Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 08:01 Rússneskir málaliðar í Malí. Talið er að um 1.500 slíkir séu þar og hafa þeir verið sakaðir um fjölmörg ódæði gegn óbreyttum borgurum. AP/Franski herinn Rússneskir málaliðar og hermenn Malí hafa framið fjölda ódæða gegn íbúum í norðurhluta Malí, þar sem Túaregar eru í meirihluta. Fjöldamorð hafa verið framin og heilu þorpin brennd og hafa fjölmargir flúið undan ofbeldinu til Máritaníu og annarra ríkja. Þar hefur þetta fólk sagt sögur af hvítum grímuklæddum mönnum sem hafi framið áðurnefnd ódæði við hlið hermanna herforingjastjórnar Malí og brotið á konum. Einn sem flúði til Máritaníu sagði í samtali við blaðamanna Washington Post að hann hefði aldrei séð annað eins. Málaliðar þessir kölluðust á árum áður Wagner Group en hópurinn var fjármagnaður af rússneska auðjöfrinum Jevgení Prigósjín og hafa verið virkir í Malí frá árinu 2021. Þar hafa þeir unnið með herforingjastjórninni sem tók völd árið 2020. Þeir hafa áður verið sakaðir um umfangsmikil ódæði í Malí. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Wagner Group og Prigósjín gerðu skammlífa uppreisn í Rússlandi sumarið 2023 en þegar málaliðarnir stefnur á Moskvu gerði auðjöfurinn samkomulag við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Nokkrum mánuðum síðar lést Prigósjín þegar sprenging varð um borð í flugvél hans skammt frá Moskvu. Þá hafði auðjöfurinn ferðast til Moskvu til að reyna að halda stjórn á veldi sínu og málaliðahópnum en varnarmálaráðuneyti Rússlands var þá að taka Wagner yfir. Það tókst að mestu og er hópurinn nú iðulega kallaður Africa Corps, þó Wagner-nafnið haldi áfram velli og þá sérstaklega í Malí. Undir stjórn varnarmálaráðuneytisins hafa umsvif þessa skuggahers Rússa aukist töluvert í Afríku og eru þeir virkir víða í heimsálfunni. Má nefna ríki eins og Malí, Búrkína Fasó, Líbíu, Mið-Afríkulýðveldið, Súdan og Mósambík. Sjá einnig: Barist um Wagner-veldið Starfsemi Africa Corps veitir ríkisstjórn Rússlands aðgang að tekjulindum og aukin áhrif í Afríku og víðar. Herforingjastjórn Malí er sögð greiða Rússum um tíu milljónir dala á mánuði fyrir þjónustu Africa Corps eða Wagner Group, auk þess sem Rússar fá aðgang að gullnámum á svæðinu, sem eru algengar. Myrða mun fleiri en vígamennirnir Í Malí hefur herforingjastjórnin barist við nokkra hópa sem hafa einnig verið virkir í öðrum ríkjum svæðisins. Má þar nefna hópa eins og JNIM, sem er nokkurs konar bandalag uppreisnarmanna og hryðjuverkamanna sem tengjast al-Qaeda, og Íslamska ríkið á Sahelsvæðinu. Einnig má þar finna Túarega sem hafa um árabil barist fyrir eigin ríki í eyðimörkinni í norðurhluta Malí. Hópur þessu kallast FLA. Sjá einnig: Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins Það eru þó að mestu óbreyttir borgarar sem hafa orðið fyrir barðinu á her Malí og rússnesku málaliðunum. Einn sérfræðingur hugveitunnar ACLED sagði Washington Post að árásir á óbreytta borgara væru tíðar. Til að mynda réðust málaliðarnar ítrekað á fólk á ferðinni, myrtu menn konur og börn og rændu öllu verðmætu. Sérfræðingar ACLED áætla að í fyrra hafi að minnsta kosti 925 óbreyttir borgarar verið myrtir í árásum sem rússneskir málaliðar tóku þátt í. Um fjögur hundruð hafi verið myrtir af vígamönnum á sama tímabili. Sjá einnig: Felldu tugi og brenndu forsetaflugvélina Ag Mohamed, maðurinn sem flúði til Máritaníu og ræddi við blaðamenn WP, sagði frá því að þegar fregnir bærust af málaliðum og hermönnum á ferðinni reyndi fólk að fela sig upp í trjám. Hann sýndi blaðamönnum einnig myndbönd sem hann og vinir hans höfðu tekið á síma sína. Þar mátti sjá fjölda líka fólks. Í einu tilfelli voru sjö lík á einum stað og í öðru hafði maður verið afhöfðaður. Á enn einu mátti sjá lík kvenna og barna í brunarústum húss. „Ég sá dauða alls staðar,“ sagði Ag Mohamed. Reka fólk í faðm uppreisnar- og hryðjuverkamanna Talið er að um 1.500 málaliðar Africa Corps séu virkir í Malí. Í janúar fengu málaliðarnir mjög stóra sendingu hergagna frá Rússlandi. Um hundrað flutningabílar, brynvarðir bílar, bryndrekar og léttir skriðdrekar voru þá sendir á svæðið en hópurinn hefur einnig fengið herþotur og þyrlur. Wassim Nasr, blaðamaður sem hefur mikla þekkingu á svæðinu, sagði í samtali við WP að stefna málaliðanna og hers Malí væri að myrða eins marga og þeir gætu. Að hræða íbúa og koma í veg fyrir að menn gangi til liðs við FLA og JNIM. Það sé hins vegar ekki að virka. Íbúar séu frekar líklegri að líta á FLA og JNIM í jákvæðra ljósi og þar að auki hafi tengslin milli hópanna orðið meiri. Malí Rússland Vladimír Pútín Hernaður Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sjá meira
Þar hefur þetta fólk sagt sögur af hvítum grímuklæddum mönnum sem hafi framið áðurnefnd ódæði við hlið hermanna herforingjastjórnar Malí og brotið á konum. Einn sem flúði til Máritaníu sagði í samtali við blaðamanna Washington Post að hann hefði aldrei séð annað eins. Málaliðar þessir kölluðust á árum áður Wagner Group en hópurinn var fjármagnaður af rússneska auðjöfrinum Jevgení Prigósjín og hafa verið virkir í Malí frá árinu 2021. Þar hafa þeir unnið með herforingjastjórninni sem tók völd árið 2020. Þeir hafa áður verið sakaðir um umfangsmikil ódæði í Malí. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Wagner Group og Prigósjín gerðu skammlífa uppreisn í Rússlandi sumarið 2023 en þegar málaliðarnir stefnur á Moskvu gerði auðjöfurinn samkomulag við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Nokkrum mánuðum síðar lést Prigósjín þegar sprenging varð um borð í flugvél hans skammt frá Moskvu. Þá hafði auðjöfurinn ferðast til Moskvu til að reyna að halda stjórn á veldi sínu og málaliðahópnum en varnarmálaráðuneyti Rússlands var þá að taka Wagner yfir. Það tókst að mestu og er hópurinn nú iðulega kallaður Africa Corps, þó Wagner-nafnið haldi áfram velli og þá sérstaklega í Malí. Undir stjórn varnarmálaráðuneytisins hafa umsvif þessa skuggahers Rússa aukist töluvert í Afríku og eru þeir virkir víða í heimsálfunni. Má nefna ríki eins og Malí, Búrkína Fasó, Líbíu, Mið-Afríkulýðveldið, Súdan og Mósambík. Sjá einnig: Barist um Wagner-veldið Starfsemi Africa Corps veitir ríkisstjórn Rússlands aðgang að tekjulindum og aukin áhrif í Afríku og víðar. Herforingjastjórn Malí er sögð greiða Rússum um tíu milljónir dala á mánuði fyrir þjónustu Africa Corps eða Wagner Group, auk þess sem Rússar fá aðgang að gullnámum á svæðinu, sem eru algengar. Myrða mun fleiri en vígamennirnir Í Malí hefur herforingjastjórnin barist við nokkra hópa sem hafa einnig verið virkir í öðrum ríkjum svæðisins. Má þar nefna hópa eins og JNIM, sem er nokkurs konar bandalag uppreisnarmanna og hryðjuverkamanna sem tengjast al-Qaeda, og Íslamska ríkið á Sahelsvæðinu. Einnig má þar finna Túarega sem hafa um árabil barist fyrir eigin ríki í eyðimörkinni í norðurhluta Malí. Hópur þessu kallast FLA. Sjá einnig: Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins Það eru þó að mestu óbreyttir borgarar sem hafa orðið fyrir barðinu á her Malí og rússnesku málaliðunum. Einn sérfræðingur hugveitunnar ACLED sagði Washington Post að árásir á óbreytta borgara væru tíðar. Til að mynda réðust málaliðarnar ítrekað á fólk á ferðinni, myrtu menn konur og börn og rændu öllu verðmætu. Sérfræðingar ACLED áætla að í fyrra hafi að minnsta kosti 925 óbreyttir borgarar verið myrtir í árásum sem rússneskir málaliðar tóku þátt í. Um fjögur hundruð hafi verið myrtir af vígamönnum á sama tímabili. Sjá einnig: Felldu tugi og brenndu forsetaflugvélina Ag Mohamed, maðurinn sem flúði til Máritaníu og ræddi við blaðamenn WP, sagði frá því að þegar fregnir bærust af málaliðum og hermönnum á ferðinni reyndi fólk að fela sig upp í trjám. Hann sýndi blaðamönnum einnig myndbönd sem hann og vinir hans höfðu tekið á síma sína. Þar mátti sjá fjölda líka fólks. Í einu tilfelli voru sjö lík á einum stað og í öðru hafði maður verið afhöfðaður. Á enn einu mátti sjá lík kvenna og barna í brunarústum húss. „Ég sá dauða alls staðar,“ sagði Ag Mohamed. Reka fólk í faðm uppreisnar- og hryðjuverkamanna Talið er að um 1.500 málaliðar Africa Corps séu virkir í Malí. Í janúar fengu málaliðarnir mjög stóra sendingu hergagna frá Rússlandi. Um hundrað flutningabílar, brynvarðir bílar, bryndrekar og léttir skriðdrekar voru þá sendir á svæðið en hópurinn hefur einnig fengið herþotur og þyrlur. Wassim Nasr, blaðamaður sem hefur mikla þekkingu á svæðinu, sagði í samtali við WP að stefna málaliðanna og hers Malí væri að myrða eins marga og þeir gætu. Að hræða íbúa og koma í veg fyrir að menn gangi til liðs við FLA og JNIM. Það sé hins vegar ekki að virka. Íbúar séu frekar líklegri að líta á FLA og JNIM í jákvæðra ljósi og þar að auki hafi tengslin milli hópanna orðið meiri.
Malí Rússland Vladimír Pútín Hernaður Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sjá meira