Skipulagsstofnun bíður upplýsinga um kjötvinnsluna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2025 13:42 Enn hafa engin svör fengist um tillögur framkvæmdaraðila um breytingar á byggingunni, sem Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, sagði á borgarstjórnarfundi í janúar að væru væntanlegar fyrir lok þess mánaðar. Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun bíður gagna frá Álfabakka 2, eiganda skemmunnar margumtöluðu við Álfabakka, en þegar þau liggja fyrir mun stofnunin taka ákvörðun um hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Þetta segir Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismatssviðs hjá Skipulagsstofnun. Málið snýr að kjötvinnslu sem á að starfrækja í húsinu, á yfir 3.200 fermetrum. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við kjötvinnsluna 28. janúar síðastliðinn, á þeirri forsendu að ekki lægju fyrir upplýsingar um það hvort Álfabakki 2 hefði tilkynnt um kjötvinnsluna til Skipulagsstofnunar. Forsvarsmenn Álfabakka 2 fengu sjö daga frest til að skila inn athugasemdum vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa en að sögn Egils eru tilkynning um kjötvinnsluna og upplýsingar um hana nú í vinnslu hjá fyrirtækinu. Þegar þær hafa borist Skipulagsstofnun mun stofnunin ákvarða hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Hefðu átt að tilkynna um kjötvinnsluna í upphafi ferlisins Egill segir að í raun hefði framkvæmdaraðilinn átt að skila inn tilkynningu um kjötvinnsluna til Skipulagsstofununar áður en sótt var um önnur leyfi fyrir framkvæmdinni. Hann segir hins vegar skiljanlegt að menn hafi ekki kveikt á þessu, þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem reynir á umrætt lagaákvæði. Kjötvinnslan fellur undir 19. og 20. grein laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana frá árinu 2021, þar sem segir meðal annars að framkvæmdaraðilar skuli tilkynna Skipulagsstofnun um ákveðnar tegundir framkvæmda og að í tilkynningunni skuli leggja fram upplýsingar um framkvæmdina og líkleg umtalsverð umhverfisáhrif hennar. Egill segir Skipulagsstofnun munu kappkosta að klára málið vel innan þess sjö vikna tímafrests sem lög kveða á um.Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun hefur í framhaldinu sjö vikur til að ákveða hvort framkvæmdin sé háð umhverfismati en þarf áður að leita umsagna umsagnaraðila eftir því sem við á, til að mynda leyfisveitenda. Fari svo að Skipulagsstofnun ákveði að kjötvinnslan við Álfabakka sé háð umverfismati verður framkvæmdaaðila gert að skila inn matsáætlun, sem Skipulagsstofnun ber að kynna almenningi „á áberandi hátt“ og leita umsagna. Ef framkvæmdin er ekki talin vera háð umhverfismati getur Skipulagsstofnun gert tillögur um tilhögun framkvæmda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir umtalsverð umhverfisáhrif. Vöruskemma við Álfabakka Matvælaframleiðsla Skipulag Reykjavík Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Þetta segir Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismatssviðs hjá Skipulagsstofnun. Málið snýr að kjötvinnslu sem á að starfrækja í húsinu, á yfir 3.200 fermetrum. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við kjötvinnsluna 28. janúar síðastliðinn, á þeirri forsendu að ekki lægju fyrir upplýsingar um það hvort Álfabakki 2 hefði tilkynnt um kjötvinnsluna til Skipulagsstofnunar. Forsvarsmenn Álfabakka 2 fengu sjö daga frest til að skila inn athugasemdum vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa en að sögn Egils eru tilkynning um kjötvinnsluna og upplýsingar um hana nú í vinnslu hjá fyrirtækinu. Þegar þær hafa borist Skipulagsstofnun mun stofnunin ákvarða hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Hefðu átt að tilkynna um kjötvinnsluna í upphafi ferlisins Egill segir að í raun hefði framkvæmdaraðilinn átt að skila inn tilkynningu um kjötvinnsluna til Skipulagsstofununar áður en sótt var um önnur leyfi fyrir framkvæmdinni. Hann segir hins vegar skiljanlegt að menn hafi ekki kveikt á þessu, þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem reynir á umrætt lagaákvæði. Kjötvinnslan fellur undir 19. og 20. grein laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana frá árinu 2021, þar sem segir meðal annars að framkvæmdaraðilar skuli tilkynna Skipulagsstofnun um ákveðnar tegundir framkvæmda og að í tilkynningunni skuli leggja fram upplýsingar um framkvæmdina og líkleg umtalsverð umhverfisáhrif hennar. Egill segir Skipulagsstofnun munu kappkosta að klára málið vel innan þess sjö vikna tímafrests sem lög kveða á um.Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun hefur í framhaldinu sjö vikur til að ákveða hvort framkvæmdin sé háð umhverfismati en þarf áður að leita umsagna umsagnaraðila eftir því sem við á, til að mynda leyfisveitenda. Fari svo að Skipulagsstofnun ákveði að kjötvinnslan við Álfabakka sé háð umverfismati verður framkvæmdaaðila gert að skila inn matsáætlun, sem Skipulagsstofnun ber að kynna almenningi „á áberandi hátt“ og leita umsagna. Ef framkvæmdin er ekki talin vera háð umhverfismati getur Skipulagsstofnun gert tillögur um tilhögun framkvæmda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir umtalsverð umhverfisáhrif.
Vöruskemma við Álfabakka Matvælaframleiðsla Skipulag Reykjavík Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira