Mannskæð átök í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2025 14:13 Víða hefur verið mótmælt í Sýrlandi. Eftir því hvar mótmælin hafa verið haldin haffa þau annað hvort verið til stuðnings nýrrar ríkisstjórnar eða gegn henni. AFP/Ho Sana Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið stjórn á nokkrum þorpum og bæjum í héruðunum í nótt. Ráðamenn í Sýrlandi segja umrædda uppreisnarmenn vera leifar stjórnarhers Assads og er búið að setja á útgöngubann í báðum héruðum. Fregnir eru á miklu reiki og þar til viðbótar hefur alls kyns áróður verið umfangsmikill í Sýrlandi á undanförnum vikum og mánuðum. Fregnir hafa þó borist af því að tugir séu látnir og hafa vopnaðir menn á vegum nýrra stjórnvalda Sýrlands verið sakaðir um hefndaraðgerðir vegna árásanna. Í samtali við Reuters segja íbúar í Lataíkíaborg að skotbardagar hafi átt sér stað um langt skeið. Svipaðar fregnir hafa borist annars staðar frá og virðist sem öryggissveitir hafi haft yfirhöndina. Ásakanir um hefndaraðgerðir Myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna fjölda líka á götum þorpa í Latakía en þar eiga menn að hafa verið teknir af lífi af öryggissveitum, eftir að liðsauki barst. Í frétt New York Times er vitnað í ríkismiðla þar sem fólk er hvatt til að halda kyrru fyrir heima hjá sér meðan öryggissveitir leita uppreisnarmanna. Frá því Hafez al-Assad faðir Bashars tók völd í Sýrlandi eftir röð valdarána á sjöunda áratug síðustu aldar hafa Alavítar verið við stjórnartaumana, meðal annars innan stjórnarhers Sýrlands og öðrum stofnunum, þó þjóðflokkurinn sé í raun minnihlutahópur í Sýrlandi. Eftir fall Assads og flótta hans til Rússlands hefur Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), nýr leiðtogi Sýrlands, lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum. Margir Alavítar úr stjórnarher Assads hafa gefið sig fram og afhent nýjum yfirvöldum vopn sín á undanförnum mánuðum en aðrir hafa myndað uppreisnarhópa og gert skyndiárásir gegn öryggissveitum. Þær árásir náðu ákveðnu hámarki í gær. Sýrland Tengdar fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02 Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. 29. janúar 2025 21:41 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið stjórn á nokkrum þorpum og bæjum í héruðunum í nótt. Ráðamenn í Sýrlandi segja umrædda uppreisnarmenn vera leifar stjórnarhers Assads og er búið að setja á útgöngubann í báðum héruðum. Fregnir eru á miklu reiki og þar til viðbótar hefur alls kyns áróður verið umfangsmikill í Sýrlandi á undanförnum vikum og mánuðum. Fregnir hafa þó borist af því að tugir séu látnir og hafa vopnaðir menn á vegum nýrra stjórnvalda Sýrlands verið sakaðir um hefndaraðgerðir vegna árásanna. Í samtali við Reuters segja íbúar í Lataíkíaborg að skotbardagar hafi átt sér stað um langt skeið. Svipaðar fregnir hafa borist annars staðar frá og virðist sem öryggissveitir hafi haft yfirhöndina. Ásakanir um hefndaraðgerðir Myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna fjölda líka á götum þorpa í Latakía en þar eiga menn að hafa verið teknir af lífi af öryggissveitum, eftir að liðsauki barst. Í frétt New York Times er vitnað í ríkismiðla þar sem fólk er hvatt til að halda kyrru fyrir heima hjá sér meðan öryggissveitir leita uppreisnarmanna. Frá því Hafez al-Assad faðir Bashars tók völd í Sýrlandi eftir röð valdarána á sjöunda áratug síðustu aldar hafa Alavítar verið við stjórnartaumana, meðal annars innan stjórnarhers Sýrlands og öðrum stofnunum, þó þjóðflokkurinn sé í raun minnihlutahópur í Sýrlandi. Eftir fall Assads og flótta hans til Rússlands hefur Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), nýr leiðtogi Sýrlands, lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum. Margir Alavítar úr stjórnarher Assads hafa gefið sig fram og afhent nýjum yfirvöldum vopn sín á undanförnum mánuðum en aðrir hafa myndað uppreisnarhópa og gert skyndiárásir gegn öryggissveitum. Þær árásir náðu ákveðnu hámarki í gær.
Sýrland Tengdar fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02 Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. 29. janúar 2025 21:41 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02
Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. 29. janúar 2025 21:41