Skipulagsstofnun bíður upplýsinga um kjötvinnsluna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2025 13:42 Enn hafa engin svör fengist um tillögur framkvæmdaraðila um breytingar á byggingunni, sem Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, sagði á borgarstjórnarfundi í janúar að væru væntanlegar fyrir lok þess mánaðar. Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun bíður gagna frá Álfabakka 2, eiganda skemmunnar margumtöluðu við Álfabakka, en þegar þau liggja fyrir mun stofnunin taka ákvörðun um hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Þetta segir Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismatssviðs hjá Skipulagsstofnun. Málið snýr að kjötvinnslu sem á að starfrækja í húsinu, á yfir 3.200 fermetrum. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við kjötvinnsluna 28. janúar síðastliðinn, á þeirri forsendu að ekki lægju fyrir upplýsingar um það hvort Álfabakki 2 hefði tilkynnt um kjötvinnsluna til Skipulagsstofnunar. Forsvarsmenn Álfabakka 2 fengu sjö daga frest til að skila inn athugasemdum vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa en að sögn Egils eru tilkynning um kjötvinnsluna og upplýsingar um hana nú í vinnslu hjá fyrirtækinu. Þegar þær hafa borist Skipulagsstofnun mun stofnunin ákvarða hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Hefðu átt að tilkynna um kjötvinnsluna í upphafi ferlisins Egill segir að í raun hefði framkvæmdaraðilinn átt að skila inn tilkynningu um kjötvinnsluna til Skipulagsstofununar áður en sótt var um önnur leyfi fyrir framkvæmdinni. Hann segir hins vegar skiljanlegt að menn hafi ekki kveikt á þessu, þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem reynir á umrætt lagaákvæði. Kjötvinnslan fellur undir 19. og 20. grein laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana frá árinu 2021, þar sem segir meðal annars að framkvæmdaraðilar skuli tilkynna Skipulagsstofnun um ákveðnar tegundir framkvæmda og að í tilkynningunni skuli leggja fram upplýsingar um framkvæmdina og líkleg umtalsverð umhverfisáhrif hennar. Egill segir Skipulagsstofnun munu kappkosta að klára málið vel innan þess sjö vikna tímafrests sem lög kveða á um.Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun hefur í framhaldinu sjö vikur til að ákveða hvort framkvæmdin sé háð umhverfismati en þarf áður að leita umsagna umsagnaraðila eftir því sem við á, til að mynda leyfisveitenda. Fari svo að Skipulagsstofnun ákveði að kjötvinnslan við Álfabakka sé háð umverfismati verður framkvæmdaaðila gert að skila inn matsáætlun, sem Skipulagsstofnun ber að kynna almenningi „á áberandi hátt“ og leita umsagna. Ef framkvæmdin er ekki talin vera háð umhverfismati getur Skipulagsstofnun gert tillögur um tilhögun framkvæmda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir umtalsverð umhverfisáhrif. Vöruskemma við Álfabakka Matvælaframleiðsla Skipulag Reykjavík Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Þetta segir Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismatssviðs hjá Skipulagsstofnun. Málið snýr að kjötvinnslu sem á að starfrækja í húsinu, á yfir 3.200 fermetrum. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fyrirskipaði stöðvun framkvæmda við kjötvinnsluna 28. janúar síðastliðinn, á þeirri forsendu að ekki lægju fyrir upplýsingar um það hvort Álfabakki 2 hefði tilkynnt um kjötvinnsluna til Skipulagsstofnunar. Forsvarsmenn Álfabakka 2 fengu sjö daga frest til að skila inn athugasemdum vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa en að sögn Egils eru tilkynning um kjötvinnsluna og upplýsingar um hana nú í vinnslu hjá fyrirtækinu. Þegar þær hafa borist Skipulagsstofnun mun stofnunin ákvarða hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. Hefðu átt að tilkynna um kjötvinnsluna í upphafi ferlisins Egill segir að í raun hefði framkvæmdaraðilinn átt að skila inn tilkynningu um kjötvinnsluna til Skipulagsstofununar áður en sótt var um önnur leyfi fyrir framkvæmdinni. Hann segir hins vegar skiljanlegt að menn hafi ekki kveikt á þessu, þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem reynir á umrætt lagaákvæði. Kjötvinnslan fellur undir 19. og 20. grein laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana frá árinu 2021, þar sem segir meðal annars að framkvæmdaraðilar skuli tilkynna Skipulagsstofnun um ákveðnar tegundir framkvæmda og að í tilkynningunni skuli leggja fram upplýsingar um framkvæmdina og líkleg umtalsverð umhverfisáhrif hennar. Egill segir Skipulagsstofnun munu kappkosta að klára málið vel innan þess sjö vikna tímafrests sem lög kveða á um.Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun hefur í framhaldinu sjö vikur til að ákveða hvort framkvæmdin sé háð umhverfismati en þarf áður að leita umsagna umsagnaraðila eftir því sem við á, til að mynda leyfisveitenda. Fari svo að Skipulagsstofnun ákveði að kjötvinnslan við Álfabakka sé háð umverfismati verður framkvæmdaaðila gert að skila inn matsáætlun, sem Skipulagsstofnun ber að kynna almenningi „á áberandi hátt“ og leita umsagna. Ef framkvæmdin er ekki talin vera háð umhverfismati getur Skipulagsstofnun gert tillögur um tilhögun framkvæmda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir umtalsverð umhverfisáhrif.
Vöruskemma við Álfabakka Matvælaframleiðsla Skipulag Reykjavík Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent