Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller og Drífa Jónasdóttir skrifa 8. mars 2025 16:31 Heimilisofbeldi er kynbundið ofbeldi og þar eru konur í flestum tilfellum þolendurnir. Sá staður sem er líklegast að konur verði fyrir líkamsárás af hálfu maka er heimilið. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og þá er ástæða til að minna á þessa staðreynd. Það er mikilvægt að varpa ljósi á vandann og ræða hvað hægt er að gera til að takast á við þetta alvarlega samfélagsmein og helst að útrýma því. Birtingarmynd heimilisofbeldis er ekki einungis líkamlegir áverkar heldur eru einnig auknar á að þolendur ofbeldisins á glími við þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun og sjálfsvígshugsanir. Ofbeldið hefur neikvæð áhrif á félagslega stöðu þolenda, þeir einangrast, loka gjarnan á vini og fjölskyldu og detta út af vinnumarkaði. Heimilisofbeldi er ekki bundið við einn atburð, heldur er það ítrekað og verður vítahringur ef ekkert er gert. Það sýna tölur Landspítala svart á hvítu þar sem tæp 40% kvenna sem leituðu á bráðamóttökuna vegna heimilisofbeldis á tíu ára tímabili, höfðu komið þangað ítrekað af þeirri ástæðu. Þannig er eðli heimilisofbeldis, það stigmagnast og endirinn getur reynst banvænn. Árið 2023 voru 85.000 konur í heiminum drepnar af körlum, 60% voru drepnar af hendi maka eða fölskyldumeðlimi. Samtals 51.000 konur. Raunar er kynbundið ofbeldi útbreiddasta mannréttindabrot í garð kvenna í heiminum og ein mesta ógn við lýðheilsu þeirra. Hlutverk heilbrigðiskerfisins og samræmt verklag Heilbrigðisstarfsmenn eru lykilaðilar við að greina og bregðast við heimilisofbeldi. Þau eru oft þeir fagaðilar sem eru fyrstir til að fá vitneskju um ofbeldið og oft þeir einu. Ábyrgð þeirra er því mikil, þ.e. að koma þolendum til aðstoðar og málum þeirra í réttan farveg. Þessi mál eru alltaf flókin og mjög margir aðilar sem þurfa að koma að þeim til að bregðast við, veita þolendum nauðsynlega aðstoð og þjónustu og rjúfa vítahring ofbeldisins. Með þetta að leiðarljósi ákvað fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir að setja af stað vinnu til að móta og innleiða samræmt verklag heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Drífa Jónasdóttir var ráðin til að leiða verkefnið og árið 2021 var skipaður starfshópur í því skyni. Hópurinn vann afar góða vinnu, lagði til skýrt verklag og ferla sem þegar var ráðist í að innleiða. Landspítali fékk þar forystuhlutverk og forveri minn, Willum Þór Þórsson studdi vel við verkefnið. Með auknu fjármagni var spítalanum gert kleift ráða í sex stöðugildi sérfræðinga í heimilisofbeldi sem saman mynda Heimilisofbeldisteymið (HOF). Teymið ber ábyrgð á að fylgja málum þolenda eftir og koma þeim í viðeigandi úrræði innan og utan heilbrigðiskerfisins, svo sem að bjóða aðkomu lögreglu og lögfræðings. Teymið veitir þjónustu á landsvísu því miklu skiptir að þolendur eigi greiðan aðgang að aðstoð og stuðningi, óháð búsetu eða efnahag. Landspítali vinnur nú að innleiðingu verklagsins á öðrum heilbrigðisstofnunum landsins. Með breytingum á lögum um heilbrigðisstarfsmenn vorið 2023 var heimild heilbrigðisstarfsmanna til að hafa samband við lögreglu skýrð. Ef komuástæða á heilbrigðisstofnun er heimilisofbeldi þá hefur heilbrigðisstarfsmaður heimild til að bjóða aðstoð lögreglunnar og miðla upplýsingum um áverka ásamt upplýsingum sem varða ofbeldið og aðstæður sjúklings. Þjónustan í heimilisofbeldisteyminu er gjaldfrjáls og á forsendum þolandans sem gefur samþykki sitt fyrir aðkomu lögreglu og ræður hvaða aðra þjónustu hann vill þiggja. Samræmt verklag vekur áhuga WHO Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur sýnt áhuga á aðkomu heilbrigðisráðuneytisins að átaki stofnunarinnar til að sporna gegn ofbeldi í garð kvenna og stúlkna. Er þá horft til þess samræmda verklags fyrir þolendur heimilisofbeldis sem við höfum fjallað um hér. Þessi áhugi WHO felur í sér viðurkenningu á þeim árangri sem hér hefur náðst og er hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. Þetta er afar mikilvægt verkefni og allir þeir sem að því hafa unnið eiga miklar þakkir skildar. Upplýsingar um hvert er hægt að leita vegna heimilisofbeldis eru birtar á vef Neyðarlínunnar: https://www.112.is/leita-adstodar-vegna-ofbeldis Höfundar eru heilbrigðisráðherra og sérfræðingur á sviði heimilisofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heimilisofbeldi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi er kynbundið ofbeldi og þar eru konur í flestum tilfellum þolendurnir. Sá staður sem er líklegast að konur verði fyrir líkamsárás af hálfu maka er heimilið. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og þá er ástæða til að minna á þessa staðreynd. Það er mikilvægt að varpa ljósi á vandann og ræða hvað hægt er að gera til að takast á við þetta alvarlega samfélagsmein og helst að útrýma því. Birtingarmynd heimilisofbeldis er ekki einungis líkamlegir áverkar heldur eru einnig auknar á að þolendur ofbeldisins á glími við þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun og sjálfsvígshugsanir. Ofbeldið hefur neikvæð áhrif á félagslega stöðu þolenda, þeir einangrast, loka gjarnan á vini og fjölskyldu og detta út af vinnumarkaði. Heimilisofbeldi er ekki bundið við einn atburð, heldur er það ítrekað og verður vítahringur ef ekkert er gert. Það sýna tölur Landspítala svart á hvítu þar sem tæp 40% kvenna sem leituðu á bráðamóttökuna vegna heimilisofbeldis á tíu ára tímabili, höfðu komið þangað ítrekað af þeirri ástæðu. Þannig er eðli heimilisofbeldis, það stigmagnast og endirinn getur reynst banvænn. Árið 2023 voru 85.000 konur í heiminum drepnar af körlum, 60% voru drepnar af hendi maka eða fölskyldumeðlimi. Samtals 51.000 konur. Raunar er kynbundið ofbeldi útbreiddasta mannréttindabrot í garð kvenna í heiminum og ein mesta ógn við lýðheilsu þeirra. Hlutverk heilbrigðiskerfisins og samræmt verklag Heilbrigðisstarfsmenn eru lykilaðilar við að greina og bregðast við heimilisofbeldi. Þau eru oft þeir fagaðilar sem eru fyrstir til að fá vitneskju um ofbeldið og oft þeir einu. Ábyrgð þeirra er því mikil, þ.e. að koma þolendum til aðstoðar og málum þeirra í réttan farveg. Þessi mál eru alltaf flókin og mjög margir aðilar sem þurfa að koma að þeim til að bregðast við, veita þolendum nauðsynlega aðstoð og þjónustu og rjúfa vítahring ofbeldisins. Með þetta að leiðarljósi ákvað fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir að setja af stað vinnu til að móta og innleiða samræmt verklag heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Drífa Jónasdóttir var ráðin til að leiða verkefnið og árið 2021 var skipaður starfshópur í því skyni. Hópurinn vann afar góða vinnu, lagði til skýrt verklag og ferla sem þegar var ráðist í að innleiða. Landspítali fékk þar forystuhlutverk og forveri minn, Willum Þór Þórsson studdi vel við verkefnið. Með auknu fjármagni var spítalanum gert kleift ráða í sex stöðugildi sérfræðinga í heimilisofbeldi sem saman mynda Heimilisofbeldisteymið (HOF). Teymið ber ábyrgð á að fylgja málum þolenda eftir og koma þeim í viðeigandi úrræði innan og utan heilbrigðiskerfisins, svo sem að bjóða aðkomu lögreglu og lögfræðings. Teymið veitir þjónustu á landsvísu því miklu skiptir að þolendur eigi greiðan aðgang að aðstoð og stuðningi, óháð búsetu eða efnahag. Landspítali vinnur nú að innleiðingu verklagsins á öðrum heilbrigðisstofnunum landsins. Með breytingum á lögum um heilbrigðisstarfsmenn vorið 2023 var heimild heilbrigðisstarfsmanna til að hafa samband við lögreglu skýrð. Ef komuástæða á heilbrigðisstofnun er heimilisofbeldi þá hefur heilbrigðisstarfsmaður heimild til að bjóða aðstoð lögreglunnar og miðla upplýsingum um áverka ásamt upplýsingum sem varða ofbeldið og aðstæður sjúklings. Þjónustan í heimilisofbeldisteyminu er gjaldfrjáls og á forsendum þolandans sem gefur samþykki sitt fyrir aðkomu lögreglu og ræður hvaða aðra þjónustu hann vill þiggja. Samræmt verklag vekur áhuga WHO Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur sýnt áhuga á aðkomu heilbrigðisráðuneytisins að átaki stofnunarinnar til að sporna gegn ofbeldi í garð kvenna og stúlkna. Er þá horft til þess samræmda verklags fyrir þolendur heimilisofbeldis sem við höfum fjallað um hér. Þessi áhugi WHO felur í sér viðurkenningu á þeim árangri sem hér hefur náðst og er hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. Þetta er afar mikilvægt verkefni og allir þeir sem að því hafa unnið eiga miklar þakkir skildar. Upplýsingar um hvert er hægt að leita vegna heimilisofbeldis eru birtar á vef Neyðarlínunnar: https://www.112.is/leita-adstodar-vegna-ofbeldis Höfundar eru heilbrigðisráðherra og sérfræðingur á sviði heimilisofbeldis.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun