Óttast er að tollurinn muni verða til þess að hægja á efnahagslífinu vestanhafs en aðrar aðgerðir Trump í efnahagsmálum, til að mynda tollastríð gegn Kanada, Mexíkó og Kína, hafa þegar haft áhrif á hlutabréfamarkaðinn.
Forsetinn hefur enda farið fram og til baka í yfirlýsingum sínum og ákvörðunum og dró í land síðast í gær, þegar hann féll frá hótunum sínum um að tvöfalda tolla á stál og ál frá Kanada eftir að Ontario ákvað að leggja auknar álögur á rafmagn sem færi yfir landamærin.
Stærstur hluti alls stáls og áls sem flutt er inn kemur frá Kanada. Bandaríkjamenn hafa einnig keypt stál frá Brasilíu, Mexíkó, Suður Kóreu og Víetnam og ál frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Rússlandi og Kína.