Körfubolti

„Við eigum að skammast okkar“

Arnar Skúli Atlason skrifar
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var reiður eftir leikinn í kvöld.
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var reiður eftir leikinn í kvöld. Vísir/Jón Gautur

Þjálfari Grindavíkurliðsins talaði ekki undir rós eftir tap liðsins á Sauðárkróki í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var gríðarlega ósáttur að leik loknum.

„Ógeðslega lélegar og áttum alls ekkert skilið að vinna þennan leik,“ sagði Þorleifur eftir leikinn sem Grindavík tapaði með þremur stigum í framlengingu.

Grindavík náði að koma leiknum í framlengingu í dag þrátt fyrir að vera undir nánast allan leikinn.

„Mér er skítsama um það. Ég hef aldrei sagt það í viðtölum. Ef ég er svona ógeðslega lélegur þjálfari þá þurfa þær að drullast til að gera það sem ég er að segja þeim að gera. Við tökum eitthvað exicusion sem er búið að æfa og gera og við skorum úr því en þær fara úr því,“ sagði Þorleifur.

„Varnarlega erum við ekki klárar sem við erum að æfa endalaust. Endalaust af djöfulsins fokki sem þær þurfa að rífa upp og annað hvort komumst við ekki í úrslitakeppnina eða dettum út í fyrstu umferð,“ sagði Þorleifur.

Grindavík lenti undir í frákasta baráttunni í leiknum og virkuðu andlausar á köflum.

„Við erum undir öllu. Tindastóll bara flottar. Algjörlega galið og við eigum að skammast okkar,“ sagði Þorleifur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×