Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2025 07:03 Andrea Kolbeinsdóttir hefur eytt stórum hluta af nýju ári í æfingarbúðum í Afríkuríkinu Kenía. @andreakolbeins Langhlauparinn Andrea Kolbeinsdóttir leggur mikið á sig til að undirbúa sig fyrir komandi frjálsíþróttatímabil. Síðustu vikur hefur Andrea verið við æfingar í Kenía í Afríku. Hún hefur verið þar í æfingarbúðum í Iten. Æfir í 2400 metra hæð Iten er í 2400 metra hæð frá sjávarmáli sem hjálpar langhlaupurum að fá enn meira út úr æfingum sínum. Þess má geta að Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands, er bara í 2110 metra hæð yfir sjávarmáli. Andrea er að meðal annars að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í götuhlaupum og síðar Kaupmannahafnarmaraþonið. Andrea svaraði spurningum fyrir samfélagsmiðla Útilífs sem eru að styðja við bakið á íslensku hlaupadrottningunni. Andrea var að hefja síðustu vikuna sína í Afríku og talaði um lífið á þessum fjarlæga stað. Mjög velkomin og örugg Andrea var meðal annars spurð um hvað hafi komið henni mest á óvart. „Samfélagið hérna. Manni finnst maður verða mjög velkominn og öruggur ,“ sagði Andrea og hún er í miklum samskiptum við heimafólk. „Margir vilja mynd með ‚mzungu' og maður hleypur varla fram hjá barni án þess að það kalli hæ eða ‚mzungu' og gefi manni fimmu eða hlaupi smá kafla áleiðis með manni,“ segir Andrea. Hún útskýrir líka orðið „mzungu“ sem þýðir hvíti maðurinn á svahíli tungumálinu en það eru mjög mörg tungumál sem eru töluð í Kenía. Andrea hrósar samheldninni og segist hafa lært mikið að hlaupa í hóp. Hún hvetur líka alla að fara í svona æfingabúðir. Miklu minna vesen en maður heldur „Kýldu á það, ég lofa að þú munt ekki sjá eftir því. Maður miklar það kannski fyrir sér að fara á svona framandi stað, langt í burtu, en þetta er án djóks svo miklu minna vesen en maður heldur,“ segir Andrea. „Að skipta um umhverfi og búa í kringum fólk sem er að æfa og setja sér markmið eins og maður sjálfur er ótrúlega hvetjandi,“ segir Andrea. Andrea hrósar líka matnum í Kenía en segir að sumum finnist of mikið af baunum og hrísgrjónum. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og myndir frá æfingarbúðunum hennar Andreu í Kenía. Það er hægt að fletta til að sjá meira. View this post on Instagram A post shared by Útilíf (@utilif) Frjálsar íþróttir Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Síðustu vikur hefur Andrea verið við æfingar í Kenía í Afríku. Hún hefur verið þar í æfingarbúðum í Iten. Æfir í 2400 metra hæð Iten er í 2400 metra hæð frá sjávarmáli sem hjálpar langhlaupurum að fá enn meira út úr æfingum sínum. Þess má geta að Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands, er bara í 2110 metra hæð yfir sjávarmáli. Andrea er að meðal annars að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í götuhlaupum og síðar Kaupmannahafnarmaraþonið. Andrea svaraði spurningum fyrir samfélagsmiðla Útilífs sem eru að styðja við bakið á íslensku hlaupadrottningunni. Andrea var að hefja síðustu vikuna sína í Afríku og talaði um lífið á þessum fjarlæga stað. Mjög velkomin og örugg Andrea var meðal annars spurð um hvað hafi komið henni mest á óvart. „Samfélagið hérna. Manni finnst maður verða mjög velkominn og öruggur ,“ sagði Andrea og hún er í miklum samskiptum við heimafólk. „Margir vilja mynd með ‚mzungu' og maður hleypur varla fram hjá barni án þess að það kalli hæ eða ‚mzungu' og gefi manni fimmu eða hlaupi smá kafla áleiðis með manni,“ segir Andrea. Hún útskýrir líka orðið „mzungu“ sem þýðir hvíti maðurinn á svahíli tungumálinu en það eru mjög mörg tungumál sem eru töluð í Kenía. Andrea hrósar samheldninni og segist hafa lært mikið að hlaupa í hóp. Hún hvetur líka alla að fara í svona æfingabúðir. Miklu minna vesen en maður heldur „Kýldu á það, ég lofa að þú munt ekki sjá eftir því. Maður miklar það kannski fyrir sér að fara á svona framandi stað, langt í burtu, en þetta er án djóks svo miklu minna vesen en maður heldur,“ segir Andrea. „Að skipta um umhverfi og búa í kringum fólk sem er að æfa og setja sér markmið eins og maður sjálfur er ótrúlega hvetjandi,“ segir Andrea. Andrea hrósar líka matnum í Kenía en segir að sumum finnist of mikið af baunum og hrísgrjónum. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og myndir frá æfingarbúðunum hennar Andreu í Kenía. Það er hægt að fletta til að sjá meira. View this post on Instagram A post shared by Útilíf (@utilif)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira