LeBron frá í vikur frekar en daga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2025 23:17 Austin Reaves ræðir við LeBron James sem gat ekki klárað leikinn gegn Boston Celtics. Elsa/Getty Images Eftir frábært gengi undanfarnar vikur var Los Angeles Lakers kippt niður á jörðina af erkifjendum sínum í Boston Celtics. Ekki nóg með það heldur meiddist hinn fertugi LeBron James í 4. leikhluta og virðist vera frá keppni næstu vikurnar. Það verður ekki annað sagt en LeBron og Luka Dončić hafi náð vel saman síðan sá síðarnefndi gekk gríðarlega óvænt til liðs við Lakers frá Dallas Mavericks. Það tók Luka vissulega nokkra leiki að sýna sínar bestu hliðar en leikirnir fram að leiknum gegn Celtics voru smjörþefurinn af því hvernig Lakers gæti litið út í úrslitakeppninni. Í leiknum á undan þurfti Lakers hins vegar framlengingu til að sigra New York Knicks og mögulega sat það örlítið í liðinu þegar það mætti ríkjandi meisturum í Celtics. Ekki nóg með að tapa heldur virtist LeBron togna á nára í 4. leikhluta. Ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi LeBron verður frá og hann talaði meiðslin niður eftir leik. „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við tökum þetta dag fyrir dag, sjáum til hvernig þetta lítur út og metum stöðuna út frá því.“ Þjálfari Lakers, JJ Redick, var örlítið stressaðri. „Augljóslega hef ég áhyggjur. Við vitum hins vegar ekkert að svo stöddu.“ The Athletic greinir frá að líklegast sé að LeBron verði frá næstu vikur frekar en næstu daga. Hann gæti því misst af mikilvægum leikjum í baráttunni um heimavallarrétt en gott gengi Lakers að undanförnu hafði lyft því upp í 2. sæti Vesturdeildar. ESPN tekur í sama streng en talar þó aðeins um eina til tvær vikur. Það myndi samt þýða að LeBron gæti misst af allt að níu næstu leikjum Lakers. Los Angeles Lakers star LeBron James is expected to miss at least 1-to-2 weeks with a groin strain, sources tell ESPN. James will wait for the groin injury to calm down over the next 24 hours and receive another evaluation. pic.twitter.com/17mWxsaXN3— Shams Charania (@ShamsCharania) March 9, 2025 Eftir tapið gegn Boston er Lakers í 3. sæti en Denver Nuggets eru hálfum sigri fyrir ofan Lakers í töflunni. Það þýðir að ef Lakers vinnur leik á meðan Denver tapar þá hafa liðin sætaskipti. Það þarf hins vegar ekki mikið að gerast til að Lakers falli niður í 5. sæti en Memphis Grizzlies og Houston Rockets eru ekki langt undan. JJ Redick hefur komið flestum NBA-spekúlöntum á óvart á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Lakers. Nú þarf hann heldur betur að sýna hvað í sér býr þegar 20 leikir eru til loka hinnar hefðbundnu deildarkeppni NBA. Körfubolti NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira
Það verður ekki annað sagt en LeBron og Luka Dončić hafi náð vel saman síðan sá síðarnefndi gekk gríðarlega óvænt til liðs við Lakers frá Dallas Mavericks. Það tók Luka vissulega nokkra leiki að sýna sínar bestu hliðar en leikirnir fram að leiknum gegn Celtics voru smjörþefurinn af því hvernig Lakers gæti litið út í úrslitakeppninni. Í leiknum á undan þurfti Lakers hins vegar framlengingu til að sigra New York Knicks og mögulega sat það örlítið í liðinu þegar það mætti ríkjandi meisturum í Celtics. Ekki nóg með að tapa heldur virtist LeBron togna á nára í 4. leikhluta. Ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi LeBron verður frá og hann talaði meiðslin niður eftir leik. „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við tökum þetta dag fyrir dag, sjáum til hvernig þetta lítur út og metum stöðuna út frá því.“ Þjálfari Lakers, JJ Redick, var örlítið stressaðri. „Augljóslega hef ég áhyggjur. Við vitum hins vegar ekkert að svo stöddu.“ The Athletic greinir frá að líklegast sé að LeBron verði frá næstu vikur frekar en næstu daga. Hann gæti því misst af mikilvægum leikjum í baráttunni um heimavallarrétt en gott gengi Lakers að undanförnu hafði lyft því upp í 2. sæti Vesturdeildar. ESPN tekur í sama streng en talar þó aðeins um eina til tvær vikur. Það myndi samt þýða að LeBron gæti misst af allt að níu næstu leikjum Lakers. Los Angeles Lakers star LeBron James is expected to miss at least 1-to-2 weeks with a groin strain, sources tell ESPN. James will wait for the groin injury to calm down over the next 24 hours and receive another evaluation. pic.twitter.com/17mWxsaXN3— Shams Charania (@ShamsCharania) March 9, 2025 Eftir tapið gegn Boston er Lakers í 3. sæti en Denver Nuggets eru hálfum sigri fyrir ofan Lakers í töflunni. Það þýðir að ef Lakers vinnur leik á meðan Denver tapar þá hafa liðin sætaskipti. Það þarf hins vegar ekki mikið að gerast til að Lakers falli niður í 5. sæti en Memphis Grizzlies og Houston Rockets eru ekki langt undan. JJ Redick hefur komið flestum NBA-spekúlöntum á óvart á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Lakers. Nú þarf hann heldur betur að sýna hvað í sér býr þegar 20 leikir eru til loka hinnar hefðbundnu deildarkeppni NBA.
Körfubolti NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira