Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Auðun Georg Ólafsson skrifar 5. mars 2025 14:03 Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Vísir/Vilhelm „Þegar við byrjuðum að skoða þetta óraði okkur fyrir að fækkun starfsmanna væri svona mikil hjá einkareknum fjölmiðlum. Í rauninni er umhverfið orðið þannig að ríkismiðillinn er með 27 prósent markaðshlutdeild á Íslandi á meðan hlutdeildin er 10 prósent á öðrum Norðurlöndum. Þannig að við erum komin með fjölmiðlaumhverfi sem að okkar mati er óheilbrigt,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Umfang Ríkisútvarpsins er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á umhverfi fjölmiðla á Íslandi. Fjallað verður meðal annars um úttektina á fundi Viðskiptaráðs í dag á fundi sem ber yfirskriftina: Afsakið hlé. Þar verður kynnt úttekt ráðsins um samkeppnisstöðu og framtíðarhorfur fjölmiðla á Íslandi en einnig hlutverk og umsvisf ríkisins á þeim markaði. Eiga undir högg að sækja Björn segir það hafa komið mest á óvart hversu mikið innlendir einkareknir fjölmiðlar eigi undir högg að sækja. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna að starfandi hjá einkareknum fjölmiðlum hafi fækkað um 69 prósent frá 2008, eða úr 2.040 manns í 640. Á sama tímabili hafi starfandi hjá Ríkisútvarpinu fækkað um 16 prósent, úr 320 í 270. Sé litið til síðasta áratugs hefur fjölgað í starfsteymi RÚV á meðan verulega hefur fækkað á einkareknum miðlum. Ástæðan er meðal annars vegna samkeppni við erlenda miðla sem þurfa ekki að sæta sömu kröfum og innlendir fjölmiðlar gera og hinsvegar vegna vaxandi umsvifa Ríkisútvarpsins. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í skýrslu Viðskiptaráðs. Skekkja á markaði Fram kemur að opinberir styrkir til einkarekinna fjölmiðla hafa hingað til verið helsta tilraun stjórnvalda til að draga úr þeirri skekkju sem meðgjöf með ríkismiðlinum skapar. Í fyrra hlaut RÚV tólffalt hærra framlag en allir einkareknir fjölmiðlar til samans sem skiptu 470 milljónum á milli sín þar sem tveir fengu hæsta mögulega styrk upp á 107 milljónir króna. Samanlagt duga styrkirnir skammt samanborið við opinber framlög til ríkismiðilsins, að því er fram kemur út úttekt Viðskiptaráðs. Minnt er á að ýmsar kvaðir hvíli á innlendum fjölmiðlum sem erlendir miðlar þurfi ekki að fara eftir. Slíkar kvaðir geta gert erlenda miðla að álitlegri kosti til birtinga á auglýsingum og veikt stöðu innlendra miðla. Dæmi um slíkt er bann við áfengisauglýsingum í innlendum miðlum, hömlur á auglýsingar veðmálastarfsemi og kröfur um að erlent efni sé texta- eða talsett á íslensku. Á sama tímabili hafi hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði einungis lækkað um 5 prósentustig, eða úr 14 prósentum í 9 prósent. „Síðan er komin ný eftirlitsstofnun, Fjölmiðlanefnd, sem innlendir fjölmiðlar hafa þurft að svara fyrir,“ segir Björn. Fjórar aðgerðir Viðskiptaráð leggur til fjórar aðgerðir til að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla og jafna umsvif RÚV við ríkismiðla hinna Norðurlandanna. Það leggur til að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, líkt og tíðkast með ríkismiðla annarra Norðurlanda. Önnur tillagan gengur út á að opinberum framlögum til stuðnings við innlenda dagskrárgerð sé úthlutað í gegnum samkeppnissjóð. Þriðja að banni við áfengis- og veðmálaauglýsingum verði aflétt og sú fjórða að fjölmiðlanefnd verði lögð niður. „Langtímasýn okkar er að fjölmiðlun sé alfarið í höndum einkaaðila og ríkið stígi alfarið út af þessum markaði. Við leggjum til að rekstrarumhverfið verði fært nær því sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum, þannig að við teljum þetta mjög raunhæfar tillögur.“ Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV. 5. mars 2025 06:00 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Umfang Ríkisútvarpsins er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á umhverfi fjölmiðla á Íslandi. Fjallað verður meðal annars um úttektina á fundi Viðskiptaráðs í dag á fundi sem ber yfirskriftina: Afsakið hlé. Þar verður kynnt úttekt ráðsins um samkeppnisstöðu og framtíðarhorfur fjölmiðla á Íslandi en einnig hlutverk og umsvisf ríkisins á þeim markaði. Eiga undir högg að sækja Björn segir það hafa komið mest á óvart hversu mikið innlendir einkareknir fjölmiðlar eigi undir högg að sækja. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna að starfandi hjá einkareknum fjölmiðlum hafi fækkað um 69 prósent frá 2008, eða úr 2.040 manns í 640. Á sama tímabili hafi starfandi hjá Ríkisútvarpinu fækkað um 16 prósent, úr 320 í 270. Sé litið til síðasta áratugs hefur fjölgað í starfsteymi RÚV á meðan verulega hefur fækkað á einkareknum miðlum. Ástæðan er meðal annars vegna samkeppni við erlenda miðla sem þurfa ekki að sæta sömu kröfum og innlendir fjölmiðlar gera og hinsvegar vegna vaxandi umsvifa Ríkisútvarpsins. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í skýrslu Viðskiptaráðs. Skekkja á markaði Fram kemur að opinberir styrkir til einkarekinna fjölmiðla hafa hingað til verið helsta tilraun stjórnvalda til að draga úr þeirri skekkju sem meðgjöf með ríkismiðlinum skapar. Í fyrra hlaut RÚV tólffalt hærra framlag en allir einkareknir fjölmiðlar til samans sem skiptu 470 milljónum á milli sín þar sem tveir fengu hæsta mögulega styrk upp á 107 milljónir króna. Samanlagt duga styrkirnir skammt samanborið við opinber framlög til ríkismiðilsins, að því er fram kemur út úttekt Viðskiptaráðs. Minnt er á að ýmsar kvaðir hvíli á innlendum fjölmiðlum sem erlendir miðlar þurfi ekki að fara eftir. Slíkar kvaðir geta gert erlenda miðla að álitlegri kosti til birtinga á auglýsingum og veikt stöðu innlendra miðla. Dæmi um slíkt er bann við áfengisauglýsingum í innlendum miðlum, hömlur á auglýsingar veðmálastarfsemi og kröfur um að erlent efni sé texta- eða talsett á íslensku. Á sama tímabili hafi hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði einungis lækkað um 5 prósentustig, eða úr 14 prósentum í 9 prósent. „Síðan er komin ný eftirlitsstofnun, Fjölmiðlanefnd, sem innlendir fjölmiðlar hafa þurft að svara fyrir,“ segir Björn. Fjórar aðgerðir Viðskiptaráð leggur til fjórar aðgerðir til að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla og jafna umsvif RÚV við ríkismiðla hinna Norðurlandanna. Það leggur til að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, líkt og tíðkast með ríkismiðla annarra Norðurlanda. Önnur tillagan gengur út á að opinberum framlögum til stuðnings við innlenda dagskrárgerð sé úthlutað í gegnum samkeppnissjóð. Þriðja að banni við áfengis- og veðmálaauglýsingum verði aflétt og sú fjórða að fjölmiðlanefnd verði lögð niður. „Langtímasýn okkar er að fjölmiðlun sé alfarið í höndum einkaaðila og ríkið stígi alfarið út af þessum markaði. Við leggjum til að rekstrarumhverfið verði fært nær því sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum, þannig að við teljum þetta mjög raunhæfar tillögur.“
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV. 5. mars 2025 06:00 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV. 5. mars 2025 06:00