Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2025 16:26 Stefán Þórarinsson, hagfræðingur, ætlar að kafa í hagkerfi sýndarheima CCP. Arnar Valdimarsson CCP hefur ráðið Stefán Þórarinsson, hagfræðing, frá Seðlabankanum til að vinna við þróun hagkerfa í sýndarheimum leikjafyrirtækisins. Stefán mun sérstaklega vinna við EVR Frontier, nýjasta leik fyrirtækisins þar sem nýst er við bálkakeðjutækni. CCP hefur um árabil verið fremst meðal jafningja þegar kemur að þróun hagkerfa í fjölspilunarleikjum þar sem spilarar hafa mikil áhrif. Helsta verkefni Stefáns hjá CCP verður að vinna við hagkerfi nýja leiksins EVE Frontier. Það er fjölspilunarleikur sem gerist á einum vefþjóni og byggir á bálkakeðjutækninni (e. Blockchain). Það á að gera spilurum kleift að móta nýtt stafrænt hagkerfi þar sem þeir hafa áhrif á þróun þess. Sjá einnig: CCP kynnir nýjan leik í söguheimi EVE Online Í tilkynningu frá CCP er haft eftir Stefáni að hagkerfi sýndarheima séu lifandi og í sífelldri þróun. Þau þarfnist ítarlegra rannsókna. „CCP Games leiðir áhlaupið í að brúa bilið milli hagkerfa tölvuleikja og lögmála hagkerfa í raunheimum og ég er spenntur fyrir því að taka þátt í þessari framúrskarandi vinnu." Stefán segir að markmiðið sé ekki eingöngu að skapa raunverulegt sýndarhagkerfi heldur einnig rannsaka hvernig slík hagkerfi virka. EVE Frontier muni leggja línurnar fyrir þróun þessara kerfa í framtíðinni. Áhugasamir geta kynnt sér EVE Frontier og hagkerfi leiksins með því að horfa á ítarlega kynningu CCP. Fara í umfangsmiklar greiningar Störf Stefáns munu byggja á vinnu Dr. Eyjólfs Guðmundssonar, sem starfaði lengi sem aðalhagfræðingur CCP. Hann var ráðinn til CCP árið 2007 til að stýra hagkerfi EVE Online, sem er nú orðinn rúmlega tuttugu ára gamall, og var það í fyrsta sinn sem slíkt var gert varðandi fjölspilunarleik. Farið verður í umfangsmiklar greiningar á hagkerfi EVE Frontier. Þeirri vinnu er ætlað að varpa ljósi á það hvernig aðgerðir spilara í leiknum hafa áhrif á verðlag, stöðugleika og markaðsshegðun. Einnig verður kannað hvernig samskipti spilara við tölvugerðar persónur (e. NPC) hafa áhrif á framboð og eftirspurn og það hvernig spilarar byggja ákvarðanir sínar á markaði, svo eitthvað sé nefnt. Í áðurnefndri tilkynningu er haft eftir Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP Games, að frá því fyrirtækið hafi verið stofnað hafi markmiðið verið að skapa heima þar sem spilarar eru ekki bundnir reglum hönnunar umræddra heima. Reynsla Stefáns úr Seðlabankanum muni þar skipta sköpum og EVE Frontier muni brjóta blað í sögu sýndarheima. Hér að neðan má sjá viðtal við Hilmar um EVE Frontier frá því í janúar. EVE Frontier hefur ekki verið gefinn út enn en er í prófunum. Vistaskipti Seðlabankinn Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
CCP hefur um árabil verið fremst meðal jafningja þegar kemur að þróun hagkerfa í fjölspilunarleikjum þar sem spilarar hafa mikil áhrif. Helsta verkefni Stefáns hjá CCP verður að vinna við hagkerfi nýja leiksins EVE Frontier. Það er fjölspilunarleikur sem gerist á einum vefþjóni og byggir á bálkakeðjutækninni (e. Blockchain). Það á að gera spilurum kleift að móta nýtt stafrænt hagkerfi þar sem þeir hafa áhrif á þróun þess. Sjá einnig: CCP kynnir nýjan leik í söguheimi EVE Online Í tilkynningu frá CCP er haft eftir Stefáni að hagkerfi sýndarheima séu lifandi og í sífelldri þróun. Þau þarfnist ítarlegra rannsókna. „CCP Games leiðir áhlaupið í að brúa bilið milli hagkerfa tölvuleikja og lögmála hagkerfa í raunheimum og ég er spenntur fyrir því að taka þátt í þessari framúrskarandi vinnu." Stefán segir að markmiðið sé ekki eingöngu að skapa raunverulegt sýndarhagkerfi heldur einnig rannsaka hvernig slík hagkerfi virka. EVE Frontier muni leggja línurnar fyrir þróun þessara kerfa í framtíðinni. Áhugasamir geta kynnt sér EVE Frontier og hagkerfi leiksins með því að horfa á ítarlega kynningu CCP. Fara í umfangsmiklar greiningar Störf Stefáns munu byggja á vinnu Dr. Eyjólfs Guðmundssonar, sem starfaði lengi sem aðalhagfræðingur CCP. Hann var ráðinn til CCP árið 2007 til að stýra hagkerfi EVE Online, sem er nú orðinn rúmlega tuttugu ára gamall, og var það í fyrsta sinn sem slíkt var gert varðandi fjölspilunarleik. Farið verður í umfangsmiklar greiningar á hagkerfi EVE Frontier. Þeirri vinnu er ætlað að varpa ljósi á það hvernig aðgerðir spilara í leiknum hafa áhrif á verðlag, stöðugleika og markaðsshegðun. Einnig verður kannað hvernig samskipti spilara við tölvugerðar persónur (e. NPC) hafa áhrif á framboð og eftirspurn og það hvernig spilarar byggja ákvarðanir sínar á markaði, svo eitthvað sé nefnt. Í áðurnefndri tilkynningu er haft eftir Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP Games, að frá því fyrirtækið hafi verið stofnað hafi markmiðið verið að skapa heima þar sem spilarar eru ekki bundnir reglum hönnunar umræddra heima. Reynsla Stefáns úr Seðlabankanum muni þar skipta sköpum og EVE Frontier muni brjóta blað í sögu sýndarheima. Hér að neðan má sjá viðtal við Hilmar um EVE Frontier frá því í janúar. EVE Frontier hefur ekki verið gefinn út enn en er í prófunum.
Vistaskipti Seðlabankinn Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira