Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2025 21:47 Matteo Retegui fagnar marki sínu. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Juventus hafði unnið síðustu fimm leiki sína í Serie A, efstu deild karla á Ítalíu, þegar Atalanta kom í heimsókn. Gestirnir virtust ekki vita af sigurgöngu heimaliðsins og unnu stórsigur, lokatölur 0-4. Bæði lið eru í harðri baráttu við topp töflunnar og því var búist við hörkuleik, annað kom á daginn. Heimamenn fengu að vera mun meira með boltann en við hvert tækifæri sem gafst þá skar Atalanta vörn heimaliðsins í sundur og skilaði boltanum oftast nær í netið. Gimapiero Gasperini, þjálfari Atalanta, og Thiago Motta, þjálfari Juventus.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Fyrsta markið kom þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Weston McKennie, miðjumaður Juventus, gerðist þá sekur um að handleika knöttinn innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Mateo Retegui fór á punktinn og brást ekki bogalistin. Hans 22. deildarmark í aðeins 26 leikjum staðreynd. Staðan orðin 0-1 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Matteo Retegui kemur gestunum yfir.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Síðari hálfleikur var varla farinn af stað þegar Marten de Roon þrumaði boltanum í netið frá vítateigslínunni. Staðan orðin 0-2 og heimamenn í allskyns vandræðum. Bakvörðurinn Davide Zappacosta gerði svo út um leikinn á 66. mínútu með góðu skoti innan vítateigs eftir sendingu Sead Kolašinac. Ademola Lookman fullkomnaði svo niðurlægingu Juventus á 77. mínútu. Hann lék á mann og annan áður en skot hans frá vítateigslínunni hafði viðkomu í varnarmanni og endaði þar með í netinu. Staðan orðin 0-4 og reyndust það lokatölur. Atalanta er í bullandi titilbaráttu með 58 stig að loknum 28 leikjum. Napoli er með 60 stig í 2. sæti og Inter er á toppnum með stigi meira. Juventus er í 4. sæti með 52 stig. Fyrr í kvöld hafði Matías Soulé tryggt Roma 1-0 sigur á Empoli. Roma er í 7. sæti með 46 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Albert Guðmundsson skoraði laglegt mark og átti afar viðburðaríkar mínútur í leik Fiorentina við Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. 9. mars 2025 16:10 Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Bæði lið eru í harðri baráttu við topp töflunnar og því var búist við hörkuleik, annað kom á daginn. Heimamenn fengu að vera mun meira með boltann en við hvert tækifæri sem gafst þá skar Atalanta vörn heimaliðsins í sundur og skilaði boltanum oftast nær í netið. Gimapiero Gasperini, þjálfari Atalanta, og Thiago Motta, þjálfari Juventus.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Fyrsta markið kom þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Weston McKennie, miðjumaður Juventus, gerðist þá sekur um að handleika knöttinn innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Mateo Retegui fór á punktinn og brást ekki bogalistin. Hans 22. deildarmark í aðeins 26 leikjum staðreynd. Staðan orðin 0-1 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Matteo Retegui kemur gestunum yfir.EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Síðari hálfleikur var varla farinn af stað þegar Marten de Roon þrumaði boltanum í netið frá vítateigslínunni. Staðan orðin 0-2 og heimamenn í allskyns vandræðum. Bakvörðurinn Davide Zappacosta gerði svo út um leikinn á 66. mínútu með góðu skoti innan vítateigs eftir sendingu Sead Kolašinac. Ademola Lookman fullkomnaði svo niðurlægingu Juventus á 77. mínútu. Hann lék á mann og annan áður en skot hans frá vítateigslínunni hafði viðkomu í varnarmanni og endaði þar með í netinu. Staðan orðin 0-4 og reyndust það lokatölur. Atalanta er í bullandi titilbaráttu með 58 stig að loknum 28 leikjum. Napoli er með 60 stig í 2. sæti og Inter er á toppnum með stigi meira. Juventus er í 4. sæti með 52 stig. Fyrr í kvöld hafði Matías Soulé tryggt Roma 1-0 sigur á Empoli. Roma er í 7. sæti með 46 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Albert Guðmundsson skoraði laglegt mark og átti afar viðburðaríkar mínútur í leik Fiorentina við Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. 9. mars 2025 16:10 Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Albert Guðmundsson skoraði laglegt mark og átti afar viðburðaríkar mínútur í leik Fiorentina við Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. 9. mars 2025 16:10