Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2025 21:47 Matteo Retegui fagnar marki sínu. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Juventus hafði unnið síðustu fimm leiki sína í Serie A, efstu deild karla á Ítalíu, þegar Atalanta kom í heimsókn. Gestirnir virtust ekki vita af sigurgöngu heimaliðsins og unnu stórsigur, lokatölur 0-4. Bæði lið eru í harðri baráttu við topp töflunnar og því var búist við hörkuleik, annað kom á daginn. Heimamenn fengu að vera mun meira með boltann en við hvert tækifæri sem gafst þá skar Atalanta vörn heimaliðsins í sundur og skilaði boltanum oftast nær í netið. Gimapiero Gasperini, þjálfari Atalanta, og Thiago Motta, þjálfari Juventus.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Fyrsta markið kom þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Weston McKennie, miðjumaður Juventus, gerðist þá sekur um að handleika knöttinn innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Mateo Retegui fór á punktinn og brást ekki bogalistin. Hans 22. deildarmark í aðeins 26 leikjum staðreynd. Staðan orðin 0-1 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Matteo Retegui kemur gestunum yfir.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Síðari hálfleikur var varla farinn af stað þegar Marten de Roon þrumaði boltanum í netið frá vítateigslínunni. Staðan orðin 0-2 og heimamenn í allskyns vandræðum. Bakvörðurinn Davide Zappacosta gerði svo út um leikinn á 66. mínútu með góðu skoti innan vítateigs eftir sendingu Sead Kolašinac. Ademola Lookman fullkomnaði svo niðurlægingu Juventus á 77. mínútu. Hann lék á mann og annan áður en skot hans frá vítateigslínunni hafði viðkomu í varnarmanni og endaði þar með í netinu. Staðan orðin 0-4 og reyndust það lokatölur. Atalanta er í bullandi titilbaráttu með 58 stig að loknum 28 leikjum. Napoli er með 60 stig í 2. sæti og Inter er á toppnum með stigi meira. Juventus er í 4. sæti með 52 stig. Fyrr í kvöld hafði Matías Soulé tryggt Roma 1-0 sigur á Empoli. Roma er í 7. sæti með 46 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Albert Guðmundsson skoraði laglegt mark og átti afar viðburðaríkar mínútur í leik Fiorentina við Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. 9. mars 2025 16:10 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Sjá meira
Bæði lið eru í harðri baráttu við topp töflunnar og því var búist við hörkuleik, annað kom á daginn. Heimamenn fengu að vera mun meira með boltann en við hvert tækifæri sem gafst þá skar Atalanta vörn heimaliðsins í sundur og skilaði boltanum oftast nær í netið. Gimapiero Gasperini, þjálfari Atalanta, og Thiago Motta, þjálfari Juventus.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Fyrsta markið kom þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Weston McKennie, miðjumaður Juventus, gerðist þá sekur um að handleika knöttinn innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Mateo Retegui fór á punktinn og brást ekki bogalistin. Hans 22. deildarmark í aðeins 26 leikjum staðreynd. Staðan orðin 0-1 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Matteo Retegui kemur gestunum yfir.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Síðari hálfleikur var varla farinn af stað þegar Marten de Roon þrumaði boltanum í netið frá vítateigslínunni. Staðan orðin 0-2 og heimamenn í allskyns vandræðum. Bakvörðurinn Davide Zappacosta gerði svo út um leikinn á 66. mínútu með góðu skoti innan vítateigs eftir sendingu Sead Kolašinac. Ademola Lookman fullkomnaði svo niðurlægingu Juventus á 77. mínútu. Hann lék á mann og annan áður en skot hans frá vítateigslínunni hafði viðkomu í varnarmanni og endaði þar með í netinu. Staðan orðin 0-4 og reyndust það lokatölur. Atalanta er í bullandi titilbaráttu með 58 stig að loknum 28 leikjum. Napoli er með 60 stig í 2. sæti og Inter er á toppnum með stigi meira. Juventus er í 4. sæti með 52 stig. Fyrr í kvöld hafði Matías Soulé tryggt Roma 1-0 sigur á Empoli. Roma er í 7. sæti með 46 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Albert Guðmundsson skoraði laglegt mark og átti afar viðburðaríkar mínútur í leik Fiorentina við Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. 9. mars 2025 16:10 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Sjá meira
Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Albert Guðmundsson skoraði laglegt mark og átti afar viðburðaríkar mínútur í leik Fiorentina við Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. 9. mars 2025 16:10