Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 23:17 Joshua Homberg er ekki með neitt húðflúr á brjóstkassanum ólíkt við tvíburarbróður sinn. @joshua_k._homberg Það getur verið gott að vera eineggja tvíburi en það gefur þó ekki viðkomandi rétt á því að svindla í íþróttum. Það fengu þýskir tvíburar að finna á eigin skinni á dögunum og geta nú afskrifað það að keppa aftur í sinni íþrótt það sem eftir lifir ævinnar. MMA heimurinn í Þýskalandi uppgötvaði nefnilega óvenjulegt tvíburasvindl á dögunum. Það ætti samt að hafa verið svolítið grunsamlegt þegar Joshua Homberg nokkur mætti í bardagann sinn með nýtt húðflúr á bæði brjóstkassa og framhandlegg. Myndin af tvíburabræðrunum í frétt Bild.Bild Enginn áttaði sig þó á þessu fyrr en eftir bardagann og nú hefur þetta verið kallað stærsta hneykslið í sögu blandaðra bardagaíþrótta. Þýska blaðið Bild segir frá ævintýrum tvíburabræðranna í áhugamannamóti á dögunum. Þeir skiptu þá um hlutverk. Það kom þó ekki til af góðu þar sem Joshua Homberg var meiddur eftir undanúrslitabardaga sinn. Homberg komst í úrslitin eftir þriggja lotna bardaga á móti Aleksandr Grujic þar sem hann vann á endanum á stigum. Homberg meiddist á fæti í bardaganum og úrslitabardaginn var aðeins tveimur klukkutímum síðar. Homberg var engu að síður mættur í úrslitabardagann og vann hann á hörku sparki. Allt í einu fóru áhorfendur að taka eftir húðflúrunum sem þau höfðu ekki séð á honum nokkrum klukkutímum fyrr. Ástæðan var einföld, það var ekki Joshua Homberg sem barðist heldur tvíburabróðir hans Jeremias. Jeremias reyndi að fela húðflúr sín með handklæði eftir bardagann og Joshua var í hettupeysu. Þeir komust þó ekki upp með svindlið og það var þeim rándýrt. Báðir bræðurnir hafa nú verið dæmdir í lífstíðarbann. ”Sportens största skandal” – Tvillingbröder böt plats under MMA-turnering - Den omtalade tyska fajtern Joshua Homberg, korades till mäst Läs hela artikeln här: https://t.co/LhgohjG9ka— Kimura Crew (@kimurasweden) March 7, 2025 MMA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Sjá meira
Það fengu þýskir tvíburar að finna á eigin skinni á dögunum og geta nú afskrifað það að keppa aftur í sinni íþrótt það sem eftir lifir ævinnar. MMA heimurinn í Þýskalandi uppgötvaði nefnilega óvenjulegt tvíburasvindl á dögunum. Það ætti samt að hafa verið svolítið grunsamlegt þegar Joshua Homberg nokkur mætti í bardagann sinn með nýtt húðflúr á bæði brjóstkassa og framhandlegg. Myndin af tvíburabræðrunum í frétt Bild.Bild Enginn áttaði sig þó á þessu fyrr en eftir bardagann og nú hefur þetta verið kallað stærsta hneykslið í sögu blandaðra bardagaíþrótta. Þýska blaðið Bild segir frá ævintýrum tvíburabræðranna í áhugamannamóti á dögunum. Þeir skiptu þá um hlutverk. Það kom þó ekki til af góðu þar sem Joshua Homberg var meiddur eftir undanúrslitabardaga sinn. Homberg komst í úrslitin eftir þriggja lotna bardaga á móti Aleksandr Grujic þar sem hann vann á endanum á stigum. Homberg meiddist á fæti í bardaganum og úrslitabardaginn var aðeins tveimur klukkutímum síðar. Homberg var engu að síður mættur í úrslitabardagann og vann hann á hörku sparki. Allt í einu fóru áhorfendur að taka eftir húðflúrunum sem þau höfðu ekki séð á honum nokkrum klukkutímum fyrr. Ástæðan var einföld, það var ekki Joshua Homberg sem barðist heldur tvíburabróðir hans Jeremias. Jeremias reyndi að fela húðflúr sín með handklæði eftir bardagann og Joshua var í hettupeysu. Þeir komust þó ekki upp með svindlið og það var þeim rándýrt. Báðir bræðurnir hafa nú verið dæmdir í lífstíðarbann. ”Sportens största skandal” – Tvillingbröder böt plats under MMA-turnering - Den omtalade tyska fajtern Joshua Homberg, korades till mäst Läs hela artikeln här: https://t.co/LhgohjG9ka— Kimura Crew (@kimurasweden) March 7, 2025
MMA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Sjá meira