Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2025 15:00 Eiríkur Valberg vildi ekki tjá sig um mögulega ferð íslenskra lögreglumanna á fund írskra kollega sinna þegar eftir því var leitað. Lögregluyfirvöld á Íslandi segjast ekki geta staðfest þá staðhæfingu Davíðs Karls Wiium, bróður Jóns Þrastar Jónssonar, að íslenska lögreglan og sú írska muni funda um hvarf Jóns í Haag í Hollandi á næstunni. Jón hvarf sporlaust, eins og kunnugt er, í Dublin árið 2019. Davíð ræddi stöðu málsins í Kastljósinu á RÚV í gær en þar greindi hann frá því að fjölskyldan hefði átt fund með lögregluyfirvöldum á Írlandi, þar sem hún hefði fengið fullnægjandi svör um leitina að Jóni í almenningsgarði í Dublin og um rannsókn málsins almennt. Lögreglan hefði til að mynda sannfært fjölskylduna um að það væri ekki minni áhersla lögð á rannsókn málsins jafnvel þótt það væri flokkað sem mannshvarf frekar en morð. Fréttastofa ræddi við Eirík Valberg, lögreglufulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagðist ekki geta staðfest að íslenskir lögreglumenn hygðust ferðast út til Haag til að funda með írskum kollegum sínum. Þá sagðist hann heldur ekki geta tjáð sig um þá fullyrðingu Davíðs að Europol ætlaði að koma að málum. Eiríkur varðist raunar allra fregna og sagði rannsóknina algjörlega á forræði lögreglunnar á Írlandi. Það væri þannig hennar að stjórna því hvað gefið væri út um stöðu málsins. Eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Davíð sagði í Kastljósi að fjölskyldu Jóns hefði þótt samvinnu lögregluyfirvalda hérlendis og á Írlandi ábótavant. Virðast vonir fjölskyldunnar standa til þess að aðkoma Europol muni liðka fyrir samskiptum, eins og Davíð komst að orði. „Ég upplifi það þannig, og sérstaklega af heimsókn okkar núna til Írlands, að lögreglan líti ekki á það sem svo, nei,“ sagði Davíð í Kastljósinu, spurður að því hvort hann teldi lögreglu enn meta málið þannig að Jón hefði bara látið sig hverfa. „Að því sögðu þá hef ég ekkert í höndunum sem að fullyrðir það. En mín samtöl við teymið sem fer með rannsókn málsins úti á Írlandi, sem við teljum að sé afbragðsfólk... Það er nýr yfirmaður kominn í málið, við hittum æðstu menn og konur hjá lögreglunni og það er okkar tilfinning að þeir séu farnir að líta á málið meira í áttina að því að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, frekar en að hann hafi einfaldlega látið sig hverfa.“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá þurfum við öll að geta byrjað í sorgarferli,“ sagði Hanna Björk Þrastardóttir, móðir Jóns, í Kastljósinu um mikilvægi þess að fá svör. „Það er alltaf gat, lífið verður aldrei eins.“ Erlend sakamál Íslendingar erlendis Lögreglumál Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Jón hvarf sporlaust, eins og kunnugt er, í Dublin árið 2019. Davíð ræddi stöðu málsins í Kastljósinu á RÚV í gær en þar greindi hann frá því að fjölskyldan hefði átt fund með lögregluyfirvöldum á Írlandi, þar sem hún hefði fengið fullnægjandi svör um leitina að Jóni í almenningsgarði í Dublin og um rannsókn málsins almennt. Lögreglan hefði til að mynda sannfært fjölskylduna um að það væri ekki minni áhersla lögð á rannsókn málsins jafnvel þótt það væri flokkað sem mannshvarf frekar en morð. Fréttastofa ræddi við Eirík Valberg, lögreglufulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagðist ekki geta staðfest að íslenskir lögreglumenn hygðust ferðast út til Haag til að funda með írskum kollegum sínum. Þá sagðist hann heldur ekki geta tjáð sig um þá fullyrðingu Davíðs að Europol ætlaði að koma að málum. Eiríkur varðist raunar allra fregna og sagði rannsóknina algjörlega á forræði lögreglunnar á Írlandi. Það væri þannig hennar að stjórna því hvað gefið væri út um stöðu málsins. Eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Davíð sagði í Kastljósi að fjölskyldu Jóns hefði þótt samvinnu lögregluyfirvalda hérlendis og á Írlandi ábótavant. Virðast vonir fjölskyldunnar standa til þess að aðkoma Europol muni liðka fyrir samskiptum, eins og Davíð komst að orði. „Ég upplifi það þannig, og sérstaklega af heimsókn okkar núna til Írlands, að lögreglan líti ekki á það sem svo, nei,“ sagði Davíð í Kastljósinu, spurður að því hvort hann teldi lögreglu enn meta málið þannig að Jón hefði bara látið sig hverfa. „Að því sögðu þá hef ég ekkert í höndunum sem að fullyrðir það. En mín samtöl við teymið sem fer með rannsókn málsins úti á Írlandi, sem við teljum að sé afbragðsfólk... Það er nýr yfirmaður kominn í málið, við hittum æðstu menn og konur hjá lögreglunni og það er okkar tilfinning að þeir séu farnir að líta á málið meira í áttina að því að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, frekar en að hann hafi einfaldlega látið sig hverfa.“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá þurfum við öll að geta byrjað í sorgarferli,“ sagði Hanna Björk Þrastardóttir, móðir Jóns, í Kastljósinu um mikilvægi þess að fá svör. „Það er alltaf gat, lífið verður aldrei eins.“
Erlend sakamál Íslendingar erlendis Lögreglumál Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira