Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2025 07:54 Saksóknarar fóru fram á að konurnar yrðu báðar dæmdar í fimm ára og fjögurra mánaða fangelsi vegna brotanna. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvær brasilískar konur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa smyglað samtals rúmlega þremur og hálfu kílói af kókaíni til landsins með flugi í nóvember síðastliðnum. Konurnar, þær Bruna Muniz Da Silva og Anne Thayssa Domingues Santana O Menezes, komu með landsins með flugi frá Barcelona á Spáni þann 25. nóvember síðastliðinn. Þær voru stöðvaðar í tollinum en þær voru með efnin falin innanklæða. Bruna Muniz var þar með 1,5 kíló af efnunum á sér, en Anne Thayssa með um 2,1 kíló. Konurnar neituðu því upphaflega að um samverknað hafi verið að ræða, en gengust þó við því við upphaf aðalmeðferðar. Saksóknarar fóru fram á að konurnar yrðu báðar dæmdar í fimm ára og fjögurra mánaða fangelsi vegna brotanna. Burðardýr Konurnar gengust skýlaust við því sem fram kom í ákæru og segir í dómi að þær hafi upplýst lögreglu um aðkomu sína að smyglinu. Í máli verjenda kom ennfremur fram að konurnar hafi verið burðardýr og upplýst lögreglu um nafn þess sem fékk þær til verksins, gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málið og heimilað afritun farsíma sinna. Þá sögðust þær búa við kröpp kjör í heimalandi sínu og hafi þess vegna látið til leiðast að taka þátt í innflutningi kókaínsins. Þær hafi síðar ætlað að hætta við, en framkvæmd þá verið komin á það stig að þær gátu það ekki. Í dómnum segir að konurnar séu vinkonur og hafi ferðast saman frá Brasilíu til Valencia á Spáni og þaðan til Barcelona og Íslands. Þær hafi gist á hóteli í Barceolona, gengið frá flugmiðakaupum til Íslands og sömuleiðis bókað hótel hér á landi. Áttu að fá 1.500 evrur hvor Konurnar greindu frá því fyrir dómi að maður hafi fengið þær til að flytja fíkniefnin til Íslands og hefðu þær átt að fá 1.500 evrur hvor í sinn hlut. Efnin hafi svo borist þeim á hótelið í Barcelona í tilbúnum pakkningum í bakpoka og þær fest pakkningarnar utan um líkama með límbandi. Ástæða þess að Anne Thayssa hafi borið með sér meira magn til landsins hafi verið að vegna þess að hún væri stærri en Bruna. Í niðurstöðukafla dómsins kemur fram að konurnar hafi ekki áður orðið uppvísar að refsiverðri háttsemi. Ekki verði litið framhjá því að konurnar – önnur hálfþrítug og hin á fertugsaldri – hafi unnið verkið í sameiningu og flutt til landsins umtalsvert magn af sterku kókaíni, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Dómari mat hæfilega refsingu þriggja og hálfs árs fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist frá konunni til landsins. Þeim var jafnframt gert að greiða verjendum sínum um tvær milljónir króna hvor í málsvarnarlaun og tæpa milljón í annan sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Smygl Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Konurnar, þær Bruna Muniz Da Silva og Anne Thayssa Domingues Santana O Menezes, komu með landsins með flugi frá Barcelona á Spáni þann 25. nóvember síðastliðinn. Þær voru stöðvaðar í tollinum en þær voru með efnin falin innanklæða. Bruna Muniz var þar með 1,5 kíló af efnunum á sér, en Anne Thayssa með um 2,1 kíló. Konurnar neituðu því upphaflega að um samverknað hafi verið að ræða, en gengust þó við því við upphaf aðalmeðferðar. Saksóknarar fóru fram á að konurnar yrðu báðar dæmdar í fimm ára og fjögurra mánaða fangelsi vegna brotanna. Burðardýr Konurnar gengust skýlaust við því sem fram kom í ákæru og segir í dómi að þær hafi upplýst lögreglu um aðkomu sína að smyglinu. Í máli verjenda kom ennfremur fram að konurnar hafi verið burðardýr og upplýst lögreglu um nafn þess sem fékk þær til verksins, gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málið og heimilað afritun farsíma sinna. Þá sögðust þær búa við kröpp kjör í heimalandi sínu og hafi þess vegna látið til leiðast að taka þátt í innflutningi kókaínsins. Þær hafi síðar ætlað að hætta við, en framkvæmd þá verið komin á það stig að þær gátu það ekki. Í dómnum segir að konurnar séu vinkonur og hafi ferðast saman frá Brasilíu til Valencia á Spáni og þaðan til Barcelona og Íslands. Þær hafi gist á hóteli í Barceolona, gengið frá flugmiðakaupum til Íslands og sömuleiðis bókað hótel hér á landi. Áttu að fá 1.500 evrur hvor Konurnar greindu frá því fyrir dómi að maður hafi fengið þær til að flytja fíkniefnin til Íslands og hefðu þær átt að fá 1.500 evrur hvor í sinn hlut. Efnin hafi svo borist þeim á hótelið í Barcelona í tilbúnum pakkningum í bakpoka og þær fest pakkningarnar utan um líkama með límbandi. Ástæða þess að Anne Thayssa hafi borið með sér meira magn til landsins hafi verið að vegna þess að hún væri stærri en Bruna. Í niðurstöðukafla dómsins kemur fram að konurnar hafi ekki áður orðið uppvísar að refsiverðri háttsemi. Ekki verði litið framhjá því að konurnar – önnur hálfþrítug og hin á fertugsaldri – hafi unnið verkið í sameiningu og flutt til landsins umtalsvert magn af sterku kókaíni, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Dómari mat hæfilega refsingu þriggja og hálfs árs fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist frá konunni til landsins. Þeim var jafnframt gert að greiða verjendum sínum um tvær milljónir króna hvor í málsvarnarlaun og tæpa milljón í annan sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Smygl Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira