Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2025 07:03 Andrea Kolbeinsdóttir hefur eytt stórum hluta af nýju ári í æfingarbúðum í Afríkuríkinu Kenía. @andreakolbeins Langhlauparinn Andrea Kolbeinsdóttir leggur mikið á sig til að undirbúa sig fyrir komandi frjálsíþróttatímabil. Síðustu vikur hefur Andrea verið við æfingar í Kenía í Afríku. Hún hefur verið þar í æfingarbúðum í Iten. Æfir í 2400 metra hæð Iten er í 2400 metra hæð frá sjávarmáli sem hjálpar langhlaupurum að fá enn meira út úr æfingum sínum. Þess má geta að Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands, er bara í 2110 metra hæð yfir sjávarmáli. Andrea er að meðal annars að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í götuhlaupum og síðar Kaupmannahafnarmaraþonið. Andrea svaraði spurningum fyrir samfélagsmiðla Útilífs sem eru að styðja við bakið á íslensku hlaupadrottningunni. Andrea var að hefja síðustu vikuna sína í Afríku og talaði um lífið á þessum fjarlæga stað. Mjög velkomin og örugg Andrea var meðal annars spurð um hvað hafi komið henni mest á óvart. „Samfélagið hérna. Manni finnst maður verða mjög velkominn og öruggur ,“ sagði Andrea og hún er í miklum samskiptum við heimafólk. „Margir vilja mynd með ‚mzungu' og maður hleypur varla fram hjá barni án þess að það kalli hæ eða ‚mzungu' og gefi manni fimmu eða hlaupi smá kafla áleiðis með manni,“ segir Andrea. Hún útskýrir líka orðið „mzungu“ sem þýðir hvíti maðurinn á svahíli tungumálinu en það eru mjög mörg tungumál sem eru töluð í Kenía. Andrea hrósar samheldninni og segist hafa lært mikið að hlaupa í hóp. Hún hvetur líka alla að fara í svona æfingabúðir. Miklu minna vesen en maður heldur „Kýldu á það, ég lofa að þú munt ekki sjá eftir því. Maður miklar það kannski fyrir sér að fara á svona framandi stað, langt í burtu, en þetta er án djóks svo miklu minna vesen en maður heldur,“ segir Andrea. „Að skipta um umhverfi og búa í kringum fólk sem er að æfa og setja sér markmið eins og maður sjálfur er ótrúlega hvetjandi,“ segir Andrea. Andrea hrósar líka matnum í Kenía en segir að sumum finnist of mikið af baunum og hrísgrjónum. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og myndir frá æfingarbúðunum hennar Andreu í Kenía. Það er hægt að fletta til að sjá meira. View this post on Instagram A post shared by Útilíf (@utilif) Frjálsar íþróttir Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Síðustu vikur hefur Andrea verið við æfingar í Kenía í Afríku. Hún hefur verið þar í æfingarbúðum í Iten. Æfir í 2400 metra hæð Iten er í 2400 metra hæð frá sjávarmáli sem hjálpar langhlaupurum að fá enn meira út úr æfingum sínum. Þess má geta að Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands, er bara í 2110 metra hæð yfir sjávarmáli. Andrea er að meðal annars að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í götuhlaupum og síðar Kaupmannahafnarmaraþonið. Andrea svaraði spurningum fyrir samfélagsmiðla Útilífs sem eru að styðja við bakið á íslensku hlaupadrottningunni. Andrea var að hefja síðustu vikuna sína í Afríku og talaði um lífið á þessum fjarlæga stað. Mjög velkomin og örugg Andrea var meðal annars spurð um hvað hafi komið henni mest á óvart. „Samfélagið hérna. Manni finnst maður verða mjög velkominn og öruggur ,“ sagði Andrea og hún er í miklum samskiptum við heimafólk. „Margir vilja mynd með ‚mzungu' og maður hleypur varla fram hjá barni án þess að það kalli hæ eða ‚mzungu' og gefi manni fimmu eða hlaupi smá kafla áleiðis með manni,“ segir Andrea. Hún útskýrir líka orðið „mzungu“ sem þýðir hvíti maðurinn á svahíli tungumálinu en það eru mjög mörg tungumál sem eru töluð í Kenía. Andrea hrósar samheldninni og segist hafa lært mikið að hlaupa í hóp. Hún hvetur líka alla að fara í svona æfingabúðir. Miklu minna vesen en maður heldur „Kýldu á það, ég lofa að þú munt ekki sjá eftir því. Maður miklar það kannski fyrir sér að fara á svona framandi stað, langt í burtu, en þetta er án djóks svo miklu minna vesen en maður heldur,“ segir Andrea. „Að skipta um umhverfi og búa í kringum fólk sem er að æfa og setja sér markmið eins og maður sjálfur er ótrúlega hvetjandi,“ segir Andrea. Andrea hrósar líka matnum í Kenía en segir að sumum finnist of mikið af baunum og hrísgrjónum. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og myndir frá æfingarbúðunum hennar Andreu í Kenía. Það er hægt að fletta til að sjá meira. View this post on Instagram A post shared by Útilíf (@utilif)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira