Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2025 07:31 Arsenal gæti endað í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þriðja árið í röð. ap/Dave Thompson Roy Keane gagnrýndi Arsenal eftir jafnteflið við Manchester United á Old Trafford í gær og sagði að liðið ætti að hafa meiri áhyggjur af liðunum fyrir neðan sig en toppliði Liverpool. Bruno Fernandes kom United yfir í leiknum í gær með marki beint úr aukaspyrnu en Declan Rice jafnaði fyrir Arsenal og þar við sat. Eftir jafnteflið er Arsenal fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Keane fannst ekki mikið til frammistöðu Arsenal-liðsins í gær koma. „Ef þú ert ekki beittur og skorar ekki mörk gleymdu því þá að minnka forskot Liverpool. Þú ættir að hafa meiri áhyggjur af liðunum fyrir aftan þig,“ sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn. Arsenal er sex stigum á undan Chelsea sem er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og svo gæti farið að fimmta liðið bættist við en það veltur á frammistöðu ensku liðanna í Evrópukeppnunum. Arsenal er svo gott sem komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið 1-7 útisigur á PSV Eindhoven í fyrri leiknum í sextán liða úrslitunum í síðustu viku. Skyttunum tókst hins vegar ekki að fylgja þeirri frammistöðu eftir í gær. Næsta skref er það erfiðasta „Arsenal skoraði sjö mörk í vikunni en það var ekkert að frétta hjá þeim í dag [í gær]. Þú hugsaðir frekar að United myndi vinna og þeir hafa verið ömurlegir. Ég myndi horfa á hugarfarið og hugsa: Hvar var það? United lá vel við höggi en Arsenal voru ekki klókir. Þeir voru opnir og United hefði getað unnið þetta undir lokin,“ sagði Keane. „Arsenal hefur gert vel og tekið framförum síðustu ár en næsta skrefið er það erfiðasta. Ef þú ert Arsenal hvað gerir 2. sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla. Ég sá ekki Arsenal-lið sem vissi að United lá vel við höggi. Ég var ekki sáttur við hugarfar þeirra. Gleymdu Liverpool, hafðu frekar áhyggjur af liðunum fyrir neðan.“ Næsti leikur Arsenal er gegn PSV á Emirates á miðvikudaginn. Næsti deildarleikur Arsenal er gegn Chelsea á sunnudaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31 „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag. 9. mars 2025 20:16 „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Bruno Fernandes kom United yfir í leiknum í gær með marki beint úr aukaspyrnu en Declan Rice jafnaði fyrir Arsenal og þar við sat. Eftir jafnteflið er Arsenal fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Keane fannst ekki mikið til frammistöðu Arsenal-liðsins í gær koma. „Ef þú ert ekki beittur og skorar ekki mörk gleymdu því þá að minnka forskot Liverpool. Þú ættir að hafa meiri áhyggjur af liðunum fyrir aftan þig,“ sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn. Arsenal er sex stigum á undan Chelsea sem er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og svo gæti farið að fimmta liðið bættist við en það veltur á frammistöðu ensku liðanna í Evrópukeppnunum. Arsenal er svo gott sem komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið 1-7 útisigur á PSV Eindhoven í fyrri leiknum í sextán liða úrslitunum í síðustu viku. Skyttunum tókst hins vegar ekki að fylgja þeirri frammistöðu eftir í gær. Næsta skref er það erfiðasta „Arsenal skoraði sjö mörk í vikunni en það var ekkert að frétta hjá þeim í dag [í gær]. Þú hugsaðir frekar að United myndi vinna og þeir hafa verið ömurlegir. Ég myndi horfa á hugarfarið og hugsa: Hvar var það? United lá vel við höggi en Arsenal voru ekki klókir. Þeir voru opnir og United hefði getað unnið þetta undir lokin,“ sagði Keane. „Arsenal hefur gert vel og tekið framförum síðustu ár en næsta skrefið er það erfiðasta. Ef þú ert Arsenal hvað gerir 2. sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla. Ég sá ekki Arsenal-lið sem vissi að United lá vel við höggi. Ég var ekki sáttur við hugarfar þeirra. Gleymdu Liverpool, hafðu frekar áhyggjur af liðunum fyrir neðan.“ Næsti leikur Arsenal er gegn PSV á Emirates á miðvikudaginn. Næsti deildarleikur Arsenal er gegn Chelsea á sunnudaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31 „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag. 9. mars 2025 20:16 „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31
„Þetta félag mun aldrei deyja“ „Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag. 9. mars 2025 20:16
„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32