Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Valur Páll Eiríksson skrifar 10. mars 2025 15:30 Adams hefur fundið sér nýtt félag en Allen og Garrett fá metháar fjárhæðir. Samsett/Getty Gengið hefur á ýmsu síðustu daga á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar. Stærstu samningar sögunnar hafa verið undirritaðir sem og rándýr leikmannaskipti. Þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum við Buffalo Bills hefur leikstjórnandinn Josh Allen gengið frá nýjum sex ára samningi upp á 330 milljónir Bandaríkjadala. Þar af eru 250 milljónir tryggðar, og mun Allen því fá þá upphæð sama hvað. Þar með bæta Bills og Allen metið yfir hæstu tryggðu upphæð sem leikmaður fær í laun. Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns, átti fyrra met með 230 milljónir dala tryggðar. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys, er með 229,4 milljónir tryggðar og Joe Burrow í Cincinnati Bengals með 219 milljónir. Fái Allen allar 330 milljónirnar greiddar næstu sex árin fær hann að meðaltali 150 þúsund dali á dag. Það eru rúmlega 20 milljónir króna í dagslaun. Josh Allen fékk tveggja ára framlengingu þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum í Buffalo.Perry Knotts/Getty Images Alls hafa NFL-lið skuldbundið sig við launagreiðslur upp á 900 milljónir dala síðustu daga. Söguleg tíðindi urðu í Cleveland þar sem Myles Garrett, sem var orðaður við Buffalo Bills, fékk stærsta samning sem nokkur leikmaður, annar en leikstjórnandi, hefur fengið. Leit Bills að stóru nafni í varnarlínuna heldur áfram en Von Miller var látinn fara frá félaginu í gær. Bankabók Myles Garrett blæs út næstu ár. Það er alveg ljóst.vísir/getty Garrett leikur sem varnarmaður og er að öðrum ólöstuðum sá besti í NFL-deildinni. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Browns í gær, upp á 160 milljónir dala, þar af eru 123,5 tryggðar. Hlauparinn Aaron Jones skrifaði þá undir 20 milljón dala framlengingu við Minnesota Vikings eftir fínustu fyrstu leiktíð þar síðasta vetur. Adams og Rodgers gekk ekki vel í New York. Adams er kominn með nýtt lið, annað en sá síðarnefndi.Al Bello/Getty Images Útherjar eru þá á flakki. DK Metcalf hefur verið frábær hjá Seattle Seahawks undanfarin ár en hann er á leið til Pittsburgh Steelers, sem hefur lagt áherslu á að bæta útherjasveit liðsins. Hann gerir það ekki frítt. Metcalf skrifaði undir 150 milljón dala samning til fimm ára. Annar útherji, Davante Adams, er farinn frá New York Jets eftir martraðardvöl hans og félaga Aaron Rodgers í stóra eplinu. Adams er farinn á vesturströndina og mun leika með Los Angeles Rams næstu tvö árin og fá fyrir 24 milljónir dala. Það ýtir stoðum undir orðróma um brottför Cooper Kupp sem hefur verið á meðal betri útherja deildarinnar síðustu ár, en meiðsli hafa aðeins strítt honum. Adams taki við keflinu af Kupp sem Rams hyggist nú skipta burt. Adams mun deila útherjastöðunni með ungstirninu Puka Nacua. NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Sjá meira
Þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum við Buffalo Bills hefur leikstjórnandinn Josh Allen gengið frá nýjum sex ára samningi upp á 330 milljónir Bandaríkjadala. Þar af eru 250 milljónir tryggðar, og mun Allen því fá þá upphæð sama hvað. Þar með bæta Bills og Allen metið yfir hæstu tryggðu upphæð sem leikmaður fær í laun. Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns, átti fyrra met með 230 milljónir dala tryggðar. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys, er með 229,4 milljónir tryggðar og Joe Burrow í Cincinnati Bengals með 219 milljónir. Fái Allen allar 330 milljónirnar greiddar næstu sex árin fær hann að meðaltali 150 þúsund dali á dag. Það eru rúmlega 20 milljónir króna í dagslaun. Josh Allen fékk tveggja ára framlengingu þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum í Buffalo.Perry Knotts/Getty Images Alls hafa NFL-lið skuldbundið sig við launagreiðslur upp á 900 milljónir dala síðustu daga. Söguleg tíðindi urðu í Cleveland þar sem Myles Garrett, sem var orðaður við Buffalo Bills, fékk stærsta samning sem nokkur leikmaður, annar en leikstjórnandi, hefur fengið. Leit Bills að stóru nafni í varnarlínuna heldur áfram en Von Miller var látinn fara frá félaginu í gær. Bankabók Myles Garrett blæs út næstu ár. Það er alveg ljóst.vísir/getty Garrett leikur sem varnarmaður og er að öðrum ólöstuðum sá besti í NFL-deildinni. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Browns í gær, upp á 160 milljónir dala, þar af eru 123,5 tryggðar. Hlauparinn Aaron Jones skrifaði þá undir 20 milljón dala framlengingu við Minnesota Vikings eftir fínustu fyrstu leiktíð þar síðasta vetur. Adams og Rodgers gekk ekki vel í New York. Adams er kominn með nýtt lið, annað en sá síðarnefndi.Al Bello/Getty Images Útherjar eru þá á flakki. DK Metcalf hefur verið frábær hjá Seattle Seahawks undanfarin ár en hann er á leið til Pittsburgh Steelers, sem hefur lagt áherslu á að bæta útherjasveit liðsins. Hann gerir það ekki frítt. Metcalf skrifaði undir 150 milljón dala samning til fimm ára. Annar útherji, Davante Adams, er farinn frá New York Jets eftir martraðardvöl hans og félaga Aaron Rodgers í stóra eplinu. Adams er farinn á vesturströndina og mun leika með Los Angeles Rams næstu tvö árin og fá fyrir 24 milljónir dala. Það ýtir stoðum undir orðróma um brottför Cooper Kupp sem hefur verið á meðal betri útherja deildarinnar síðustu ár, en meiðsli hafa aðeins strítt honum. Adams taki við keflinu af Kupp sem Rams hyggist nú skipta burt. Adams mun deila útherjastöðunni með ungstirninu Puka Nacua.
NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Sjá meira