja að búa í sam-búð verða öll að vera meðvituð um hvers konar umhverfi verið er stíga inn í. Mikilvægt er að íbúarnir komi sér upp skýrum umgengisreglum og að eftir þeim sé farið. Upprætum einmanaleikann með sam-búð Borgarsamfélag dagsins í dag geymir líka aðra áskorun - einmanaleikann. Sú meinsemd fangar allar kynslóðir óháð aldri, ungt fólk, eldra fólk - öll. Einmanaleiki endurspeglar ekki einungis líðan fólks og félagslega stöðu heldur er einmanaleiki einnig talinn geta haft áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks og þar með á líf þess almennt. Nýleg íslensk rannsókn á einmanaleika eldra fólks gefur vísbendingar um að hærra hlutfall eldra fólks glímir við tilfinningalegan einmanaleika fremur en félagslegan. Það bendir til að fólk skorti náin tengsl við annað fólk, náin sambönd fremur en félagsleg samskipti. Jafnframt eru vísbendingar um að eldri innflytjendur séu meira einmana en einstaklingar af íslenskum uppruna. Með því að brjóta upp búsetuformið er hægt að reyna móta mannlegt umhverfi, tengja fólk betur saman og þar með rjúfa hringrás einmannaleika. Sam-búð er meira en þak yfir höfuðið, það er samfélag Búsetuformið er ein leið til að uppræta einmanaleikann, brjóta upp norm sem samfélagið sjálft hefur skapað og gefið sér að nákvæmlega sama form henti öllu fólki. Sam-búð er búsetuform sem kemur til móts við þau sem deila lífsgildum og vilja vera meira saman. Með því að hanna híbýli á nýjan hátt og skapa umhverfi sem leiðir til aukinna samskipta, eykst samvera og tengsl íbúanna styrkjast. Markmiðið er skýrt, það á að styrkja mannleg tengsl, búa til lítið samfélag. Sumir kunna að líkja þessu við gömlu kommúnurnar sem hippakynslóðin innleiddi og jafnvel má leiða hugann enn aftar í söguna þegar margar kynslóðir Íslendinga ólust upp saman undir torfþaki. Maður er manns gaman Breyttur lífstíll fólks, meiri meðvitund um sjálfbærni, krafa um betri nýtingu almannagæða og hár húsnæðiskostnaður ýtir undir hvata til að eiga minna og upplifa meira. Það þarf bæði hugrekki og smá pönk til að ryðja braut fyrir nýtt búsetuform sem er lítt þekkt hér á landi. Sum vilja meira nábýli við annað fólk, finnst gott að finna fyrir mannlegri nálægð annara, vilja geta borðað, jafnvel eldað saman í sameiginlegu rými. Horft á sjónvarp, lesið eða stundað handverk innan um aðra er deila sömu áhugamálum. Minna af sérrými og meira samrými sem er deilt með öðrum einstaklingum. Mikil áhersla hefur verið á að breyta herbergjum á hjúkrunarheimilum víðsvegar um landið í einstaklingsherbergi úr fjölbýlum. Ég er ekki sannfærð um að það henti öllum. Kannski sumum en alls ekki öllum. Mannleg nánd skiptir máli, jafnvel fyrir þau sem dottin eru úr sambandi við umheiminn vegna hrumleika. Skynjunin er alltaf til staðar, að heyra andardrátt, finna fyrir nálægð annarrar manneskju, jafnvel í þögninni, skiptir máli. Heilræði úr hinum fornu Hávamálum eldast vel og eiga jafnvel við í dag eins og áður enda maður alltaf manns gaman. Ungur var eg forðum,fór eg einn saman:þá varð eg villur vega.Auðigur þóttumster eg annan fann:Maður er manns gaman. Höfundur er fv. formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar, varaborgarfulltrúi Samfylkingar og áhugakona um uppbyggingu fjölbreyttra íbúðarforma eins og kynslóðakjarna og sam-búð í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Húsnæðismál Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Breytt samfélagsgerð kallar á nýja hugsun í íbúðauppbyggingu og þjónustu fyrir þau sem bera gæfu til að eldast. Samkvæmt mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannaþjóðir okkar. Hlutfall eldra fólks mun aukast jafnt og þétt næstu áratugina. Þannig mun mín kynslóð, næsta kynslóðin á undan mér og þær sem á eftir koma, lifa lengur, vera fjölmennari og gera meiri kröfur til samfélagsins hvað varðar þjónustu, lífsgæði og heilbrigði. Brýn þörf er fyrir öruggt húsnæði á hagkvæmu verði í borgarsamfélögum samtímans og Reykjavík er engin undantekning frá öðrum borgum. Á sama tíma þarf að gæta að því að nýta landið vel. Gott byggingarland er takmörkuð gæði. Þétting byggðar er þekktasta leiðin sem borgir hafa farið til að nýta land sitt á sem bestan máta en ný búsetuform hafa verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Það er meðal annars í takt við meiri áherslu á grænar lausnir, sjálfbærni, endurnýtingu og viðbrögð við loftslagsvánni. Til að bjóða upp á hagkvæmt húsnæði, lágmarka byggingakostnað án þess að slaka á í sameiginlegum gæðum og stuðla að ánægjulegra lífi er sam-búð (e. co-living.) góður kostur, áhugaverð viðbót við þau búsetuform sem fyrir eru sem vert er að rýna og skapa umræðu um. Hvað er sam-búð? Sam-búð er búsetuform þar sem hópur fólks býr í sérrými en deilir samrými. Hugtakið kjarnasamfélag hefur líka verið notað um þetta búsetuform. Íbúar sambýlisíbúða hafa sín sérherbergi, stundum með baðherbergi, stundum ekki. Stundum er lítið svæði til að hita kaffi og vera með ísskáp, stundum ekki. Íbúarnir deila hins vegar setustofum, eldhúsi, svölum og fleiri gæðum. Sambúðarfólkið deilir oftar en ekki svipuðum lífsgildum, eru á sama stað í lífinu, hafa svipuð áform eða markmið. Ólíkir hópar fólks geta búið saman; pör, fólk sem hefur misst maka sína eftir áratuga hjónaband, konur, karlar, kvár, einhleypir, fólk af sama eða ólíkum uppruna, samkynhneigt fólk og gagnkynhneigt. Aðalatriðið er að fólk vilji búa saman og njóti þess. Hægt er að sjá sam-búð fyrir sér innan um aðrar tegundir íbúðaforma, á hjúkrunarheimilum eða í blandaðri byggð venjulegra íbúðarhverfa. Mikilvægt er að íbúðirnar séu nálægt skilvirkum almenningssamgöngum, heilsugæslu, verslun og þjónustu, samfélagslegum innviðum, íþróttamannvirkjum, grænum svæðum, görðum og stígum. Fyrir vikið verður til umgjörð þar sem fólk stundar saman reglulega hreyfingu og heilsurækt í góðra vina hópi, nýtur sameiginlegra tómstunda og annars sem gleður sálina og léttir lund. Þátttakan styrkir samskipti og félagstengsl og fjölgar ánægjustundum. Reynslan kennir okkur að það er afar dýrmætt að vera hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi, sérstaklega þegar lífsins ferðalangar týna tölunni. Þá er gott að finna samkennd hópsins sem eftir lifir og finna nýjan takt í lífinu. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi þar sem okkur líður vel. Félagsstofnun stúdenta ruddi brautina Félagsstofnun stúdenta hefur rutt brautina fyrir sam-búðarformið í sinni húsnæðisuppbyggingu. Um 25% íbúða sem félagið á eru hannaðar fyrir sam-búð. Félagið á og rekur um 1600 íbúðir. Markmið FS er að byggja hagkvæmt leiguhúsnæði fyrir stúdenta, bjóða góða þjónustu og auka þannig lífsgæði. Frumkvæðið að sam-búðarforminu kom ekki frá stúdentunum sjálfum, heldur Félagsstofnun sem sló þannig nokkrar flugur í einu höggi. Hægt varð að bjóða uppá hagstæðara búsetuform en venjulegar stúdentaíbúðir gera, og efla um leið tengslanet stúdenta og bæta andlega heilsu. Þetta síðastnefnda er kannski mikilvægast því einmanaleiki reynist gjarnan vera fylgifiskur venjulegra stúdentagarða. Lækkum byggingakostnað með sam-búð Hátt vaxtastig síðustu ára hefur dregið úr uppbygginu á sama tíma og mikil þörf er fyrir húsnæðisuppbyggingu. Með því að byggja sam-búð er hægt að lækka byggingakostnað umtalsvert því byggðir eru færri fermetrar fyrir fleira fólk. Þar sem byggingakostnaður er lágmarkaður gefst tækifæri til að fjárfesta í innanhússhönnun samrýma. Félagsstofnun stúdenta leggur mikla áherslu á fallega hönnun sameignlega rýma, vandar litaval og kaup á húsgögnum. Þannig er sköpuð umgjörð sem dregur sam-búðar fólkið saman og býr til lítið samfélag þar sem öll skipta máli í fallegu umhverfi. Hjá þeim geta sex til þrettán íbúar deilt saman eldhúsaðstöðu, herbergin eru á bilinu 16-27 fermetrar og eru sameiginlegu rýmin búin öllu því helsta sem íbúar þurfa á að halda eins og fullbúnu eldhúsi, rafmagnstækjum, áhöldum, borðbúnaði og því sem gerir heimili að heimili. Í spurningakönnun sem gerð var voru íbúarnir spurðir: ,,Hvernig líkar þér að deila rými með öðrum“? Til er svörun frá árinu 2019 en fjöldi þeirra sem eru mjög ánægð eða ánægð hefur aukist jafnt og þétt og 2023 fjölgaði þeim úr 57% í 78%. Á sama tíma lækkaði hlutfall þeirra sem líkaði illa við að deila rými með öðrum úr 8% í 2%. Í sömu viðhorfskönnun var spurt hvers vegna fólk væri óánægt með að deila rými með öðrum. Svörin voru fjölbreytt en fram kom sem dæmi misjafnir þrif staðlar, óþol gagnvart lífsháttum annara, samskiptavandi, menningarmunur og aldursmunur. Þau sem velja að búa í sam-búð verða öll að vera meðvituð um hvers konar umhverfi verið er stíga inn í. Mikilvægt er að íbúarnir komi sér upp skýrum umgengisreglum og að eftir þeim sé farið. Upprætum einmanaleikann með sam-búð Borgarsamfélag dagsins í dag geymir líka aðra áskorun - einmanaleikann. Sú meinsemd fangar allar kynslóðir óháð aldri, ungt fólk, eldra fólk - öll. Einmanaleiki endurspeglar ekki einungis líðan fólks og félagslega stöðu heldur er einmanaleiki einnig talinn geta haft áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks og þar með á líf þess almennt. Nýleg íslensk rannsókn á einmanaleika eldra fólks gefur vísbendingar um að hærra hlutfall eldra fólks glímir við tilfinningalegan einmanaleika fremur en félagslegan. Það bendir til að fólk skorti náin tengsl við annað fólk, náin sambönd fremur en félagsleg samskipti. Jafnframt eru vísbendingar um að eldri innflytjendur séu meira einmana en einstaklingar af íslenskum uppruna. Með því að brjóta upp búsetuformið er hægt að reyna móta mannlegt umhverfi, tengja fólk betur saman og þar með rjúfa hringrás einmannaleika. Sam-búð er meira en þak yfir höfuðið, það er samfélag Búsetuformið er ein leið til að uppræta einmanaleikann, brjóta upp norm sem samfélagið sjálft hefur skapað og gefið sér að nákvæmlega sama form henti öllu fólki. Sam-búð er búsetuform sem kemur til móts við þau sem deila lífsgildum og vilja vera meira saman. Með því að hanna híbýli á nýjan hátt og skapa umhverfi sem leiðir til aukinna samskipta, eykst samvera og tengsl íbúanna styrkjast. Markmiðið er skýrt, það á að styrkja mannleg tengsl, búa til lítið samfélag. Sumir kunna að líkja þessu við gömlu kommúnurnar sem hippakynslóðin innleiddi og jafnvel má leiða hugann enn aftar í söguna þegar margar kynslóðir Íslendinga ólust upp saman undir torfþaki. Maður er manns gaman Breyttur lífstíll fólks, meiri meðvitund um sjálfbærni, krafa um betri nýtingu almannagæða og hár húsnæðiskostnaður ýtir undir hvata til að eiga minna og upplifa meira. Það þarf bæði hugrekki og smá pönk til að ryðja braut fyrir nýtt búsetuform sem er lítt þekkt hér á landi. Sum vilja meira nábýli við annað fólk, finnst gott að finna fyrir mannlegri nálægð annara, vilja geta borðað, jafnvel eldað saman í sameiginlegu rými. Horft á sjónvarp, lesið eða stundað handverk innan um aðra er deila sömu áhugamálum. Minna af sérrými og meira samrými sem er deilt með öðrum einstaklingum. Mikil áhersla hefur verið á að breyta herbergjum á hjúkrunarheimilum víðsvegar um landið í einstaklingsherbergi úr fjölbýlum. Ég er ekki sannfærð um að það henti öllum. Kannski sumum en alls ekki öllum. Mannleg nánd skiptir máli, jafnvel fyrir þau sem dottin eru úr sambandi við umheiminn vegna hrumleika. Skynjunin er alltaf til staðar, að heyra andardrátt, finna fyrir nálægð annarrar manneskju, jafnvel í þögninni, skiptir máli. Heilræði úr hinum fornu Hávamálum eldast vel og eiga jafnvel við í dag eins og áður enda maður alltaf manns gaman. Ungur var eg forðum,fór eg einn saman:þá varð eg villur vega.Auðigur þóttumster eg annan fann:Maður er manns gaman. Höfundur er fv. formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar, varaborgarfulltrúi Samfylkingar og áhugakona um uppbyggingu fjölbreyttra íbúðarforma eins og kynslóðakjarna og sam-búð í Reykjavík.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun