Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. mars 2025 22:56 Það hafa komið upp dæmi þar sem mjög ung börn finna nikótínpúða á leikvelli og stingi upp í sig. Vísir/Rakel Ósk Símtöl í eitrunarsímann eru að færast í aukana, meðal annars vegna nikótínpúða. Bæði gerist það að símtöl berist um ungbörn hafa komist í snertingu við púða, og um eldri einstaklinga sem verði fyrir nikótíneitrun, meðal annars vegna þess að þeir gleypi slíka púða í svefni. Helena Líndal, lyfjafræðingur og sérfræðingur í klíníkskri eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans ræddi um þetta, og önnur vandamál sem berast eitrunarsímanum, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það er algengast að verið sé að hringja út af litlum börnum sem hafa komist í einhver hreinsiefni á heimilinu, uppþvottavélatöflu, eða þvottaefni, eða klósetthreinsiefni. Það er alltaf hætta þegar verið er að þrífa heimili. Það þarf alltaf að passa að líta ekki af litlu börnunum.“ Að sögn Helenu þarf að grípa til mjög mismunandi aðgerða eftir atvikum. Þess vegna sé mikilvægt að hringt sé í eitrunarsímann svo fólk geti fengið ráðgjöf. Í einhverjum tilfellum þurfi ekki að grípa til mikilla aðgerða en svo þurfi stundum að leggja börn inn á gjörgæslu. Líkt og áður segir er hluti símtalanna vegna nikótínpúða, en Helena segir að það endurspegli tíðarandann. Fyrir fimmtán árum hafi oftar verið hringt vegna sígaretta. „Fólk er að henda þessu út um allt. Við höfum fengið símtöl þar sem börn undir eins árs hafi verið að leika sér á róló og fundið svona og sett upp í sig. Svo er fólk ekki að ganga vel frá þessu á heimilunum. Það er jafnvel að henda þessu stöku í ruslafötu. Krakkarnir fara svo ofan í ruslafötuna og sækja. Eða þau sækja jafnvel dollu. Það eru nokkuð mörg símtöl þar sem barn hefur bara setið í stofunni með fullt af púðum í kringum sig.“ Hver er fyrsta hjálpin ef mann grunar þetta? „Þá á að hringja í okkur. Við erum með ákveðna prótókóla sem við förum eftir. Það fer eftir aldri barnsins, þyngd þess og hvaða efni þetta er, sígaretta, púði eða eitthvað annað. Við metum hvort barnið þurfi að fara á bráðamóttökuna, eða hvort það sé hægt að fylgjast með því heima. Og þá látum við fólk vita hvaða einkennum á að fylgjast með.“ Í alvarlegustu tilfellunum þar sem púðar eiga í hlut, hversu alvarlegt getur það orðið? „Þetta getur verið lífshættulegt. Það gæti þurft að senda barnið á bráðamóttöku barna og setja það í algjöra gjörgæslu. Þar sem þarf að fylgjast með öllum lífsmörkum. Það getur fengið krampa og orðið rosalega veikt. Í verstu tilfellum, sem betur fer hefur það ekki enn gerst á Íslandi, þá veldur nikótín dauða.“ Þetta er þó ekki bara vandamál hjá ungum börnum, heldur verða fullorðnir líka fyrir nikótíneitrunum. „Við erum að fá símtöl frá fólki sem sofnaði með púða uppi í sér, og kyngdi í svefni.“ Börn og uppeldi Nikótínpúðar Heilbrigðismál Slysavarnir Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Helena Líndal, lyfjafræðingur og sérfræðingur í klíníkskri eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans ræddi um þetta, og önnur vandamál sem berast eitrunarsímanum, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það er algengast að verið sé að hringja út af litlum börnum sem hafa komist í einhver hreinsiefni á heimilinu, uppþvottavélatöflu, eða þvottaefni, eða klósetthreinsiefni. Það er alltaf hætta þegar verið er að þrífa heimili. Það þarf alltaf að passa að líta ekki af litlu börnunum.“ Að sögn Helenu þarf að grípa til mjög mismunandi aðgerða eftir atvikum. Þess vegna sé mikilvægt að hringt sé í eitrunarsímann svo fólk geti fengið ráðgjöf. Í einhverjum tilfellum þurfi ekki að grípa til mikilla aðgerða en svo þurfi stundum að leggja börn inn á gjörgæslu. Líkt og áður segir er hluti símtalanna vegna nikótínpúða, en Helena segir að það endurspegli tíðarandann. Fyrir fimmtán árum hafi oftar verið hringt vegna sígaretta. „Fólk er að henda þessu út um allt. Við höfum fengið símtöl þar sem börn undir eins árs hafi verið að leika sér á róló og fundið svona og sett upp í sig. Svo er fólk ekki að ganga vel frá þessu á heimilunum. Það er jafnvel að henda þessu stöku í ruslafötu. Krakkarnir fara svo ofan í ruslafötuna og sækja. Eða þau sækja jafnvel dollu. Það eru nokkuð mörg símtöl þar sem barn hefur bara setið í stofunni með fullt af púðum í kringum sig.“ Hver er fyrsta hjálpin ef mann grunar þetta? „Þá á að hringja í okkur. Við erum með ákveðna prótókóla sem við förum eftir. Það fer eftir aldri barnsins, þyngd þess og hvaða efni þetta er, sígaretta, púði eða eitthvað annað. Við metum hvort barnið þurfi að fara á bráðamóttökuna, eða hvort það sé hægt að fylgjast með því heima. Og þá látum við fólk vita hvaða einkennum á að fylgjast með.“ Í alvarlegustu tilfellunum þar sem púðar eiga í hlut, hversu alvarlegt getur það orðið? „Þetta getur verið lífshættulegt. Það gæti þurft að senda barnið á bráðamóttöku barna og setja það í algjöra gjörgæslu. Þar sem þarf að fylgjast með öllum lífsmörkum. Það getur fengið krampa og orðið rosalega veikt. Í verstu tilfellum, sem betur fer hefur það ekki enn gerst á Íslandi, þá veldur nikótín dauða.“ Þetta er þó ekki bara vandamál hjá ungum börnum, heldur verða fullorðnir líka fyrir nikótíneitrunum. „Við erum að fá símtöl frá fólki sem sofnaði með púða uppi í sér, og kyngdi í svefni.“
Börn og uppeldi Nikótínpúðar Heilbrigðismál Slysavarnir Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira