Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 16:00 Ruben Amorim hefur ekki átt sjö dagana sæla sem stjóri Manchester United en liðið er þó enn með í Evrópudeildinni. Getty/James Gill Manchester United þarf að slá út Orra Óskarsson og félaga í Real Sociedad til að eiga enn möguleika á titli á þessari leiktíð. Rúben Amorim, stjóri United, segir félagið hins vegar hafa um „stærri hluti“ að hugsa en að vinna titil í vor. Amorim tók við sigursælasta liði enska boltans í nóvember en síðan þá hefur liðið fallið úr leik í enska deildabikarnum og bikarnum, og færst niður í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Von United um titil á þessari leiktíð og Evrópusæti á næstu leiktíð felst því í því að vinna Evrópudeildina, þar sem liðið mætir Real Sociedad í fyrri leik 16-liða úrslita á morgun klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. United vann bikarmeistaratitil á síðustu leiktíð og deildabikarmeistaratil á þarsíðustu leiktíð, undir stjórn forvera Amorims, Eriks ten Hag. Amorim er hins vegar ekki of upptekinn af því að United landi endilega titli í vor. „Veit að það er skrýtið að segja það“ „Fólk horfir á Evrópudeildina sem einu keppnina sem við getum enn unnið, auk tengingarinnar á milli Evrópudeildarinnar og þess að komast í Meistaradeild Evrópu. En í sannleika sagt þá höfum við stærri hluti að hugsa um. Ég veit að það er skrýtið að segja það en við erum að reyna að búa eitthvað til hérna sem er mikilvægara en að vinna titil akkúrat núna,“ sagði Amorim í viðtali við Sky Sports. ''We are trying to build something that is going to last more than any trophy this season'' 🗣️Ruben Amorim on the importance of Manchester United picking up silverware in the Europa League 🏆 pic.twitter.com/OuozpPDwhT— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2025 „Ég veit að okkur ber skylda til að berjast um alla titla en í augnablikinu erum við að reyna að búa eitthvað til sem endist lengur en titill á þessari leiktíð,“ sagði Amorim sem reynt hefur að innleiða nýja leikaðferð hjá United og sagt að félagið verði að sýna þolinmæði. Óvissa ríkir um hvort Harry Maguire og Manuel Ugarte geti spilað á Spáni á morgun en þeir tóku ekki þátt í æfingu United í dag, vegna „minni háttar vandamála“ samkvæmt BBC. Ólíklegt er að þeir spili leikinn. United er þegar án Lisandro Martinez, Amad Diallo, Luke Shaw, Mason Mount, Kobbie Mainoo, Patrick Dorgu og Jonny Evans vegna meiðsla. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira
Amorim tók við sigursælasta liði enska boltans í nóvember en síðan þá hefur liðið fallið úr leik í enska deildabikarnum og bikarnum, og færst niður í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Von United um titil á þessari leiktíð og Evrópusæti á næstu leiktíð felst því í því að vinna Evrópudeildina, þar sem liðið mætir Real Sociedad í fyrri leik 16-liða úrslita á morgun klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. United vann bikarmeistaratitil á síðustu leiktíð og deildabikarmeistaratil á þarsíðustu leiktíð, undir stjórn forvera Amorims, Eriks ten Hag. Amorim er hins vegar ekki of upptekinn af því að United landi endilega titli í vor. „Veit að það er skrýtið að segja það“ „Fólk horfir á Evrópudeildina sem einu keppnina sem við getum enn unnið, auk tengingarinnar á milli Evrópudeildarinnar og þess að komast í Meistaradeild Evrópu. En í sannleika sagt þá höfum við stærri hluti að hugsa um. Ég veit að það er skrýtið að segja það en við erum að reyna að búa eitthvað til hérna sem er mikilvægara en að vinna titil akkúrat núna,“ sagði Amorim í viðtali við Sky Sports. ''We are trying to build something that is going to last more than any trophy this season'' 🗣️Ruben Amorim on the importance of Manchester United picking up silverware in the Europa League 🏆 pic.twitter.com/OuozpPDwhT— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2025 „Ég veit að okkur ber skylda til að berjast um alla titla en í augnablikinu erum við að reyna að búa eitthvað til sem endist lengur en titill á þessari leiktíð,“ sagði Amorim sem reynt hefur að innleiða nýja leikaðferð hjá United og sagt að félagið verði að sýna þolinmæði. Óvissa ríkir um hvort Harry Maguire og Manuel Ugarte geti spilað á Spáni á morgun en þeir tóku ekki þátt í æfingu United í dag, vegna „minni háttar vandamála“ samkvæmt BBC. Ólíklegt er að þeir spili leikinn. United er þegar án Lisandro Martinez, Amad Diallo, Luke Shaw, Mason Mount, Kobbie Mainoo, Patrick Dorgu og Jonny Evans vegna meiðsla.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira