Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2025 21:30 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. Sigurjón Ólason Eldfjallafræðingur telur að Sundhnjúksgígaröðin gæti kannski náð einu eldgosi í viðbót en segist þó frekar á því að goshrinunni þar sé lokið. Hann spáir því að Eldvörp og Reykjanestá verði næstu gossvæði. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að síðasta eldgos stóð frá 20. nóvember til 9. desember. Það var næststærsta í röð þeirra sjö eldgosa sem orðið hafa á þessari gossprungu undanfarna fimmtán mánuði. Sjö vikur er núna liðnar frá því Veðurstofan tilkynnti að líkur á nýju kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi færu vaxandi og þann 30. janúar lýstu almannavarnir yfir hættustigi. En eftir því sem vikurnar líða án eldgoss fjölgar eflaust þeim sem spyrja: Kemur kannski ekkert gos? Er goshrinunni á Sundhnjúksgígaröðinni kannski lokið? „Þarna akkúrat þar myndi ég halda kannski eitt eldgos. En ég er kannski frekar á því að þetta sé bara búið,“ svarar Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur en bætir við: „En svo eru náttúrlega Eldvörpin eftir, Reykjanestáin er eftir, Krýsuvík er eftir, Bláfjöllin eru eftir og hver veit nema Hengillinn komi með eitthvað smá líka.“ Frá síðasta eldgosi í nóvember 2024. Hrauneðjan eyðilagði þá bílastæði Bláa lónsins.Vilhelm Ármann segir ljóst að hægt hafi á landrisi og þá hafi hætt að vella upp úr borholu á Vatnsleysuströnd sem hafi verið einn mælikvarðinn. „Hún er ekki að vella og á meðan hún vellur ekki þá þurfum við kannski ekki að hafa miklar áhyggjur. En hvort að þessu sé örugglega lokið það náttúrlega verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Ármann. Hann telur allt eins líklegt að umbrotin færist utar og ítrekar það mat sitt að næst í röðinni verði Eldvörp og Reykjanestá en þar gæti gosið í sjó. Hann segir þó ljóst á talsverður fyrirvari yrði á því með skjálftahrinum þegar skorpan væri að brotna upp aftur. Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Skjáskot/Stöð 2 -En af það kæmi nú eitt gos í viðbót á Sundhnúksgígaröðinni hvenær ættum við að búast við því? „Ég get ómögulega sagt um það. Var ekki Þorvaldur að tala um að það yrði einhverstaðar í kringum vorjafndægur eða eitthvað svoleiðis? En ég get ekkert spáð um það,“ svarar Ármann. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Vogar Vísindi Tengdar fréttir Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn. 8. mars 2025 14:18 Kvikusöfnun heldur áfram Litlar breytingar hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikusöfnun heldur áfram en engir stórir jarðskjálftar hafa mælst undanfarna daga. 2. mars 2025 09:57 Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. 30. janúar 2025 17:11 „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að síðasta eldgos stóð frá 20. nóvember til 9. desember. Það var næststærsta í röð þeirra sjö eldgosa sem orðið hafa á þessari gossprungu undanfarna fimmtán mánuði. Sjö vikur er núna liðnar frá því Veðurstofan tilkynnti að líkur á nýju kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi færu vaxandi og þann 30. janúar lýstu almannavarnir yfir hættustigi. En eftir því sem vikurnar líða án eldgoss fjölgar eflaust þeim sem spyrja: Kemur kannski ekkert gos? Er goshrinunni á Sundhnjúksgígaröðinni kannski lokið? „Þarna akkúrat þar myndi ég halda kannski eitt eldgos. En ég er kannski frekar á því að þetta sé bara búið,“ svarar Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur en bætir við: „En svo eru náttúrlega Eldvörpin eftir, Reykjanestáin er eftir, Krýsuvík er eftir, Bláfjöllin eru eftir og hver veit nema Hengillinn komi með eitthvað smá líka.“ Frá síðasta eldgosi í nóvember 2024. Hrauneðjan eyðilagði þá bílastæði Bláa lónsins.Vilhelm Ármann segir ljóst að hægt hafi á landrisi og þá hafi hætt að vella upp úr borholu á Vatnsleysuströnd sem hafi verið einn mælikvarðinn. „Hún er ekki að vella og á meðan hún vellur ekki þá þurfum við kannski ekki að hafa miklar áhyggjur. En hvort að þessu sé örugglega lokið það náttúrlega verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Ármann. Hann telur allt eins líklegt að umbrotin færist utar og ítrekar það mat sitt að næst í röðinni verði Eldvörp og Reykjanestá en þar gæti gosið í sjó. Hann segir þó ljóst á talsverður fyrirvari yrði á því með skjálftahrinum þegar skorpan væri að brotna upp aftur. Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Skjáskot/Stöð 2 -En af það kæmi nú eitt gos í viðbót á Sundhnúksgígaröðinni hvenær ættum við að búast við því? „Ég get ómögulega sagt um það. Var ekki Þorvaldur að tala um að það yrði einhverstaðar í kringum vorjafndægur eða eitthvað svoleiðis? En ég get ekkert spáð um það,“ svarar Ármann.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Vogar Vísindi Tengdar fréttir Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn. 8. mars 2025 14:18 Kvikusöfnun heldur áfram Litlar breytingar hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikusöfnun heldur áfram en engir stórir jarðskjálftar hafa mælst undanfarna daga. 2. mars 2025 09:57 Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. 30. janúar 2025 17:11 „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn. 8. mars 2025 14:18
Kvikusöfnun heldur áfram Litlar breytingar hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikusöfnun heldur áfram en engir stórir jarðskjálftar hafa mælst undanfarna daga. 2. mars 2025 09:57
Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. 30. janúar 2025 17:11
„Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent