Lífið

Há­leit mark­mið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katrín gerir það gott á samfélagsmiðlum og einnig í sparnaði.
Katrín gerir það gott á samfélagsmiðlum og einnig í sparnaði.

Katrín Björk Birgisdóttir hefur vakið gríðarlega athygli á YouTube, sér í lagi fyrir myndbönd þar sem hún kemst af með nokkur þúsund krónur í vikumatseðil fyrir fjölskylduna.

Hún er komin yfir hundrað þúsund fylgjendur á YouTube og er hvergi nærri hætt, eins og við sáum í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni.

Markmið Katrínar fyrir árið 2025 eru nokkur og af ýmsum toga. Það metnaðarfyllsta er án efa að greiða tíu milljónir króna inn á höfuðstól húsnæðislánsins. Það segist hún geta með því að spara í mat og sleppa öllum óþarfa. Hún eyðir um 30 þúsund á viku í mat fyrir sína fjögurra manna fjölskyldu sem flestum fyndist vel sloppið.

„Mér finnst það mikið,“ segir Katrín og hlær. „Ég væri alveg til í að vera undir þrjátíu þúsund kallinum,“ bætir hún við. Katrín er minimalisti í þokkabót og lítur á sparnaðinn og nýtnina sem keppni.

„Þetta er áskorun. Mér finnst þetta gaman. Þetta er keppni og ég er keppnismanneskja.“

Katrín er líka búin að einsetja sér að kaupa engin nýt föt né snyrtivörur á árinu 2025. Önnur markmið eru hógværari, eins og til dæmis að ná að hlaupa fimm kílómetra eða gera eina armbeygju.

Í þættinum hér fyrir neðan fengu áhorfendur að fylgjast með Katrínu, sem kallar sig Kate Wiium á YouTube, og heldur úti Facebook-síðunni Meira með minna. Við fáum að hnýsast í ísskápinn og frystinn og fáum góð sparnaðarráð þegar kemur að tiltekt og grisjun á heimilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.