Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Árni Sæberg skrifar 12. mars 2025 15:05 Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljar. Vísir/Vilhelm Skel fjárfestingarfélag hefur keypt um tíu prósenta hlut í Sýn fyrir rúmlega hálfan milljarð króna. Stærstu eigendur Skeljar seldu forvera Sýnar fjölmiðlahluta félagsins á sínum tíma og stjórnarformaðurinn, Jón Ásgeir Jóhannesson, hefur talsverða reynslu af fjölmiðlarekstri. Þetta segir í tilkynningu til Kauphallar. Þar segir að Skel fari nú beint með 25 milljónir hluta í Sýn. Það gerir 10,05 prósent af hlutum í félaginu. Rétt fyrir opnun markaða í gærmorgun var tilkynnt um 504 milljóna króna viðskipti með bréf í Sýn. Þá voru 22,5 milljónir hluta keyptar á genginu 22,40 krónur. Það gerir um 9,04 prósenta hluta í félaginu. Í morgun barst Kauphöll tilkynning frá Sýn þar sem greint var frá því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefði selt allan 5,67 prósenta eignarhlut sinn í Sýn. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hver eða hverjir seldu Skel hin rúmu þrjú prósentin. Gengi hlutabréfa Sýnar hafði hækkað um rúm sex prósent þegar mörkuðum var lokað síðdegis í gær. Sú þróun hefur haldið áfram í dag og gott betur. Gengið hefur hækkað um 17,8 prósent þegar þessi frétt er skrifuð. Skel fjárfestingafélag hefur verið eitt virkasta fjárfestingafélagið á markaði hérlendis, auk þess að hafa keypt verslanakeðju í Belgíu, síðan Skeljungi var breytt í fjárfestingafélag og nafni hans í Skel fjárfestingafélag. Stærsti hluthafi Skeljar er fjárfestingafélagið Strengur með rétt ríflega 51 prósenta hlut. Ráðandi hluthafar þess félags eru hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir ásamt hjónunum Sigurði Bollasyni og Nönnu Björg Ágústsdóttir. Aðrir helstu hluthafar eru lífeyrissjóðirnir Frjálsi og Birta. Jón Ásgeir er sem áður segir stjórnarformaður félagsins en Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri þess. Vísir er í eigu Sýnar. Skel fjárfestingafélag Sýn Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu til Kauphallar. Þar segir að Skel fari nú beint með 25 milljónir hluta í Sýn. Það gerir 10,05 prósent af hlutum í félaginu. Rétt fyrir opnun markaða í gærmorgun var tilkynnt um 504 milljóna króna viðskipti með bréf í Sýn. Þá voru 22,5 milljónir hluta keyptar á genginu 22,40 krónur. Það gerir um 9,04 prósenta hluta í félaginu. Í morgun barst Kauphöll tilkynning frá Sýn þar sem greint var frá því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefði selt allan 5,67 prósenta eignarhlut sinn í Sýn. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hver eða hverjir seldu Skel hin rúmu þrjú prósentin. Gengi hlutabréfa Sýnar hafði hækkað um rúm sex prósent þegar mörkuðum var lokað síðdegis í gær. Sú þróun hefur haldið áfram í dag og gott betur. Gengið hefur hækkað um 17,8 prósent þegar þessi frétt er skrifuð. Skel fjárfestingafélag hefur verið eitt virkasta fjárfestingafélagið á markaði hérlendis, auk þess að hafa keypt verslanakeðju í Belgíu, síðan Skeljungi var breytt í fjárfestingafélag og nafni hans í Skel fjárfestingafélag. Stærsti hluthafi Skeljar er fjárfestingafélagið Strengur með rétt ríflega 51 prósenta hlut. Ráðandi hluthafar þess félags eru hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir ásamt hjónunum Sigurði Bollasyni og Nönnu Björg Ágústsdóttir. Aðrir helstu hluthafar eru lífeyrissjóðirnir Frjálsi og Birta. Jón Ásgeir er sem áður segir stjórnarformaður félagsins en Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri þess. Vísir er í eigu Sýnar.
Skel fjárfestingafélag Sýn Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira