Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Aron Guðmundsson skrifar 8. mars 2025 08:00 Katie Cousins er mætt aftur í Laugardalinn. Hún hefur verið einn besti leikmaður íslenska boltans undanfarin ár. Hvalreki fyrir Þróttara. Vísir/Sigurjón Kristin trú er Katie Cousins, einum besta leikmanni Bestu deildarinnar undanfarin ár, það mikilvægasta í lífinu. Hún er mætt aftur í Þrótt Reykjavík og stefnir á titil þar. Katie endurnýjar kynnin við lið Þróttar Reykjavíkur á komandi tímabili. Hún spilaði fyrir liðið tímabilið 2021 sem og 2023 og eftir stutt stopp hjá Val á síðasta tímabili, þar sem að hún varð bikarmeistari, er hún nú mætt aftur í Laugardalinn eftir að ekki náðist samkomulag milli hennar og Vals um nýjan samning. „Á endanum gekk það ekki upp. Ég átti ekki að vera þar á næsta tímabili og er mjög ánægð með að vera mætt aftur í Þrótt með mínum gömlu liðsfélögum en nýjan þjálfara sem ég ræddi aðeins við á síðasta ári og var dálítið svekkt með að geta ekki spilað undir á þeim tíma. Ég er mjög spennt fyrir því að spila undir stjórn Ólafs á komandi tímabili. Spennt fyrir því að vera komin aftur hingað.“ En af hverju gekk þetta ekki upp með Val. Snerist þetta um peninga eða eitthvað annað? „Á endanum sáu þeir mig ekki sem hluta af sínum framtíðarplönum. Það er í lagi mín vegna enda þeirra að ákveða.“ Þannig að þetta þeirra ákvörðun? „Já en eins og ég segi þá þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þegar að Þróttur kom að borðinu. Fólkið hér í kringum félag er frábært. Þegar að ég rakst á það á förnum vegi á síðasta ári lét það mig vita að hér ætti ég alltaf samastað.“ Katie hefur mikið álit á Ólafi Kristjánssyni, þjálfara Þróttar Reykjavíkur sem tók við liðinu fyrir síðasta tímabil.vísir / anton brink Eftir að hafa slegið í gegn hér á landi bjuggust kannski margir við því að Katie tæki skrefið í stærri deild í Evrópu en svo var ekki. „Við skoðuðum nokkra kosti, ég og mitt teymi lögðum góða vinnu í það kannski þarf eitthvað að breytast í framtíðinni ætli ég mér að taka það skref. En eins og ég sagði áður er ég ánægð með að vera komin aftur hingað.“ „Í sannleika sagt þá hef ég aldrei vitað hvað ég ætlaði mér að gera ár frá ári. Ég hef verið föst á milli þessa að reyna fyrir mér annars staðar en á sama tíma er hluti af mér sem virkilega líður vel með að vera hér á Íslandi. Ég tek þetta bara ár frá ári og hingað til hef ég alltaf komið aftur. Þetta er fjórða árið mitt hér á landi.“ Þróttur hefur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar verið að þétta raðirnar fyrir komandi tímabil og í Katie fær liðið einn allra besta leikmann deildarinnar undanfarin ár. Sigurvegara. Hvað getur Þróttur afrekað á komandi tímabili? „Ég tel okkur geta barist um Íslandsmeistaratitilinn. Við höfum yfir að ráða góðum hópi leikmanna. Uppaldir leikmenn eru orðnir árinu eldri og hafa öðlast reynslu, þjálfarateymið er öflugt. Ég tel okkur hafa allt sem þarf, þetta þarf bara að smella saman.“ Trúföst Drottni, Guði og Jesú Krist Katie er í góðu sambandi við almættið. Trúin er henni mikilvæg. „Ég á í góðu sambandi við söfnuðinn í Baptistakirkju í Kópavogi. Hef vanið mig á að fara í kirkju þar síðan að ég kom hingað til lands. Kristin trú mín er líklega það mikilvægasta í mínu lífi. Mun mikilvægari en fótboltinn. Ég hef alltaf viljað tengjast trúnni og fylgja henni. Ég hef viljað vera trúföst Drottni, Guði og Jesú.“ Katie Cousins í leik með Þrótturum fyrir nokkrum árum síðanVÍSIR/VILHELM „Frá mínum bæjardyrum séð hefur Guð gefið mér getu til að spila fótbolta og ég vil nota þær gjafir sem hann hefur veitt mér til að vinna vel, skemmta mér og reyna að heiðra hann í öllu sem ég geri í lífinu. Ég vil reyna spila eins lengi og ég get og heiðra hann.“ Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
Katie endurnýjar kynnin við lið Þróttar Reykjavíkur á komandi tímabili. Hún spilaði fyrir liðið tímabilið 2021 sem og 2023 og eftir stutt stopp hjá Val á síðasta tímabili, þar sem að hún varð bikarmeistari, er hún nú mætt aftur í Laugardalinn eftir að ekki náðist samkomulag milli hennar og Vals um nýjan samning. „Á endanum gekk það ekki upp. Ég átti ekki að vera þar á næsta tímabili og er mjög ánægð með að vera mætt aftur í Þrótt með mínum gömlu liðsfélögum en nýjan þjálfara sem ég ræddi aðeins við á síðasta ári og var dálítið svekkt með að geta ekki spilað undir á þeim tíma. Ég er mjög spennt fyrir því að spila undir stjórn Ólafs á komandi tímabili. Spennt fyrir því að vera komin aftur hingað.“ En af hverju gekk þetta ekki upp með Val. Snerist þetta um peninga eða eitthvað annað? „Á endanum sáu þeir mig ekki sem hluta af sínum framtíðarplönum. Það er í lagi mín vegna enda þeirra að ákveða.“ Þannig að þetta þeirra ákvörðun? „Já en eins og ég segi þá þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þegar að Þróttur kom að borðinu. Fólkið hér í kringum félag er frábært. Þegar að ég rakst á það á förnum vegi á síðasta ári lét það mig vita að hér ætti ég alltaf samastað.“ Katie hefur mikið álit á Ólafi Kristjánssyni, þjálfara Þróttar Reykjavíkur sem tók við liðinu fyrir síðasta tímabil.vísir / anton brink Eftir að hafa slegið í gegn hér á landi bjuggust kannski margir við því að Katie tæki skrefið í stærri deild í Evrópu en svo var ekki. „Við skoðuðum nokkra kosti, ég og mitt teymi lögðum góða vinnu í það kannski þarf eitthvað að breytast í framtíðinni ætli ég mér að taka það skref. En eins og ég sagði áður er ég ánægð með að vera komin aftur hingað.“ „Í sannleika sagt þá hef ég aldrei vitað hvað ég ætlaði mér að gera ár frá ári. Ég hef verið föst á milli þessa að reyna fyrir mér annars staðar en á sama tíma er hluti af mér sem virkilega líður vel með að vera hér á Íslandi. Ég tek þetta bara ár frá ári og hingað til hef ég alltaf komið aftur. Þetta er fjórða árið mitt hér á landi.“ Þróttur hefur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar verið að þétta raðirnar fyrir komandi tímabil og í Katie fær liðið einn allra besta leikmann deildarinnar undanfarin ár. Sigurvegara. Hvað getur Þróttur afrekað á komandi tímabili? „Ég tel okkur geta barist um Íslandsmeistaratitilinn. Við höfum yfir að ráða góðum hópi leikmanna. Uppaldir leikmenn eru orðnir árinu eldri og hafa öðlast reynslu, þjálfarateymið er öflugt. Ég tel okkur hafa allt sem þarf, þetta þarf bara að smella saman.“ Trúföst Drottni, Guði og Jesú Krist Katie er í góðu sambandi við almættið. Trúin er henni mikilvæg. „Ég á í góðu sambandi við söfnuðinn í Baptistakirkju í Kópavogi. Hef vanið mig á að fara í kirkju þar síðan að ég kom hingað til lands. Kristin trú mín er líklega það mikilvægasta í mínu lífi. Mun mikilvægari en fótboltinn. Ég hef alltaf viljað tengjast trúnni og fylgja henni. Ég hef viljað vera trúföst Drottni, Guði og Jesú.“ Katie Cousins í leik með Þrótturum fyrir nokkrum árum síðanVÍSIR/VILHELM „Frá mínum bæjardyrum séð hefur Guð gefið mér getu til að spila fótbolta og ég vil nota þær gjafir sem hann hefur veitt mér til að vinna vel, skemmta mér og reyna að heiðra hann í öllu sem ég geri í lífinu. Ég vil reyna spila eins lengi og ég get og heiðra hann.“
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira