Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2025 17:02 Rússneskri sprengjuvél flogið á loft í Hmeimim árið 2015. Rússar vilja ólmir halda bæði flugvellinum og flotastöðinni þar nærri. AFP/Alexander Kots Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. Eftir fall Assads hafa ráðamenn á Vesturlöndum og í Mið-Austurlöndum ekki lagt kapp á að fylla upp í tómarúmið sem Rússar hafa skilið eftir sig og hefur það opnað á möguleikann á því að Rússar geti haldið áfram starfsemi þar. Borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi árið 2011 en árið 2015 komu Rússar Assad-liðum til aðstoðar. Með sveitum frá Íran höfðu Rússar haldið stjórnarher Assads uppi en í gegnum árin hafa þeir gert ítrekaðar loftárásir á uppreisnarmenn og óbreytta borgara. Staðan í Sýrlandi breyttist svo hratt í lok síðasta árs þegar spilaborg Assads féll saman undir sókn uppreisnarmanna í norðausturhluta Sýrlands og flúði einræðisherrann til Rússlands. Í kjölfarið byrjuðu Rússar að flytja mikið magn hergagna á brott frá Sýrlandi og hættu að nota flotastöð í Latakía í Sýrlandi. Þessa flotastöð og flugvöll í Khmeimim hafa Rússar notað til umsvifa í Miðjarðarhafinu og sem stökkpall inn í Afríku, þar sem umsvif þeirra hafa aukist til muna. Miðjarðarhafsfloti Rússlands er nú heimilislaus, ef svo má segja, og hafa miklar viðræður átt sér stað milli Rússa og nýrrar ríkisstjórnar Sýrlands um möguleg áframhaldandi afnot Rússa af flotastöðinni í Tartus. Sendu fúlgur fjár til Sýrlands Í frétt Wall Street Journal segir að Rússar hafi í síðasta mánuði sent um 23 milljónir dala í gjaldeyri til Sýrlands, til að aðstoða nýja ríkisstjórn landsins. Ráðamenn annarra ríkja hafa neitað að aðstoða Sýrland af ótta við refsiaðgerðir sem settar voru á ríkisstjórn Assads á sínum tíma en hafa ekki enn verið felldar úr gildi. Nýir leiðtogar Sýrlands hafa einnig verið beittir refsiaðgerðum áður af Bandaríkjunum og Evrópuríkjum vegna tengsla þeirra við hryðjuverkahópa eins og al-Qaeda. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Ráðamenn í Mið-Austurlöndum hafa heitið Sýrlandi aðstoð en hafa ekki veitt hana enn þar sem óljóst þykir hver afstaða ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er. Þetta á samkvæmt WSJ við yfirvöld í Katar og Sádi-Arabíu þar sem þeim hefur ekki verið svarað um það hvort refsiaðgerðir verði felldar niður. Því samþykktu Sýrlendingar að taka á móti peningunum frá Rússlandi. Viðræður undu upp á sig Rússar vilja ólmir tryggja sér áframhaldandi afnota af flotastöðinni í Latakía vegna þess hve mikilvæg hún er fyrir starfsemi þeirra í Miðjarðarhafi, sérstaklega með tilliti til þess að Tyrkir hafa stöðvað umferð herskipa um Bospórsund vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Í millitíðinni hafa Rússar notast við aðstöðu sem þeir hafa fengið á yfirráðasvæði Khalifa Haftar í austurhluta Líbíu til að styðja við hermenn sína og málaliða úr Africa Corp í Afríku. Haftar stýrir hinum svokallaða Líbíska þjóðarher (LNA) og hefur lengi notið mikils stuðnings Rússa, bæði gegnum málalið Wagner Group á árum áður og beinum hernaðarlegum stuðningi. Sjá einnig: Segja Rússa hafa flutt fjölda orrustuþota til Líbíu Yfirmenn Atlantshafsbandalagsins og ráðamenn í Evrópu hafa rætt við ráðamenn ríkja Norður-Afríku og boðið þeim ívilnanir gegn því að þeir veiti Rússum ekki aðgang að flotastöðvum þar. Samskiptin við Haftar eru þó lítil og hafa Rússar rætt við hann um að fá aðgang að höfn þar. Tveir rússneskir erindrekar fóru til Sýrlands í janúar, til að ræða herstöðvarnar en samkvæmt heimildum WSJ undu viðræðurnar fljótt upp á sig. WSJ segir að viðræður milli Rússa og Sýrlendinga hafi meðal annars snúist um umfangsmiklar fjárfestingar í orkuinnviðum og olíu- og gasframleiðslu í Sýrlandi. Einnig hefur verið rætt um að Rússar biðjist afsökunar á árásum sínum gegn óbreyttum borgurum og ráðamenn í Sýrlandi hafa einnig rætt það að Rússar framselji Assad til þeirra. Eins og áður segir flugur Rússar honum til Moskvu þegar stjórnarher hans féll saman. Sýrlendingar vilja einnig fá mikla fjármuni sem Assad flutti frá Sýrlandi til Rússlands í gegnum árin. Ættingjar Assads hafa einnig keypt miklar eignir í Rússlandi. Rússland Sýrland Vladimír Pútín Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Eftir fall Assads hafa ráðamenn á Vesturlöndum og í Mið-Austurlöndum ekki lagt kapp á að fylla upp í tómarúmið sem Rússar hafa skilið eftir sig og hefur það opnað á möguleikann á því að Rússar geti haldið áfram starfsemi þar. Borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi árið 2011 en árið 2015 komu Rússar Assad-liðum til aðstoðar. Með sveitum frá Íran höfðu Rússar haldið stjórnarher Assads uppi en í gegnum árin hafa þeir gert ítrekaðar loftárásir á uppreisnarmenn og óbreytta borgara. Staðan í Sýrlandi breyttist svo hratt í lok síðasta árs þegar spilaborg Assads féll saman undir sókn uppreisnarmanna í norðausturhluta Sýrlands og flúði einræðisherrann til Rússlands. Í kjölfarið byrjuðu Rússar að flytja mikið magn hergagna á brott frá Sýrlandi og hættu að nota flotastöð í Latakía í Sýrlandi. Þessa flotastöð og flugvöll í Khmeimim hafa Rússar notað til umsvifa í Miðjarðarhafinu og sem stökkpall inn í Afríku, þar sem umsvif þeirra hafa aukist til muna. Miðjarðarhafsfloti Rússlands er nú heimilislaus, ef svo má segja, og hafa miklar viðræður átt sér stað milli Rússa og nýrrar ríkisstjórnar Sýrlands um möguleg áframhaldandi afnot Rússa af flotastöðinni í Tartus. Sendu fúlgur fjár til Sýrlands Í frétt Wall Street Journal segir að Rússar hafi í síðasta mánuði sent um 23 milljónir dala í gjaldeyri til Sýrlands, til að aðstoða nýja ríkisstjórn landsins. Ráðamenn annarra ríkja hafa neitað að aðstoða Sýrland af ótta við refsiaðgerðir sem settar voru á ríkisstjórn Assads á sínum tíma en hafa ekki enn verið felldar úr gildi. Nýir leiðtogar Sýrlands hafa einnig verið beittir refsiaðgerðum áður af Bandaríkjunum og Evrópuríkjum vegna tengsla þeirra við hryðjuverkahópa eins og al-Qaeda. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Ráðamenn í Mið-Austurlöndum hafa heitið Sýrlandi aðstoð en hafa ekki veitt hana enn þar sem óljóst þykir hver afstaða ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er. Þetta á samkvæmt WSJ við yfirvöld í Katar og Sádi-Arabíu þar sem þeim hefur ekki verið svarað um það hvort refsiaðgerðir verði felldar niður. Því samþykktu Sýrlendingar að taka á móti peningunum frá Rússlandi. Viðræður undu upp á sig Rússar vilja ólmir tryggja sér áframhaldandi afnota af flotastöðinni í Latakía vegna þess hve mikilvæg hún er fyrir starfsemi þeirra í Miðjarðarhafi, sérstaklega með tilliti til þess að Tyrkir hafa stöðvað umferð herskipa um Bospórsund vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Í millitíðinni hafa Rússar notast við aðstöðu sem þeir hafa fengið á yfirráðasvæði Khalifa Haftar í austurhluta Líbíu til að styðja við hermenn sína og málaliða úr Africa Corp í Afríku. Haftar stýrir hinum svokallaða Líbíska þjóðarher (LNA) og hefur lengi notið mikils stuðnings Rússa, bæði gegnum málalið Wagner Group á árum áður og beinum hernaðarlegum stuðningi. Sjá einnig: Segja Rússa hafa flutt fjölda orrustuþota til Líbíu Yfirmenn Atlantshafsbandalagsins og ráðamenn í Evrópu hafa rætt við ráðamenn ríkja Norður-Afríku og boðið þeim ívilnanir gegn því að þeir veiti Rússum ekki aðgang að flotastöðvum þar. Samskiptin við Haftar eru þó lítil og hafa Rússar rætt við hann um að fá aðgang að höfn þar. Tveir rússneskir erindrekar fóru til Sýrlands í janúar, til að ræða herstöðvarnar en samkvæmt heimildum WSJ undu viðræðurnar fljótt upp á sig. WSJ segir að viðræður milli Rússa og Sýrlendinga hafi meðal annars snúist um umfangsmiklar fjárfestingar í orkuinnviðum og olíu- og gasframleiðslu í Sýrlandi. Einnig hefur verið rætt um að Rússar biðjist afsökunar á árásum sínum gegn óbreyttum borgurum og ráðamenn í Sýrlandi hafa einnig rætt það að Rússar framselji Assad til þeirra. Eins og áður segir flugur Rússar honum til Moskvu þegar stjórnarher hans féll saman. Sýrlendingar vilja einnig fá mikla fjármuni sem Assad flutti frá Sýrlandi til Rússlands í gegnum árin. Ættingjar Assads hafa einnig keypt miklar eignir í Rússlandi.
Rússland Sýrland Vladimír Pútín Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira