Hörfa frá Kúrsk Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2025 09:51 Úkraínskir hermenn réðust skyndilega inn í Kúrsk síðasta sumar og hafa harðir bardagar átt sér stað þar síðan þá. AFP/Roman Pilipey Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. Eftir umfangsmikla bardaga síðan þá hafa Rússar, með aðstoð hermanna frá Norður-Kóreu rekið Úkraínumenn hægt og rólega aftur á bak í héraðinu. Á síðustu vikum hefur staða Úkraínumanna þar versnað töluvert. Nýverið komust Rússar nærri því að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í Kúrsk en þeir hörfuðu áður en þeir voru umkringdir. Í morgun hefur myndefni sýnt rússneska hermenn draga rússneska fánann að húni í bænum Sudzha í Kúrsk, sem hefur lengi verið helsta vígi Úkraínumanna þar. Áður höfðu Rússar sótt hratt fram annarsstaðar í héraðinu. Rússneskir herbloggarar segja Úkraínumönnum hafa tekist að flytja sínar bestu sveitir á brott. Flestar byggðir sem Úkraínumenn hafi haldið í Kúrsk séu tómar, að undanskildum einhverjum hermönnum sem hafi orðið eftir. Talið er að þessar reynslumestu sveitir hafi verið fluttar til austurhluta Úkraínu, þar sem staða Úkraínumanna hefur skánað nokkuð að undanförnu. Vopnahléstillaga á borð Rússa Ráðamenn í Úkraínu og í Bandaríkjunum tilkynntu í gær, eftir viðræður í Sádi-Arabíu, að erindrekar ríkjanna hefðu komist að samkomulagi um vopnahléstillögu. Sú tillaga snýst um þrjátíu daga vopnahlé Hún verður á næstunni lögð á borð ráðamanna í Rússlandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ætla að ræða við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í vikunni. „Boltinn er hjá þeim núna,“ sagði Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Í kjölfarið opnuðu Bandaríkjamenn aftur á flæði hernaðaraðstoðar til Úkraínu og byrjuðu sömuleiðis aftur að deila upplýsingum eing og gervinhnattamyndum, hlerunum og annarskonar eftirlitsgögnum með Úkraínumönnum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, birti í gær ávarp þar sem ítrekaði að Úkraínumenn hefðu frá upphafi þessa stríðs leitast eftir friði. Þeir vildu gera allt til að tryggja frið, sem bjóði ekki upp á nýtt stríð í framtíðinni. I received a report from our delegation on their meeting with the American team in Saudi Arabia. The discussion lasted most of the day and was good and constructive—our teams were able to discuss many important details.Our position remains absolutely clear: Ukraine has been… pic.twitter.com/7EZXTVA52C— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 11, 2025 Fyrstu viðbrögð frá Rússlandi gefa þó til kynna að þar á bæ sé ekki mikill áhugi fyrir því að samþykkja vopnahléstillöguna. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í morgun að afstaða Rússlands myndi ekki ráðast af samþykktum annarra aðila en Rússa. Rússneskir ráðamenn hafa ekki gefið til kynna að þeir hafi látið af kröfum sínum um að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í morgun að nú væri beðið eftir skilaboðum frá Bandaríkjunum. Ekki væri hægt að taka ákvörðun fyrr en frekari upplýsingar hefðu borist. Heimildarmenn Reuters í Kreml segja Pútín ólíklegan til að samþykkja vopnahlé að svo stöddu, eins og tillagana líti út í dag. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“. 11. mars 2025 14:50 Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Að minnsta kosti einn er látinn og þrír særðir eftir drónaárás sem gerð var í nótt á Moskvu höfuðborg Rússlands og úthverfi hennar. 11. mars 2025 07:11 Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru komnar til Sádí-Arabíu en fundur þeirra fer fram á morgun þar sem þess verður freistað að bæta skaddað samband þjóðanna og ræða mögulegt vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands. 10. mars 2025 23:48 Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Danir eru tilbúnir að senda friðargæsluliða til Úkraínu náist samkomulag um vopnahlé við Rússland. Engar raunverulegar áætlanir liggja fyrir um framkvæmd þess þó að sögn utanríkisráðherra. 10. mars 2025 18:11 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Eftir umfangsmikla bardaga síðan þá hafa Rússar, með aðstoð hermanna frá Norður-Kóreu rekið Úkraínumenn hægt og rólega aftur á bak í héraðinu. Á síðustu vikum hefur staða Úkraínumanna þar versnað töluvert. Nýverið komust Rússar nærri því að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í Kúrsk en þeir hörfuðu áður en þeir voru umkringdir. Í morgun hefur myndefni sýnt rússneska hermenn draga rússneska fánann að húni í bænum Sudzha í Kúrsk, sem hefur lengi verið helsta vígi Úkraínumanna þar. Áður höfðu Rússar sótt hratt fram annarsstaðar í héraðinu. Rússneskir herbloggarar segja Úkraínumönnum hafa tekist að flytja sínar bestu sveitir á brott. Flestar byggðir sem Úkraínumenn hafi haldið í Kúrsk séu tómar, að undanskildum einhverjum hermönnum sem hafi orðið eftir. Talið er að þessar reynslumestu sveitir hafi verið fluttar til austurhluta Úkraínu, þar sem staða Úkraínumanna hefur skánað nokkuð að undanförnu. Vopnahléstillaga á borð Rússa Ráðamenn í Úkraínu og í Bandaríkjunum tilkynntu í gær, eftir viðræður í Sádi-Arabíu, að erindrekar ríkjanna hefðu komist að samkomulagi um vopnahléstillögu. Sú tillaga snýst um þrjátíu daga vopnahlé Hún verður á næstunni lögð á borð ráðamanna í Rússlandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ætla að ræða við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í vikunni. „Boltinn er hjá þeim núna,“ sagði Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Í kjölfarið opnuðu Bandaríkjamenn aftur á flæði hernaðaraðstoðar til Úkraínu og byrjuðu sömuleiðis aftur að deila upplýsingum eing og gervinhnattamyndum, hlerunum og annarskonar eftirlitsgögnum með Úkraínumönnum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, birti í gær ávarp þar sem ítrekaði að Úkraínumenn hefðu frá upphafi þessa stríðs leitast eftir friði. Þeir vildu gera allt til að tryggja frið, sem bjóði ekki upp á nýtt stríð í framtíðinni. I received a report from our delegation on their meeting with the American team in Saudi Arabia. The discussion lasted most of the day and was good and constructive—our teams were able to discuss many important details.Our position remains absolutely clear: Ukraine has been… pic.twitter.com/7EZXTVA52C— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 11, 2025 Fyrstu viðbrögð frá Rússlandi gefa þó til kynna að þar á bæ sé ekki mikill áhugi fyrir því að samþykkja vopnahléstillöguna. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í morgun að afstaða Rússlands myndi ekki ráðast af samþykktum annarra aðila en Rússa. Rússneskir ráðamenn hafa ekki gefið til kynna að þeir hafi látið af kröfum sínum um að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í morgun að nú væri beðið eftir skilaboðum frá Bandaríkjunum. Ekki væri hægt að taka ákvörðun fyrr en frekari upplýsingar hefðu borist. Heimildarmenn Reuters í Kreml segja Pútín ólíklegan til að samþykkja vopnahlé að svo stöddu, eins og tillagana líti út í dag.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“. 11. mars 2025 14:50 Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Að minnsta kosti einn er látinn og þrír særðir eftir drónaárás sem gerð var í nótt á Moskvu höfuðborg Rússlands og úthverfi hennar. 11. mars 2025 07:11 Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru komnar til Sádí-Arabíu en fundur þeirra fer fram á morgun þar sem þess verður freistað að bæta skaddað samband þjóðanna og ræða mögulegt vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands. 10. mars 2025 23:48 Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Danir eru tilbúnir að senda friðargæsluliða til Úkraínu náist samkomulag um vopnahlé við Rússland. Engar raunverulegar áætlanir liggja fyrir um framkvæmd þess þó að sögn utanríkisráðherra. 10. mars 2025 18:11 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“. 11. mars 2025 14:50
Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Að minnsta kosti einn er látinn og þrír særðir eftir drónaárás sem gerð var í nótt á Moskvu höfuðborg Rússlands og úthverfi hennar. 11. mars 2025 07:11
Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru komnar til Sádí-Arabíu en fundur þeirra fer fram á morgun þar sem þess verður freistað að bæta skaddað samband þjóðanna og ræða mögulegt vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands. 10. mars 2025 23:48
Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Danir eru tilbúnir að senda friðargæsluliða til Úkraínu náist samkomulag um vopnahlé við Rússland. Engar raunverulegar áætlanir liggja fyrir um framkvæmd þess þó að sögn utanríkisráðherra. 10. mars 2025 18:11