Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2025 07:31 Arsenal gæti endað í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þriðja árið í röð. ap/Dave Thompson Roy Keane gagnrýndi Arsenal eftir jafnteflið við Manchester United á Old Trafford í gær og sagði að liðið ætti að hafa meiri áhyggjur af liðunum fyrir neðan sig en toppliði Liverpool. Bruno Fernandes kom United yfir í leiknum í gær með marki beint úr aukaspyrnu en Declan Rice jafnaði fyrir Arsenal og þar við sat. Eftir jafnteflið er Arsenal fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Keane fannst ekki mikið til frammistöðu Arsenal-liðsins í gær koma. „Ef þú ert ekki beittur og skorar ekki mörk gleymdu því þá að minnka forskot Liverpool. Þú ættir að hafa meiri áhyggjur af liðunum fyrir aftan þig,“ sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn. Arsenal er sex stigum á undan Chelsea sem er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og svo gæti farið að fimmta liðið bættist við en það veltur á frammistöðu ensku liðanna í Evrópukeppnunum. Arsenal er svo gott sem komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið 1-7 útisigur á PSV Eindhoven í fyrri leiknum í sextán liða úrslitunum í síðustu viku. Skyttunum tókst hins vegar ekki að fylgja þeirri frammistöðu eftir í gær. Næsta skref er það erfiðasta „Arsenal skoraði sjö mörk í vikunni en það var ekkert að frétta hjá þeim í dag [í gær]. Þú hugsaðir frekar að United myndi vinna og þeir hafa verið ömurlegir. Ég myndi horfa á hugarfarið og hugsa: Hvar var það? United lá vel við höggi en Arsenal voru ekki klókir. Þeir voru opnir og United hefði getað unnið þetta undir lokin,“ sagði Keane. „Arsenal hefur gert vel og tekið framförum síðustu ár en næsta skrefið er það erfiðasta. Ef þú ert Arsenal hvað gerir 2. sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla. Ég sá ekki Arsenal-lið sem vissi að United lá vel við höggi. Ég var ekki sáttur við hugarfar þeirra. Gleymdu Liverpool, hafðu frekar áhyggjur af liðunum fyrir neðan.“ Næsti leikur Arsenal er gegn PSV á Emirates á miðvikudaginn. Næsti deildarleikur Arsenal er gegn Chelsea á sunnudaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31 „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag. 9. mars 2025 20:16 „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Sjá meira
Bruno Fernandes kom United yfir í leiknum í gær með marki beint úr aukaspyrnu en Declan Rice jafnaði fyrir Arsenal og þar við sat. Eftir jafnteflið er Arsenal fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Keane fannst ekki mikið til frammistöðu Arsenal-liðsins í gær koma. „Ef þú ert ekki beittur og skorar ekki mörk gleymdu því þá að minnka forskot Liverpool. Þú ættir að hafa meiri áhyggjur af liðunum fyrir aftan þig,“ sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn. Arsenal er sex stigum á undan Chelsea sem er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fjögur efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og svo gæti farið að fimmta liðið bættist við en það veltur á frammistöðu ensku liðanna í Evrópukeppnunum. Arsenal er svo gott sem komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið 1-7 útisigur á PSV Eindhoven í fyrri leiknum í sextán liða úrslitunum í síðustu viku. Skyttunum tókst hins vegar ekki að fylgja þeirri frammistöðu eftir í gær. Næsta skref er það erfiðasta „Arsenal skoraði sjö mörk í vikunni en það var ekkert að frétta hjá þeim í dag [í gær]. Þú hugsaðir frekar að United myndi vinna og þeir hafa verið ömurlegir. Ég myndi horfa á hugarfarið og hugsa: Hvar var það? United lá vel við höggi en Arsenal voru ekki klókir. Þeir voru opnir og United hefði getað unnið þetta undir lokin,“ sagði Keane. „Arsenal hefur gert vel og tekið framförum síðustu ár en næsta skrefið er það erfiðasta. Ef þú ert Arsenal hvað gerir 2. sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla. Ég sá ekki Arsenal-lið sem vissi að United lá vel við höggi. Ég var ekki sáttur við hugarfar þeirra. Gleymdu Liverpool, hafðu frekar áhyggjur af liðunum fyrir neðan.“ Næsti leikur Arsenal er gegn PSV á Emirates á miðvikudaginn. Næsti deildarleikur Arsenal er gegn Chelsea á sunnudaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31 „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag. 9. mars 2025 20:16 „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Sjá meira
Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31
„Þetta félag mun aldrei deyja“ „Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag. 9. mars 2025 20:16
„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32