GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2025 10:02 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon GÖZ-uðu um leik Tindastóls og Keflavíkur. stöð 2 sport Þeir GAZ-menn, Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, segja mikið í húfi fyrir lið Tindastóls og Keflavíkur í leik þeirra í Bónus deild karla í kvöld. Leikurinn í kvöld er hinn svokallaði GAZ-leikur umferðarinnar og þeir Pavel og Helgi munu lýsa honum með sínu nefi á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-manna fyrir leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Tindastóll - Keflavík Fyrir tímabilið hefðu eflaust margir búist við að leikur Tindastóls og Keflavíkur yrði toppslagur. En raunin er önnur. Stólarnir eru vissulega á toppi Bónus deildarinnar en Keflvíkingar eru í 9. sætinu og ekki inni í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Þremur umferðum er ólokið. „Því miður er þetta ekki þannig leikur en það sem gerir hann áhugaverðan er að er smá örvænting sem fylgir honum. Liðin þurfa bæði sigur,“ sagði Helgi. Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði í Keflavík. Allmargar breytingar hafa orðið á liðinu, bæði á þjálfarateyminu og leikmannahópnum. Hinn þrautreyndi Sigurður Ingimundarson tók við Keflvíkingum og fékk það erfiða verkefni að koma þeim í úrslitakeppnina. Eru menn að bíða? „Árangurinn hefur kannski ekki verið betri. Það má ræða frammistöðuna, hvort hún hafi batnað? Kannski eitthvað smá. Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil hjá þeim og það er í raun tvennt sem maður gæti séð fyrir sér að sé í gangi í herbúðum þeirra,“ sagði Pavel. „Annað hvort eru allir að fara að berjast til síðasta blóðdropa, leggja allt í þetta til að gera sitt besta til að komast í þessa úrslitakeppni og reyna að bjarga þessu tímabili. Eða þá að menn eru bara að bíða. Menn eru bara orðnir þreyttir á vonbrigðunum og veseninu í ár og vilja bara lina þjáningar sínar.“ Bikarinn gulrót Helgi tók við og velti fyrir sér hvaða leið Keflvíkingar færu en benti á að enn væri mikið í húfi fyrir þá í bikarkeppninni. „Farnir að gúggla flugmiðar og pæla í hvenær þeir eiga að komast heim til sín og svo framvegis. Ég lít aðallega á þennan leik fyrir Keflavík, að bjarga tímabilinu vissulega. Ef þeir vinna þennan leik eru þeir komnir í fín mál til að koma sér í úrslitakeppnina,“ sagði Helgi. „Hins vegar eru þeir í undanúrslitum í bikar og ef þeir komast sómasamlega frá þessum leik finnst mér þeir vera að gefa tóninn fyrir bikarhelgina.“ Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15 og verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2. Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD. Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Leikurinn í kvöld er hinn svokallaði GAZ-leikur umferðarinnar og þeir Pavel og Helgi munu lýsa honum með sínu nefi á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-manna fyrir leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Tindastóll - Keflavík Fyrir tímabilið hefðu eflaust margir búist við að leikur Tindastóls og Keflavíkur yrði toppslagur. En raunin er önnur. Stólarnir eru vissulega á toppi Bónus deildarinnar en Keflvíkingar eru í 9. sætinu og ekki inni í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Þremur umferðum er ólokið. „Því miður er þetta ekki þannig leikur en það sem gerir hann áhugaverðan er að er smá örvænting sem fylgir honum. Liðin þurfa bæði sigur,“ sagði Helgi. Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði í Keflavík. Allmargar breytingar hafa orðið á liðinu, bæði á þjálfarateyminu og leikmannahópnum. Hinn þrautreyndi Sigurður Ingimundarson tók við Keflvíkingum og fékk það erfiða verkefni að koma þeim í úrslitakeppnina. Eru menn að bíða? „Árangurinn hefur kannski ekki verið betri. Það má ræða frammistöðuna, hvort hún hafi batnað? Kannski eitthvað smá. Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil hjá þeim og það er í raun tvennt sem maður gæti séð fyrir sér að sé í gangi í herbúðum þeirra,“ sagði Pavel. „Annað hvort eru allir að fara að berjast til síðasta blóðdropa, leggja allt í þetta til að gera sitt besta til að komast í þessa úrslitakeppni og reyna að bjarga þessu tímabili. Eða þá að menn eru bara að bíða. Menn eru bara orðnir þreyttir á vonbrigðunum og veseninu í ár og vilja bara lina þjáningar sínar.“ Bikarinn gulrót Helgi tók við og velti fyrir sér hvaða leið Keflvíkingar færu en benti á að enn væri mikið í húfi fyrir þá í bikarkeppninni. „Farnir að gúggla flugmiðar og pæla í hvenær þeir eiga að komast heim til sín og svo framvegis. Ég lít aðallega á þennan leik fyrir Keflavík, að bjarga tímabilinu vissulega. Ef þeir vinna þennan leik eru þeir komnir í fín mál til að koma sér í úrslitakeppnina,“ sagði Helgi. „Hins vegar eru þeir í undanúrslitum í bikar og ef þeir komast sómasamlega frá þessum leik finnst mér þeir vera að gefa tóninn fyrir bikarhelgina.“ Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15 og verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2. Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD.
Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira