Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2025 07:16 Margir eru uggandi vegna aðgerða Trump í efnahagsmálum, ekki síst eftir að forsetinn lofaði í kosningabaráttunni að lækka kostnað heimilanna frá fyrsta degi. Getty/Alex Wong Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokaði ekki í viðtali sem birtist á Fox News í gær að Bandaríkjamenn horfðu fram á samdrátt í kjölfar aðgerða hans í efnahagsmálum. Þá sagðist forsetinn íhuga að hækka enn tolla á vörur frá Kanada og Mexíkó. Þáttastjórnandinn Maria Bartiromo sagði menn hafa áhyggjur af kólnun í efnahagslífinu og spurði Trump hvort hann ætti von á samdrætti á árinu. „Mér er illa við að spá um þannig mál,“ svaraði forsetinn. „Það er aðlögunartímabil, af því að það sem við erum að gera er mjög stórt. Við erum að færa auðinn aftur til Bandaríkjanna. Það er stórmál og það er alltaf tímabil... það tekur tíma. Það tekur svolítinn tíma en ég tel það verði frábært fyrir okkur.“ Tollar Trump gagnvart Kanada, Mexíkó og Kína hafa vakið ugg á mörkuðum en ríkin hafa svarað með eigin álögum á vörur frá Bandaríkjunum. Þá hefur stefnuleysi einkennt margar af yfirlýsingum og ákvörðunum Trump, sem felldi aftur niður tolla á ákveðnar vörur fyrir helgi. Þá hefur forsetinn boðað 25 prósent toll á allt innflutt stál og ál, auk þess sem hann hefur hótað Evrópuríkjunum háum tollum innan tíðar. Bartiromo vék að því í viðtalinu, sem tekið var upp í síðustu viku, að forystumenn í viðskiptalífinu vildu stöðugleika. Trump sagði að tollar yrðu mögulega hækkaðir en hann ætti síður von á því að þeir myndu lækka aftur. „Sjáðu til, landið okkar hefur verið rænt í marga áratugi og við ætlum ekki lengur að láta ræna okkur.“ Andstætt við Trump þá sagði viðskiptaráðherrann Howard Lutnick í þættinum Meet the Press í gær að Bandaríkjamenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af samdrætti. „Ég myndi aldrei veðja á samdrátt,“ sagði hann. „Ekki séns.“ New York Times greindi frá. Bandaríkin Donald Trump Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Þá sagðist forsetinn íhuga að hækka enn tolla á vörur frá Kanada og Mexíkó. Þáttastjórnandinn Maria Bartiromo sagði menn hafa áhyggjur af kólnun í efnahagslífinu og spurði Trump hvort hann ætti von á samdrætti á árinu. „Mér er illa við að spá um þannig mál,“ svaraði forsetinn. „Það er aðlögunartímabil, af því að það sem við erum að gera er mjög stórt. Við erum að færa auðinn aftur til Bandaríkjanna. Það er stórmál og það er alltaf tímabil... það tekur tíma. Það tekur svolítinn tíma en ég tel það verði frábært fyrir okkur.“ Tollar Trump gagnvart Kanada, Mexíkó og Kína hafa vakið ugg á mörkuðum en ríkin hafa svarað með eigin álögum á vörur frá Bandaríkjunum. Þá hefur stefnuleysi einkennt margar af yfirlýsingum og ákvörðunum Trump, sem felldi aftur niður tolla á ákveðnar vörur fyrir helgi. Þá hefur forsetinn boðað 25 prósent toll á allt innflutt stál og ál, auk þess sem hann hefur hótað Evrópuríkjunum háum tollum innan tíðar. Bartiromo vék að því í viðtalinu, sem tekið var upp í síðustu viku, að forystumenn í viðskiptalífinu vildu stöðugleika. Trump sagði að tollar yrðu mögulega hækkaðir en hann ætti síður von á því að þeir myndu lækka aftur. „Sjáðu til, landið okkar hefur verið rænt í marga áratugi og við ætlum ekki lengur að láta ræna okkur.“ Andstætt við Trump þá sagði viðskiptaráðherrann Howard Lutnick í þættinum Meet the Press í gær að Bandaríkjamenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af samdrætti. „Ég myndi aldrei veðja á samdrátt,“ sagði hann. „Ekki séns.“ New York Times greindi frá.
Bandaríkin Donald Trump Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira