Stormur fellur á prófinu Símon Birgisson skrifar 12. mars 2025 07:00 Una Torfadóttir fer með aðalhlutverk og semur tónlist. Stormur er nýr íslenskur söngleikur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og tónlistarkonuna Unu Torfa. Þetta er sýning sem á höfða til ungs fólks og fjalla um veruleika þeirra. Þjóðleikhúsið teflir djarft því í aðalhlutverki er ung söngkona án reynslu af leik á stóra sviðinu og í öðrum hlutverkum eru tiltölulega nýútskrifaðir leikarar úr Listaháskólanum. Þessi tilraun er djörf en niðurstaðan því miður nokkuð fyrirsjáanleg – með hóp af byrjendum á leiksviði er byrjendabragur á sýningunni. Stormur - Þjóðleikhúsið Frumsýning. 7. mars 2025 Höfundar: Leikstjórn: Unnur Ösp Stefánsdóttir Handrit: Unnur Ösp Stefánsdóttir, Una Torfadóttir Lög og söngtextar: Una Torfadóttir Tónlist: Una Torfadóttir, Hafsteinn Þráinsson Dans og sviðshreyfingar: Lee Proud Hippar eða Z kynslóðin? Stormur fjallar um listrænan vinahóp sem er nýútskrifaður úr menntaskóla. Öll eiga þau sér mismunandi drauma og vonir og ýmislegt á eftir að ganga á þetta örlagaríka sumar. Aðalpersónan Elísabet (Una Torfadóttir) er næsta stórstjarna hins íslenska tónlistarlífs. Hún hefur slegið í gegn með sín fyrsta lagi og fengið samning um að gefa út plötu og halda útgáfutónleika. Vinahópurinn stendur þétt við bakið á Elísabetu sem á þó eftir að semja flest lögin á plötunni og því í kapphlaupi við tímann. Inn í þessa fléttu blandast svo íslenskir undirheimar og ástin bankar á dyrnar hjá Elísabetu sem þarf að horfast í augu við kynhneigð sína og tilfinningar. Leikstjóri sýningarinnar og höfundur (Unnur Ösp og Una Torfa eru báðar titlaðar höfundar verksins) hefur lýst því hvernig hún vildi búa til sýningu og sögu sem talar inn í íslenskan samtíma – heim íslenskra unglinga. Nokkrir hlutir stungu þó í stúf. Þessi hópur af unglingum virðast ekki eiga snjallsíma og eru aldrei á samfélagsmiðlum. Í staðinn klæða unglingarnir sig í föt sem virðast öll keypt í Spútník, reykja gras, drekka áfengi og spila á kassagítar. Stundum fannst mér ég frekar vera að horfa á verk um hippa á sjöunda áratugnum eða dönsku myndina Tillsamman - semkom nokkru sinnum upp í hugan. Á meðan veruleiki íslenskra ungmenna er nær allur á stafrænu formi og samskipti fara í gegnum snjallmiðla var þessi hópur algerlega laus undan oki tækninnar. Þetta eru unglingar sem vitna í Stein Steinarr og Shakespeare frekar en Kanye West og Elon Musk. Unglingarnir eru lausir undan oki tækninnar. Hin fullkomna aðalpersóna Eitt af vandamálum verksins er persónusköpunin. Í Stormi er Elísabet aðeins of fullkomin og aðrar persónur verksins sífellt að staðfesta ágæti hennar og hæfileika. Í upphafi verksins hefur Elísabet þegar slegið í gegn - í raun er fyrsta vandamálið sem hún stendur frammi fyrir að hún hefur fengið tilboð upp á 1,5 milljónir frá fyrirtæki fyrir að nota lagið í auglýsingu – sem stríðir gegn listrænni sýn hennar. Næsta vandamál er að umboðsmaðurinn hennar hefur þegar bókað tónleikastað og uppselt er á útgáfutónleikana. Elísabet finnst það hins vegar slæm tilhugsun því hún vill frekar halda tónleikana í æfingahúsnæðinu þar sem hún og vinir hennar eyða löngum stundum í að djamma og djúsa. Sú persóna sem er einna áhugaverðust er besta vinkona Elísabetar, Helga (Berglind Alda Ástþórsdóttir). Hún glímir við andlega erfiðleika, hefur dúxað í menntaskóla og á að verða læknir. Hún veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga í samskiptum við Elísabetu því mögulega vill Elísabet eitthvað meira en bara vináttu. Annar vinur þeirra, hann Tommi (Jakob van Oosterhout), á í vandræðum með drykkju og eiturlyf og er kominn í samband við undirheimana í gegnum bróður sinn Davíð (Kjartan Darri Kristjánsson). Saga Tomma á eftir að hafa áhrif á allan vinahópinn og fá þau til að horfast í augu við að sumargleðin tekur einhvern tímann enda. Helga og Tommi eru best skrifuðustu persónur verksins og þær sem taka einhverskonar breytingum eða þroska. Því miður eru aðrar persónur flatar og óeftirminnilegar og í raun bara tákn fyrir ákveðnar týpur, versló týpan, fyndna týpan, karlremban, og svo framvegis. Það mæðir því mikið á hinum ungu leikurum sem Þjóðleikhúsið fékk til að leika í verkinu. Þau sem standa upp úr eru Berglind Alda og Jakob. Berglind er mikið efni og stóð upp úr í sýningunni Tómri hamingju í vetur og Jakob lék hið örvæntingarfulla og ringlaða ungskáld af innlifun og hefur fallega rödd. Flestar persónur eru flatar og óeftirminnilegar. Endurtekningarsöm tónlist Stormur sækir greinilega innblástur sinn í kvikmyndina A star is born þar sem Lady Gaga og Bradley Cooper fóru á kostum og bjuggu til eftirminnilega ástarsögu. Í Stormi er svipaðri aðferð beitt, lög Unu Torfa og Hafsteins Þráinssonar eru notuð sem stiklur til að segja söguna af sumrinu örlagaríka. Í söngleik þurfa lögin hins vegar að vera hluti af sögunni. Textinn í lögunum þarf að vera hluti af verkinu. Í Gauragangi syngur Linda: ,,Á ég að elska hann eða á ég ekki?” og maður veit sem áhorfandi nákvæmlega hvað er að gerast. Í Stormi fannst mér tengslin á milli texta laganna og atriðanna í sýningunni ekki alltaf vera skýr og tónlistin og dansnúmerin urðu fremur endurtekningasöm eftir því sem leið á. Tónlistin var hins vegar ágætlega flutt. Hljómsveitin þétt og ungu leikararnir margir hverjir góðir söngvarar. En ef ég ætti að horfa á þetta sem söngleik – bera þetta saman við Frost, Gauragang, West Side Story, Vesalingana eða aðra klassík þá finnst mér mikið vanta upp á og efast um að Stormur eigi eftir að verða settur upp af öðrum leikhópum í framtíðinni. Tíminn á þó eftir að leiða það í ljós. Una Torfa er best þegar hún losnar undan oki Elísabetar. Geta allir gert allt? Boðskapurinn í Stormi er sá að þú átt að fylgja hjartanu og gera það sem þig langar til. Ef þú gerir það mun allt ganga upp. Þetta er fallegur boðskapur og kannski það sem er mest í anda okkar tíma í sýningunni. En veruleikinn er hins vegar sá að allir geta ekki allt. Það eru ekki allir leikskáld og ekki allir leikarar – þrátt fyrir að langa til þess. Unnur Ösp er hæfileikaríkur leikstjóri en það er mikil áskorun að bæði leikstýra og semja söngleik. Ég held að Stormur hefði getað orðið mun betri sýning ef til dæmis reynslumikið leikskáld hefði komið að handritsgerðinni. Og þrátt fyrir að Una Torfadóttir sé frábær tónlistarkona þá hefur hún ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu (ásamt því að semja tónlistina og vera höfundur verksins). Senur sem hefðu átt að vera dramatískar og áhrifamiklar – t.d. þegar Helga manar sig upp í að segja henni sannleikann um sig sjálfa eftir hlé eða í lokauppgjörinu á milli þeirra urðu máttlausar. Ástarsagan féll í skuggann af hinum umræddu útgáfutónleikum sem urðu hápunktur sýningarinnar en skiptu kannski ekki höfuðmáli miðað við allt sem gengið hafði á þetta sumar. Best fannst mér Una Torfa í lok sýningarinnar þegar verkið leystist upp í hreinræktaða tónleika. Þegar hún losnaði við ,,Elísabetu” sá maður hversu magnaður flytjandi og tónlistarmaður hún er. Niðurstaða: Reynslulitlir leikarar og tónlist sem passar ekki alltaf nægilega vel við söguna gera Storm að frekar rislitlum söngleik. Maður býst við meiru á stóra sviði Þjóðleikhússins þar sem meira hefur verið lagt upp úr tilraunum en fagmennsku í vetur. Gagnrýni Símonar Birgissonar Menning Leikhús Dans Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Stormur - Þjóðleikhúsið Frumsýning. 7. mars 2025 Höfundar: Leikstjórn: Unnur Ösp Stefánsdóttir Handrit: Unnur Ösp Stefánsdóttir, Una Torfadóttir Lög og söngtextar: Una Torfadóttir Tónlist: Una Torfadóttir, Hafsteinn Þráinsson Dans og sviðshreyfingar: Lee Proud Hippar eða Z kynslóðin? Stormur fjallar um listrænan vinahóp sem er nýútskrifaður úr menntaskóla. Öll eiga þau sér mismunandi drauma og vonir og ýmislegt á eftir að ganga á þetta örlagaríka sumar. Aðalpersónan Elísabet (Una Torfadóttir) er næsta stórstjarna hins íslenska tónlistarlífs. Hún hefur slegið í gegn með sín fyrsta lagi og fengið samning um að gefa út plötu og halda útgáfutónleika. Vinahópurinn stendur þétt við bakið á Elísabetu sem á þó eftir að semja flest lögin á plötunni og því í kapphlaupi við tímann. Inn í þessa fléttu blandast svo íslenskir undirheimar og ástin bankar á dyrnar hjá Elísabetu sem þarf að horfast í augu við kynhneigð sína og tilfinningar. Leikstjóri sýningarinnar og höfundur (Unnur Ösp og Una Torfa eru báðar titlaðar höfundar verksins) hefur lýst því hvernig hún vildi búa til sýningu og sögu sem talar inn í íslenskan samtíma – heim íslenskra unglinga. Nokkrir hlutir stungu þó í stúf. Þessi hópur af unglingum virðast ekki eiga snjallsíma og eru aldrei á samfélagsmiðlum. Í staðinn klæða unglingarnir sig í föt sem virðast öll keypt í Spútník, reykja gras, drekka áfengi og spila á kassagítar. Stundum fannst mér ég frekar vera að horfa á verk um hippa á sjöunda áratugnum eða dönsku myndina Tillsamman - semkom nokkru sinnum upp í hugan. Á meðan veruleiki íslenskra ungmenna er nær allur á stafrænu formi og samskipti fara í gegnum snjallmiðla var þessi hópur algerlega laus undan oki tækninnar. Þetta eru unglingar sem vitna í Stein Steinarr og Shakespeare frekar en Kanye West og Elon Musk. Unglingarnir eru lausir undan oki tækninnar. Hin fullkomna aðalpersóna Eitt af vandamálum verksins er persónusköpunin. Í Stormi er Elísabet aðeins of fullkomin og aðrar persónur verksins sífellt að staðfesta ágæti hennar og hæfileika. Í upphafi verksins hefur Elísabet þegar slegið í gegn - í raun er fyrsta vandamálið sem hún stendur frammi fyrir að hún hefur fengið tilboð upp á 1,5 milljónir frá fyrirtæki fyrir að nota lagið í auglýsingu – sem stríðir gegn listrænni sýn hennar. Næsta vandamál er að umboðsmaðurinn hennar hefur þegar bókað tónleikastað og uppselt er á útgáfutónleikana. Elísabet finnst það hins vegar slæm tilhugsun því hún vill frekar halda tónleikana í æfingahúsnæðinu þar sem hún og vinir hennar eyða löngum stundum í að djamma og djúsa. Sú persóna sem er einna áhugaverðust er besta vinkona Elísabetar, Helga (Berglind Alda Ástþórsdóttir). Hún glímir við andlega erfiðleika, hefur dúxað í menntaskóla og á að verða læknir. Hún veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga í samskiptum við Elísabetu því mögulega vill Elísabet eitthvað meira en bara vináttu. Annar vinur þeirra, hann Tommi (Jakob van Oosterhout), á í vandræðum með drykkju og eiturlyf og er kominn í samband við undirheimana í gegnum bróður sinn Davíð (Kjartan Darri Kristjánsson). Saga Tomma á eftir að hafa áhrif á allan vinahópinn og fá þau til að horfast í augu við að sumargleðin tekur einhvern tímann enda. Helga og Tommi eru best skrifuðustu persónur verksins og þær sem taka einhverskonar breytingum eða þroska. Því miður eru aðrar persónur flatar og óeftirminnilegar og í raun bara tákn fyrir ákveðnar týpur, versló týpan, fyndna týpan, karlremban, og svo framvegis. Það mæðir því mikið á hinum ungu leikurum sem Þjóðleikhúsið fékk til að leika í verkinu. Þau sem standa upp úr eru Berglind Alda og Jakob. Berglind er mikið efni og stóð upp úr í sýningunni Tómri hamingju í vetur og Jakob lék hið örvæntingarfulla og ringlaða ungskáld af innlifun og hefur fallega rödd. Flestar persónur eru flatar og óeftirminnilegar. Endurtekningarsöm tónlist Stormur sækir greinilega innblástur sinn í kvikmyndina A star is born þar sem Lady Gaga og Bradley Cooper fóru á kostum og bjuggu til eftirminnilega ástarsögu. Í Stormi er svipaðri aðferð beitt, lög Unu Torfa og Hafsteins Þráinssonar eru notuð sem stiklur til að segja söguna af sumrinu örlagaríka. Í söngleik þurfa lögin hins vegar að vera hluti af sögunni. Textinn í lögunum þarf að vera hluti af verkinu. Í Gauragangi syngur Linda: ,,Á ég að elska hann eða á ég ekki?” og maður veit sem áhorfandi nákvæmlega hvað er að gerast. Í Stormi fannst mér tengslin á milli texta laganna og atriðanna í sýningunni ekki alltaf vera skýr og tónlistin og dansnúmerin urðu fremur endurtekningasöm eftir því sem leið á. Tónlistin var hins vegar ágætlega flutt. Hljómsveitin þétt og ungu leikararnir margir hverjir góðir söngvarar. En ef ég ætti að horfa á þetta sem söngleik – bera þetta saman við Frost, Gauragang, West Side Story, Vesalingana eða aðra klassík þá finnst mér mikið vanta upp á og efast um að Stormur eigi eftir að verða settur upp af öðrum leikhópum í framtíðinni. Tíminn á þó eftir að leiða það í ljós. Una Torfa er best þegar hún losnar undan oki Elísabetar. Geta allir gert allt? Boðskapurinn í Stormi er sá að þú átt að fylgja hjartanu og gera það sem þig langar til. Ef þú gerir það mun allt ganga upp. Þetta er fallegur boðskapur og kannski það sem er mest í anda okkar tíma í sýningunni. En veruleikinn er hins vegar sá að allir geta ekki allt. Það eru ekki allir leikskáld og ekki allir leikarar – þrátt fyrir að langa til þess. Unnur Ösp er hæfileikaríkur leikstjóri en það er mikil áskorun að bæði leikstýra og semja söngleik. Ég held að Stormur hefði getað orðið mun betri sýning ef til dæmis reynslumikið leikskáld hefði komið að handritsgerðinni. Og þrátt fyrir að Una Torfadóttir sé frábær tónlistarkona þá hefur hún ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu (ásamt því að semja tónlistina og vera höfundur verksins). Senur sem hefðu átt að vera dramatískar og áhrifamiklar – t.d. þegar Helga manar sig upp í að segja henni sannleikann um sig sjálfa eftir hlé eða í lokauppgjörinu á milli þeirra urðu máttlausar. Ástarsagan féll í skuggann af hinum umræddu útgáfutónleikum sem urðu hápunktur sýningarinnar en skiptu kannski ekki höfuðmáli miðað við allt sem gengið hafði á þetta sumar. Best fannst mér Una Torfa í lok sýningarinnar þegar verkið leystist upp í hreinræktaða tónleika. Þegar hún losnaði við ,,Elísabetu” sá maður hversu magnaður flytjandi og tónlistarmaður hún er. Niðurstaða: Reynslulitlir leikarar og tónlist sem passar ekki alltaf nægilega vel við söguna gera Storm að frekar rislitlum söngleik. Maður býst við meiru á stóra sviði Þjóðleikhússins þar sem meira hefur verið lagt upp úr tilraunum en fagmennsku í vetur.
Gagnrýni Símonar Birgissonar Menning Leikhús Dans Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira