Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 10:25 Elín Rósa Magnúsdóttir er á leiðinni í atvinnumennsku til Þýskalands í sumar. vísir/Diego Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta og lykilmaður meistaraliðs Vals, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við þýska stórliðið HSG Blomberg Lippe. Samningurinn tekur gildi í sumar og klárar Elín Rósa tímabilið með Val. Elín Rósa verður þar með þriðja íslenska landsliðskonan hjá Blomberg Lippe sem situr í 4. sæti efstu deildar Þýskalands og lék til úrslita í þýsku bikarkeppninni um helgina en tapaði þar fyrir Ludwigsburg. Fyrir eru hjá liðinu Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir sem reyndar hefur verið frá keppni síðan að hún ristarbrotnaði í janúar. Elín Rósa, sem er aðeins 22 ára, kom til Vals árið 2019 frá Fylki. Á sínum meistaraflokksferli með Val hefur hún unnið til tveggja Íslandsmeistaratitla, tveggja bikarmeistaratitla og eins deildarmeistaratitils. Auk þess var hún valin mikilvægasti leikmaðurinn um úrslitahelgi bikarkeppninnar í fyrra. Þá hefur hún átt fast sæti í A-landsliði Íslands undanfarin ár og lék með liðinu í lokakeppni EM í desember síðastliðnum og á HM ári áður. Elín Rósa er önnur íslenska landsliðskonan sem tilkynnt er í dag að fari í atvinnumennsku í sumar því nafna hennar, Elín Klara Þorkelsdóttir, hefur samið við sænsku meistarana í Sävehof. „Ég er ótrúlega spennt fyrir að flytja út og einbeita mér að handboltanum að fullu. Tíminn hjá Val hefur verið frábær, umgjörðin og allt í kringum félagið er frábært og mér hefur liðið ótrúlega vel á Hlíðarenda. Nú einbeiti ég mér af því að klára þetta tímabil með stæl,“ segir Elín Rósa í tilkynningu Vals. „Ég er ótrúlega stoltur af þessum næstu skrefum hjá Elínu. Hún hefur þróað sinn leik hér hjá okkur síðastliðin ár og bætt sig jafnt og þétt jafnt í vörn sem sókn. Það verður gaman að fylgjast með henni í þessari gríðarsterku deild sem þýska Budesligan er. Ég er sannfærður um að hún halda áfram að taka næstu skref,“ segir Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals. Olís-deild kvenna Valur Þýski handboltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Elín Rósa verður þar með þriðja íslenska landsliðskonan hjá Blomberg Lippe sem situr í 4. sæti efstu deildar Þýskalands og lék til úrslita í þýsku bikarkeppninni um helgina en tapaði þar fyrir Ludwigsburg. Fyrir eru hjá liðinu Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir sem reyndar hefur verið frá keppni síðan að hún ristarbrotnaði í janúar. Elín Rósa, sem er aðeins 22 ára, kom til Vals árið 2019 frá Fylki. Á sínum meistaraflokksferli með Val hefur hún unnið til tveggja Íslandsmeistaratitla, tveggja bikarmeistaratitla og eins deildarmeistaratitils. Auk þess var hún valin mikilvægasti leikmaðurinn um úrslitahelgi bikarkeppninnar í fyrra. Þá hefur hún átt fast sæti í A-landsliði Íslands undanfarin ár og lék með liðinu í lokakeppni EM í desember síðastliðnum og á HM ári áður. Elín Rósa er önnur íslenska landsliðskonan sem tilkynnt er í dag að fari í atvinnumennsku í sumar því nafna hennar, Elín Klara Þorkelsdóttir, hefur samið við sænsku meistarana í Sävehof. „Ég er ótrúlega spennt fyrir að flytja út og einbeita mér að handboltanum að fullu. Tíminn hjá Val hefur verið frábær, umgjörðin og allt í kringum félagið er frábært og mér hefur liðið ótrúlega vel á Hlíðarenda. Nú einbeiti ég mér af því að klára þetta tímabil með stæl,“ segir Elín Rósa í tilkynningu Vals. „Ég er ótrúlega stoltur af þessum næstu skrefum hjá Elínu. Hún hefur þróað sinn leik hér hjá okkur síðastliðin ár og bætt sig jafnt og þétt jafnt í vörn sem sókn. Það verður gaman að fylgjast með henni í þessari gríðarsterku deild sem þýska Budesligan er. Ég er sannfærður um að hún halda áfram að taka næstu skref,“ segir Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals.
Olís-deild kvenna Valur Þýski handboltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira