Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson og Sigríður Mogensen skrifa 7. mars 2025 18:32 Heimurinn er á áhugaverðum krossgötum. Alþjóðavæðing síðustu áratuga er á undanhaldi og stærstu þjóðir og efnahagsveldi heims farin að horfa meira á vernd eigin hagsmuna. Heimsmyndin er breytt. Margt bendir til þess að Bandaríkin líti síður á sig sem „leiðtoga hins frjálsa heims“ en áður með rofi á áherslum á frjáls viðskipti, byggingu tollamúra og viðskiptalegum refsiaðgerðum til að draga úr viðskiptahalla. Evrópa stendur því mögulega frammi fyrir því að geta síður reitt sig á sameiginlegar áherslur Evrópu og Bandaríkja og þarf sjálf að taka stærra hlutverk en áður, sérstaklega þegar kemur að öryggis- og varnarmálum og samkeppnishæfni. Auk geópólítískra áskorana vofir yfir breytingaský, en nú stendur yfir ein stærsta iðnbylting allra tíma. Gervigreindarkapphlaup er hafið og það getur í víðum skilningi ráðið miklu um samkeppnishæfniog stöðu þjóða tilframtíðar. Um er að ræða nútíma vopnakapphlaup. Ljóst er að stórveldin, hvort sem það eru Bandaríkin, Evrópusambandið eða Kína gera öll tilkall til forystu í þróun og hagnýtingu gervigreindar til að treysta sína framtíð. Ríki heims eru betur og betur að gera sér grein fyrir að þau tækifæri og þær ógnanir sem felast í gervigreind eru af stærðargráðu sem krefst samstundis athygli stjórnvalda, atvinnulífs og samfélagsins alls. Þetta gildir sérstaklega um lítið opið hagkerfi eins og Ísland. Hraðinn í framþróuninni er slíkur að sífellt erfiðara verður fyrir fyrirtæki að bregðast við - að ekki sé talað um stjórnvöld, sem vinna oft í hægari takti en umhverfið sem þau styðja við. Breytt heimsmynd og ljóshraði þróunar á gervigreind krefst athygli og skýrrar stefnumörkunar hér á landi. Íslensk stjórnvöld þurfa að taka sér leiðtogahlutverk og móta metnaðarfulla stefnu og aðgerðir sem allra fyrst. Í stefnunni þarf að leggja áherslu á eftirfarandi: ○Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands. ○Bandalög á alþjóðavísu. Bæði efnahagsleg og varnarbandalög. ○Innviða-, fjarskipta-, og raforkumál. ○Menningar- og menntamál eigi íslenskan að eiga sér bjarta framtíð. Við þurfum aðpassa að: ●Tryggja okkur aðgengi að þeirri tækni sem þróuð verður. Bandaríkin hafa þegar sett útflutningstakmarkanir á örflögur og aðra mikilvæga tækni líkt og gervigreindarmódel. Rétt eins og hömlur eru á vopnaútflutningi eða annarri tækni sem hefur áhrif á þjóðaröryggi. Án aðgengis að þessari verðmætu tækni er samkeppnishæfni og möguleikar Íslands skert til muna. Verðmætasköpun verður erfiðari. Stjórnvöld þurfa strax að opna samtöl sem snúa að þessu og tryggja veru Íslands á listum yfir lönd sem eru undanþegin slíkum takmörkunum. ●Líta til sérstöðu landsins þegar kemuraðmöguleikum á nýtingugrænnar raforku í rekstri gagnavera. Gagnaverin gegna lykilhlutverki í framþróun gervigreindar. Hafa verður í huga að með uppbyggingu stórra gagnavers-þyrpinga verður Ísland hluti af innviðum þeirra landa sem reiða sig á notkun þeirra. Þetta hefur áhrif á þjóðaröryggiog ný bandalög sem gætu verið að myndast þar. ●Greiða fyrir auknum fjárfestingum í tengdum málaflokkum, með verðmætasköpun í huga, s.s.raforku og fjarskiptainnviðum. ●Líta á málaflokk gervigreindar sem eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar til lengri tíma og horfa þvert yfir alla kima samfélagsins. Hættan er sú að málaflokkurinn lendi á jaðrinum og stjórnvöld líti á þetta sem nokkurs konar tæknimál - án skriðþungans sem þarf til að ná árangri. Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands er háð skýrri og metnaðarfullri stefnu stjórnvalda í þessum víðtæka málaflokki sem gervigreindin er. Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál. Gervigreindarkapphlaupið er hafið. Framundan er einstakt og byltingarkennt tækifæri til að auka enn frekar verðmætasköpun og samkeppnishæfni landsins. Með metnaðarfullum og markvissum aðgerðum stjórnvalda er hægt að tryggja Íslandi aðgengi og miða í hlaupið. Ingvar Hjálmarsson er formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins Sigríður Mogensen er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heimurinn er á áhugaverðum krossgötum. Alþjóðavæðing síðustu áratuga er á undanhaldi og stærstu þjóðir og efnahagsveldi heims farin að horfa meira á vernd eigin hagsmuna. Heimsmyndin er breytt. Margt bendir til þess að Bandaríkin líti síður á sig sem „leiðtoga hins frjálsa heims“ en áður með rofi á áherslum á frjáls viðskipti, byggingu tollamúra og viðskiptalegum refsiaðgerðum til að draga úr viðskiptahalla. Evrópa stendur því mögulega frammi fyrir því að geta síður reitt sig á sameiginlegar áherslur Evrópu og Bandaríkja og þarf sjálf að taka stærra hlutverk en áður, sérstaklega þegar kemur að öryggis- og varnarmálum og samkeppnishæfni. Auk geópólítískra áskorana vofir yfir breytingaský, en nú stendur yfir ein stærsta iðnbylting allra tíma. Gervigreindarkapphlaup er hafið og það getur í víðum skilningi ráðið miklu um samkeppnishæfniog stöðu þjóða tilframtíðar. Um er að ræða nútíma vopnakapphlaup. Ljóst er að stórveldin, hvort sem það eru Bandaríkin, Evrópusambandið eða Kína gera öll tilkall til forystu í þróun og hagnýtingu gervigreindar til að treysta sína framtíð. Ríki heims eru betur og betur að gera sér grein fyrir að þau tækifæri og þær ógnanir sem felast í gervigreind eru af stærðargráðu sem krefst samstundis athygli stjórnvalda, atvinnulífs og samfélagsins alls. Þetta gildir sérstaklega um lítið opið hagkerfi eins og Ísland. Hraðinn í framþróuninni er slíkur að sífellt erfiðara verður fyrir fyrirtæki að bregðast við - að ekki sé talað um stjórnvöld, sem vinna oft í hægari takti en umhverfið sem þau styðja við. Breytt heimsmynd og ljóshraði þróunar á gervigreind krefst athygli og skýrrar stefnumörkunar hér á landi. Íslensk stjórnvöld þurfa að taka sér leiðtogahlutverk og móta metnaðarfulla stefnu og aðgerðir sem allra fyrst. Í stefnunni þarf að leggja áherslu á eftirfarandi: ○Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands. ○Bandalög á alþjóðavísu. Bæði efnahagsleg og varnarbandalög. ○Innviða-, fjarskipta-, og raforkumál. ○Menningar- og menntamál eigi íslenskan að eiga sér bjarta framtíð. Við þurfum aðpassa að: ●Tryggja okkur aðgengi að þeirri tækni sem þróuð verður. Bandaríkin hafa þegar sett útflutningstakmarkanir á örflögur og aðra mikilvæga tækni líkt og gervigreindarmódel. Rétt eins og hömlur eru á vopnaútflutningi eða annarri tækni sem hefur áhrif á þjóðaröryggi. Án aðgengis að þessari verðmætu tækni er samkeppnishæfni og möguleikar Íslands skert til muna. Verðmætasköpun verður erfiðari. Stjórnvöld þurfa strax að opna samtöl sem snúa að þessu og tryggja veru Íslands á listum yfir lönd sem eru undanþegin slíkum takmörkunum. ●Líta til sérstöðu landsins þegar kemuraðmöguleikum á nýtingugrænnar raforku í rekstri gagnavera. Gagnaverin gegna lykilhlutverki í framþróun gervigreindar. Hafa verður í huga að með uppbyggingu stórra gagnavers-þyrpinga verður Ísland hluti af innviðum þeirra landa sem reiða sig á notkun þeirra. Þetta hefur áhrif á þjóðaröryggiog ný bandalög sem gætu verið að myndast þar. ●Greiða fyrir auknum fjárfestingum í tengdum málaflokkum, með verðmætasköpun í huga, s.s.raforku og fjarskiptainnviðum. ●Líta á málaflokk gervigreindar sem eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar til lengri tíma og horfa þvert yfir alla kima samfélagsins. Hættan er sú að málaflokkurinn lendi á jaðrinum og stjórnvöld líti á þetta sem nokkurs konar tæknimál - án skriðþungans sem þarf til að ná árangri. Verðmætasköpun og samkeppnishæfni Íslands er háð skýrri og metnaðarfullri stefnu stjórnvalda í þessum víðtæka málaflokki sem gervigreindin er. Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál. Gervigreindarkapphlaupið er hafið. Framundan er einstakt og byltingarkennt tækifæri til að auka enn frekar verðmætasköpun og samkeppnishæfni landsins. Með metnaðarfullum og markvissum aðgerðum stjórnvalda er hægt að tryggja Íslandi aðgengi og miða í hlaupið. Ingvar Hjálmarsson er formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins Sigríður Mogensen er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun