„Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. mars 2025 17:08 Það hefur lengi loðað við Gísla Martein að hann sé unglegur og fólk jafnvel reynt að nýta þann eiginleika til að gera lítið úr fjölmiðlamanninum. Vísir/Vilhelm Á vefsíðunni „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ er hægt að fylgjast með aldri fjölmiðlamannsins í rauntíma. Eigandi og forritari síðunnar segir hana hafa komið til vegna þjóðarþráhyggju Íslendinga að býsnast yfir unglegu útliti Gísla. Þorri Líndal Guðnason, Skagamaður og altmuligtmand, hafði lengi velt því fyrir sér hvað unglegi fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson væri í raun og veru gamall. Þrátt fyrir tímans tönn virtist Gísli ósnortinn af árunum og vegna þessa hljómaði ein spurning í stofum landsmanna hvern föstudag: „Hversu gamall er Gísli Marteinn Baldursson?“ Fjölmiðlamaðurinn virtist ekki hafa breyst neitt í fimmtán ár nema hvað varðaði litinn á gleraugunum. Til að seðja þessa sameiginlegu forvitni landsmann bjó Þorri til rauntímaskrá yfir aldur Gísla Marteins sem uppfærist niður í millisekúndur. Fólk sem stillir sig inn á Vikuna getur nú farið inn á hegmg.org og haft aldur þáttastjórnandans við höndina meðan það horfir. Fréttastofa bjallaði í Þorra til að forvitnast um tilkomu síðunnar. Skjáskot af síðunni frá því fyrr í dag. Hafði samband við Gísla sjálfan „Hugmyndin var búin að vera í kollinum í smá tíma bara af því ég var alltaf að velta þessu fyrir mér sjálfur,“ segir Þorri um aðdragandann að gerð síðunna. Hann hafi ætlað að rifja upp forritun og vefsíðugerð og ákveðið að gera það með því að ráðast í að gera vefsíðu um aldur Gísla Marteins. Lénið hafi verið ódýrt og auðvelt að búa síðan til. Þorri Líndal hafði lengi velt fyrir sér aldri Gísla Marteins. „Þetta tekur ekki langan tíma, brýtur upp hversdagsleikann hjá fólki og gleður fólk. Það er aðalmálið,“ segir hann. Hvernig fannstu nákvæma tímasetningu fæðingarinnar? „Ég sendi honum skilaboð og bað hann auðmjúkur um að gefa nákvæmar upplýsingar um klukkan hvað hann fæddist, ekki fyrir mig heldur fyrir fólkið í landinu, undir yfirskriftinni að það væri til að halda upp á afmælið hans almennilega,“ segir Þorri. Gísli hafi ekki séð skilaboðin svo Þorri setti vefsíðuna í loftið og greindi frá fréttunum á Facebook-síðu sinni. „Gísli endaði á að kommenta á póstinn á Facebook og sagði þar nákvæma tímasetningu,“ segir Þorri. Hann hafi í kjölfarið uppfært vefsíðuna með nákvæmri tímasetningunni. Aldur í Stuðmannamyndum og Rottweiler-lögum Á síðunni getur fólk fylgst með aldri Gísla Marteins í rauntíma alveg niður í millísekúndu. En það getur líka fylgst með aldri hans með annars konar mælitækjum. „Þetta var uppfært með öðrum mælieiningum, hversu oft þú getur horft á Með allt á hreinu eða hlustað á ,XXX Rottweilerhunda'. Svo koma örugglega einhverjar fleiri mælieiningar í framtíðinni,“ segir Þorri. Samanburður á mælieiningunum þremur. Hvers vegna Með allt á hreinu og Rottweilerhundar? „Ég man það ekki alveg. Mig minnir að hann hafi einhvern tímann sagt það vera uppáhalds myndina hans,“ segir hann. Og var Gísli sáttur með þetta? „Ég vonaði innilega að hann myndi ekki taka þessu sem einhverju hæðnisverki og hann virðist ekki hafa gert það,“ segir Þorri. Grín og gaman Tækni Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Þorri Líndal Guðnason, Skagamaður og altmuligtmand, hafði lengi velt því fyrir sér hvað unglegi fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson væri í raun og veru gamall. Þrátt fyrir tímans tönn virtist Gísli ósnortinn af árunum og vegna þessa hljómaði ein spurning í stofum landsmanna hvern föstudag: „Hversu gamall er Gísli Marteinn Baldursson?“ Fjölmiðlamaðurinn virtist ekki hafa breyst neitt í fimmtán ár nema hvað varðaði litinn á gleraugunum. Til að seðja þessa sameiginlegu forvitni landsmann bjó Þorri til rauntímaskrá yfir aldur Gísla Marteins sem uppfærist niður í millisekúndur. Fólk sem stillir sig inn á Vikuna getur nú farið inn á hegmg.org og haft aldur þáttastjórnandans við höndina meðan það horfir. Fréttastofa bjallaði í Þorra til að forvitnast um tilkomu síðunnar. Skjáskot af síðunni frá því fyrr í dag. Hafði samband við Gísla sjálfan „Hugmyndin var búin að vera í kollinum í smá tíma bara af því ég var alltaf að velta þessu fyrir mér sjálfur,“ segir Þorri um aðdragandann að gerð síðunna. Hann hafi ætlað að rifja upp forritun og vefsíðugerð og ákveðið að gera það með því að ráðast í að gera vefsíðu um aldur Gísla Marteins. Lénið hafi verið ódýrt og auðvelt að búa síðan til. Þorri Líndal hafði lengi velt fyrir sér aldri Gísla Marteins. „Þetta tekur ekki langan tíma, brýtur upp hversdagsleikann hjá fólki og gleður fólk. Það er aðalmálið,“ segir hann. Hvernig fannstu nákvæma tímasetningu fæðingarinnar? „Ég sendi honum skilaboð og bað hann auðmjúkur um að gefa nákvæmar upplýsingar um klukkan hvað hann fæddist, ekki fyrir mig heldur fyrir fólkið í landinu, undir yfirskriftinni að það væri til að halda upp á afmælið hans almennilega,“ segir Þorri. Gísli hafi ekki séð skilaboðin svo Þorri setti vefsíðuna í loftið og greindi frá fréttunum á Facebook-síðu sinni. „Gísli endaði á að kommenta á póstinn á Facebook og sagði þar nákvæma tímasetningu,“ segir Þorri. Hann hafi í kjölfarið uppfært vefsíðuna með nákvæmri tímasetningunni. Aldur í Stuðmannamyndum og Rottweiler-lögum Á síðunni getur fólk fylgst með aldri Gísla Marteins í rauntíma alveg niður í millísekúndu. En það getur líka fylgst með aldri hans með annars konar mælitækjum. „Þetta var uppfært með öðrum mælieiningum, hversu oft þú getur horft á Með allt á hreinu eða hlustað á ,XXX Rottweilerhunda'. Svo koma örugglega einhverjar fleiri mælieiningar í framtíðinni,“ segir Þorri. Samanburður á mælieiningunum þremur. Hvers vegna Með allt á hreinu og Rottweilerhundar? „Ég man það ekki alveg. Mig minnir að hann hafi einhvern tímann sagt það vera uppáhalds myndina hans,“ segir hann. Og var Gísli sáttur með þetta? „Ég vonaði innilega að hann myndi ekki taka þessu sem einhverju hæðnisverki og hann virðist ekki hafa gert það,“ segir Þorri.
Grín og gaman Tækni Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira